Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Blaðsíða 21
DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984.
21
BLÓDBAÐ í BHIWANDI
Aumt líf
Verkamennirnir í Bhiwandi lifa fremur aumu
lífi. Verkalýösfélög þekkjast þar ekki og vöðva-
búnt eigenda spunaverksmiöjanna stjóma í raun
bænum. Lögreglan er í vasa hæstbjóðanda.
Lögreglumenn i Bhiwandi. Fádæma getuieysi
yfirvaida gerði óiætin jafnblóðug og raun bar
vitni.
DV-mynd ÞÓG.
Múhameðstrúarmenn i útjaðri Bhiwandi
innan um ösku hibýla sinna sem hindúar
brenndu tilgrunna.
DV-mynd ÞóG.
Flóttafólk á leið frá Bhiwandi ti! Thana.
í einu fátækrahverfi Bhiwandi. Þeir fátæk-
ustu urðu verst úti.
DV-mynd ÞóG.
geti þeir ekki lifað samkvæmt siöum hindúa.
Athyglisvert er aö þessi þjóðemis- og trúar-
rembingur beinist nær einungis gegn múhameðs-
trúarmönnum en ekki sem neinu nemur gegn
þeim sem aöhyllast kristna trú, parsiatrú,
sikkisma, búddisma eða jainisma.
Stöðugar deilur
Kaflaskipti urðu í sambúð hindúa og
múhameðstrúarmanna þegar Bretar gáfu Ind-
verjum sjálfstæði áriö 1947. Þeir skiptu Indlands-
skaganum í þrennt, fyrir þrábeiöni múhameðs-
trúarmanna sem treystu sér illa til að búa með
hindúum. Þannig urðu Austur- og Vestur-Pakist-
an til sem síðar urðu að Bangladesh og Pakistan. I
fólksflutningunum miklu þegar 12 milljón manns
flutti sig yfir landamæri Indlands og Pakistans,
og í óeirðunum sem þá blossuöu upp fórust 200.000
manns. En þrátt fyrir eilífar ofsóknir og átök æ
síðan eru enn um 80 milljón múhameðstrúarmenn
á Indlandi og þeim fjölgar óðum. Bæði eru þeir
iðnir viö trúboösstörf og svo afneita þeir getnaðar-
vömum og f jölskyldutakmörkunum algjörlega.
Blóöugar deilur hindúa og múhameöstrúar-
manna blossa alltaf upp annað veifið í borgum,
bæjum og sveitum Indlands. Fyrir smáleiðtoga á
uppleið er fátt auðveldara en aö safna stuðningi
ólæsra verkamanna eöa bænda bak við trúarlegt
ofstæki. Þetta á bæði við um hindúa og
múhameðstrúarmenn og þetta á sérstaklega við
um óeirðirnar í Bhiwandi.
kóngur er þekktur fyrir baráttu sína gegn
mógúlska heimsveldinu sem þá réð yfir Norður-
Indlandi. Mógúlarnir voru persneskir
múhameðstrúarmenn og því var óumflýjanlegt að
barátta Shivaji fengi á sig tón trúarbaráttu gegn
eingyðistrúarmönnunum úr noröri. Samtökin
sem áttu frumkvæðiö að óeirðunum í Bhiwandi
kalla sig Shiv Sena, eða Her Shiva, Maharashtra-
kóngsins (ekki guðsins Shiva, eins og margir
halda). Þessi samtök telja sig fánabera áfram-
haldandi baráttu kóngsins með því að stefna að
því að sparka öllum „útlendingum” út úr
Maharashtra, konungdæminu sem nú er orðið eitt
af 22 fylkjum Indlands.
Aðeins um þriðjungur Maharashtrabúa er upp-
haflega úr fylkinu og múhameðstrúarmenn eru
aðeins lítill hluti „útlendinganna”. En vegna þess
að þeir eru svo auðþekkjanlegir vegna klæöa-
burðarins, tungumálsins og vegna þess aö þeir
heita arabískum nöfnum hefur þjóðemisstefna
Shiv Sena einkum beinst gegn þeim.
En þar að auki er nú á Indlandi í gangi trúar-
vakning meðal hindúa. Shiv Sena er aðeins einn
broddur þeirrar trúarvakningar. Um allt Indland
má finna áþreifanlega fyrir alls kyns samtökum
sem hafa það sameiginlegt slagorð aö Indland sé
land hindúa og útlendingar skuli hafa sig á brott
Verkamennimir vinna átta stunda vaktir í spuna-
verksmiðjunum og þegar þeirri vinnu lýkur tekur
leiðinn við. Svefnpláss, oft á jörðinni í einhverju
fátækrahverfinu, er af skomum skammti og þeir
verða að skiptast á um það. Þangað til mennirnir
sem era aö koma „heim” úr vinnu geta fariö aö
sofa verða þeir því að eyða tímanum einhvern
veginn. I Bhiwandi er ekkertað gera nema
kannski að fara í bíó en ekki er hægt að gera það
endalaust. Afleiöingin er sú aö þeir sitja og spjalla
saman eða hreinlega láta sér leiðast.
Enginn þeirra á sér samastað sem hann getur
kallað sinn eiginn og í þessu andrúmslofti skapast
eins konar hópsál og þegar þannig er ástatt er
auðvelt að æsa menn upp.
Vandræðin byrja
Þetta andrúmsloft notuöu Shiv Sena samtökin
sér þegar þau fengu leyfi til að halda upp á af-
mæli Shivaji þann 3. maí.
Ekki hafði veriö leyfð skrúðganga á þessum
degi í Bhiwandi í 14 ár vegna þess aö þá orsakaði
skrúðgangan götubardaga sem urðu hundruöum
að bana. Minnstu munaði að það sama endurtæki
sig nú. Utanaökomandi hindúar sem komu inn í
Bhiwandi í hóp gerðu hvað þeir gátu til að eggja
múhameöstrúarmenn. Meðal annars spiluðu þeir
háværa tónlist fyrir utan mosku um klukkan
fimm, á bænatíma múhameöstrúarmanna. En
leiðtogar múhameðstrúarmanna héldu sínu fólki í
skefjum. Olykt var í loftinu eftir atvikið og sam-
band samfélaganna tveggja einkenndist af auk-
innispennu.
Það þurfti því ekki mikið til að allt færi í bál og
brand. Tíu dögum síðar hópuðust nokkrir
múhameðstrúarmenn saman meö þingmann
nokkurn í broddi fylkingar og hengdu sandala
bundna saman í festi í kringum mynd af leiðtoga
Shiv Sena. Svariö við þessari grófu móðgun kom
nokkrum dögum seinna þegar Shiv Sena menn
hengdu upp skilti við aöalveginn milli Bombay og
Bhiwandi þar sem á stóð: „Burt með
múhameðska svikara.”
Þann 17. maí byrjuðu vandræðin. Nokkrir
strákar fóru niöur í miðbæ Bhiwandi og settu
upp græna fána múhameðstrúarmanna hér og
þar. Einn fánann reyndu þeir að hengja upp ná-
lægt musteri hindúa. Stærri hópi ungra hindúa
fannst það lítiö sniðugt og, í stuttu máli, lömdu þá
í klessu. Strákamir fóru grátandi heim til sín og
meðlimir hvors trúarhópsins fyrir sig byrjuðu að
hópa sig saman. Hópur Shiv Sena manna byrjaði
aö ráðast á moskur, guðshús múhameöstrúar-
manna, og á nokkrum mínútum var allt logandi í
bardögum.
Barist alla nóttina
Alla nóttina var barist; með prikum, meösveðj-
um, með spjótum og loks með byssum. I Bhiwandi
búa hindúar í miðbænum, múhameðstrúarmenn
búa í úthverfunum og í þorpunum í kring búa svo
aftur hindúar. Eítir að múhameðstrúarmenn
höfðu haft yfirhöndina um tíma í bænum sjálfum
komu hindúísku þorpsbúarnir æðandi inn í út-
hverfin og brenndu og drápu það og þá sem fyrir
þeim voru.
Ljótasta atvikiö gerðist í verksmiðju fimm kíló-
metra fyrir utan Bhiwandi. I húsi á verksmiöju-
lóðinni bjó Mohammed Ibrahim, eigandinn, og í
grenndinni bjuggu verkamenn í fátækrahverfi,
flestir þeirra múhameðstrúarmenn. Þegar frétt-
ir bárust um að hópur hindúa væri á leiðinni í átt
að hverfinu flúði fólkiö inn í verksmiðjuna.
Mohammed samþykkti að taka konur og börn inn
til sín. Hindúamúgurinn umkringdi verksmiðju-
lóöina og kastaði steinum aö henni og íbúðarhús-
inu sem Mohammed var í. Eftir óteljandi símtöl
við lögregluna ákvaö verksmiðjueigandinn, eftir
aö hindúarnir höfðu setið um verksmiðjuna nær
alla nóttina, aö keyra á bíl sínum til næstu lög-
reglustöðvar. Lögreglustjórinn hlustaði ekki einu
sinni á hann. „Hvers vegna ertu að atast svona í
okkur?” sagði hann. „Það er ekki vinnufriður
héma. Ég get ekki sent lögreglumenn í hvert ein-
asta hús í Bhiwandi.”
Hann keyröi aftur til verksmiðjunnar. Um
klukkan 10.30 um morguninn gerði múgurinn
áhlaup. Fyrst eyðilögðu þeir verksmiðjuna og
stuttu síðar náöu þeir aö króa af um 50 múhameðs-
trúarmenn upp við vegg. Um þetta leyti var lög-
reglan komin á staðinn en í f yrstu horfðu iögreglu-
mennimir bara á blóðbaöið. Nokkrir hinna afkró-
uðu náðu að flýja en 29 manns varð ekki undan-
komu auðið. Þeir voru miskunnarlaust saxaðir
niöur. Jafnvel áður en þeir vora dauðir helltu
hindúarnir kerosene olíu yfir þá og kveiktu í. Þeg-
ar þessu var loks lokið skarst lögreglan í leikinn.
Daginn eftir höfðu dagblöðin eftir lögregluyfir-
völdum aö fyrir hetjulega baráttu lögreglunnar
hefði tekist að bjarga 15 manns frá öruggum
dauða.
Hvers vegna?
Um leiö og götubardögunum hef ur tekið að linna
eru menn famir aö spyrja hvað valdi þessum hörm-
ungum. Oeirðir hindúa og múhameðstrúarmanna
eru ekkert nýtt fyrirbrigði, en hvað er það sem
kemur nágrönnum til aö drepa hver annan af
blinduhatri?
„Tvennt veröur aö hafa í huga,” segir Ahmad
Rashid Shervani, múhameöskur blaðamaöur og
Babu Altaf Sheikh með syni sinum i miðri
öskunni þarf sem áður var heimili þeirra.
„ Þeir komu úr þorpi hérna nálægt um kl. 6 um
morguninn. Ég tapaði öllu sem ég átti."
DV-mynd ÞóG.
félagsfræðingur. „Þessi uppþot gerast iðulega í
um 200 bæjum á Indlandi og eru takmörkuð við
þessa bæi. Oeiröirnar eiga sér stað þar sem tals-
vert er um múhameðstrúarmerm; þar sem þeir
eru 20 til 60 prósent bæjarbúa. I öðru lagi eiga þær
sér stað þar sem múhameðstrúarmönnum gengur
tiltölulega vel. Þegar þetta tvermt kemur saman,
velgengni og fjöldi, þá er von á vandræðum.”
Múhameðstrúarmennimir sem eiga spunaverk-
smiðjurnar í Bhiwandi era langflestir utanbæjar-
menn upphaflega. Þeir hafa komiö úr sveitinni til
borgarinnar í leit að betra lífi. Þeir eru reiðubúnir
aö vinna vel og leggja hart að sér. Smám saman
hafa þeir yfirtekið spunaiðnaðinn en heildverslun-
irr meö klæðin er enn í höndum hindúa. Andúðin
gegn múhameðstrúarmönnum í Bhiwandi er að
öllum líkindum aö hluta til af sömu rót og andúð
gegn duglegum utanbæjarmörmum yfirleitt.
Vegna þess að þessir utanbæjarmenn eru orðnir
svo margir og valdamiklir er auövelt fyrir
ofstækismenn að virkja þessa andúð og gera hana
aö blindu, villtu trúarhatri. Fólk sem lifir jafnnap-
urlegu lífi og þessir verkamenn í Bhiwandi og
Bombay er oft auðveld bráð lýðskramara og of-
stækisfullra framagosa sem kunna að spila á til-
finningarmanna.
Það var í þessu andrúmslofti sem óeirðirnar í
Bombay Bhiwandi áttu sér staö.
Þórir Guðmundsson, Bombay.