Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Blaðsíða 32
40 DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST1984. Andlát Dr. Trausti Einarsson lést 26. júlí sl. Hann nam viö háskólann í Göttingen. Eftir aö heim kom réöst hann til Há- skólans 1943. Helgaði hann sig óskiptur rannsóknum sínum og akademískri kennslu í eðlisfræði og jarövísindum auk þess sem hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum á vegum Háskólans. Utför Trausta fer fram frá Dómkirkj- unniídag kl. 15.00. Þorbjörg Magnúsdóttir lést 24. júlí sl. Hún fæddist í Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu 26. nóvember 1914, dóttir hjónanna Önnu Pétursdóttur og Magnúsar Stefánssonar. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Gísli Kristjáns- son. Þau eignuðust þrjú börn. Utför Þorbjargar veröur gerö frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Guðrún Helga Rögnvaldsdóttir lést 25. júlí sl. Hún fæddist á Straumi á Skógarströnd 21. júlí 1905. Foreldrar hennar voru Rögnvaldur Lárusson og kona hans.Guörún Jósefína Kristjáns- dóttir. Eftn lifandi eiginmaður Guörúnar er Gísli Kr. Skúlason. Ekki varö þeim hjónum barna auðið, en ólu upp einn kjörson. Utför Guörúnar veröur gerö frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Hjálmar Magnússon, Nýjalandi í Garöi, varö bráökvaddur 13. júlí. Jónatan Valgarðsson, Framnesvegi 17, lést af slysförum 17. júlí. Bjöm Sigurðsson, Rauöarárstíg 20, lést í Landakotsspítala 31. júlí sl. Þorvaldur Arinbjarnarson tollvörður, Hlíðarvegi 32, Njarövík, lést í Borgar- spítalanum 1. ágúst sl. Hafliðína Guörún Hafliöadóttir frá Fossi á Rangárvöllum, Hvolsvegi 17, Hvolsvelli, lést 17. júlí. Utför hennar fór fram 26. júlí frá Skaröskirkju í Landsveit í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sæmundur Eiríksson frá Berghyl, til heimilis aö Hraunteigi 19, er lést 29. júlí, verður jarösunginn aö Hruna laugardaginn 4. ágúst kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30. Guðmundur Á. Eyjólfsson, frá Hraun- dal, sem lést fimmtudaginn 26. júlí, veröur jarösunginn frá Isafjaröar- kirkju í dag, 2. ágúst, kl. 14. Bjargmundur Óskar Tryggvason, Öldugötu 48, Hafnarfiröi, lést í Borgar- spítalanum 22. júlí. Jaröarförin hefur fariöfram. Guörún Friöfinnsdóttir, fyrrum hús- freyja á Böggvistööum, sem andaöist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. júlí, verður jarösungin frá Dalvíkur- kirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 14. Jarð- sett verður að Upsum. Skarphéöinn Magnússon, Hraunbæ 92, verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Reinhold Páll Ragnarsson, Melási 11, Garðabæ, veröur jarösunginn frá Garðakirkju í dag, fimmtudaginn 2. ágúst, kl. 13.30. Tónleikar Óperutónleikar Undanfamar þrjár vikur hefur staðið yfir söngnámskeið í húsakynnum tslensku óperunnarí Gamla bíói í Reykjavík. Það eru söngvaramir Helene Kamsso og Kostas Paskalis sem leiðbeint hafa 20 ís- lenskum söngvurum í raddtækni og túlkun. Þau Karusso og Paskalis eru bæði grísk að uppruna, hún er starfandi prófessor við tón- hstarháskólann í Vínarborg en hann hefur á sínum 30 ára söngferli sungið við flest stærstu ópemhús í heiminum, var m.a. ráðinn við VínaróperunaílOár. Annað kvöld, fimmtudagskvöldiö 2. ágúst, efna nemendur á námskeiðinu tii lokatón- leika. Þar verður flutt eitthvað af því efni sem unnið hefur verið á námskeiðinu, aöallega óperaaríur. A tónleikunum koma fram 16 söngvarar og söngnemendur. Undirleikarar verða Kolbrún Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir sem er undirleikari námskeiðsins. Tónleikamir verða í Gamla bíói og hefjast kl. 20.30. Tónleikar hjá Kukl t tílefni af nýútkominni plötu sinni Augað mun hljómsveitin Kukl efna til tónleika hér á landi í byrjun ágúst.. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Safarl þann 2. ágúst. Með Kukl á þessum tónleikum mun Oxsmá spila og er von á að fleiri komi þar fram. Síðan mun Kukl spila á tónleikum i Viðey þann 4. ágúst auk fjölda annarra efnilegra hljóm- sveita. Hefjast þessir tónleikar klukkan 13. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúö og hlýhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Bjarna Guðmundssonar, Strandgötu 10, Neskaupstaö. Lára Halldórsdóttir Sigurbjörg Bjarnadóttir Hjörtur Árnason Birna Bjamadóttir Hjálmar Ólafsson Guðmundur Bjaraason Klara ívarsdóttir baraaböra og bamabamaböra Síðan mun Kukl spila aftur í Viöey að kvöldi 5. ágúst. Þetta verða einhverjir síðustu tónleikar tónleikar Kukls hér á landi í bili því hún heldur til Evrópu til tónleikahalds til að fylgja eftir útgáfu plötu sinnar. Siglingar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. A sunnudögum í apríl, maí, september og október. A föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Ferðalög Útivistarferðir Símar: 14606 og 23732 Ferðir um verslunarmannahelgína, 3.-7. ágúst. 1. Kl. 8.30, Hornstrandir—Hornvík, 5 dagar. Tjaldferð. Gönguferðir m.a. á Hornbjarg. 2. Kl. 20.00, Óræfi—Skaftafell. Göngu- og skoðunarferðir.TjaldaðSkaftafelli. 3. Kl. 20.00, Öræfi—Vatnajökull. 1 Öræfaferð- inni gefst kostur á snjóbílaferð (10-12 tímar) inn í Mávabyggðir í VatnajökU. Hægt að hafa skíði með. 4. Kl. 20.00, Þórsmörk. Góö gistiaðstaða í Utivistarskálanum Básum. 5. Kl. 20.00, Lakagígar—Eldgjá—Laugar. öll gígaröðin skoðuð. Ekin Fjallabaksleið heim. Tjaldferð. 6. Kl. 20.00, Kjölur—Kerlingarfjöll—Hvera- velllr. Gist í góðu húsi miðsvæðis á Kili. Gönguferðir, skíðaferðir. 7. Kl. 20.00, Purkey—Breiðafjarðarcyjar. Náttúruparadís á Breiðafirði. 4. — 6. ágúst. 8. Kl. 8.00, Þórsmörk, 3 dagar. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifst., Lækjarg. 6a. Sjáumst. Ferðafélagið Utivist. Ferðir Ferðafélagsins um verslunarmannahelgina: Föstudagur 3. ágúst (4 dagar). 1. Kl. 18, Strandir—Ingólfsfjörður—Dalir— Reykhólar. Gist í svefnpkaplássi. Brottför kl. 20 I eftirtaldar ferðir. 2. SkaftafeU. Gönguferðir um þjóðgarðinn. Gist í tjöldum. 3. Hrútfjallstindar (1864 m). Gist í Skafta- feUi og e.t.v. gengið með tjöld. 4. Nýidalur—Vonarskarð—Trölladyngja. Gist í sæluhúsi Fl í Nýjadal. 5. HveraveUir—Þjófadalir—Rauðkollur. Gist í sæluhúsi Fl. 6. Þórsmörk og Fimmvörðuháls—Skógar. Gist i Skagfjörðsskála. 7. Landmannalaugar—Eldgjá—Hrafntinnu- sker. Gist í sæluhúsi Fl. 8. Alftavatn—Hólmsárbotnar—Strútslaug. Gist í sæluhúsi Fl v/Alftavatn. 9. Lakagígar og nágrennl. Gist í t jöldum. Laugardagur 3. ágúst (3 dagar). 1. Kl. 8, SnæfeUsnes—Breiðafjarðareyjar. Gist í svefnpokaplássi. 2. Kl. 13, Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fl. Pantið tímanlega í ferðirnar. ATH: Að gefnu tilefni vekjum við athygli þcirra ferðamanna, sem hyggjast tjalda í I.angadal um verslunarmannahclgína, að tjaldgjöld verða innhelmt eins og venjulega. Ferðafélag Isiands. Tilkynningar IMý skóvinnustofa að Grettis- götu 3, 101, R. Fullkomnasti tækjakostur sem völ er á til skó- viðgerða svo og töskuviðgerða. Allar fáanlegar tegundir af skóáburði, skóUtum og yfir 100 tegundir skóreima. Við gerum við meðan beðiö er og er biðtími 5—15 mínútur. Kaffiveitingar aUan daginn. Eigandi stofunnar er Þiáinn Jóhannsson, meistari í iðngreininni. A stofunni vinna tveir menn. Opið frá kl. 8.30—18.00. Opið í hádeginu. Knattspyrnuskóli Víkings Síðasta námskeið sumarsins, almenn kennsla í knattspyrnu, hefst 7. ágúst nk. og stendur tU 17. ágúst. Tvö námskeið era í gangi yfir daginn, annað frá kl. 9—11, hitt frá kl. 13—15. Innritun fer fram í síma 81325 alla virka daga mUU kl. 11 og 13. Námskeið í hleðslulist Samtök áhugafóUcs um hleösluUst verður stofnað um verslunarmannahelgina á nám- skeiði í hefðbundnum hleðsluaðferðum. Að námskeiðinu standa útgefendur nýútkomins tima.'its, Torfumóðir, sem fjaUar um hleðslu- list á lslandi. Námskeiöið verður haldið á Hádegisholti við Leirvogsvatn á Mosfellsheiði og stendur í viku. Fimm helstu hleðslumenn hvaðanæva af landinu munu leiðbeina fólki við grjót og torfhleðslu, efnistöku, skurð og hleðsiu úr klömbra, streng og kvíahnaus, hina hefðbundriu húsa- og veggjagerð, verk- menningu sem tslendinga hafa nú nær því tapað í hraðferð tU heimsmenningarinnar. Allir sem áhuga hafa á þessu verki og vilja sjá það lifa og endurfæðast inn i nýjan dag ættu að koma til leiks og vera með á þessu námskeiði og hleðsluhátíö á heiðinni. Þar verður sitthvað til skemmtunar, opið eldhús og öUum velkomið að koma við og spjaUa við hleðslumennina sem aUir era gamlir og reyndir menn og skemmtilegir. Þeir sem staldra lengur við og vilja læra verkiö ættu að hafa með sér hlífðarföt, viðlegubúnað og endi- lega stígvél, jafnvel gúmmíföt og vettlinga ef því er að skipta. Gott væri að hafa reku með, jámkarl, undirristuspaða og torfljá, þeir sem það eiga. Námskeiðsgjald er 500 kr. Heyrn og tal rannsakað í Búðardal og á Snæfellsnesi Friðrik PáU Jónsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, ásamt öðrum sérfræðingum Heymar- og talmeinastöðvar Islands verða á ferð í Búðardal og á Snæfellsnesi dagana 13.— 17.ágúst nk. Rannsökuð verður heym og tal og útveguð heymartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Búðardal 13. ágúst, Stykkishólm 14. ágúst, Grundarfjörð 15.ágúst, Olafsvík 16. ágúst, HeUissand 17. ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu era beðnir að hafa samband við næstu heUsugæslustöð sem fyrst. Högni í óskilum í Heima- hverfi Fyrir nokkram dögum fannst '5—6 mánaða gamaU hvítur og svartur högni í Heimahverfi. Upplýsingar gefnar í síma 30224. Málefni heilabilaðra Samstarfshópur um málefni demendra (heilabilaöra) mun koma saman í Múlabæ, Armúla 34, í kvöld, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 20. Kolbrún Agústsdóttir, forstöðumaður heimahjúkranar, mun ræða um heima- hjúkrun og demendsjúklinga. Aðstandendur eru hvattir til þátttöku og annað áhugafólk er velkomið. Ný bókaútgáfa, KAKTUS, hefur hafið starfsemi í Reykjavík. Aformað er að gefa út þýddar bækur í vasa- brotsformi og áhersla verður lögð á vandaða þýðingu og frágang. Hárgreiðslustofa Brósa í nýtt húsnæði Hárgreiðslustofa Brósa hefur verið flutt og opnuð í stóru glæsUegu húsnæði að Armúla 38, á 2. hæð. Hönnuður var Júha Andersen innan- hússarkitekt og innréttingar era smiðaðar af HS-innréttingum, c/o Gófer í Kópavogi. Yfir- smiður var Guðmundur Pálsson. M AUSILRSTRÆTI, VERÖtDlN » LONDON, PARÍS OG REVKJAVÍK Austurstræti & veröldin Nýlega hóf göngu sína blaðið Austurstræti & veröldin, frjálst blað fyrir frjálst fólk. Blaðið er í dagblaðsbroti og meðal efnis eru viðtöl við ferðamenn, á ensku þýsku og frönsku svo og ýmsar upplýsingar fyrir þá. Islensk veit- ingahús og alþjóöleg matargerð. Geir Hall- grímsson fjaUar um nokkur viðkvæm átaka- mál íslenskrar utanríkisstefnu. Þá er mikið af hártískumyndum og greinum um hártísku. 80 ára afmæli á í dag, 2. ágúst, Þor- steinn Sigurðsson verkamaður, Lang- holtsvegi 31 hér í Rvík. Hann var í ára- raðir starfsmaöur hjá Kol & salt hf. hér í bænum við kolaflutninga. Kona hans er Guðmundína Kristjánsdóttir frá Akranesi. Þorsteinn tekur í dag, eftir kl. 17, á móti gestum sínum á heimili sonar síns að Efstalundi 1 í Garðabæ. 70 ára afmæli. Á morgun, föstudag, verður sjötug Guðrún Þ. Örnólfsdóttir frá Suðureyri viö Súgandaf jörð, Espi- grund 7, Akranesi. — Hún og eiginmað- ur hennar, Sveinn Kr. Guðmundsson, fyrrverandi útibússtjóri Samvinnu- bankans á Akranesi, taka á móti gest- um á heimili sínu eftir kl. 15 á afmælis- daginn. 80 ára afmæli á í dag, 2. ágúst, Ólafur J. Sveinsson loftskeytamaður, Dun- haga 13 hér í Reykjavík. Um langt ára- bil var Olafur loftskeytamaöur á loft- skeytastöðinni hér í Reykjavík, Reykjavík Radíó. Enn er hann starf- andi. Hann er nú loftskeytamaður á Mánafossi ásamt konu sinni, Sigur- björgu Steindórsdóttur. Mánafoss er í Kaupmannahöfn í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.