Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984. 11 Fékk ekki að halda áfram eftirliti með gúmmíbjörgunar- bátum — Siglingamálastofnun fékk það starfsmanni sínum Siglingamálastofnun ríkisins hefur fengið einum starfsmanni sinum á Akureyri eftirlit með gúmmí- björgunarbátum á Noröurlandi. Þeim sem nú sinnir því var gefinn kostur á að halda starfinu til áramóta en hann ætlar aöhætta 1. október. Sigurður Baldvinsson hét maður sem búinn var að reka þetta eftirlit sjálfstætt í 27 ár með leyfum frá Siglingamálastofnun. Hann lést fyrir skömmu, 69 ára gamall, og hafði Árni, sonur hans, sem vann mikiö með honum ætlað að taka við. Þá brá svo við að hann fékk það ekki. Árni sagöi í samtali við DV að starfsmenn Siglingamálastofnunar á Akureyri hefðu lengi reynt að fá þessa þjónustu. „Þeim hefur fundist þeir hafa lítið kaup og hafa reynt að ná þessu af föður mínum. Mér hefur f undist þetta bara yfirgangur og frekja íþeim,”sagðihann. Magnús Jóhannesson, settur siglingamálastjóri, sagði að fyrir þremur árum hefði verið ákveðið að þessi aðili tæki eftirlit gúmmibátanna. Siguröur hefði orðið sjötugur um ára- mót og þá hætt. Breyting hefði því hlotið að verða þá. Stutt væri síðan Árni hefði sýnt áhuga á að taka eftir- litið að sér. Eftirliismeiin gúmmíbátanna vinna sitt verk fyrir skipin og taka gjald af þeim. Starfsemin er undir eftirliti Siglingamálastofnunar og hún veitir leyfi til eftirlitsmannanna. Siglinga- málastjóri telur ekki eölilegt að starfs- maður stofnunarinnar sé jafnframt eftirlitsmaður með gúmmíbjörgunar- bátunum og sagöist því hafa farið fram á við Ragnar Ragnarsson, sem fær eftirlitið, að hann segði upp núverandi starfi fyrir Siglingamálastofnun. JBH/Akureyri „Iss, það er miklu betra að veiða svona en á stóru skipunum,” sögðu þeir Brynjar og Gunnar Ingi, báðir ellefu ára, þar sem þeir voru að dorga á höfninni á ísafirði. Þeir höfðu komið sér fyrir þar sem togari þeirra ísfirðinga, Július Geirmundsson, var festur við bryggju og sögðu aflaklærnar að það væru fyrirtaksmið þama við skutinn á skipinu. „Við eram að keppa við Júlíus. Hann landaði bara 190 tonnum núna en við erum búuir að fá 2000 tonn,” fuUyrtu þeir. Þessi gransamlega fyrir- ferðarUtlu tonn af þorski ætluðu þeir að gefa kisu. „Það viU enginn kaupa fisk núorðið,” sögðu þeir sposkir. þjh(DV-myndGVA) Gjögur: ÍSINN VELD- URKULDA Það hefur kólnaö mikið siðustu daga, siðan ísinn fór að nálgast. Á þriöjudaginn sáust þrír smáborgarís- jakar frá Gjögri og tóku þeir stefnu á Kaldbaksvík. Það hefur verið íshrafl að sjá á'Húnaflóa síðustu daga en ekki hefur hann komið svo nálægt landi fyrr. Þegar þetta er skrifað er svo mikil þoka að í nótt og morgun sást ekki nema nokkra metra. Regína, Gjögri. | Ekki veiðileyfi íFrumskógum3 I ferðablaði DV um siðustu helgi var sagt að hægt væri að fá veiðileyfi í Frumskógum 3 í Hveragerði. Vegna mikillar eftirspurnar eftir veiðileyfum vili Oddgeir Ottesen Frumskógum 3 leiðrétta að hann hjálpar til að útvega veiðileyfi til þeirra sem erudvalar- gestir hjá honum en hann hefur á leigu herbergi til styttri dvalar. Biðst DV afsökunar á þessum misskilningi.-ELA ÆttarmótíHalldórsstaðaskógi í Bárðardal um verslunarmannahelgina Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur Húsa- vík: Afkomendur Helgu Þorgríms- dóttur frá Hraunkoti og Maríusar Benediktssonar halda ættarmót i HaUdórsstaðaskógi í Bárðardal um næstu helgi. , Helga og Maríus bjuggu aðlÁrgötu 8 á Húsavík og eru afkomendur þeirra orönir 360, þeir hafa fengið afnot af Halldórsstaðaskógi og leigt barna- skólahúsiö i Bárðardal frá föstudegi tU mánudags. Búist er við að um 2-300 manns sæki mótið. Undirbúin er dagskrá fyrir aUa he)gina,m.a.'söngur,|upplestur og| ýmiss konar uppákomur. blaðsö/ustað Ðl Goða-réttir í sumarbústaðinn og útileguna. Beint á grillið eða í vatnsbað á gastækinu. Goða-réttur er góður ferðafélagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.