Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 25
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984.
41
Bílar
Bílar
Bflar
Bflar
Bflar
Mesta umferðarhelgi ársins fram undan:
Best er heilum
vagni heim að aka
Renault Espace
I takt viö kröfur tímans hafa „fjöl- ingum undanfarið. Bílar eins og Niss- Mitsubishi Space Wagon og Toyota F
skyldubQarnir” tekið miklum bréyt- an Prairie, Honda Civic Shuttle, (erutalandidæmiumþánýjulínusem
Gott rýmier fyrir ökumann og ínikiö ulsy ni. K°tt af bil þessarar gerðar.
Þegar búið er að snúa framsætunum við þá er komin setustofa á hjólum.
Hæðin á bílnum, sem er 1,66 m, nýt-
ist vel. Breiddin er 1,77 og lengdin 4,27.
Að innan nýtist bíllinn vel og hægt er
að snúa framsætunum við svo að sem
ferðabíll nýtist hann veL Burðarmagnið
er 800 kíló, og sæti eru möguleg fyrir
sjö farþega svipað og er í öðrum þeim
bílum sem þegar hafa komið fram í
þessarinýjulínu.
Hægt er að fá bílinn með ýmsum
vélarstærðum, svo sem 110 hestafla
véi, 1995 rúmsm og eins turbodísil.
Tæknilega séð er Espace svipaður
nýja Renault 25 bílnum sem kynntur
var á liðnum vetri og kostar svipað,
eða um 550 þúsund ísl. krónur.
Framleiðslan er ekki enn komin í full-
an gang, þaö rúlla um 50 bílar af færi-
bandinu á viku í Ramorantin fyrir
sunnan París, en búist er við að bíllinn
komi almennt á markað meö haustinu.
-JR
Nú gengur í garð mesta umferðar-
helgi ársins og jafnframt eykst hætt-
an á óhöppum og slysum í umferð-
inni.
Besta veganesti sem hægt er að
gefa ökumönnum er gott skap og að-
gæsla í akstri. Mörg þeirra um-
ferðarslysa og óhappa undanfarna
daga eiga orsakir sínar í aðgæslu-
leysi og röngu mati á aðstæðum. Sér-
staklega á þetta við um framúrakst-
ur. Víða um land eru vegir þurrir og
mikil rykmyndun, þótt sunnanlands
• hafi þetta ekki verið vandamál
vegna rigninganna undanfarið. Með
því að nota ökuljósin og sýna fulla
aögæslu við framúrakstur má bægja
margri hættunni frá.
Að venju veitir Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda víðtæka þjónustu um
allt land um þessa helgi eins og
endranær. Tveir bílanna sem eru á
leiðunum út frá Reykjavík eru
komnir með bílasíma, sem auðveld-
ar mjög að ná sambandi við þá, en
annars er auðveldast að ná sam-
bandi við þjónustubílana með því að
fá einhvern þeirra fjölmörgu far-
stöðvareigenda til að kalla upp
viðgerðarbílinn og fá aðstoö.
Félag farstöðvaeigenda hefur
skipulagða talstöðvarþjónustu um
allt land og hefur veitt mörgum öku-
manninum ómetanlega þjónustu
með starfi sínu.
Þegar óhöpp verða i akstri er
sjaldnast einu um að kenna. Hér eru
venjulega margir þættir sem koma
saman, ástand bílsins, vegarins og
ökumannsins sjálfs skipta hér oft
miklu máli.
Verði óhöpp eöa komi menn að
slysstað er það eina rétta að fara að
öllu með gát og hafa það í huga að
fumleysi og stilling getur oft haft góð
áhrif á þá sem slasast hafa og aðra
viöstadda.
I minni háttar bilunum geta menn
oftast bjargað sér sjálfir eða með
hjálp góðra manna, en þá verða
menn að hafa nauðsynlegustu smá-
hluti meö sér í bílnum, svo sem viftu-
reim og platínur svo eitthvaö sé
nefnt, að ekki sé talað um þá sjálf-
sögðu skyldu að hafa varadekk og
tjakk meðferðis og í lagi.
En munum það að svohtil þolin-
mæði og bros getur orðið enn frekar
til þess að máltækið „best er heilum
vagni heim að aka” verði staðreynd
hjá öllum vegfarendum um þessa
miklu umferðarhelgi. — Góða ferð.
-JR
Nýtt mælaborð í VisabQnum er meðal breytinganna á 1985 árgerðunum frá
Citroen.
Citroen:
Breytingar á
1985 árgerðum
Þessa dagana fara bifreiðafram-
leiðendur að kynna nánar þær breyt-
ingar sem verða á 1985 árgerðunum og
hjá mörgum er endapunkturinn á ein-
hverri bílasýninganna í haust, flestum
á Parísarsýningunni í byrjun október.
Citroén sendi nýlega út tilkynningu
um þær breytingar sem verða á fram-
leiðslulínu þeirra á næsta ári. Ekki
verða stórvægilegar breytingar gagn-
stætt því sem heyrst hafði að von væri
á, heldur er hér aöeins um minni hátt-
ar endurbæturog breytingar aðræða.
Visa fær nýtt mælaborð og bætt
verður við nýrri gerð, 14TRS, meö 60
hestafla vél við 5000 sn. á min. LNA
billinn kemur einn í nýrri útgáfu, LNA
ÍIRS, sem kemur í stað LNAÍIRE.
BX bíllinn fær endurbætur á vélar-
afli auk þess sem sjálfskipting,
fjögurra gíra, kemur í september.
1 CX línunni kemur nýr bíll, 25RI,
með sömu vél og GTI, en með sama
frágangi og 25RD Turbo. -JR
BX billinn verður fáanlegur með f jögurra gíra sjálfskiptingu frá september.
I kjölfar Nissan Prairie, Honda Shuttle, Mitsubishi
Space Wagon og Toyota F....