Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984. „Eg man ekkert frá því um 2—3 leytiö um daginn er ég og einhverjir aðrir sátum í grasinu viö Sundhöllina, drukkun brennivín og reyktum hass. Eg var í algjöru „black-out” þar til ég rankaöi viö mér í Slippnum viö þaö að verið var aö skjóta á mig. Eg varö dauðskelkaður.” Þannig lýsir Mar- teinn Einarsson aðdragandanum aö því er hann gekk vestur Vesturgötuna meö hlaðna haglabyssu í höndunum, skaut á bíla viö götuna og fór síöan um borö í bát í Daníelsslipp og tók aö skjóta út um allt hverfiö, þann 4. maí í vor. Nóttina áður haföi Marteinn brotist inn í tvær trillur í höfninni ásamt tveimur öörum og þaöan höföu þeir stoliö haglabyssunni, ca 100 skotum í hana og tveimur sjónaukum. Meö þetta höföu þeir fariö í mannlaust hús við Vesturgötuna og skiliö þar eftir en um morguninn fór Marteinn þaöan og út í Hafnarfjörð aö ná sér í peninga fyrir áfengi. Lögregla og áhorfendur fylgjast meö skotmanninum. DV-myndir S. 17 ára rugl Aðdragandinn aö skotárásinni er þó í rauninni miklu lengri en þessi eini sólarhringur sem nánar verður komiö aö síöar. Sjálfur lýsir Marteinn honum sem 17 ára rugli í áfengi, lyfjum og dópi ef undan er skilið tímabil þar sem honum tókst aö rífa sig út úr þessum vítahring, stofna fjölskyldu og byggja sér einbýlishús á Homafiröi. DV ræddi við Martein í Hegningarhúsinu viö Skólavörðustíg þar sem hann sat og beið dóms í máli sínu en sá dómur var kveðinn upp nú skömmu fyrir verslunarmannahelgina. ,,Ég er fæddur á Akranesi fyrir 32 árum og uppalinn þar. Gekk þar í skóla fram aö öðrum bekk gagnfræöaskóla er ég hóf sjómennskustörf sem veriö hafa min vinna og mitt aðaláhugamál framáþennan dag,” segir hann. „Eg var 13 ára gamall er ég byrjaði í sjómennskunni, fyrst meö skólanum á sumrin og þá á snurvoö en 15 ára gamall fór ég á stærri báta, alltaf frá Akranesi fyrstu árin. ” Fyrsti sopinn Þegar Marteinn er 15 ára gamall byrjar 17 ára rugltímabilið. Fyrsta áfengissopann drakk hann 12. febrúar 1965 og segist hann muna þessa dag- setningu vel því þá var móöir hans að fæöa yngsta bróður hans. „Drykkjan varö fljótt að vandamáli hjá mér. Ég held aöí upphafi hafi þetta mest veriö til aö vera meö félögunum en þeir voru yfirleitt eldri en ég á þess- umárum. Eg vann stanslaust á sjónum á þess- um árum en á milli úthalda og í hléum komu áfengis- og dóptímabil sem urðu stærri og stærri eftir því sem árin liðu. A síöustu árum voru þessi tímabil farin að ná yfir vikur í stað 1—2 daga í byrjun. Ég fór fljótlega að éta pillur meö áfenginu og síöan þróaðist þaö yfir í morfín og sterkari efni. Á þessum árum var maöur oft í innbrotum til aö afia sér lyf ja,” segir hann. Á árunum 1973—75 var Marteinn svo í sambúð meö konu sem hann kynntist eftir að hafa farið í meöferð ... ” ég var alltaf af og til í afvötnun en hélt aldrei út allan tímann, kláraði yfirleitt ekki meðferðina,” segir hann. ,,Sambúð okkar gekk mjög vel á þessum árum, mér þótti mjög vænt um konuna enda var hún heiöarlegasta kona sem ég hef kynnst á lífsleiðinni á öllum sviöum. Viö bjuggum saman í vesturbænum í Reykjavík og höfðum lagt drög aö ibúöarkaupum er áfalliö kom. Þaö var um jólin 1975, er ég var á togaranum Snorra Sturlusyni, að ég fekk skeyti út á sjó um að konan hefði látist. Haföi veriö látin í 2 daga er kom- iðvaraðhenni. Ég var svo sleginn aö ég spuröi ekki einu sinni um dánarorsökina og um leiö og ég kom í land datt ég í mikið fyllirís- og dóprugl en meöan á sambúö okkar hafði staðiö haföi ég varla snert áfengi aö heitið gæti. Meö drykkjunni vann ég stöðugt en svo fór aö ég missti pláss á þeim skipum sem ég var á og fór að slá slöku viö. Á þessum tíma var ég orðinn stýrimaöur á þeim bátum sem ég vann á og reyndi aö passa mig á því aö vera ekki ölvaöur í þeirri vinnu. Áriö 1976 hlaut ég svo 6 mánaða fangelsisdóm en þá hafði verið slegiö saman í einn dóm öllum þeún innbrot- um og afbrotum sem ég hafði gerst sekur um á árunum þar á undan,” segir Marteinn. Litla-Hraun 1976 Marteinn afplánaði 4 mánuði af þeim 6 sem hann var dæmdur í á Litla- Hrauni en á þessum mánuðum varö algjör hugarfarsbreyting hjá honum aö eigin sögn og ákvaö hann aö rífa sig upp úr þeim vítahring sem hann var kominn í áöur en hann var settur inn og reyna að byrja lífið upp á nýtt. „Eg þekkti engan af þeim sem þá voru í vist á Litla-Hrauni er ég kom þangað,” segir hann. „Maöur hefur heyrt ótal sögur af pilluáti fanga en þegar ég var þarna varö maöur ekkert var viö slíkt. Læknar gáf u ekki út lyf til aö dópa menn upp á Hrauninu. Það er vitleysa. Allri lyfjagjöf var haldið í algjöru lágmarki á þessu tímabili sem ég þekki til enda hefðu fangarnir ekki getað stundað steypuvinnuna þarna uppdópaðir og í rugli,” segir hann. Marteinn var í steypuvinnunni og segist hafa haft þaö gott í henni Auk þess hafi fangelsiö haft upp á margt aö bjóða, meðal annars kennslu í íslensku og öðrum greinum... ” aösóknin í hana var lítil en ég haföi gott af því að læra þarna enda haföi ég hætt í skóla mjög snemma”, segir hann. „Eg hafði ágætis laun fyrir vinnu mína Það var unnið' eftir bónuskerfi, að vísu lágu, en menn geta haft ágætis Dagsbrúnarkaup í þessu. Þeir sem ekki voru í steypuvinnunni höfðu hins vegar rétt fyrir tóbaki, Eg hef heyrt aö þetta hafi breyst síðan ég var þarna en þaö kemur í ljós hvernig er ég fer þangaö aftur núna.” A þeim tíma sem Marteinn var á Hrauninu 1976 man hann ekki eftir því aö nokkum tímann hafi oröiö nokkurt uppistand þótt menn væru misjafnir á taugum eins og hann oröaði þaö og hvaö hann sjálfan varöar ákvaö hann aö snúa algerlega viö blaöinu er hann kom afHrauninu. „Menn geta látið vistina þarna vera sér jákvæða ef þeir vilja og er ég losnaði ákvaö ég að flytja til Homa- fjarðar. Átti þá í fómm mínum eina • ferðatösku og eina flösku af brenni- víni.” Hornafjörður Marteinn minnist áranna á Homá- firöi meö trega, segir þau að mörgu leyti besta tímabilið á ævi sinni. „Upphaflega fór ég þangaö til að vinna i síldinni. Eg kynntist stúlku fljótlega eftir að ég kom á staðinn og mig minnir aö við höfum farið aö búa saman haustiö 1977. Eftir það sæki ég um lóö á staðnum og tek einn dýrasta grunn sem tekinn hefur verið þarna, þaö voru 5,5—9 metrar á fast í honum og þurfti ég aö keyra næstum allri lóðinni á haugana eins og hún lagöi sig. Þetta gekk þó nokkuö vel, grunnur- inn komst fljótlega upp og ég vann stanslaust í húsinu þar til viö gátum flutt inn í þaö 1978 en um svipaö leyti giftum viðokkur. Eg skal viöurkenna þaö aö stúlkan átti marga góöa punkta í sér en hún kom seinna illa fram við mig og var í raun völd aö því að ég féll aftur í sama farið og verið hafði áöur en ég fór á Hraunið. Sennilega spilar margt héma inn í. Álagiö vegna húsbyggingarinnar var gífurlegt, við vorum bæði sundur- keyrð af vinnu og sambandi okkar hrakaði mjög eftir að viö fluttum inn í húsið. Er ég kom upphaflega á Homaf jörö vissi enginn um minn fyrri feril en áður en viö hófum okkar sambúö sagöi ég stúlkunni frá því að hverju hún gengi og hvemig maöur ég heföi verið áður. Fljótlega eftir aö viö giftum okkur fór hún svo að brjóta mig niöur, allt átti aö vera og standa eins og hún vildi hafa það, hún sagöi sögur af mín- Marteinn Einarsson um fyrri ferli í bænum og eitthvað var um framhjáhald af hennar hálfu. Endaöi sambúö okkar því með skiln- aði. Við skilnaðinn auglýstum við eftir tilboðum í húsið okkar og bárust 8 tilboð í þaö en þá voru allir búnir að heyra sögumar hennar um mig og ekki kom til greina af hennar hálfu að ég keypti hennar hlut í húsinu. Varð ég að sætta mig við að húsið væri selt á 33 milljónir gamlar, sem ég kalla gjöf. Þetta var 1980 og þá kostaði 2ja herbergja íbúð í blokk 24 milljónir þannig að maður hafði ekki einu sinni fyrir vinnulaunun- um út úr þessari sölu,” segir Marteinn. Hann ber Homfirðingum gott orð, segir þá vera besta fólk og hann hefði gjarnan viljað setjast þar að.. . ” ég vil sérstaklega nefna Hermann Hans- son kaupfélagsstjóra sem var mér mjög hjálplegur við að byggja einbýl- ishúsið og á skiliö lof fyrir en í kaup- félaginu átti maður kost á því aö fá byggingarreikning þannig aö maður gat tekið efni út á hann og kom það mun hagstæðar út en bankalán. Einnig voru margir heimamenn manni hjálplegir við bygginguna, ’ ’ segir hann. „Utgerðin á Hornafirði er vel rekin enda góðir sjómenn þar, fólkið hörku- duglegt og sá munur á þessum stað og mörgum öðrum vertíöarplássum, sem ég hef unniö á, aö þama standa menn ekki meö tárin í augunum ef þeir þurfa að borga manni vinnulaun.” Aftur í ruglið Eftir skilnaðinn segist Marteinn hafa brotnað niður......ég sá ekki ljós í neinu og fannst allt vera tilgangslaust. Eg var áfram á Hornafirði í smátíma eftir þetta en þá var ég farinn aö drekka aftur þótt ég héldi mig frá lyfjunum þar til um áramótin í ár. Á þessum ár- um 1981—83 var ég á togurum og bátum, ýmist sem vélstjóri eöa stýri- maður víös vegar um landiö. Þessu fylgdi mikil drykkja sem fór úr bönd- unum í fyrrasumar er ég var að vinna á rækjubátum frá tsafirði. Henni fylgdu vandræði en þó ekki svo aö ég lenti í lögreglunni. Síðan flutti ég til Tálknafjarðar og vann sem vélstjóri þar á bátnum Maríu Júlíu. Um veturinn axiarbrotna ég á þeim bát er viö fengum á okkur brotsjó og er því óvinnufær allan desember- og janúar- mánuö. Eg flyt svo suöur og fæ pláss á togaranum Apríl frá Hafnarfirði í febrúar. Hann er oft bilaöur á þessum tíma og seinna um veturinn fæ ég lungnabólgu, er settur inn á Land- spítalann. Rétt áður en það varð er ég byrjaöur aö fikta við lyfin aftur og er ég kem af spítalanum þá er ég sprung- inn. Fer aö taka allt, morfín, amfetamín og kannabisefni auk áfengis- ins. Fer á sjóinn í mars en slær niður aftur úti á miðunum og er veikur allan túrinn,” segir Marteinn. Skuldar milljón í skatta Er hér er komið sögu skuldar Marteinn eina milljón í skatta en hann segist hafa verið á stöðugum flótta undan skattinum frá því hann flutti frá Hornafiröi. „Þessar greiðslur eru mér óviðráðanlegar, ég fæ mér lögfræðing til að vinna í þessum málum og semja um greiðslur, annars hefði ég orðið að segja mig á sveitina. Eg þoröi ekki aö kaupa neitt eða eiga neitt og sá engan tilgang í því að fara aftur í enn eina meðferöina ef ég stæði svo frammi fyrir þessu vandamáli að henni lok- inni,”segirhann I apríl er Marteinn svo kominn í slagtog með þeim sem hann kynntist á Hrauninu 1976 og þá á kafi í dóp- neyslu.. . „ ég tók mikiö af krystal- amfetamíni á þessum tíma sem er mjög sterkt efni auk kannabisefna og róandi lyfja”, segir hann. Auðvelt að útvega lyf Otvegun lyfjanna var auðveld að hans sögn. Hann fór til læknis hér í Reykjavík en hjá honum segir Marteinn að hver og einn hafi getað fengið óskalista sinn uppfylltan. „Eg hafði aldrei fariö til hans áöur og hann haföi ekki hugmynd um hver ég var. Ég fór á stofuna til hans, settist niður og sagði honum hvað ég héti. Hann spurði mig á móti hvað ég þyrfti og bað ég hann um 90 töflur af myra- pont sem er megrunarlyf og 50 töflur af decaphon sem er róandi. Læknirinn spurði mig ekki hver væri heimilis- læknir minn eða hvort ég hefði yfirleitt neytt þessara lyfja áður. Ég fór til hans aftur stuttu seinna og baö um sama skammt. Þá vissi hann ekki hvað ég hét og hafði tapað lyfjaskrá minni. Þetta endurtók sig svo í þriðja sinn. Þá varð hann aftur að gera nýtt kort. Fyrir hvem lyfseðil borgaði ég

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.