Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 26
42
DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
LANDFLÓTTA LISTAMAÐURINN
ROMAN
POLANSKI
NÝLEGA HÓF POLANSKI UNDIRBÚNING AÐ
NÝJUSTU MYND SINNI SEM HANN NEFNIR
PIRATFS
I 11 I Eii^P
Myndin Tess er mjög ofarlega i huga Polanski i viðtalinu við
.Stills".
Polanski tók bandaríska áhorf-
endur með trompi þegar hann
gerði Rosmarys Baby.
Knifeiríthe Water var fyrsta kvikmyndin sem varðþekkt utan Póllands.
Það þarf varla að kynna Roman
Polanski fyrir lesendum. Þessi rúm-
lega fimmtugi landflótta Pólverji
hefur skapað sér nafn bæði sem leik-
stjóri og leikari. Auk þess hefur
gengið á ýmsu í einkalífi hans og um
þessar mundir er Polanski í útlegð
frá Hollywood gegn vilja sínum og
„persona non grata” í Bretlandi.
Hann býr um þessar mundir í París
og þar áttu nýlega tveir landar hans
viðtal við Polanski fyrir tímaritiö
Stills. Hér á eftir verður rætt stutt-
lega um feril Polanski og síöan
þýddir valdir kaflar úr viötali þeirra
félaga.
Polanski fæddist í París 1933 en
sneri til Cracow í Póllandi ásamt for-
eldrum sínum þremur árum síðar.
Þar lentu foreldrar hans í fanga-
búðum nasista þar sem móöir hans
lést. Skömmu síðar flúði Polanski frá
fátækrahverfum Cracow og ferðaðist
um nærliggjandi sveitir meöan
stríðið stóð yfir. Árið 1945 hitti hann
aftur föður sinn og hóf samtímis
skólagöngu sína. Þá fyrst kynntist
Polanski skemmtanaiðnaðinum er
hann var fenginn til að koma fram í
barnatíma útvarpsins. Aðeins
tveimur árum síöar var Polanski
kominn á leiksvið. A árunum 1954—
1959 stundaði hann nám við pólska
kvikmyndaskólann í Lodz. Þar leik-
stýrði hann sinni fyrstu kvikmynd
auk þess sem hann kom fram sem
leikari í f jölda pólskra mynda.
Laus gegn tryggingu
Fyrsta kvikmynd hans í fullri
lengd, Knife in the Water, hlaut
verðlaun gagnrýnenda í kvikmynda-
hátíðinni í Feneyjum. Skömmu
seinna flutti Polanski tii Parísar og
síöan lá leiðin til Hollywood. Fyrsta
mynd hans er sló þar í gegn var
Rosemarys Baby sem hann gerði
1968. Þaö ár giftist hann Sharon Tate
sem síðar var myrt á mjög villi-
mannlegan hátt af Manson fjöJskyld-
unni í ágúst 1969 eins og frægt er orð-
ið. Polanski dvaldist um þær mundir
íLondon.
Morðið á Sharon hafði mikil áhrif
á Polanski og dvaldist hann í Evrópu
langan tíma á eftir. Gerði hann
myndir á þeim tíma meöal annars í
Frakklandi, Italíu og Bretlandi áður
en hann fluttist aftur til Bandaríkj-
anna.
En árið 1977 var hann kærður fyrir
að nauðga 13 ára gamalli stúlku í
Bandaríkjunum. I fyrstu neitaði
hann öllurn sakargiftum en síöar
meir viðurkenndi hann glæpinn.
Hann var látinn laus gegn tryggingu
en flúði frá Los Angeles skömmu
síðar og á því yfir höfði sér handtöku
og réttarhöld ef hann snýr aftur til
Bandarikjanna.
Ef við stiklum á stóru og nefnum
aðrar helstu myndir þær sem
Polanski hefur leikstýrt, þá koma
eftirfarandi myndir fyrst upp í
huganum. Árið 1966 gerði hann
Dance of the Vampires, 1974
Chinatown þar sem Jack Nicholson
fór með eitt aðalhlutverki, 1976 varð
það The Tenant þar sem Polanski fór
sjálfur með aðalhlutverkið auk þess
að skrifa handritið og svo Tess sem
var gerð 1979 og var byggð á hinni
þekktu bók Thomas Hardy sem ber
heitið Tess of the d’Urbervilles og
hannskrifaði 1891.
Ný sjóræningjamynd
Eftir þennan formála skulum við
víkja að viðtalinu sem landar
Polanski áttu viö hann.
Hvers vegna ákvaðst þú að gefa
út ævisögu þína núna? Finnst þér þú
hafa náð einhverjum ákveönum
tímamótum í lífi þínu eða ertu ein-
göngu að koma málum þínum á
hreint.
Hingaö til hafa komiö út 5 eða 6
ævisögur um sjálfan mig án sam-
þykkis og vitundar minnar hvað þá
heldur í samvinnu við mig. Flestar
þessar svokölluöu „heimildarlausu”
ævisögur hafa „endursamið” lífs-
feril minn og tengt við hann f jöldann
allan af forvitnilegum nýjum ein-
staklingum og atburðum sem eru
hreinn hugarburöur. Eg er hér ekki
að ræða um ónákvæm og slæm vinnu-
brögð heldur er um aö ræða hreinan
uppspuna. Þess vegna hugsaði ég
meö sjálfum mér að þar sem allir
væru svona áhugasamir um lífsferil
minn þá væri tilvalið að láta þeim í té
upphaflegu útgáfuna, eitthvað sem
væri skrifað af sjónvitni. Já, bókin
var aðallega skrifuð svo fólk fengi
rétta hugmynd um líf mitt.
Fyrir utan að ljúka viö bókina þá
hefur þú veriö upptekinn viö undir-
búning næstu myndar þinnar,
Pirates. Handritið var skrifað í sam-
vinnu við Gerald Brach milli 1960—
1970, er það ekki?
Peningaskortur
Jú, þetta er gömul hugmynd.
Gömul vegna þess að við höfum ekki
haft tækifæri til aö koma henni í
framkvæmd. Við vorum óheppnir. í
hvert skipti sem við ætluðum að
byrja, þá var alltaf eitthvað sem
kom í veg fyrir það. Yfirleitt var
þröskuldurinn eins og vanalega pen-
ingar eða réttara sagt skortur á þeim.
Þegar þú ert orðinn þekktur er auð-
veldara að útvega fjármagn en að-
eins upp að ákveðinni upphæð. Þegar
þú ferð yfir þá upphæð verða lánar-
drottnarnir órólegir jafnvel þó þú
hafir eitthvaö gott í pokahorninu eins
og Pirates sem án efa mundi ná
miklum vinsældum.
Verður myndin eitthvað í líkingu
við mynd þína The Dance of the
Vampires?
Að ákveðnu marki. Eg vinn út
frá ákveðnu munstri sem er
sameiginlegt öllum gömlum
sjóræningjamyndum. En auðvitaðer
um að ræða allt aðrar persónur og at-
buröi. Við erum ekki að tala um
neinn Kaptein Bláskegg eða þess
háttar. Fyrirmynd mín að myndinni
gæti þess vegna verið Sjóræningjar
Karíbahafsins í Disneylandi.
Á myndin að gerast á ákveðnum
tíma?
Já, einhvern tímann í lok 17.
aldar. Eg hef í huga að láta byggja
mjög nákvæmar sviðsmyndir og
búninga sem verða hannaðir af
Anthony Powell sem vann með mér
aðgerð Tess.
Missti tilfinninguna
Hvað ertu kominn langt meö
undirbúning aö gerð myndarinnar?
Það hefur borist orðrómur um að þú
sért byrjaður að kvikmynda í Túnis
og þú hafir leigt seglskip í Póllandi
og pólska ofurhuga.
Þetta er nýjar fréttir fyrir mig.
Segðu mér meira. Sannleikurinn er
sá að við erum rétt aðeins að byrja
undirbúning að gerð myndarinnar og
ég hef ekki einu simii ákveðið hlut-
verkaskipan. Varðandi seglskipið þá
er ég aö láta byggja eitt fyrir mig
núna.
Ef öllu gamni er sleppt, hefur þú
alvarlega ihugað að hætta kvik-
myndagerð?
Ég verð að viöurkenna að eftir
að ég lauk við Tess þá hugleiddi ég
það. Eg fann ekki lengur þá tilfinn-
ingu að hafa þörf fyrir að gera kvik-
mynd. Það var ekki að ég ætlaði mér
aö láta Tess verða mína síðustu
mynd eða eitthvaö þess háttar.
Ástæðan er einfaldlega sú, að það er
orðið svo erfitt aö gera kvikmyndir
undir núverandi kringumstæðum.
Þetta er svo gífurlega vonlaus
barátta gegn hópi af heimskingjum
að mér fannst þaö hreint og og beint
ekki lengur þess virði.
Fljótlega eftir að ég lauk námi í
kvikmyndaskólanum og fór að gera
mínar eigin kvikmyndir áttaði ég
mig á þeirri grimmilegu staðreynd
að að minnsta kosti 30% af tíma mín-
um og kröftum fór í málefni sem ég
haföi ekki minnsta áhuga á. Þá á ég
við endalausar og gagnlausar um-
ræður um fáránleg efni og rifrildi.
Þú getur sætt þig við 30% en í dag er
talan komin upp í 90% — ímyndaðu
þér 90% af þessari vitleysu — og þar
með eru aðeins 10% eftir fyrir hæfi-
leika og ástríðu. Kvikmyndagerð
viröist vera einhvers konar að-
dráttarafl sem dregur að sér úrhrök
frá öllum þrepum þjóðfélagsins. Ég
verð að eiga viö persónur sem ég
yfirleitt mundi ekki einu sinni heilsa
ef ég mætti á götu.
Gamall draumur rætist
Tess reyndist mér svo erfið í
skauti, svo erfið lífsreynsla að mig
langaði mest að hætta við allt
saman. Málið hefði litið öðruvísi út ef
myndin hefði gengið illa. Það hefði
veitt mér kraft til þess að reyna aftur
og hefna mín á þeim sem töluðu illa
um myndina, með því að gera aðra
betri. En eftir að myndin hafði fariö
rólega af stað á meginlandinu tók
hún mjög vel viö sér í Bandaríkjunum
og Englandi. Mig langaði að breyta
til og gera eitthvað annað sem myndi
gefa mér meiri lífsfyllingu, sem varð
svo leikhúsið. Fólk reyndi í sífellu að
ná sambandi við mig, senda handrit
eða þrengja inn á mig hugmyndum
sínum en ég ýtti öllu f rá mér.
En nýlega hafði samband við mig
Tarak BenAnnar og bauð hjálp sína
við aö koma á framfæri gamla við-
fangsefninu mínu og ýtti mér þar með
aftur út í kvikmyndagerð. Þessi
ákvörðun var nokkuð auðveldari
heldur en ætla mætti því hann lofaði
að halda kvikmyndaverum, lög-
fræðingum, umboðsmönnum og
öðrum álíka í seilingarfjarlægð frá
mér þannig að ég gæti einbeitt mér
aðPiratesífriði.
Þessi Tarak BenAmmar er mjög
athyglisverður persónuleiki. Hann
lærði iön sína sem framleiöandi með
því að byrja frá grunni. Hann
stofnaði fyrirtæki í heimalandi sínu,
Túnis, þar sem hann sérhæfði sig í að
hjálpa og aöstoða erlenda
kvikmyndahópa sem fóru þangað tU
aö taka kvikmyndir. Má þar nefna
mynd ZafireUis um Jesús, eina
Starwars mynd og svo Raiders of
the Lost Ark. Síðan fór hann að fram-
leiða myndir sjálfur og hefur nú
framleitt yfir 40 myndir og þar á
meðal La Traviata.
Þú ert þá i góðum höndum og
þarft ekkert á HoUywood að halda?
Hver þarf þess? Eg gæti hvort
! sem er ekki hafa búiö þar til lang-
frama. Baldur Hjaltason.
Heimildir: Stills Magazine apríl—mal 1984. The
cinema of Roman Polanski: Ivan Ðutler.