Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 17
DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984.
17
trúarfyllri en aðrar og
hér á eftir munum við
fjalla um hjátrú
íþróttafólks og ann-
arra afreksmanna.
1 bók Þorsteins Jósefssonar, 1
djörfum leik, segir meðal annars frá
ýmiss konar hjátrú. Þar segir til dæmis
frá þýskum flugmanni, Helmuth Hirth,
sem varð fyrir því að flugvél hans
hrapaði til jarðar úr mikilli hæð. Flug-
vélin molaðist mélinu smærra en flug-
manninn sakaði ekki þótt ótrúlegt
megi virðast. Eftir þetta trúði Hirth á
mátt skyrtunnar sem hann var í er
slysiö varö og klæddist henni í hvert
sinn sem hann þurfti að leysa vanda-
samar flugþrautir af hendi, eða fór í
langar og erfiðar flugferðir. Og hann
trúði því ennfremur að ef skyrtan yrði
þvegin glataði hún töframætti sínum.
Hún var því ekki þvegin.
Kettir til
heiiia og óheilla
Þorsteinn minnist í bók sinni á kett-
ina bæði sem heilla- og óheilladýr. Það
er sagt aö hið versta sem fyrir mann
getur komið sé að mæta svörtum ketti
ef viðkomandi maður er á leið til
keppni eöa að leggja upp í ferðalag. Og
ekki dugir þaö á kettina sem dugir á
mörg önnur óheilladýr, að ganga
kringum skepnuna, því óheillamáttur
katta minnkar ekkert við það. Það eina
sem dugir er að bana kettinum en
fæstir munu hafa geð í sér að elta uppi
hvem þann kött er gengur í veg fyrir
þá og stúta honum.
Síöan nefnir Þorsteinn nokkur dæmi
þess að það sé til heilla að bana ketti.
Arið 1905 ók Heunery yfir kött og
skömmu síðar vann hann Vanderbilt-
kappaksturinn. Wagner vann ári síðar
þessa sömu keppni og var þá sömuleiö-
is nýbúinn að aka yfir kött. Robertson
ók yfir kött 1908 og sigraði í kapp-
akstri. Loks ók Nazzaro yf ir ketti, bæði
þegar hann vann Coppa Floriokeppn-
in'a og Grand Prix árið 1907.
En kettir geta lika verið til heilla og
segir Þorsteinn meðal annars frá því
að flugmenn og heimskautafarar hafi
mikla trú á köttum sem slíkum. Vil-
hjálmur Stefánsson heimskauta-
könnuður á til dæmis að hafa haldið þvi
fram að köttur hafi bjargað lífi hans í
einni af ferðum hans um norðurhöf.
Ameríkumaður, sem árið 1910 gerði
tilraun til að fljúga í loftfari yfir
Atlantshafið, hafði méð sér kött i
feröina. Loftfarið þurfti að náuðlenda
en áhöfninni var bjargað um borð í
nærstatt skip. Mannbjörgin var talin
standa í sambandi við köttinn og þegar
til New York kom var honum stillt út
til sýningar í glugga þekktrar versl-
unar og kom múgur og margmenni til
aðsjákisa.
Einnig segir Þorsteinn frá því að
Lindbergh hafi haft með sér kött i
Atlantishafsflug sitt árið 1927 og Byrd
hafi haft með sér tvo ketti í suðurheim-
skautsleiöangur sinn 1928.
Zeppeiín og 24. júli
Eitt af því sem tengist hjátrú svo
mjög eru dagar og tölur. 1 bók Þor-
steins segir meöal annars frá þvi að
Zeppelín greifi og loftskipahönnuður
hafi átt sér heilladag. Dagur þessi var
24. júlí og kom hann margsinnis við
sögu á ævi Zeppelíns. Þann dag árið
1863 slapp Zeppelín á næsta dularfullan
hátt við dauða eða limlestmgu í
Bandaríkjunum. Sama dag, þremur
árum síðar, lenti Zeppelín í orrustu
gegn ofurefli prússneskra hermanna.
Aliir félagar Zeppelins voru brytjaðir
niður en hann einn komst undan fyrir
einstaka tilviljun. 24. júlí 1870 flýði
hann úr fangabúðum ásamt nokkrum
föngum. Þeir voru allir skotnir á
flóttanum nema Zeppelín ernn.
Óheillatalan 13
Ein er sú tala sem oftast hefur verið
tengd hjátrú en það er talan 13. Afar
mörgum ér meinilla við þessa tölu og
þá ekki síst íþróttafólki. Þorstemn
nefnir í bók sinni að bifreiðastjórar
hafi sérstakan ímugust á þessari tölu og
segir nokkrar sögur er tengjast henni.
Bifreiðastjóri nokkur, sigursæll
kappaksúirsmaður, keppti í sínum 13.
kappakstri 13. febrúar. Og nóttina fyrir
keppnina svaf hann í hótelherbergi
númer 13. Framan af keppnmni gekk
allt vel hjá kappanum en þegar hann
var búinn að aka nákvæmlega 613 kíló-
metra af keppninni bilaði vélin í bíl
hans. Skömmu síðar tók hann þátt í
kappakstri sem fór fram 13. maí og
lenti þá í slysi. Eftir það hafði hann
hina mestu ótrú á tölunni 13.
Heillatalan 13
Italski kappakstursmaðurinn di
Bernardi haföi hins vegar allt aðra
sögu að segja af tölunni 13. Þegar hann
vann Sneider-bikarinn í Ameriku 1926
kom taian 13 heldur betur við sögu.
Hann lagði af stað til keppninnar frá
Napólí þann 13. október við 13. mann.
Kappakstursbifreið di Bernardis bar
einkennistölu sem endaöi á 13 og bif-
reiðin sem sótti hann niður að höfninni
þegar hann kom til Ameríku var
númer 13. Hann fékk herbergi númer
13 á hótelinu sem hann gisti á og
keppnin hófst 13. nóvember. Allt þetta
gerðist árið ’26 — tvöföld talan 13 — og
þetta var jafnframt 26. kappaksturinn
sem di Bemardi tók þátt í.
Örlögum storkað
Ekki eru allir menn jafntrúaðir á öll
þau fyrirbæri og hindurvitni sem
tengjast hjátrú og í bók Þorsteins segir
frá einum slíkum. Það var flugmaður-
inn Luis Barr sem hugðist sýna fram á
að þetta væru allt saman bábiljur;
einar. Hinn 13. mars 1936 lagði hann
upp í sitt 13. fallhlífarstökk. Og í þetta
sinn ætlaði hann að varpa sér út úr vél-
inni í 1300 metra hæð. Áður en hann
lagði upp í ferðina gerði hann alla þá ó-
svinnu, sem hægt er að gera sér til
bölvunar og margir mundu telja sama
og að undirrita eigin dauðadóm. Fyrst
braut hann spegil mélinu smærra,
stráði síðan niður salti, gekk undir
stiga, hljóp fyrir svartan kött og skrif-
aði meira að segja eigin dánartilkynn-
mgu. En þetta var ekki nóg, hann lét
taka af sér mynd rétt fyrir flugið, sem
var talið riidilameiki, og að því loknu
sté hann öfugu megin inn í vélina.
Nákvæmlega klukkan 13.13 steig hann
með röngum — það er vmstra — fæti
öfugu megin út á flugvélarvænginn og
henti sér fram af. Mörg þúsund
áhorfendur fylgdust spenntir með og í
fýrstu virtist sem Barr yrði fífldirfsku
sinni að bráö en á síðustu stundu
opnaðist fallhlíf hans og hann lenti
mjúklega heilu og höldnu.
Innlend hjátrú
Islenskir íþróttamenn hafa ekki
farið varhluta af hjátrú eða duttlung-
um eins og einn þeirra vill kalla þessa
hluti. I grein sem Ellert B. Schram
skrifaði í KR-blaðið fyrir 17 árum
nefnir hann etamitt hjátrúna öriaga-
vald íþróttamanna. Hann segir þar frá
atviki sem átti sér stað í ferð KR-liðs-
tas til Akureyrar. Þannig var að með
liðtau fór fararstjóri sem talið var að
þau álög fylgdu að í hvert stan sem
hann væri fararstjóri liðstas tapaöist
leikurtan.
Voru Ellert og félagar hans óhressir
með þetta og er Ellert að ræða þetta
við Svein Jónsson í flugvélinni á leið-
inni norður. Og í framhaldi af því nefn-
ir Ellert það við Sveta að það sé óbrigð-
ult happamerki að ftana pentag rétt
fyrir leik. Og því styttra fyrir leikinn
því betra.
Svo er lent á Akureyri bg KR-tagar
fara að hita upp fyrir leikinn. Skyndi-
lega kallar Sveinn til Ellerts og sýnir
honum krónupentag, sem hann haföi
fundið á velltaum. Lyftist nú heldur
betur brúnta á þeim félögum og voru (
álög fararstjórans nú gleymd.
Og það þarf ekki að orðlengja það,
KR-liðið sýndi stórleik og sigraöi með
fimm mörkum gegn engu og gerði
Sveinn f jögur markanna.
Þegar fararstjórtan hafði það á orði
viðþá félagaeftirleikinnaðálögunum
Svartir kettir eru óheillamerki, hvort sem er fyrir íþróttamenn eða aðra en sem betur fer virðist þessi markmaður
ekki taka eftir ketttaum að baki sér, annars er hætt við að allt hefði farið í hund og kött í leiknum.
Örlagavaldur islenskra íþróttamanna númer eitt: Snaginn.
DV-mynd Eff.
Hermann Gunnarsson sést hér á fullri ferð með knöttinn en Hermann segist hafa verið haldinn allri þeirri hjátrú
sem einn íþróttamaður getur verið haldtan. Meðal annars trúði hann á skotskó sem hann hætti ekki að nota fyrr en
þeir voru reimalausar blöðrur. Og ekki ber á öðru en að hægri skór Hermanns á þessari mynd sé farinn að láta á
sjá.