Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984. 13 BORÐUM VK) PESTARKJÖT? verð ég að játa að óg vissi það ekki fyrren alveg nýiega að senni- lega borðum við töluvert magn af hreinu pestarkjöti á hverju ári — og við fiytjum það einnig út." Á þaö hefur verið bent, að raunverulegu landnámi á Islandi hafi ekki lokið, fyrr en landnemarnir höfðu komið sér upp hæfilegum bú- stofni, og síðan hefur eitt orðið að ganga yfir menn og skepnur; Islendinga, ær og kýr. Og í svo miklu jafnvægi.var landiö eftir þjóðveldið, að eigi þurfti annað að sækja til útlanda en guðfræöi og járn. Þegar til þessa er litið, og einnig hins, hversu skammt er til þeirra sömu daga, aö þá sitja t.d. enn í Framleiðsluráði landbúnaðarins menn sem aldir voru upp við frá- færur, sauðamjólk og sauðaskyr, og eru því öðru fremur að verja sér- legan menningarheim, foman, þegar þeir ætla með nýjum fráfærum, að bjarga sínu fé og meina þjóðinni aðgang að hagkvæmari og ódýrari búvöru í heimi nýrrar verka- skiptingar og framf ara. Og þótt maður sé, sem neytandi, reiðubúinn til þess að þola nokkuö fyrir gamla íslenska menningu og dalalíf, ber þó stöku sinnum við, að maður fær tilhneigingu til þess að hugsa dæmiö upp á nýtt, og þá einkum þegar þeir sem á móti okkur ganga virðast fara hægar yfir en góðu hófi gegnir, því innst inni vita allir að sveitabúskapur á Islandi verður að breytast, það er að segja ef hann á ekki að lognast útaf. Flest sláturhús rekin á und- anþágu Ef litiö er til umræðu seinustu ára og missera, virðist ágreiningur um búvörur einkum hafa snúist um peningalegu hliöina, en minna um hollustuhætti, t.d. kindakjöts, þótt eitthvað hafi verið talið af gerlum i kjötfarsi upp á síðkastið. Að sjálf- sögðu blöskrar ómegöarmönnum við tilhugsunina um að á fyrstu 11 mánuöum síöasta árs voru flutt út 2.336 tonn af dilkakjöti, er seld voru fyrir kr. 34,90 kílóið, meðan við verðum að borga allt að tífalt verð í búðunum fyrir samskonar kjöt, og þar að auki niðurgreiðslur og út- flutningsbætur er nema hundruðum milljóna. En hvaö þá um kindakjötið sem matvöru og þá án tillits til slátur- gróða og kjötprísa? Um það er sjaldan rætt. Nýlega var þó lesin í útvarp frétt af sláturhúsum, þar sem yfirdýra- læknir upplýsir að flest íslensku sláturhúsin séu ólögleg, og rekin með undanþágu. Og í raun og veru séu aðeins þrjú fullkomin sláturhús í landinu ( að mig minnir), þar sem unnt sé að slátra fé sómasamlega. Þar við bætist svo heimaslátrun, sem enginn veit með vissu hversu viðtsk er, einkum eftir að búmark varupptekiö. Kjallarinn JONAS GUÐMUNDSSON RITHÚFUNDUR Eg hygg að flestir lslendingar kippi sér nú ekki upp við það, þótt vísindin geri aðrar kröfur í slátri en fomíslendingar, þó verð ég að játa, að ég vissi það ekki fyren alveg nýlega, að sennilega borðum við töluvert magn af hreinu pestarkjöti á hverju ári — og við flytjum það einnig út. En orðiö sennilega er hér notaö, vegna þess aö svo virðist sem enginn sérfróöur vilji láta neitt eftir sér hafa í blööum í þessum efnum, og mjög örðugt virðist vera að fá upp- lýsingar og þá einkum um veigamik- il atriði, en þar er átt við riðuveikina, (Neurotrop Virus) sem virðist land- læg hér, og sem verra er, virðist ná- skyld svonefndri Parkinsons-veiki, sem einnig er veirusjúkdómur, sem aðeins verður greindur á síðari stigum. Læknar geta ekki fullyrt, sannað, né afsannað, hvort sjúkdómurinn getur borist f rá dýri til manns. Viðbrögð viö þessum ólæknandi sjúkdómi hafa verið hin sömu hér á landi, sumsé niðurskurður, en til hans er gripið, í baráttu við sjúk- dóma þegar lyf koma ekki að gagni. Og hvernig skyldi nú niðurskurði á riðufé vera hagað? Hann fer þannig fram, að fé af sýktu búi er safnaö saman og því síðan slátrað sérstaklega í sláturhúsi. Að slátrun lokinni er sláturhúsið sótthreinsað, vosklæði starfsfólksins eru sótthreinsuð úr lýsóli, eða þvegin. Kjötið fer hinsvegar eins og annað kjöt í kæli og frysti og síðan til manneldis, annaðhvort á innanlandsmarkaö, eða til út- flutnings. Og þetta er gjört þótt virtur læknir og vísindamaður hafi sagt, að aldrei myndi hann ieggja sér til munns kjöt af riðuveiku fé. Helstu sauðfjársjúkdómar En það eru fleiri sjúkdómar en riöuveiki er herja íslenska fjár- stofninn, og að því er mér skilst er veiku fé og fé á lyfjum oft slátrað með heilbrigðu fé, með afleiðingum, sem örðugt er að sjá fyrir, nema kjöt af sjálfdauðu mun grafið. Að frá- talinni riðuveiki (Neurotrop Virus), fjárkláða og færilús, munu þessir sjúkdómar í sauðfé helstir á Islandi og læknisráö innan sviga: 1) Bráðapest (bólusetning). 2) Doði í ám (lyfjasprautun). 3) Lambablóðsótt (lyfjasprautun í ær og lömb). 4. Þarmalömun (lyfja- sprautun). 5) Hvanneyrarveiki Listerellosis (fúkkalyf). 6) Mæðiveiki (niðurskurður). 7) Lungnadrep (súlfa- eða fúkkalyf). 8) Kýlapest Acetinobacillosis (lyfja- sprauta/fúkkalyf). 9) Hníslasótt Coccidiosis (súlfalyf). 10) Iðraormar Moniezia expansa (lyfjagjafir). 11. Lungnaormar, t.d. Protostrongylus refescens og Dictiocalus filaria (lyfjagjöf í barka). 12) Garnaveiki Paratuberkulosis (bólusetning). 13. Smitandi lambalát (einangrun). 14. Rauðsýki liðaveiki (lyfjanotkun). 15) Júgurbólga (fúkkalyf) 16) Fjöru- skjögur, stíuskjögur, grænskita í lömbum (lyf og fúkkalyf). 17) Sullur (sauðkindin þar millihýsill milli hundsog manns). Eins og á þessum lista sést, á sauðkindin víðar í vök að verjast en á heimsmarkaði, og almúgamaður veit sannast sagna harla litið um það í hvaöa hættu hann leggur sig er hann sest að mat sínum á sunnudegi. Er hann að gúffa í sig sóttkveikjur og lyfjaleifar, eða er hann að borða kjöt, sem betra hefði verið aö brenna eðagrafa? Til eru margir menn sem telja sauðaket jafngott íslenskum manni og fornsögur, og undir það vildu víst margir geta tekiðaf heilum huga. En þar eð flestir kjósa helst aö sleppa lifandi frá mat sinum, eöa a.m.k. með fótavist, þá verður ekki annað séð en að þjóðin eigi rétt á traustum upplýsingum um kjötgæöi slátur- gripa frá þessum dýraspítala, sem sauðfjárræktin virðist vera orðin á Islandi. Ekki þarf alfarið að bera við vanþekkingu, því við eigum bæði færa vísindamenn, og til munu hér gögn um riðuveiki, sem talin eru á heimsmælikvarða, unnin af þekktum, nafngreindum vísinda- mönnum. Vera kann að sláturhús vor standist ekki smámunasemi sótt- kveikjunnar, en samt ætti það að vera óþarfi að setja pestarkjöt á markað. Niðurskurð á að borga og kjötiö á að grafa, eða brenna. Jónas Guðmundsson. almúgamaður veit sannast sagna harla lítið um það í hvaða hættu hann leggur sig er hann sest að mat sínum á sunnudegi. Er hann að gúffa í sig sóttkveikjur og lyfjaleifar eða er hann að borða kjöt sem betra hefði verið að brenna eða grafa?” Orð í eyra baráttumanns • „Umfjöllun Guðmundar J. Hallvarðsson- ar um frumvarp Vilmundar og banda- lagsins er ekkert einsdæmi. Hún er nánast dæmigerð fyrir þá smákónga sem telja sig vera komna með einhver ítök í hinum hefð- bundnu stéttarfélögum og hugsa til þess með skelfingu að missa áhrif sín.” Guðmundur J. Hallvarðsson hefur þaö sem frístundagaman aö bregða sér í gervi öreigaleiðtoga hér á síðum DV. Af lestri blaðsins má sjá að Guðmundur er vélgæslumaður, trún- aöarmaöur, stjórnarmaður í Dags- brún og gerir út skútu þegar hann er ekki að skrifa í DV. Maður skyldi ætla að baráttu- maöur með öll þessi járn í eldinum væri málefnalegur og frjór í skrifum um verkalýðsmál. Því er nú síst að heilsa. Sleggjudómar og skilnings- leysi eru helstu ummerkin á gand- reið Guðmundar um síður DV. Þeir „misvitru" og Guðmundur I kjallaragrein 23. júlí upplýsir Guðmundur að umræðan um skipulag verkalýðshreyfingarinnar sé ekki nýtilkomin, hún hafi jafnvel byrjað áður en hann sjálfur fór að láta til sín taka á opinberum vett- vangi. Síðan segir: „Misvitrir pólitíkusar hafa stundum verið að gera sig merkilega með þvi að legg ja fram lagafrumvörp um breytingar á sklpulagi verkalýöshreyfingarinnar. Nægir þar að minna á frumvarp Vilmundar heitins Gylfasonar þar sem gert var ráð fyrir því að sérhver vinnustaður, bæði stór og smár, hefði sinn sjálfstæða samningsrétt.” Við þetta bætir Guðmundur: „Ymsar aðrar tilraunir hafa verið gerðar til að þrengja réttindl verkalýðssamtakanna. ’ ’ Kjallarinn GARÐAR SVERRISSON, STARFSMADUR ÞINGFLOKKS BANDALAGS JAFNAÐARMANNA. Og rúsínan: „Grundvallarsjónar- mið verkalýðshreyfingarinnar í þessum málum hefur verið að það sé málefni samtakanna sjálfra að taka ákvarðanir um sin innri mál og á þeirri forsendu hefur öllum slikum lnngripum utanaðkomandl aðlla i skipulagsmál samtakanna verið hafnað. Sjálfstæði samtakanna gagnvart rikisvaldinu er einfaldlega íhúfi.” Greinilegt er að þessi trúnaðar- maður í stjórn Dagsbrúnar hefur ekki hundsvit á því lagafrumvarpi sem hann telur sig vera að fjalla um. I fyrsta lagi er frumvarpið ekki „um breytingar á skipulagi” heldur um heimild til breytinga, sem verkalýðs- hreyfingin ræður auðvitað hvort hi'rn nýtir sér eða ekki. I ööru lagi tekur frumvarpið ekki til smæstu vinnu- staða eins og Guðmundur fullyrðir, heldur einungis staða með 25 starfs- mönnum eða fleiri. I þriðja lagi er frumvarpið ekki „tilraun til aö þrengja réttindi” heldur rýmka og auka réttindi. Þetta sér hver heilvita maður í hendi sér. „Þræla- og þvingunarlög" Guðmundur J. Hallvarðsson virðist ekki gera sér grein fyrir því að ríkisvaldið skiptir sér nú þegar af skipulagi verkalýðshreyfingarinnar. Þetta gerir rikisvaldið með lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur sem sett voru 1938 í trássi við vilja fjöl- margra verkamanna sem litu á lögin sem hreina og beina mannréttinda- skerðingu. Á alþingi mættu lögin t.d. harðri mótspyrnu manna eins og Héðins Valdimarssonar, Vilmundar Jónssonar, Isleifs Högnasonar og Einars Olgeirssonar. Sá siðastnefndi kallaði þessi lög „þræla- og þvingunarlög.” Það var auðvitað rétt hjá þessum mönnum að með samþykkt núver- andi löggjafar var vinnandi fólk ekki lengur frjálst að því að skipuleggja samtök sín og baráttu eftir eigin höfði. Að þessu leyti var um réttar- skerðingu að ræða. Hugmynd Vilmundar Gylfasonar, sern fram kemur í vinnustaðafrumvarpi Bandalags jafnaðarmanna, var sú aö ríkisvaldið slakaði á klónni sem það setti á verkafólk árið 1938. Umfjöllun Guðmundar J. Hallvarðssonar um frumvarp Vilmundar og bandalagsins er ekkert einsdæmi. Hún er nánast dæmigerð fyrir þá smákónga sem telja sig vera komna með einhver ítök í hinum heföbundnu stéttar- félögum og hugsa til þess með skelfingu að missa áhrif sín. Hræddir við lýðræði Eins og fyrr kemur fram er Guðmundur trúnaðarmaöur í Dags- brún, einhverju ólýðræðislegasta stéttarfélagi sem rekið er á vesturhveli jarðar. Við stjórnarkjör í félaginu eru viðhafðar svo flóknar og þunglamalegar aðferðir að and- spænis þeim verður hinn óbreytti verkamaður eins og krækiber í hel- víti. Hans eina leið til áhrifa er að snakka sig inn á forystuna eins og skútuformaðurinn virðist hafa gert. Reynslan hefur kennt okkur að þegar búið er að múlbinda gamla róttæklinga í stjórnum stéttarfélaga þá fara þeir fljótlega að tala gegn réttarbótum eins og vinnustaða- frumvarpi Bandalags jafnaðar- manna. En hvers vegna? Líklega vegna þess að þeir eru hræddir við lýðræðið, hræddir við afl hins óbreytta launamanns. Það er timi til kominn að fólk fái sjálft að ráða þvi með hvaða hætti það skipar sér í samtök á vinnu- markaðnum. Löggjafinn má ekki endalaust láta íhaldssama verka- lýðsforystu nota sig til að koma í veg fýrir að fólk geti samið sjálft um kaup sitt og kjör í vinnustaðafé- lögum. Þetta verða öreigaleiðtogar nútimans aðskilja. Garðar Sverrisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.