Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Blaðsíða 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 2. AGÚST1984.
—■ Frjálst.óháÖ dagblað
DV\
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 1».
Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28,kr.
Vaxtafrelsi errétt
Ríkisstjórnin hefur stigið stórt skref í þá átt að gefa
vexti frjálsa. Þessi aðgerð á að verða til bóta, þegar fram
í sækir. Fjármagni verður ráðstafað á hagkvæmasta hátt
fyrir þjóðarbúið, ef framboð þess og eftirspurn ráða vöxt-
unum.
Vaxtastefnan hafði lengi verið þversögn. Sú kynslóð
stendur f járhagslega bezt um þessar mundir, sem byggði
hús sín fyrir vexti, sem voru langt undir verðbólgustigi.
Sú kynslóð fékk með öðrum orðum stóran hluta íbúða
sinna gefins. Ekki sátu allir við sama borð. Lánsfé var af
skornum skammti við þær aðstæður. „Gæðingar” ráða-
manna gengu í fjármagnið og njóta enn góðs af því
forskoti, sem þeir þá fengu.
Núverandi ríkisstjórn skerti kjörin og kom með því
niður þeirri verðbólgu, sem mælist í vísitölu fram-
færslukostnaðar. Þeir sem greiða lán sín samkvæmt láns-
kjaravísitölu njóta þess. En í ljós hefur komið, að enn
ríkir ójöfnuður. Sótt hefur veriö í fjármagnið. Raunvextir
hér eru nú með því hæsta sem nokkurs staðar gerist. Þeir
verða 8—10 prósent eftir næstu hækkun. Sparifjáreig-
endur voru lengi í öskustó en mega nú vel við una.
Gangur þjóðfélagsins verður á öllum sviöum eðli-
legastur, þegar framboð og eftirspurn ráða. Of lágir
vextir leiða til þess að eftirspurn eftir fjármagni verður
miklu meiri en framboðið. Þetta veldur því, að þeir einir
komast að, sem hafa sérstaka vináttu ráðamanna. Of há-
ir vextir stöðva margs konar starfsemi, sem mundi auka
framleiðsluna, nyti hún réttlætis.
Frelsið er nú talið munu leiða til nokkurrar hækkunar
vaxta — í bili. Orsök þess er, að ekki er jafnvægi í
peningamálum. Verðbólgan kraumar í reynd enn undir
niðri. Verðbólgan er meiri en fram kemur 1 vísitölu fram-
færslukostnaðar. Hún kemur fram í því, hve mikil eftir-
spurnin er eftir fjármagni. Hún birtist í þeirri eyðslu, sem
orsakar fjögur prósent halla á viðskiptum við útlönd á
þessu ári. Það verður komið undir framgangi mála á
næstu mánuðum, hvort þessi verðbólga blossar aftur upp
og fer að koma fram í vísitölunni. Ríkisstjórnin verður að
varast að miklast af því að hafa ráðið niðurlögum
verðbólgunnar.
Frelsið sem nú er veitt er mjög takmarkað. Stór hluti
fjármagnsins kemur ekki inn í dæmið. Því er fyrirfram
ráðstafað með beinum afskiptum ríkisvaldsins, svo sem
fjárins vegna skuldbreytinga í sjávarútvegi og land-
búnaði. Segja má, að sá hluti fjármagnsins sem þá
stendur eftir, fari nú á frjálsan markað. En vextir á því
verða hærri en ella vegna þess hve miklum hluta
f jármagnsins hefur verið ráðstafað á ófr jálsum markaði.
Menn mega þó ekki snúast gegn hinni æskilegu kerfis-
breytingu í frelsisátt, þótt hún leiði tímabundið til vaxta-
hækkunar. Jafnvægi á fjármagnsmarkaði er ein hin
mikilvægasta forsenda þess, að efnahagur þjóðarinnar sé
í jafnvægi. Hið sorglega er, að skrefið skuli ekki vera
meira afgerandi.
Þegar til lengdar lætur, munum við öll hagnast í
kjörum okkar á því, að arðsemi ráði ferðinni við ráðstöf-
un fjármagnsins. Þá þarf einnig að sjá til þess, að í
bankakerfinu komist í gagnið raunveruleg samkeppni.
Sem stendur stýrir ríkisvaldið miklum hluta bankanna.
Fyrirgreiðslusjónarmiðin hafa þar alltof oft verið sett
ofar arðsemisjónarmiðunum.
Haukur Helgason.
Er vísitölubinding
launa orðin „tabú”?
I allri umræöu um efnahagsmál,
fjárlagagöt, verðlag og launamál, er
engu líkara en umræöa um vísitölu-
bindingu launa sé eins og skítugu
bömin hennar Evu, algert feimnis-
mál eöa hreinlega bannorö
(„tabú”).
Enginn pólitíkus, hversu
jákvæöur sem hann annars er í garö
launafólks, gerist svo grófur aö
minnast á kröfur um vísitölubind-
ingu launa án þess að roöna af
skömm og blygðun!
M.ö.o., umræöa um visitölubind-
ingu launa, þ.e. verðlagsbætur á
laun, er orðin aö algeru „tabú” í
þjóöf élagslegri umræðu á íslandi.
Ööru vísi mér áöur brá.
Vitnisburður um undanhald
gagnvart ríkistjórninni
Þessi bjánalega feimni viö aö setja
fram í dag krófuna um vísitölubind-
ingu launa af fullri einurð og í alvöru
er eitt dæmiö af mörgum um þaö
hvernig afturhaldsöflin í iandinu,
íhaldið, Morgunblaöiö, „guia
pressan” og ríkisfjölmiölamir,
vinna hvert vígið af öðru í áróðurs-
stríðinu gegn verkalýöshreyfingunni
og sk. verkalýðsflokkum.
Eftir aö ríkisstjómin lét þaö verða
sitt fyrsta verk, meö bráöabirgöa-
lögunum, aö banna veröbætur á laun
í tvö ár hefur henni tekist meö
hatrömmum áróðri aö gera alla
umræöu um vísitölubindingu launa
aö algeru bannorði. „Tabú” er hún
og „tabú” skal hún veröa, segir rikis-
stjómin. Osamstíg og tvístruð
stjómarandstaðan hefur veriö sem
lömuð undir fargi þessarar sterku
áróðursvélar og ekki þoraö fyrir sitt
litla líf aö minnast á vísitölubindingu
launa frekar en mannsmorð. Og
verkalýöshreyfingin viröist endan-
lega hafa kokgleypt þetta áratuga
gamla baráttumál sitt.
Ríkisstjórnin ætlar að fram-
lengja bann við vísitölu-
bindingu launa
Þorsteinn Pálsson, formaöur
Sjálfstæðisflokksins, hefur gefiö yfir-
lýsingar um það að nauösynlegt sé
aö framlengja bann við vísitölubind-
ingu launa þegar tveggja ára banniö
renni út.
Varaforseti ASI, Bjöm Þórhalls-
son, hefur ekki annað um þetta aö
segja, en aö yfirlýsing Þorsteins sé
„ótímabær”! (sic). E.t.v. er þessi
„verkalýðshetja”!, Björn Þórhalls-
son, varaforseti ASI, stór atvinnu-
rdíandi, efnislega sammála flokks-
formanni sínum, yfirlýsingin sé bara
ekki tímabær. Þetta em mennirnir,
sem leiða eiga baráttuna gegn Þor-
steini Pálssyni og hans „kónum” í
haust.
Varðandi yfirlýsingu sína um að
framlengja bann við vísitölubind-
ingu launa segir Þorsteinn Pálsson í
viötali við Morgunblaðiö 11. júlí sl.
„Hinu verða menn að gera sér
grein fyrir aö þessi sjálfvirkni í hag-
kerfinu, vísitölubinding á öllum
sviðum, keyrði upp veröbólguna og
hún færði launþegum engar kjara-
bætur — hún var engin trygging fyrir
kaupmætti, sem rýrnaöi jafnt og
þétt, þrátt fyrir vísitölukerfiö.”
Ekki verður sagt um Þorstein
Pálsson aö hann risti mjög djúpt í
umf jöllun sinni um vísitölubindingu
því aö auðvitað gleymir hann kjama
málsins sem er sá að visitölubinding
er í fullu gOdi á öllum sviðum þjóð-
félagsins í dag nema á sviði laun-
anna. Það er einungis visitöiubind-
ing launanna sem ekki er i sambandi
og þess vegna verða allar kaup-
máttarforsendur kjarasamninga út i
biáinn.
Þó aö veröbólga sé í dag ekki
nema 15% þá hefur kaupmáttur
samninganna frá 21. febrúar rýrnað
um7%.
„Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstœðisflokksins, hefur gefið yfir-
lýsingar um það að nauðsynlegt só að framlengja bann við vísitöiubind-
ingu launa þegar tveggja ára bannið rennur út."
GUÐMUNDUR J.
HALLVARÐSSON
VÉLGÆSLUMAÐUR,
TRÚNAÐARMAÐUR
í STJÓRN
DAGSBRÚNAR.
Er vísitölubinding bölvald-
urinn hinn illi?
I gegnum sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar undangengna ára-
tugi hefur rauði þráðurinn í baráttu
hennar veriö barátta fyrir vísitölu-
bindingu launa. 1 hörðustu kjara-
deilunum á 6. og 7. áratugnum vom
það verölagsbætur á laun sem voru
langsamlega erfiöasta úrlausnar-
efnið. 1 samningunum 1977, sem
kenndir hafa verið viö sólstööur,
náðist í gegn haldbesta vísitölukerfi
sem verkalýðshreyfingin hefur náö í
áratuga baráttu sinni fyrir vísitölu-
bindingu launa. Það fólst ekki bara í
því aö launþegar fengju bætur fyrir
veröhækkanir á hverju þriggja
mánaöa tímabili heldur kom til
sögunnar sk. verðbótaauki.
Allt tal um að það sé vísitölubind-
ing launa sem valdi verðhækkunum
er hrein lygi. Sú lygi stafar ekki af
heimsku þeirra sem þessu halda
fram heldur er þessi lygi meövituö
sem liður í meðvitaöri áróðursher-
ferö afturhaldsins. Áróðursherferð
sem hefur það aö markmiði að gera
vísitölubindingu launa tortryggilega
og fá launafólk til að afsala sér
þessari einu vöm fyrir viöhaldi
kaupmáttar.
Þeir sem trúa því aö vísitölu-
binding launa valdi verðbólgu ættu
aö h'ta svolítið aftar í tímann. Verka-
lýöshreyfingin hefur nefnilega oft
búiö viö tímabil án vísitölubindingar
launa. Þá fékk verölagið aö vaða
áfram án nokkurrar hindrunar. Vísi-
tölubindingin er nefnilega, þrátt
fyrir allt, til aöhalds í efnahagslífinu.
Ef stjórnvöld láta hins vegar
frumskógarlögmáhn gilda, allt fær
að ganga laust án nokkurrar hindr-
unar, þá veldur sú innri víxlverkan
auðvitaö veröbólgu. Þaö er ekki
vísitölubindingunni aö kenna heldur
stafar þaö af óstjóm í efnahags-
hfinu.
Það má út af fyrir sig deila um
það hvemig vísitölubinding eigi aö
vera útfærö. Hvort bætumar eigi að
vera prósenta eöa krónutala en þaö
breytir ekki þeirri staöreynd að
verðbætur á laun er eina raunhæfa
kaupmáttartryggingin, eina vöra
launafólks gagnvart verðbólgunni.
Verðbólgan er orsök,
vísitölubindingin er af-
leiðing
Þeir sem trúa þeirri fals-
kenningu að það sé vísitölubind-
ing launanna sem sé helsti verð-
bólguvaldurinn rugla gjarnan
saman orsök og afleiöingu. Baráttan
fyrir vísitölubindingu er þannig
ákveðin varnaraögerö verkalýös-
hreyfingarinnar. Hún leiðir af verö-
lagsþróuninni, stööugum verð-
hækkunum og verðbógustigi sam-
félagsins. Hún er vamar-
aðgerð til aö viðhalda kaupmáttar-
stigi launanna gagnvart vöru og
þjónustu. Vísitölubinding launa er
þvi afleiðing en ekkl orsök og sá sem
ekki skilur þetta er bæði heimskur og
blindur.
Afhjúpar veikleika verka-
lýðshreyfingarinnar og
stjórnarandstöðunnar
A útifundi, sem stjórnarand-
staöan hélt í lok júní í skyni
samstöðu meö baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar í haust, var aðeins
einn ræðumaöur af sjö sem tók upp
kröfuna um vísitölubindingu launa,
enda tilheyrði sá ræðumaður ekki
hinni hefðbundnu stjórnarandstöðu.
Aðrir ræöumenn þögðu sem gröfin en
notuöu hins vegar margir tímann á
þessum „samstööufundi meö verka-
lýðshreyfingunni”(!) til að skamma
verkalýðsforystuna. Um það virtust
mjög margir geta sameinast, —
áktakanlegt dæmi um „taktískan”
háhvitahátt þessa fólks, enda var
Morgunblaöiö tiltölulega ánægt meö
þennan fund daginn eftir.
Aö verkalýðshreyfingin og
stjómarandstaöan skuli á þennan
hátt láta ríkistjórnina og afturhaldið
keyra yfir sig og marka sér leikregl-
urnar er átakanlegt dæmi um veik-
leika þessara aðila. I staðinn fyrir að
ganga inn á þetta hræðilega „tabú”
varðandi vísitölubindingu launa ætti
stjómarandstaðan, ef einhver dugur
væri í henni, og verkalýðshreyfingin,
báðir þessir aðilar sameiginlega, að
skera upp herör fyrir vísitölubind-
ingu launa sem einu raunhæfu kaup-
máttartryggingunni. Þetta er við-
fangsefni haustsins. Undan því má
ekki víkjast.
Guðmundur J. Hallvarðsson