Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984.
5
Einar Ólafsson og Kristján Thoriacius koma 6 fund sáttasemjara igær.
Haraldur Steinþórsson,
framkvæmdastjóri BSRB:
Forsætisráðherra
hefur viðurkennt
missig í íslensku
efnahagslífi
DV-myndS
Haraidur Steinþórsson.
„Verður að tryggja
að ekki
fari eins
og ríkis-
stjórnin
ætjar”
— segirÁsmundur
Stefánsson,
forseti ASÍ
„Eg held að það sé ekki ástæða til
að leggja mikið upp úr þessum að-
gerðum ríkisstjórnarinnar, mér sýnist
þetta vera hefðbundinn drulluköku-
bakstur,” sagði Ásmundur Stefánsson,
forseti ASI, er hann var inntur eftir því
hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjómarinnar
heföu á kjarasamningana i haust.
„Það mætti fremur kalla þetta að-
gerðaleysi. Það er að sjá að vandi út-
gerðarinnar sé leystur með því að gera
skip út á Albert fram í október og eftir
þann tíma út á Ali Baba.”
„Með þessum aðgerðum fá hús-
byggjendur hins vegar þungt högg,
bæði hvað snertir hækkun vaxta og
skerðingu lána. Það er engin viðbótar-
lausn að vísa til lífeyrissjóöanna um
lán. Einstaklingslán þessara sjóða eru
að mestu leyti til húsnæðismála þannig
að viðbót frá þeim er illmöguleg. Þetta
eru atriði sem verður að tryggja að
fari ekki eins og ríkisstjórnin ætlar
sér,” sagði Ásmundur Stefánsson.
þjh
Ásmundur Stefánsson
Olís með
bætt bensín
Frá 1. ágúst hefur viðskiptavinum
Ölís gefist kostur á að kaupa betra
bensín en hefur verið á boðstólum
framaðþessu.
Ákveðið var að blanda bætiefninu
Oribis í bensínið. Þetta efni og önnur
svipuð eru notuð í nær 95 prósent af
öllu bensíni sem selt er í Vestur-
Evrópu.
Efni þetta hindrar útfellingar og sót-
myndun i vélum og hreinsar burt það
sót sem hef ur náð að myndast.
APH
„Við teljum að Steingrímur hafi
viðurkennt það opinberlega aö missig
sé í íslensku efnahagskerfi og að yfir-
borganir tíðkist á vinnumarkaönum,
en þetta eru einmitt þau atriði sem við
tilgreindum í forsendum fyrir okkar
kröfugerð,” sagði Haraldur Steinþórs-
son, framkvæmdastjóri BSRB, af til-
efni yfirlýsingar Steingríms Herm-
annssonar forsætisráðherra um að
launakröfur BSRB væru alveg út úr
myndinni.
„Þessum ummælum um yfir-
borganir, sem eftir honum voru höfð,
hefur Steingrímur ekki mótmælt og við
hljótum því að telja aö hann sé okkur
sammála,” sagði Haraldur.
Fundur var í gær hjá sáttasemjara
með samninganefnd ríkisins og við-
ræðunefnd BSRB.
„Saminganefndin var ekki tilbúin
að gera tilboð um annað en það sem
hafði samist um í febrúar, þ.e.a.s. 3%
launahækkun 1. september. Þannig
iauk fundi, en það var ákveðið að
halda annan fund 16. ágúst nk. Þá hafa
væntanlega skýrst áhrif aðgerða ríkis-
stjórnarinnar, sérstaklega í húsnæðis-
málum og varðandi vöruverð og við
ræðum saman í ljósi þeirra aðstæðna
sem verða þá, en við höfum óskaö eftir
formlegu gagntilboði,” sagði Haraldur
Steinþórsson.
þjh
Ódýru kartöflurnar á Akureyri:
Ákveðin krónutala
í stað prósentu
„Þannig er mál með vexti að við hér
fyrir norðan seljum kartöflumar frá
okkur í 25 kílóa pokum og fáum 30
krónur fyrir kg. Bændur í Þykkvabæn-
um selja sínar kartöflur hins vegar í 4
kg kössum, sem þeir pakka kartöflun-
um sjálfir í, og fá 35 krónur fyrir hvert
kíló. Okkur hér finnst hins vegar eðli-
legt aö Þykkvabæjarbændur láti
pakka sínum kartöflum í 2,5 kg poka
sem myndi þýða að þeir yrðu að selja
kartöflumar sínar á 30 krónur,” sagði
Eiríkur Sigfússon, kartöflubóndi á
Sílastöðum, í viötali við DV.
Eins og kunnugt er eru nýjar íslensk-
ar kartöflur komnar á markaðinn. Það
sem hefur vakið furðu er. að þær
kartöflur sem hafa verið seldar í versl-
unum em mjög dýrar. Verðiö á þess-
um kartöflum er frá 47 krónum og upp
í rúmar 50 krónur. Enn eru fáanlegar
innfluttar kartöflur og eru þær allt að
helmingi ódýrari.
Norölenskar kartöflur eru einnig
komnar á markaðinn en þær eru hins
vegar mun ódýrari en þær sem era á
boðstólum í Reykjavík. Norðlensku
kartöflurnar kosta aðeins 39 kr.
En hvernig skyldi standa á þessum
verðmun?
„Við viljum að neytendur geti
borðaö íslenskar kartöflur á hagstæðu
verði. Fram að þessu hefur það tíðkast
að leggja á kartöflurnar ákveðna
prósentu. Það hefur þýtt að þær
kartöflur sem eru dýrar í innkaupi
hafa orðið ennþá dýrari og þær sem
hins vegar hafa veriö ódýrar í innkaupi
aö sama skapi ódýrar. Það ætti hins
vegar að vera öllum ljóst að það er
ekki dýrara fyrir kaupmenn að selja 1
kg af erlendum kartöflum en 1 kg af
innlendum. Við sömdum því um það að
lögð yrði sama krónutala á þær
íslensku og lögð hefur verið á þær
erlendu. Eg tel óeðlilegt að milliliðirnir
okri meira á íslenskum kartöflum en
þeir gera á erlendum kartöflum,”
sagði Eiríkur. Hann sagði ennfremur
að verðið á íslenskum kartöflum ætti
eftir að lækka mikið. Það væri góð upp-
skera í ár og framboðið yrði mikið.
Norðlensku kartöflubændumir selja
nýju kartöflumar sínar á 30 krónur,
heildsöluálagningin er 2 krónur,
pökkunarkostnaöur 3,40 og smásölu-
álagningin er 3,60 krónur.
ÞARF BÍLLINN ÞINN
Á HRESSINGU AÐ HALDA
AÐ AFLOKINNIVÆTUTÍÐ?
GAS BOOSTER BENSÍN-
BÆTIRINN SÉR UM ÞAÐ
0,351 duga í hverja 1001 og árangurinn verður þýðari gangur,
auðveldari gangsetning, betri nýting eldsneytis því efnið
eyðir alls kyns óhreinindum í eldsneytiskerfinu.
FÆST Á SHELL-BEIMSÍIMSTÖÐVUM
Skeljungur hf
APH