Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 39
DV. LAUGARDAGUR 28. JULI1984. Nick Lowe er mikill spaugari og léttlyndur, að minnsta kosti á yfir- borðinu. Fræg eru viðbrögð hans við plötu David Bowies, Low, en með nafngiftinni taidi Nick að sér vegið og svaraði í sömu mynt á næstu piötu sinni, Bowi, sem var fjögurra laga plata, árið-1977. Þetta er auðvitað ágætur húmor og fleiri dæmi mætti nefna um gamansemina: á plötunni frá því í fyrra, Abominable Show- man, voru til dæmis þessi lög: Time Wounds All Heels, Tíminn særir alla hæla (!) en jafnan er sagt: Time Heels All Wounds eða Timinn læknar öil sár, — og lagið með langa nafn- inu: (For Every Woman Who Ever Made A Fool Of A Man There’s A Woman Who Made A) Man Of A Fool. Nick Lowe hefur ekki verið sérlega áberandi síðustu árin og sjálfur seg- ist hann helst vilja gleyma síðustu plötum sínum. Hins vegar eru gagn- rýnendm- lukkulegir meö nýjustu skífuna, Nick Lowe And His Cowboy Outfit, og Nick Lowe sagði á dögun- umí viðtali: „Þetta er þaö besta sem ég hef gert um árabil. Ég var orðinn leiður, drakk of stíft til þess að losna undan leiðanum; iðjuleysi, ómennska og draugfullur, þú skilur? Þegar ég var með þessar plötur í smíðum var ég einlægt að hiaupast á brott og sagði: ,í!igum við ekki að láta þetta gott heitaídag..” En Nick Lowe komst aftur niður á jörðina, lagði búsið til hliðar og ákvað að taka sig á. Undanfarið hef- ur hann veriö á ferðinni meö Bob Dylan á hljómleikaferð um Evrópu- lönd og lagið hans, Half A Boy And Half A Man, hefur fengiö góðar við- tökur eins og breiðskífan sem áður var minnst á, Nick Lowe And His Cowboy Outfit. His Cowboy Outfit er að sjálfsögðu vísun á hljómsveitina hans en i aðra röndina vísun á kántrítónlist og sjálf- ur litur hann á tónlist sína sem kántrírokk. En þó hljómsveitin beri nú nýtt nafn eru liösmennirnir þeir sömu og síðustu árin. Áður kallaði hann fyrirtækið Nick Lowe And His Noise To Go (hann gerir það ekki endasleppt með gamansemina) en þaö nafn var siðan notað á fyrstu breiðskífu hljómborðsleikarans og söngvarans Paul Carrack, Paul Carrack And the Noise To Go, — og þar með var auðvitað asnalegt að nota það áfram. Paul þessi Carrack er í hljómsveit Nick Lowe, var áður í Ace og um tíma í Squeeze, en aðrir í hljómsveitinni, Kúrekaklæðunum, eru: Martin Belmont á gítar og Bobby Irwin á trommur. Sjálfur plokkar Lowe bassann og fer það vel úrhendi. Upp á síðkastið hefur Lowe einnig verið að stjórna upptökum á annarri plötu Carracks, en fyrsta plata hans frá árinu 1982, Suburban Voodoo, þótti gefa góð fyrirheit. Nick samdi eitt lag sérstaklega fyrir Carrack á þessa nýju plötu, LAFS (Love At First Sight), og áður en hljóðblöndun hafði farið fram barst það til eyrna Elvis Costellos sem taldi það frá- bært. Höfundurinn var ekki á sama máli en sagði þetta góða upptöku með frá- bærum söngvara, lagið væri hins vegar ekkert sérstakt. Elvis lét sig ekki og sagði: „Þú ættir að nota þetta sjálfur.” Og til þess að gera langa sögu stutta varð úr að Costello bauöst til að stjórna upptöku á laginu fyrir höfundinn. Þar með höfðu þeir haft sætaskipti því eins og flestir vita stjórnaði Nick Lowe upptökum á öll- um fyrstu plötum Costellos. En Lowe heldur fast við sinn keip: „Þetta er samt ekki uppáhaldslagið mitt á plötunni.” Mörg járn í eldinum Ef undan eru skildir hljómieikarn- ir með Dylan stendur fyrir dyrum hljómleikaferð hjá Nick Lowe um Bandaríkin þar sem aðdáendur hans bíða með útbreiddan faðminn. Þá ætlar Nick Lowe og kúrekamir hans að hita upp fyrir hljómleika Costellos í haust. En Lowe hefur fleira á sinni könnu: hljómsveitin Creation hefur falast eftir upptökustjórn hjá honum á smáskífu, en sú hljómsveit var talsvert fræg fyrir fimmtán árum eöa svo með lögunum: Making Time og Painter Man; því síðara sló Bony M sér upp á. „Fólk leitar gjarnan til mín ef það vill að hljómurinn verði dálítið groddalegur. Ég hef að sumu leyti sérhæft mig í þess háttar hljómi,” segir Lowe. „Að hljóörita plötur er annars grátt leiöindaverk. Það er gaman að hlusta á plötur full- gerðar en í raun og veru er það ein- staklega leiöinlegt að vinna við hljóð- ritunina.” Eiginkona Nick Lowes, Carlene Carter, stjúpdóttir Johnny Cash, er einnegin á kafi í tónlist og sinnir um þessar mundir sköpunargáfunni með Kiki Dee og Gary Holton. Saman eru þau að vinna að söngleik. Löngum hefur komið til tals að Nick Lowe stjómi upptöku á plötu fyrir stjúp- tengdapabbann en af því hefur enn ekki oröið. „Við höfum verið að spjalia um þetta í þrjú ár og ég hefði stórgaman af því að taka upp plötu með Jónka trölli og Fabulous Thunderbirds,” segir Nick Lowe. Árið 1963 stofnaði Lowe sína fyrstu hljómsveit, þá fimmtán ára, Sound 4 Plus 1, ásamt Brinsley Schwarts, en þeir voru þá bekkjarfélagar í Wood- bridgeskóianum. Faðir Lowe var í flughernum og strákurinn ólst bæði upp í Bretlandi og Miðausturlöndum. Fljótlega eftir stofnun hljómsveitar- innar hvarf Lowe frá námi eins og það heitir á fínu máli með þeim orð- um að hann hygöist leggjast í ferða- lög. Þar með fór hljómsveitin afvelta en Brinsley stofnaði aöra sveit, Tree’s A Crowd, sem síðar varð Kippington Lodge eftir samninga við EMI. Eftir fyrstu smáskífuna kom ferðalangurinn heim og fékk strax inni í hljómsveitinni. Fjórar urðu smáskífumar og smáar vinsældimar og til þess að forða frá andlegri ger- eyðingu breyttu þeir um nafn: Brinsley Schwartz skyldi sveitin heita. Þetta var í september 1969. Og hvort sem það var nafnbreytingin eða eitthvað annaö þá fór alténd að lifna yfir strákunum og Brinsley Schwartz komst vel á legg, hljóörit- aði meira en sextíu söngva og bróð- urparturinn var saminn af Lowe. Hann söng og lék á bassa en aðrir í hljómsveitinni voru: Brinsley Schwartz, Billy Rankin, Bob Andrews og árið 1970 gekk Ian Gomm til liðs við þá. Síðasta plata Brinsley Schwarts, New Favourites, kom út árið 1974 og upptökustjóri var Dave Edmunds. Eftir útkomu plötunnar gengu þeir í HMH IHMM 39 Helgarpopp hlífir nýliöum við umf jöllun að þessu sinni en flennir upp nærmynd af einum meistara rokksins, Nick Lowe. Hann er af gamla skólanum og farinn að grána í vöngum og ef til vill hafa sumir aldrei heyrt hans getið. Yfir í smáa letr- ið! fóstbræðralag, Lowe og Edmunds, og settu Rockpile á laggirnar. Áður hafði Lowe þó sungiö inn á smáskífu lag sitt Cmel To Be Kind, sem varð afarvinsælt. Góður upptakari Snemma bar á hæfileikum Nick Lowes til þess aö sinna upptöku- stjóm og samhliða lagasmíð stjórn- aöi hann upptökum hjá fjölmörgum, fyrst Graham Parker og The Rumours, og síðar varð hann innan- búðarmaður hjá Stiffútgáfunni við upptökustjóm árið 1976. Skömmu áður hafði hann gefið út plötur undir dulnefnum, The Tartan Horde og The Disco Brothers. En hjá Stiff stjórnaði hann upptökum meðal annars hjá The Damned, Wrecless Eric, Dr. Feelgood og fleirum. Þess á milli sinnti hann Rockpile en auk Dave Edmunds voru í hljómsveitinni Terry Williams og Billy Bremner. Edmunds og Lowe unnu aukinheldur aö sólóplötum sem nánast vom skil- getin afkvæmi Rockpile en þó ekki fyrr en eftir að Lowe hafði yfirgefið Stiff. Það gerðist í árslok 1977 og nýja fyrirtækið var Radar Records. Og fyrsta smáskífan frá Radar gerði það gott, topp tíu lagið I Love The Sound of Braking Glass. Fyrsta sólóplatan kom út í febrúar 1978, Jesus Of Cool meö Cruel to Be Kind innanborðs. Fínlegra nafn á plötuna var valið á Bandaríkjamark- að, Pure Pop For Now People. Þetta ár stjómaöi Lowe líka upptökum hjá Costello, Mickey Jupp og fyrstu plötu Chrissie Hynde, vann með Dave Edmunds að sólóplötu hans og full- gerði aðra sólóplötu sína, Labour of Lust, útgefin í júli 1979. Langt hlé varð síðan á sólóplötugerð og það var ekki fyrr en árið 1982 sem þriðja platan kom út, Nick the Knife, og árið eftir The Abominable Showman. Síðasta sólóplatan er svo alveg ný af nálinni, Nick Lowe And His Cowboy Outfit. Af Rockpiie er það að segja að hljómsveitin gaf aðeins út eina breið- skífu, Seconds of Pleasure, og dó drottni sínum í hljómleikaferð um Bandaríkin í byrjun árs 1981. Fóst- bræðumir lentu upp á kant hvor við annan, leiðir skildui reiði og bitur- leika og hefur ekki gróið um heilt síðan. Lowe sendi Edmunds til dæmis kveðju á einni plötu sinni, Stick It Where The Sun Don’t Shine. Hér hefur verið stiklaö á stóm í viðburðaríkum ferli Nick Lowe, tón- skálds og upptökustjóra sem hefur sett mikinn svip á rokktónlist síöustu fimmtán ára. Megi sem flestir njóta tónlistar hans. -Gsal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.