Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984. Hringið Ikl. 13-15 eða SKRIFIÐ Gamall Bítlaaðdáandi skrifar: Ég var að lesa í DV aö hugsan- lega væri von á Ringo Starr á Atla- víkurhátíðina um verslunarmanna- helgina. Þetta eru góð tíöindi og vonandi að úr rætist. Oft hefur þaö nú þó veriö þannig að hinar og þessar stjörnur hafa verið á leiðinni en ekkert hefur svo oröið úr neinu á endanum. En það sem mig langaði að rifja aðeins upp í sambandi við Ringo Starr er þetta. Það var hér í gamla daga alltaf verið að segja að Ringo væri hæfileikaminnstur af Bítlunum og gæti ekkert á trommur. Það er rétt að Ringo var enginn snillingur en hann var þó býsna pottþéttur. Á þeim tíma þegar Bítlarnir komu fram voru trommuleikarar fyrst og fremst menn sem héldu taktinn og knúðu áfram rytmann og var þá fátt um snilldartakta. Þaö var ekki fyrr en síðar að menn eins og Ginger Baker og fleiri innleiddu nánast allt annan stíl. Ringó var hins vegar ötull trommari og ef menn tækju sig til og hlustuðu á gömlu Bítlaplöturnar á ný myndu þeir heyra að á sínum tíma var hann í góðu lagi. Á þetta hafa margir atvinnutrommarar bent. Meðal Bítlanna naut hann þó ekki sanngirni, sérstaklega á síðari árum þeirra. Sagt er aö Paul hafi spilað á trommurnar á nokkrum lögum á hvíta albúminu og laumast til þess án vitundar Ringos. Og í laginu Ballad of John and Yoko spilar Paul einnig á trommurnar. Ef ég ætti aö benda á örfá dæmi um góð tilþrif hjá Ringó mætti nefna lögin Drive my car, Birthday og A day in the life. 1 hinu síðastnefnda fer hann á kostum. En semsé: gefið gaum að Ringó, hann skilaði sínu. Gleraugum stolið íVest- urbæjarlaug Guðmundur Arason hringdi og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann kvaðst hafa farið að synda í Sundlaug Vesturbæjar á þriöjudagskvöld, milli klukkan 7 og 8. Guðmundur notar gler- augu með lítuðu gleri við að lesa og skrifa. Hann kvaðst hafa synt þarna í 15 ár og í þetta sinn lagði hann frá sér gleraugun í útiklefa. Þegar hann ætlaöi að sækja þau eftir að hafa synt var búið að stela gleraugunum. Leit á svæðinu bar ekki árangur. Að sögn Guðmundar hefur sá sem stal þeim ímyndað sér að þetta væru sól- gleraugu, en sá hinn sami hljóti að hafa áttað sig á því þegar hann setti þau á sig að þetta eru sjóngleraugu. Auk þess eru þau þyngri en venjuleg sólgleraugu. Guðmundur biður því þann sem tók gleraugun að koma þeim til skila í Sundlaug Vesturbæjar. Net í mörkin íMelaskóla Páll, ellefu ára, hringdi: Ég er ellefu ára vesturbæingur og mig langar til að koma svolitlu á fram- færi. Eg og vinir mínir spilum oft fót- bolta á malbikinu í á Melaskólalóðinni. Það er voðalega leiöinlegt að ekkert net er í einu markinu. Gæti ekki ein- hver komið neti þar fyrir? Annars veit maður aldrei hvort maður hefur skor- aðeðaekki. " * " - < v mmÆm Ringó Starr í Bítlamyndinni Help frá 1965 RINGO STARR VAR ÁGÆTUR TROMMARI Ásta Magnea Óladóttir blaðberi: Ja, ef ég fer eitthvað veröur það í sumarbú- stað hjá Olís í afslöppun. Zaraþústra ístað þjóðsöngsins BRANDISVARAÐ Björk á Sauðárkróki skrifar: Svar við lesendabréfi Brands um breikdans í DV föstudaginn 27. júlí sl. Þú talar um að við séum hörunds- sár og föllum í gildrur. Ef einhver er hörundssár þá ert þaö þú, Brandur, fyrst þú hafðir fyrir því aö tína saman lélegar afsakanir til handa þeim sem skrifuöu gegn þér. Eina gildran sem ég féll i er sú að prentvillupúkinn komst í bréfið hjá DV, svo að úr einni setningunni varð: Flestir erlendir breikarar eru ktmur yfir tvítugt en ekki komnir yfir tvítugt eins og það átti að vera. Þetta er því ekki mér að kenna. Þú þarft heldur ekki að segja mér hvað þú skrifaðir í fyrri greininni og hvað ekki, því ég geymi hana á góðum stað og veit vel hvað þar stendur. Þessar lélegu lygar gegn okkur breikunnendum eru ekkert betri en hjá sex ára krökkum. Hvað ert þú eigainlega gamall, Brandur? Þorirðu að svara því? aldar ljóð en hins vegar á það býsna langt í land með að ná tilgangi þjóð- söngs: að hvetja menn til dáöa. Að mínu viti vantar framtíöarsýn í ljóöið. Annað mál og öllu verra er lagið. 0 guð vors lands er vitaskuld klassískt stef og sem slíkt með betri tónsmíðum hérlendum enda þótt leitað sé út fyrir landsteinanna við smíð þess. Hins vegar hentar það illa landsins poppaða æskulýð. Svo vandsungið er lagið að vafamál er að tíu prósent íslenskra sönglara geti sungið það svo skamm- laust þyki. Ekki má skilja mál mitt sem svo að ég vilji aö Fræbbblunum verði falið að bæta um betur. Ég bendi á að Sveinbjörn sótti fanga í samgermanskan tónlistararf er hann samdi 0 guð vors lands. Eg tel því í hæsta máta eðlilegt að svo verði einnig gert nú er skipt verði um þjóðsöng. Tel ég liggja beinast við þjóðsöngur Is- lendinga verði Also sprach Zara- thustra eftir tónskáldiö Richard Sirauss. Verði Degi Sigurðarsyni faliö að semja hátíðarljóð. Breikdansinn eða skrykkurinn er vinsælt umfjöllunarefni þessa dag- ana. Um breikdansinn: Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Salberg Jóhannsson bilasprautari: Eg ætla að skella mér í Þórsmörk og detta íþað. Ari Þórðarson bílamálari: Eg fer bein- ustu leið í Þórsmörk að skoða náttúru landsins. Elvar Daði Dagbjartsson bortæknir: Eg verö bílstjóri fyrir vini mína inn í Þórsmörk. Guðrún Hrönn Yngvadóttir blaðberi: Eg býst nú bara við að fara upp í sum- arbústað og slappa af. Söngelskur skrifar: Þjóðsöngur íslendinga 0 guð vors lands er um margt ágætur. Ljóð Matt- híasar er vitaskuld frambærilegt 19. Vllmundur Jónsson sendibílstjóri: Ætli ég skelli mér bara ekki í Borgarfjörð- inn eða Snæfellsnesið. Mér finnst ekki á það bætandi að fara í sukkið sem er á þessum mótum, eins finnst mér að byggja hefði átt brú milli Viðeyjar og lands fyrst þeir eru að halda svona skemmtun þar. Richard Strauss tónskáld. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.