Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984. Frú Vigdís Finnbogadóttir undirritar eiðstafinn. Hjá henni stendur Björn Helgason hæstaréttarritari en hinum megin eru þeir Halldór Ásgrímsson, staðgengill Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, Þór Vilhjálms- son, forseti Hæstaréttar, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sam- einaðs Alþingis. istríður, dóttir Vigdisar, var að sjálfsögðu riðstödd athöfnina og samfagnaði móður tinni. D V-myndir: Einar Ólason. Forsetinn flytur hér ávarp sitt fyrir þéttsetnum þingsalnum. Það var glampandi sól og blíö- skaparveður í gær er forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var sett í embælti í annað sinn. Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli til að fylgjast með athöfninni en lúðrasveit lék á undan. Rétt fyrir klukkan hálf- fjögur var svo gengiö til kirkju úr Alþingishúsinu, frú Vigdís Finnboga- dóttir fremst í fagurrauðum, síðum kjól og við hliö hennar Þór Vilhjálms- son, forseti Hæstaréttar. Hófst síðan guösþjónusta í Dómkirkjunni þar sem séra Ölafur Skúlason vígslubiskup flutti ræöu. Dómkórinn söng undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar en hann lék í upphafi forspil eftir Pál Isólfsson. Að guðsþjónustu lokinni var gengið úr Dómkirkjunni til Alþingishússins. Þar lýsti Þór Vilhjálmsson forseta- kjöri og mælti fram eiðstafinn sem for- setinn síðan undirritaði. Aö því loknu gekk forsetinn fyrir forseta Hæsta- réttar sem afhenti henni kjörbréfið. Forseti Islands gekk þá út á svalir Alþingishússins meö kjörbréfiö í hend- inni, minntist ættjarðarinnar og var fósturjörðin hyllt með ferföldu húrra- hrópi. Lúðrasveit lék Island ögrum skorið. Síðan gekk frú Vigdís Finn- bogadóttir inn í þingsalinn aftur og flutti ávarp. Dómkórinn, sem stóð á pöllunum, söng að lokum þjóðsönginn. Fjöldi boðsgesta var viðstaddur emb- ættistökuna. Meirihluti ríkisstjórnar- innar var viðstaddur, auk alþingis- manna, hæstaréttardómara, presta, ráöuneytisstjóra, embættismanna, listamanna og erlendra sendiherra. Að athöfn lokinni var síöan boð á Bessa- stöðum fyrir fjölskyldu frú Vigdísar, vini og samstarfsmenn. -pá Hagkaup og Vörumarkaðurinn: Fá ekki slátur íslendingar mótmæla húsið á Króknum Stjóm Kaupfélag Skagfirðinga hefur neitað Hagkaupi og Vöru- markaðinum um að fá að taka sláturhús kaupfélagsins á leigu næsta haust. Fyrirtækin tvö fóru fram á að taka að sér slátrun, sölu og kjötgeymslu í sláturhúsinu og kváðust einnig geta greitt fullt afuröaverð til bænda, ef af leigunni' yrði. I bréfi frá Kaupfélagi Skagfirð- inga er beiöni Hagkaups og Vöru- markaðarins hafnað á þeirri for- sendu að stjómin hafi hvorki heimild né vilja til að ganga gegn sam- þykktum félagslns með því að hætta þessari starfsemi og selja hana á leigu til annarra. Þá er einnig borin til baka sú fullyrðing Hagkaups og Vörumarkaðarins að Sláturhús KS muni ekki geta greitt fullt afurða- verð til bænda. Engin ástæða sé til að ætla að vanta muni upp á verðið aö loknu afurðaárinu 1982-83. Hins vegar er efast um að fullt grund- vallarverð hafi verið greitt til bænda hjá þeim sláturhúsum sem fyrir- tækin tvö eiga þegar aðild aö. Hafi þau því haft verulegt fé af inn- leggjendum sem beri aö leiðrétta. -pá — dönsk skip til loðnuveiða við Grænland „Utanríkisráðuneytið lýsti yfir miklum vonbrigðum sínum við danska sendiherrann í fyrradag aö farið skyldi út í veiðar á þessu svæði,” sagði Olafur Egilsson. sendiherra í samtali viðDV. Fjögur skip frá Hirtshals í Dan- mörku eru nú farin til loðnuveiða við Austur-Grænland þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samkomulag um veiðar Dana á þessum slóðum. „Þessar veiöar byggja þeir á því að loðnu- stofninn gangi a.m.k. einhver árin á Grænlandsmið þó hann haldi sig vana- lega innan íslensku efnahagslögsög- unnar.” sagði Olafur. „Það hefur verið reynt að koma á samkomulagi Norð- manna, Efnahagsbandalagsins og Is- lendinga um skipulag loðnuveiða og skiptingu veiöikvóta. Þessar viöræður hafa strandað á óraunhæfum kröfum EBE að mati Islendinga og því að hvorki þeir né Norðmenn hafa viljaö leggja til grundvallar viö skiptingu þær upplýsingar sem fyrir liggja frá vísindamönnum um dreifingu stofnsins milli Islands annars vegar og Grænlands og Jan Mayen svæðanna hins vegar.” — Nú er því haldið fram að hér sé á ferðinni pólitískt bragð Dana til að styrkja kröfur þeirra um 200 mílna lög- sögu austur af Grænlandi? „Það er mjög eindregin skoðun þeirra sem gerst þekkja til útgerðar og kostnaðar aö þessar veiðar séu styrktar enda væru veiðarnar óarð- bærar ella. Það er mjög líklegt að Danir og EBE vilji styrkja kröfur sínar meö þessu. Islendingar og Norðmenn telja eðli- legt að miölína skipti. Danir eiga vissan rétt til veiða innan óumdeildra grænlenskra marka en veiðum þeirra og annarra utanaökomandi aðila austan við miölínu hefur veriö mót- mælt. Einnig er lögð rík áhersla á að veiðimagn fari ekki fram úr því sem talist getur eðlileg hlutdeild. Þessu máli verður fylgt frekar eftir af hálfu utanríkisráðuneytisins,” sagði Ölafur Egilsson. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.