Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1984, Blaðsíða 37
DV. LAUGARDAGUR 28. JULI1984. 37 Bílar Bflar Bflar Bflar Bflar Volkswagen Golf reynsluekið: Kom best út á mölinni Þegar Volkswagenverksmiðjumar komu á sínum tíma fram með arftaka bjöllunnar, VW Golf, þótti mörgum nóg um stökkið og útlitsbreytinguna. Nú þegar enn hefur verið bætt um betur og nýr Golf er kominn fram á sjónarsviðið er stökkið mun minna og í fljótu bragði sjá menn, sem hafa ekki alla jafna hugann viö bíla, ekki hver munurinn er. Við reynsluakstur kemur hins vegar fram að munurinn er verulegur, sumu er breytt til betri vegar en áður var en annaö hefði mátt fara betur. Gott pláss Það sem vekur fyrst athygli þegar stigið er inn í bílinn er ágæt nýting á innanrými og því er bíllinn plássmikill miðaö viö marga aöra bíla i sama stærðarflokki. Allar klæðningar eru vel gerðar og frágangur allur til fyrir- myndar. Klæðningamar em form- steyptar þannig að skörp horn eru eng- in og til dæmis er stuðningur innan á hliðarhurðunum hluti af klæðningunni. Inn- og útstig úr framsætum er meö ágætum en þegar kemur að aftursætis- farþegunum hefði plássiö mátt vera meira. Hliðarhuröirnar gefa mun minna pláss til inn- og útstigs fyrir aftursætisfarþega en í öðmm sam- bærilegum bílum sem jafnvel myndu vera taldir minni bílar en Golf. Hins vegar fer mjög vel um farþega í aftur- sæti og þrengslin sem vom í „gamla” Golfinum eru horfin. Sætin eru góð, sérstaklega framsætin. Þau þykja ef til vill fullstíf að mati margra, en á móti kemur að þau gefa góðan stuðn- ing, sérstaklega í akstri á misjöfnum vegum. Ég hef séð það í umsögnum um Golfinn í erlendum blöðum að bólstmn- in sé of „köld”, það er aö á köldum vetrarmorgni taki það líkamann of langan tíma að fá upp þægilegan hita. Því sé rafmagnshitun á sætunum nauð- synleg. Utsýni er ágætt, nema ef til vill um afturglugga. Þar hefur útsýni minnkað miðað við eldri gerðina því að neöri brún á afturglugga er hærri en áður var og takmarkar það nokkuð útsýni umafturspegil. Einföld stjórntæki Mælaborð og stjórntæki öll hafa ver- ið hönnuð með einfaldleika og notagildi í huga. Ekkert prjál eöa tildur. Miðað við frágang í bílum í dag finnst eflaust mörgum þetta vera of einfalt í sniðum. Mér hefði fundist við hæfi í jafndýmm bíl og hér er á ferðinni að í stað stórrar klukku í mælaboröinu heföi mátt vera snúningshraðamælir. Rofi fyrir aðal- ljós er vinstra megin í mælaborði og er þaö galli. Það er of langt aö teygja sig þangað miðað við að hafa slíkan rofa á stýrisstönginni eins og algengt er í dag. Stýrisgrip er gott, stýriö er klætt með mjúku leðurlíki sem gefur gott grip bæði í hita og kulda Eg varö fyrir dálitlum vonbrigðum meö gírskipting- una. Skiptingin, 2—3—4,er með því besta sem gerist en hins vegar er skipt- ing í fyrsta gír og afturábak allt of stíf og óviss. Hvort þetta var aðeins í þess- um eina bíl sem var reynsluekið er ekki gott að segja en þetta er hlutur sem eflaust má betrumbæta. Góður á mölinni Aksturseiginleikarnir em einn stærsti plúsinn við Golfinn. Framhjóla- drifiö gefur ekkert eftir því besta sem áður hefur komiö fram á því sviði. Götuhávaði er að vísu fullmikill, sérstaklega þegar ekið er á steypu eða grófu malbiki, en hverfur nær alveg á góðu malbiki og er furðu lítill í akstri á malarvegum. Og það var í akstri á Sætín eru góð, nokkuð stíf. Inn- og útstíg i aftursætí er fullþröngt. Góður frágangur er á öllum klæðn- ingum. Þykk filtmotta er í gólfi en hjól- skálarnar eru berar. Mælaborðið er einfalt, svo og stjórntæki. í stað klukkunnar hefði mátt vera snúningshraðamælir. malarvegum sem bíllinn naut sín best. Þaö var nær alveg sama hvernig bílnum var beitt á mölinni, alltaf hélt hann sínu striki og fjöðrunin, sem mér fannst á stundum of stíf á malbikinu, svaraði mjög vel á vondum malarvegi og þótt ekiö væri fullgreitt í allstór hvörf þá var þaö vart merkjanlegt fyr- irfarþegana. Vélaraflið skilar sér vel og er fylli- lega nægilegt. Á móti vélaraflinu Volkswagen Golf CL: Lengd: 4002 mm. Breidd: 1666 mm. Hæð: 1423 mm. Þyngd: 825 kg. Bil milli öxla: 2475 mm. Vél: Fjögurra strokka, þverstæð, 1272 rúmsm, 55 hestöfl, (40 kW) viö 5400 sn. á mín. Fjögurra gíra. Framhjóladrifinn. Bremsur: Diskar aö framan, skálar aö aftan. , Hjól: 155 SR13. Snúningsradíus 10,5 m. Verð: 358.000 kr. Mýkri línur greina nýja Golfinn frá fyrirrennaranum. Svuntan að framan er aðeins í 16,5 sm hæð frájörðu svo hún tekur fíjótt niðri, sérstaklega ísnjó á vetrum. kemur góð útjöfnun á gírkassa sem gerir það að verkum að ekki þarf stöðugt að vera að skipta um gír í mis- jafnri umferð líkt og á mörgum öðrum bílum í svipuðum stærðarflokki. Ágæt nýting á farangursrými Farangursrýmið á nýja Golfinum er stærra en á fyrirrennaranum og hefur verið aukið úr tæpum 200 h'trum upp í 225 lítra. En miðað við marga keppi- nauta þá er fulllítið lagt í frágang á farangursrýminu. Það er með þykkri filtmottu í gólfi, en hjólskálamar eru berar, nokkuð sem ég hélt að væri alveg horfið á bílum í þessum gæöa- flokki. Hægt er að auka nýtinguna á rýminu með því að leggja sætin fram, en aðeins aht bakið í einu en ekki hluta þess eins og algengt er orðið í dag. Of dýr miðað við stærð Golfinn hefur alla þá eiginleika sem hægt er að fara fram á í bíl af þessari stærð. Aksturseiginleikar síst lakari en á mörgum stærri bílum. Það sem hamlar því að hann nái vinsældum gömlu bjöllunnar er verðið þvi í dag kostar Golf 358 þúsund krónur sem er of mikið sé miðað við þá keppinauta sem eru að berjast á þessum markaði. Hins vegar verður aö Uta svo á að mörgum kunni að finnast að bUUnn bjóöi upp á ýmsa eiginleika sem rétt- læti hærra verð en um sUkt verður hver að dæma fyrir sig. -JR Að aftan halda sömu mjúku linurn- ar sór, en afturglugginn gefur minna útsýni en var á gamla bíln- um. ORIGINAL AUGLÝSINGAVEGGIR Frábær hönnun — auðveldirí uppsetningu og geymslu. Getum einnig útvegað áprentaðar vörur, s.s. pennastatíf, lyklakippur, upptakara og margt fíeira. SKIPHOLT117, SÍIVII 27220. HIMOTSKURN í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.