Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984. væri greinilega aflétt hvað sig varðaöi voru þeir ekki alveg tilbúnir til að sam- þykkja þaö. Það hefði nefnilega verið krónupeningi Sveins að þakka aö leikurinn vannst. Ónúmeruð peysa Ellert segir síðar í grein sinni frá ýmsum þeim venjum sem hann hafi tamið sér í sambandi við knattspym- una. Hann varð helst að fá aö klæöa sig úr á vissum stað í búningsklefunum, nota ákveðinn snaga, fara í búninginn á réttan hátt og svo framvegis. Ekki vildi hann leika nema í stórum og víðum buxum, helst of stórum. Ennfremur vildi hann leika í ónúmer- aðri peysu, leiö ekki vel öðruvísi. Þessi venja hans kom honum í hálfgerða klipu nokkrum árum áður er hann skyldi leika með landsliðinu gegn Ir- landi. I þeim leik átti Ellert að leika í peysu númer 10 en hann trúði því statt og stööugt að velgengni hans væri undir því komin að hann léki í ónúmer- aðri peysu. Honum tókst með ýmsum tilfæringum að sannfæra fararstjórn, þjálfara og aðra liðsmenn um aö peysa númer 10 væri allt of lítil á hann, langan manninn. Hann fékk því að leika í ónúmeraðri peysu og hvort sem það var henni að þakka eða einhverju öðru, þá átti Ellert mjög góöan leik. Frammistaðan varð svo til þess að í næsta leik landsliðsins, sem einnig var gegn Irlandi, fékk Ellert að nota ónúmeraða peysu. Irskir blaðamenn sem fy lgdust með þessum leikj um tóku að sjálfsögðu eftir þessu og gátu þess sérstaklega í skrifum sínum að vinstri innherji íslenska liðsins væri svo stór að hann kæmist ekki í neina venjulega landsliöspeysu og þyrfti því að nota sérsaumaöa peysu, ónúmeraða. Tvennar buxur Ellert segir í lok greinar sinnar frá ýmsum óskráðum reglum sem KR- liðið á þessum árum hafði í heiðri og margir myndu kalla hjátrú. Meðal þessara reglna var að hver maður hafði sinn ákveðna staö í búnings- klefanum og nýir menn urðu að sitja og standa eins og þeir eldri vildu í þeim efnum. öm Steinsen kom ávjdlt síðast- ur inn í búningsklefann og kæmi ein- hver á eftir honum þótti það vita á illt eitt. Gunnar Felixson lék ávallt í tvenn- um buxum, Þórólfur Beck var alltaf meö sokkana á hælunum eins og þekkt er. Sveinn Jónsson var nær undantekn- ingalaust fyrstur í búninginn og Hörður Felixson síðastur. Onefndur maður lét þaö ávallt verða sitt síðasta verk fyrir leik að fara á salemið og hafði allt liðiö áhyggjur af því ef hann þurfti þess ekki með. Bjami Felixson hafði ljónið góða ávallt meðferðis og stillti því upp á virðulegan sess í gluggakistunni. Eitt sinn gleymdi hann ljóninu og hentist þá einhver hálfklæddur heim til hans að ná i það. Hjátrúin á undanhaidi I framhaldi af þessari grein Ellerts höfðum við samband við f jölmarga ís- lenska íþróttamenn, bæði þá sem hafa lagt skóna eöa búninginn á hilluna og þá sem enn em að keppa. I ljós kom að hjátrúin eða duttlungarnir eru síður en svo að hverfa úr islensku íþróttalífi þó að líklega sé þetta fyrirbæri á einhverj u undanhaldi. Tókum þá á klefanum Og til þess aö halda okkur við KR- ingana enn um sinn látum við fljóta með hér stutta sögu, sem Hermann Gunnarsson sagði okkur. Þannig var hér fýrr á árum að KR- ingar höfðu það fyrir venju aö velja sér alltaf sama búningsklefann, hvort heldur var á Melavellinum eða Laugardalsvellinum. A þessum ámm vom KR-ingar og Valsmenn þau lið sem gnæfðu yfir önnur í borginni og leikir þeirra ávallt hin hatrammasta barátta. KR-ingar höföu oftast betur og sveið mörgum Vaismanninum það. Svo gerist það að gamall KR-ingur, Öli B. Jónsson, tekur aö sér aö þjálfa Valsliðiö. 1 fyrri umferð Islandsmóts- ins það ár tapa Valsmenn fyrir KR- ingum með tveim mörkum gegn fjórum. Tíu dögum eftir þennan leik leika liðin að nýju, nú í síðari umferð- inni, og hugðu Valsmenn á hefndir. Og þá er þaö aö nýi þjálfarinn, kunnugur vanafestu KR-inga, gerir sér lítið fyrir og mætir klukkan fimm inn á Laugar- daisvöll og setur dót Valsliösins í klef- ann góða sem KR-ingar töldu sig „eiga”. Jafnframt boöar hann liðs- menn Valsliðsins hálftíma fyrr en vanalega til leiksins. Þegar svo KR- ingarnir koma vaða þeir hver á fætur öðrum inn í klefann „sinn” en hrökkl- ast út er þeir sjá Valsmennina þar fyrir. Og það þarf ekki að orðlengja það, Valsmenn burstuöu KR-inga í leiknum með fimm mörkum gegn einu. „Og ég get sagt þér það að við unnum þennan leik bara á klefanum,” segir Hermann og hlær dátt. Eftir þetta léku Valsmenn þetta bragð í hve'rt sinn sem þeir léku gegn KR og næstu tvö ár töpuðu þeir ekki leik gegn KR-ingum. „Þar með var þetta leyst með KR- liðið, við gátum ekki unnið þá með góöu móti á vellinum og tókum þá því bara á klefanum,” segir Hermann. Reimalausar blöðrur Hann fór sjálfur ekki varhluta af hjátrúnni. ,j5g held að ég hafi haft alla þá hjá- trú sem einn maöur getur haft,” segir hann. ,,Ég vildi til dæmis ekki klæöast neinni annarri peysu en númer níu. Og ég vildi alltaf hafa sama snagann í búningsklefanum. Og að auki reyndi ég alltaf aö vera síöasti maður inn á völlinn.” Eitt var það sem Hermann trúði meira á en annaö og trúir enn í dag en það var aö amma hans ætti meirihlut- ann af þeim mörkum, sem hann skor- aði á ferlinum. „Eg bað alltaf til ömmu fyrir leik og hélt þvi áfram eftir aö hún lést og ég trúi því að það hafi hjálpað mér, ” segir Hermann. Og það var fleira sem Hermann trúði á. Til dæmis skór. „Þaö var sífellt verið að tala um skotskó í blöðunum og maður var far- inn að trúa á þetta að einhverjir skór væru betri en aðrir. Og meira að segja var ég svo hjátrúarfullur að ég skipti ekki um reimar í þeim heldur. Þetta endaði auðvitað með því að maöur var á reimalausum blöðrum sem rétt héngu saman,” segir Hermann og er skemmt að minningunni. Fjórir rúntar og ís Hermann segir frá fleiru skemmti- legu varðandi hjátrú. Reynir Jónsson, félagi Hermanns í Valsliðinu og lands- liðinu um árabil, hafði það til dæmis ávallt fyrir venju að keyra fjóra rúnta í bænum fyrir hvern leik. Ennfremur varð hann að fá sér einn ís, þó að slíkt væri bannað, rétt fyrir leik. Þá hafði Reynir það fyrir vana að koma alltaf uppábúinn til leiks í j akka með bindi. Og föt af ýmsu tagi eru einmitt hlutir sem tengjast hjátrú íþróttamanna meira en margt annað. Hólmbert Friöjónsson, þjálfari.KR-liðsins, hefur til dæmis fyrir vana aö klæðast alltaf sömu ullarpeysunni innan undir utanyfirpeysunni á leikjumKR-liðsins. ,,Eg þori alls ekki aö fara úr henni þó að stundum sé heitt í veðri. Ég geröi þaö einu sinni í sumar og þá fór illa, við steinlágum. Síöan hef ég ekki þorað úr henni, ” segir hann. Annar þjálfari í deildinni, Hörður Helgason á Akranesi, fer til leiks ávallt íklæddur sama æfingagallanum og sömu skónum. „Mér líður ekki vel ef ég fer til leiks í öðru en þessum búningi,” segir hann. Og Hörður hefur ákveðnar skýringar áþessari hjátrú. „Ég held að það sé nauösynlegt fyrir alla að hafa einhverjar fastar venjur fyrir leiki. Það skapar ákveðið öryggi. Nú ef illa gengur getur verið ágætt að breyta til og sjá hvort það hefur áhrif en fyrst og fremst held ég að þetta sé gert til að byggja upp sjálfstraust og öryggi.” Framfrakkinn Fleiri föt. Ingi Björn Albertsson leikur ávallt í stutterma peysu, sama hvemig viörar. Ennfremur er hann alltaf í malarknattspymuskóm. Fjölmargir knattspymumenn og ef- laust fleiri íþróttamenn taka ekki annaö í mál en að leika alltaf i peysu með sama númerinu. Em menn mjög fastheldniráþetta. En besta hjátrúarsagan tengd ákveðinni flík, sem okkur var sögð var sagan af Framfrakkanum. Þaö var hér fyrr á árum er Guðmundur Jóns- son, ávallt kaliaður Mummi, þjálfaöi Framliðiö. Mummi átti forláta frakka sem Framarar tóku miklu ástfóstri við. Þaö var föst venja fyrir hvern leik að frakkinn góði var hengdur upp í búningsklefanum viö hliðina á fötum Kristins Jörundssonar, þess góökunna knattspyrnu- og körfuknattleiks- manns. Og hjátrúin var sú aö svo lengi sem þetta væri gert gengi Framliðinu vel. En svo gerist það aö Mummi hættir að þjálfa Framliöið. Og margir myndu halda aö þar með hefðu tengsl frakkans og Framliðsins rofnað. En svo var ekki. Því svo mikla trú höfðu Framarar á frakkanum að lengi eftir að Mummi hætti þjálfun hjá Fram var frakkinn sendur á völlinn í hvert sinn er Framarar áttu aö leika og hengdur upp á sinn staö í búningsklef anum. önnur bráðfyndin hjátrú tengist Framliðinu hér á árum áður. Þannig var að einn leikmanna bar á sér hring alldýran. Og þaö var trú þessa manns að hringurinn væri nátengdur vel- gengni Framliðsins. Og til þess aö allt gengi sem best varð maðurinn að ganga einn hring í kringum völlinn,. sem leika skyldi á, í upphafi hvers leiks. Hann staönæmdist síðan fyrir aftan annaö markið, alltaf sama markiö og þar sneri hann hringnum einn hring á fingrinum. Þá gekk vel. Bleiku nœrbuxurnar Nýjasta dæmið um fatahjátrú, sem okkur var sagt frá, tengist 1. deildarUði Þróttar. Onefnd kona, eiginkona eins leikmanns liðsins, var ekki vön að venja komur sínar á vöUinn til að sjá liðiö leika. Hún brá þó út af þessari venju sinni í vor og mætti á vöUinn. Gekk ÞróttarUðinu mjög vel í þessum leik og var konan tekin með á næsta leik. Enn gekk vel og svona hélt þetta áfram þangaö tU Þróttarar fóru norður til Akureyrar og steinlágu þar f jögur núll. Þótti nú sýnt að álög konunnar væru brostin. En þá kom upp úr dúmum að á öUum leikjunum fyrir sunnan hafði konan klæðst innst fata, bleikum síöum nærbuxum. Þessar góðu nærbuxur hafði konan hins vegar skiUð eftir heima er hún fór norður enda mun hlýrra þar en fyrir sunnan. Voru menn nú sannfærðir um að vel- gengni Uðsins væri undir bleiku nær- buxunum komin. Var konan drifin í buxunum góðu á völUnn að nýju og viti menn, aftur fór að ganga vel. Alögin brustu svo að lokum, þrátt fyrir bleiku nærbuxumar, er Þróttarar töpuöu fyrir Skagamönnum, ekki aUs fyrir löngu. Töflurnar góðu Trú þjálfara Skagamanna, Harðar Helgasonar, á æfingagalla sínum og skóm var nefnd hér að framan. En fleiri skór koma við sögu Akranes- Uðsins. Þannig var aö áriö 1981 keypti Sigurður HaUdórsson, fyrirliöi Akur- nesinga, sér inniskó. Þetta voru töflur, ósköp venjulegar að sjá. En þeim fylgir náttúra. Og hún er sú að svo lengi sem Sigurður kemur til leiks í töflunum gengur Skagamönnum vel. „Þetta hefur sannreynst síðustu ár,” segir Sigurður. „Og sem dæmi um þetta get ég sagt þér að það hefur komið fyrir tvisvar í sumar aö ég hef ekki komið á töflunum á völUnn. I fyrra skiptiö er við lékum við Vest- mannaeyinga i meistarakeppninni í vor og síöara skiptið er við lékum við Keflvíkinga hér á Skaganum. Báðir þessir leikir töpuðust. ” Og svo mikla trú hefur Sigurður á töflunum sínum að hann fer að heita má allra sinna ferða í þeim, jafnt á sumri sem á vetri. „Það væri sama þótt það rigndi eldi og brennisteini, ég færi á töflunum,” segh- Sigurður. Bridge fyrir ieik Hann segir okkur frá fleiru skemmti- legu eins og tU dæmis því að hann geymi aldrei knattspymuskó sína uppi á boröi, það tákni meiðsU fram undan. Þá fer Sigurður ávaUt í sama horn knattspymuvallarins í upphitun fyrir leik. Frá fyrri árum segir hann okkur frá þeim vana sínum og þriggja félaga sinna að hittast aUtaf kvöldið fyrir leik og spUa bridge. „Það mátti ekki klikka, þá gekk Ula,”segirhann. Og frá þeim tíma er Jón Alfreðsson lék með Skagaliðinu, segir Sigurður okkur frá því aö þeir Jón kröfðust þess ætíö þegar Uðiö átti að leika á Laugar- dalsvelUnum að rútan æki inn fyrir vallarhUðið, annars var voðrnn vís í leUcnum. Stæði formannsins En það eru ekki bara leikmenn og þjálfari SkagaUðsins sem eru hjá- trúarfuHir. Formaður félagsins hefur sínar venjur og seremóníur sömuleiðis. I hvert sinn sem AkranesUðið leikur á Skaganum stendur formaðurinn á ákveðnum stað á áhorfendastæðunum og hefur gert um árabil. Við hUð hans stendur maður, aUtaf sami maðurinn. Og ef ekki gengur allt sem skyldi á velUnum vUcur þessi maður frá hUð formannsins um stundarsakir og snýst þá gæfan yfirleitt á sveif með Akumesingum á ný. Af Skagamönnum Sú hjátrú, sem lUdega er hvaðríkust í iþróttafólki, er snagatrúin. Næstum alUr þeir er við ræddum við vegna þessarar greinar höfðu enn eða höfðu haft ákveðna snaga sem þeir hengdu föt sín á. Menn voru mismunandi fast- heldnir á þessa hjátrú sina en nokkrar sögur voru okkur sagðar tengdar snögum. Tíin var þannig aö maöur nokkur, er ávaUt hafði sama snagann, kom eitt sinn í búningsklefa þar sem þessi ákveðni snagi hafði dottið af veggnum. I stað þess að hengja föt sín á annan snaga tók maðurinn sig til og útvegaði sér hamar og nagla og negldi snagann Hér er klefinn góði á Melavellinum sem KR-ingar byggðu velgengni sina á um árabU. Og að sjálfsögðu er þetta vestari klefinn. DV-mynd EÓ. Stigar eru í sjálfu sér ekki óheUlamerki en það að ganga undir reistan stiga þykir örugg vísbending um ógæfu f ramundan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.