Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 28. JULI1984. Teiknimyndln Þrymskviöa eftir Sigurð Om Brynj- ólfsson var frum- sýnd í Reykjavík fyrir nokkrum árum og þótti baöi frumleg og skemmtileg og minnti ógurlega lítið á þœr teikni- myndir sem hingað hafa borist úr Disneyverksmiðjunum vestanhafs. Nú eru frændur okkar Ðanir aö taka upp þráðinn þar sem Sigurður Örn varð frá að hverfa og hyggjast full- gera mikla teiknimynd um Æsi og viðskiptamenn þeirra undir stjórn gamals liðhlaupa frá Disney. Allt byrjaöi þetta hjá Dönum með því að stofnaður var Teiknimynda- skóli Kaupmannahafnar (Köb- enhavns Animations Skole). Forsprakkar skólahaldsins voru Ameríkaninn Jeff Varab og Daninn Jörgen Klubien, báðir gamlir jaxlar úr teiknimyndagerðinni, og að auki var Jakob Stegelman, mikiil vínur teíknaðra kvikmynda, þeim innan- handar. Þessir kumpánar söfnuðu síðan saman hóp af ungu fólki sem gat hugsað sér að kynnast af eigin raun innstu leyndarmálum teikni- myndagerðarinnar. Varab og Klubien teiknuðu og út- skýrðu lögmál teiknimyndanna og ekki stóð á nemendunum að æfa sig. Margar ágætar hugmyndir komu upp á teikniborðunum í þessum ný- stofnaða einkaskóla, en aivara fór ekki að færast í leikinn fyrr en Jakob Stegelman mætti einn daginn með fyrsta heftið af svokölluðum Valhall- arteiknimyndablöðum og fleygöi því á borðið hjá Jeff Varab um leið og hann spurði: „Langar þig ekki til aö gerakvikmynd?”- Jeff fannst hugmyndín ekki vit- lausari en s vo að hann tók blaðið með sér heim. Jeff Varab er enginn ný- græðingur í sinu fagi þvi hann vann við myndir eins og The Fox and the Hound og Tron hjá Disneyfyrirtæk- inu. Hann hefur ágætt auga fyrir söguþræði sem nota má í frísklega teiknimynd og frásagnirnar af Ásum, jötnum og dauðlegum mönnum, sem voru þáttur í trúar- brögðum og heimsmynd norrænna vikinga, voru að hans mati einmitt efniíteiknimynd. Teiknimyndablaðiö, æm vakti áhuga Varab, var eins og áður segir úr Valhallarseríunni og kom út 1979. Síðan hafa tvö blöö komið út til viö- bótar og þaö fjórða er á leiðinni. í blöðunum er sagt frá guðum Ásatrú- ar og faríð mjög nákvæmlega eftir öllum tiltækum heimildum. Lækna- Þjálfi er allra laglegasti pilturen minnir óneitanlega :á ýmsar amerískar teiknimyndafígúrur. stúdentinn Peter Madsen teiknaði og skrifaöi sögurnar eins og þær birtast nú, en aö baki lá miktil undirbúning- ur og athuganir margra manna. I ljós kom aö einungis tvær teikni- myndaseríur, Lukku Láki og Asterix, hafa notiö meiri vinsælda en Valhallarliðiö í Danmörku. _____ ___ alhallarblööin VjHBT “W* höföu veriö svo «|p|K / vandlega undir- ymS&t g búin að Varab sá strax aö í þeim var að finna grunn að teiknimynd. Heimurinn sem persónurnar hrærast í haföi þegar tekið á sig mynd og nú var „bara” eftir aö drífa saman teiknimynd með léttleikandi söguþræði og persónum sem áhorf- endur gætu hrifist af. Árið 1982 setti enn einn liðhlaupi frá Disney, Don Bluth, teiknimynd á markaðinn og bar hún nafniö The Secret of Nimh. Myndin hafði öli ein- kenni gömlu góðu Disneymyndanna sem enn njóta einstakra vinsælda, en ástæðurnar fyrir því að menn á borð við Bluth og Varab yfirgáfu Disney- fyrirtækið voru einmitt þær að þeim þótti. sem vikið heföi verið frá þeim grundvailarreglum sem skópu vin- sældir Disneymyndanna gömlu. Og ef til vill var The Secreí of Nimh hvatningin sem þurfti til þess að haf- ist var handa um gerð teiknimyndar í Danmörku. Jeff Varab ákvað gerð tíu fyrstu mínútnanna af myndinni um Æsina og fyrirtækið Varab-Stegelmann fékk styrk frá dönsku Kvikmyndastofnun- inni. Fjölmargir þeirra sem tóku þátt í teiknimyndaskólanum fengu vinnu og um leið aukna reynslu, en eini vani maöurinn hjá fyrirtækinu var JeffVarab. Jeff Varab stýrir gerð Valhallar- myndarinnar og hann þarf að hafa auga meö öllu starfsfólkinu: hand- ritshöfundum, útlitshönnuðum, teiknurum, iiturum, hreintéiknurum og þeim sem sjá um tónlist og hljóð. Það þarf mikið skipulag til að koma saman 75 mínútna teiknimynd og það kostar einnig hetimikla peninga. Danska kvikmyndastofnunin veitti 8,5 milljónir til myndarinnar eftir að hafa kostað talsverðu til við gerö fyrstu tíu mínútnanna. Ýmsir aðtiar hafa lagt þrjár milljónir tti viðbótar í fyrirtækið. Áætlað er að myndin kosti 14,5 milljónir svo aö ljóst er að fjárskortur á ekki að standa í vegi fyrirgerðhennar. Teiknimyndin um Æsina hefst á sögunni um átveislu Þórs þegar hann varö sem oftar að slátra höfrum sín- um. Svangur bóndasonur óhlýönað- ist goðinu og braut legg úr hafri til að ná mergnum. Um morguninn, þegar Þór lífgaði leifarnar af höfrunum við og hugðist beita þeim fyrir vagn sinn, kom í ljós að hafurinn var halt- ur. Auðvitað var það Loka, fylgdar- sveini Þórs, að kenna að sveinninn lét freistast af mergnum en Loki þurfti ekki að taka afleiðingunum heldur fjölskyldan á bænum. Eina leiðin tti að milda skap Þórs var að selja bóndasoninn Þjálfa í hendur hins reiða Áss og systur hans Röskvu í kaupbæti. Kvikmyndin fjallar svo um ferö Þjálfa og Röskvu tti Valhallar og er framar öðru þroskasaga drengsins. Eins og frásagnirnar i Snorra-Eddu segir kvikmyndin frá útistöðum As- anna við jötna, Þór kemst í hann krappan og Þjálfi fær að reyna sitt 'if hverju. vikmyndin um Valhöll og fólkið þár verður alger- íega unnin í anda klassiskra teikni- mynda frá Walt Disney. Þjálfi og Þór og aðrar persónur mínna mjög á persónur Disney- mynda í útliti og sama er raunar aö segja um bakgrunna, litaval o.s.frv. Danir eru að vonum kátir með að vera komnir af stað með teikni- myndaframleiðslu og í stúdíóinu hjá Varab og Stegelmann er þegar farið að hugsa fyrir næstu mynd, enda undirbúningsvinnan mikti og slæmt ef miklar eyður verða í framleiðsl- unni. Og svo er bara aö bíða og sjá hvort menn, Æsir og jötnar og aðrir í kringum Valhöli hljóta vinsældír, en Valhallarmyndin verður bæði gerð í danskri og enskri útgáfu — að minnstakosti. -SKJ I nýju teiknimynd- j inni eru persónur | norrænnar goða- I fræði þannig í útliti \ að ætla mætti að ; Disney sjálfur hefði rissaðþærupp. unir glínm vfð ■ ; ' -V. •. WÆ JV l — Gamlir jaxlar lir teiknimy ndabransanum í Ameríku haf a nii sett af stad kvikmyndaf ramleidslu í kóngsins Kaupmannahöfn og taka f yrir alþekktar frásagnir úr norrænni godaf rædi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.