Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Blaðsíða 18
18
DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984.
Eyjarslóð 7. Símar: 14093 og 13320.
i V M
sit j L-J.2? 1 I hiií I
1 140 L 1?? \
I---— 200 ------1
Gerð 120, hæð 110 cm,
þyngd 5,0 kg. Verð 1.790,
Gerð 180, hæð 150 cm,
þyngd 6,0 kg. Verð
2.550,.
1 manns göngutjald
Hæð 125 cm,
þyngd 2,0 kg.
Verð 2.990
walker
Hér sést hvar
hlaupið verður.
Byrjað verður
við Tjörnina og
síðan hlaupið
um borgina.
Hlaupið er yfir
40 km.
Maraþon í Reykjavík
Nú er um að gera að taka fram
trimmgallann og byrja að skokka af
fullum krafti. Fyrir dyrum stendur
nefnilega maraþonhlaup í Reykjavík
þann 26. ágúst, svo það er ekki eftir
neinu að bíða að byrja æfingar.
Til þess að vera nú engir eftirbátar
New York búa sem halda maraþon-
hlaup árlega hefur veriö ákveðið aö
halda hér maraþonhlaup sem síöan er
ráðgert að verði árlegur viðburður.
Þaö eru jafnt Islendingar sem út-
lendingar sem taka þátt í hlaupinu.
Seinast þegar fréttist voru tæplega 100
útlendingar búnir að skrá sig í hlaupið.
Ekki var vitað hversu margir íslenskir
þátttakendur verða. Frestur til að til-
kynna þátttöku í hlaupinu fyrir Is-
lendinga rennur út 10. ágúst.
Það er Reykjavíkurborg, Frjáls-
íþróttasamband Islands, Ferðaskrif-
stofan Urval og Flugleiðir sem standa
á bak við þetta alþjóðlega maraþon-
hiaup í Reykjavík. Þátttöku er hægt að
tilkynna til Urvals eöa frjálsíþrótta-
sambandsins.
Þetta maraþonhlaup er fyrst og
fremst hugsað sem fjöldahlaup með
þátttöku áhugamanna i skokki. En
hlaup af þessu tagi eru nú oröin ár-
legur viðburður í fjölmörgum stór-
borgum í útlandinu.
Skilyrði fyrir þátttöku er að þátt-
takendur séu orðnir 16 ára. Einnig er
hægt að hlaupa hálft hlaup sem er 21
km og þá er ekkert aldurstakmark. Þá
er einnig hægt að hlaupa skemmri
vegalengdir, um 10 km.
Forráðamenn hlaupsins vænta þess
að sem flestir Islendingar taki þátt í
hlaupinu og þarf enginn aö óttast það,
því hér er ekki verið að keppast um
þaö hver veröur fyrstur, upp á lif og
dauða, heldur er hugsunin á bak við
þetta aö sem flestir séu meö og hafi
gaman af.
Allir fá síðan viðurkenningarskjal
fyrir þátttöku og þeir fyrstu í hverjum
aldursflokki fá sérstök verðlaun.
I stysta hlaupinu verða einnig veitt
verðlaun til einnar sveitar. Það verður
gert með þeim hætti að dregið verður
úr þeim tíu sem koma fyrstir í mark.
Það er einmitt hvatt til þess að hópar,
til dæmis starfshópar skrái sig í
hlaupið.
Þátttökugjald í hlaupinu er um 200
krónur eftir því hversu langt menn
ætla aöhlaupa.
Konur í Lionessuklúbbnum EIR í
Reykjavík munu í tengslum við mara-
þonhlaupið selja sérstaka boli með
áletruninni REYKJAVK
MARATHON 1984. Ágóða af þeirri sölu
munu Lionessurnar verja til líknar-
mála.
Það veröur því mikið um aö vera í
höfuöborginni 26. ágúst þegar hlaupið
verður um stræti borgarinnar. Hlaupið
hefst við Tjömina klukkan tíu um
morguninn og lýkur væntanlega þégar
sá síðasti kemur í mark. Um kvöldið
verður síöan veisla og verðlaunaaf-
hending.
-APH.
niýja gistiheimilið í Biskupstungum: Árgil.
GISTIHEIMIU STEIN-
SNAR FRÁ GEYSI
Biskupstungur eru grösug sveit og
vinsælt ferðamannasvæði og því mikil
þörf fyrir að þar sé boðið upp á þá
þjónustu sem ferðafólk þarf gjaman á
að halda í gistingu og mat. Meö þetta í
huga opnuðu tvær ungar konur, Kristín
Hjálmarsdóttir og Halla Helgadóttir í
samvinnu við Kynnisferðir í Reykja-
vík, gistiheimili þar í sveitinni.
Árgil heitir það og liggur í kjarri
vaxinni hlíð, aðeins steinsnar frá
hverasvæöinu við Geysi. I Árgili er
boðiö upp á margvíslega þjónustu:
Herbergin em sex og aö öllu jöfnu
svefnpláss fyrir tíu fullorðna. Að auki
er morgunveröur á boðstólum, kaffi og
heitir smáréttir og heitar máltíðir ef
óskaö er eftir því meö hæfilegum fyrir-
vara. Ennfremur er þar góö aðstaöa
fyrir hestamenn og sala á veiðileyfum
í Tungnaá þar sem þykir þokkaleg
silungsveiði. Húsakostur er rúmur og
þægilegur, húsið nýlegt og hefur verið
gert sérstaklega upp til að sinna þessu
nýja hlutverki.
Ráðgert er að Argil verði þetta
fyrsta sumar opið fram í endaöan
ágúst. Tekið er á móti pöntunum í síma
(99)6938.
ás