Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. 'Aóstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. 'Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. 'Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—t4. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI ,27022. ;Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. ISÍmi ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28 kr. „Annarlegar hvatir” Fjölmiðlamenn eru afar sjaldan staðnir að ærumeið- ingum. Þeir eru atvinnumenn og kunna yfirleitt að haga orðum sínum innan ramma velsæmis. Annars yrði þeim ólíft í starfi. Þetta á jafnt við um þá, sem skrifa fréttir, og hina, sem láta frá sér fara skoðanir af ýmsu tagi. Undantekninga hefur helzt gætt í blöðum eins og Þjóö- viljanum. Það gerist, þegar skammhlaup verður milli pólitískra hugsjóna annars vegar og fjölmiðlunar hins vegar. Hinir áköfustu gæta ekki að sér og fjalla um póli- tíska andstæðinga á þann hátt, að betur væri ósagt. Hættan á ærumeiðingum í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki hjá atvinnumönnunum, heldur hinum, sem hitnar í hamsi úti í bæ og senda blöðunum greinar til birtingar. Saka má fjölmiðlana um að vera of væga í fyrirstöðunni gegn slíkum greinum og hleypa þannig ýmsu ófögru í gegn. Þetta er gert í anda lýðræðis. Blöð vilja ógjarna verða sökuö um að standa í vegi fyrir, að skoðanir komist á framfæri. En þau mættu líklega gera meira að því að benda höfundum á, að farsælast sé að sofa á málinu og láta ekki frá sér fara efni fyrr en æsingur hefur hjaðnað. I fyrravetur flutti formaður Lögmannafélags Islands erindi, sem hann kallaði „kreppu í réttarfari”. Þar gagn- rýndi hann seinagang og óvíst réttaröryggi hjá Hæsta- rétti. Hér í blaðinu voru þessar skoöanir formannsins gerðar að skoðun í leiðara, þar sem hvatt var til úrbóta. Sami formaður lét nýlega hafa eftir sér í blaðaviðtali, að dómstólar geti „aldrei átt frumkvæði að því að ráðsk- ast með fjölmiðla...” Var þetta innlegg í deilur um yfir- lýsingar forseta Hæstaréttar um meiðyrði í f jölmiðlum. I leiðaranum var stuöst við þessa skoðun. Síðan bregður svo við, að hér birtist frekar vanstillt grein formannsins, þar sem hann birtist gerbreyttur og stráir um sig yfirlýsingum um „annarlegar hvatir”, „þvætting” og „siðleysi” leiðarahöfundar. Hann gengur svo langt að kalla „þvætting”, að hann sjálfur hafi nokk- urn tíma gagnrýnt Hæstarétt! Greinin var skrifuð, áður en hún var hugsuð. Ef svo væri einnig í þessum leiðara, yrði spurt, hvort formaður- inn þyrði ekki að standa við þær skoðanir sínar, sem eru andstæðar skoðunum forseta Hæstaréttar, — þegar hann þarf að flytja mál fyrir dómstólnum. En það er ekki gert af því að ljóst er, að formaðurinn lenti bara í ógöngum í hita augnabliksins eins og svo margir gera, þegar þeir skrifa greinar. Sérstaklega er áberandi, að ásakanir um „annarlegar hvatir” eru í tísku hjá þeim, sem stinga niður penna við slíkar aðstæður. Um svipað leyti sagði annálaður geðprýðisbóndi í grein hér í blaðinu, að gagnrýni á Framleiðsluráð landbúnaðar- ins væri óréttmæt og „byggð á annarlegum hvötum”. Annar geðprýðismaður sakaði annan ritstjóra Morgun- blaðsins um að hafa brosað á benzínstöð, eins og það væri eitthvert málsefni. Síðan festast menn í því, sem þeir skrifa í ógáti. Ekki alls fyrir löngu sakaði kunnur rithöfundur þetta blað um ákveðnar skoðanir á málum Mið-Ameríku. Þegar honum var sýnt, að blaðið hafði í raun haft alveg þveröfugar skoðanir, vildi hann ómögulega gefast upp. Hann sagði á prenti, að þetta skipti ekki máli, af því að annars staðar í blaðinu hefðu birtzt skoðanir, sem al- mennt væru fasistískar. Þannig leiðir hvað af öðru í ógöngum, sem hefjast í vanhugsuðum fullyrðingum um „annarlegar hvatir” atvinnumanna f jölmiölanna. Jónas Kristjánsson Fötin opinbera „Jesús minn, fötin opinbera allt,” sagöi hann og sneri sér undan í of- boöi. Eg flýtti mér hinsvegar ekki svo mjög aö líta undan heldur gaf mér tíma til þess að skoöa konuna vandlega fyrst. Mér datt helst í hug aö hún hefði ætlað aö dansa sjö slæöu dansinn í partýinu en gleymt u.þ.b. f imm slæðum heima. Áöur en lengra er haldiö ætla ég aö gera hér smájátningu. Eg hef sumsé lengi haft áhuga á klæðaburöi fólks. Atvikiö sem ég sagði frá hér aö ofan gerðist í kokteilpartýi (eða kokdillisgleöi, eins og einn mál- vöndunarmaður kallar þaö, ,JCokdill” verandi þaö, sem dillar koki manna). Eg mun vikja nánar aö þessu samkvæmi síöar. Eg hef semsagt áhuga á klæða- buröi fólks. Eg held aö þessi áhugi hafi vaknað þegar ég var í dansskóla á æskuárum. Þá var eitt sinn haldiö grímuball og tungulipur af- greiöslustúlka í búningaleigu taldi mér trú um aö hollenskur þjóöbúningur myndi henta mér vel. Hann gerði það ekki. Þú ættir ein- hvem tímann, lesandi kær, aö reyna aö dansa sömbu á tréklossum. Eöa Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason með kokteilglasið í hinni óg gekk á milli kunningja, brosandi í þeirri sælu trú að hún væri heillandi. En hún hafði gleymt hárinu! Þaö gljáði á höfuð hennar þegar hún hneigði þaö og brosti dularfulla brosinu sem fór svo vel viö rauða hárið hennar. Húsráöendur reyndust í það skiptið vandanum vaxnir. Konan Ég held ég tali fyrir munn allra, sem hafa áhuga á fatnaði, þegar ég segi aö eins og margt má ráða af vali fólks á grímubúningum má lesa tákn skapgeröar einstaklingsins í því hvernig hann klæöir sig, og þá sér- staklega hvemig hann klæðir sig dags daglega. Geölaust fólk á lítiö af fötum. Eg hef þaö eftir konu sem mjög fylgist meö klæöaburöi annarra kvenna aö „jafnlyndar og skaplausar konur geta átt einn morgunslopp, það nægir þeim”. Nú verð ég aö játa aö ég þekki enga konu sem er svo jafnlynd og skaplaus að henni nægi einn morgun- sloppur. Eg er ekki viss um aö maður kæri sig um aö umgangast slíkar konur. En ég hef dæmi um hiö gagnstæða, þaö er aö segja konu sem á marga morgunsloppa. Hún býr ekki langt frá kunningja mínum og getur alls ekki talist jafnlynd, eða skaplaus (eiginmaður hennar hefur reyndar lýst henni í votta viðurvist, sem „ofstopafullri gribbu”). Þessi kona hefur í þrígang sést froöufellandi af bræði snemma polka, eöa ræl. Þaö er ekki hægt. Það er ekki einu sinni hægt aö dansa hringdans á tréklossum. Eg sat þessvegna yfir kókglasinu mínu allt ballið og reyndi að leika þessa lífsreyndu, þöglu Bogarttýpu. Það er erfitt hlutverk fyrir dreng í hollenskum þjóöbúningi þegar hann er ekki einu sinni orðinn nógu gamall til þess að láta sígarettu lafa úr munnvikinu. En meöan ég reyndi aö leika Bogart fylgdist ég meö jafnöldrum minum á gólfinu. Og síðan hef ég allt- af fylgst með því hvemig fólk klæðir sig í samkvæmum. „Alveg meiriháttar staönaður still,” sagði nærstaddur gestur sem var nýkominn af snyrtingunni og benti á þá slæðuklæddu. Hann haföi verið að fara yfir tékklistann áður en hann kastaöi sér út í hringiðuna. Hann haföi ekki gleymt neinu. Taska, hattur, hár, naglalakk, allt var á sínum staö. Þaö er reyndar alveg ótrúlegt hverju fólk gleymir þegar þaö fer í kokteilpartý. Ég minnist þess fyrir skömmu aö kona í næstu götu mætti í samkvæmi, mjög vel til höfð, með veskið undir annarri hendinni og leiddi hina hárlausu að djúpum stól sem stóö í horni undir stofuprýðinni sem var gróskumikill runni af Nílar- sefi í stórum leirpotti. Hún hagræddi grasstráunum svo að þau féllu yfir höfuö konunni og eiginmaðurinn færöi henni síöan kokteila í sífellu, þar til hún gat ekki lengur staðiö upp. Þetta var stórsnjöll lausn og athyglisverö fyrir þær sakir að skömmu síðar komst grænt hár í tísku. En ég ætla ekki að halda því fram aö þaö hafi verið beint orsaka- samhengi þar á milli. Þaö er samdóma álit okkar sem fylgjumstmeðfatatískunni aöflest- ar ósmekklegar konur sé að finna í hópum mennta- og listakvenna. Reyndar var sköllótta konan söng- menntuð. Ég sá þaö strax á grímuballinu, þar sem ég sat yfir kókglasinú mínu, aö það mátti ráöa margt í skapgerð fólks af því hvemig grímubúninga þaö valdi sér. Einn skólafélagi minn úr dansskólanum, sem var dagfars- prúður mömmudrengur, mætti búinn sem steinaldarmaöur í feldi meö lurk. Hann er nú bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í litlu bæjarfélagi úti á landi. morguns elta Siggu í næsta húsi og aldrei í sama morgunsloppnum. I tvígang hefur hún náð Siggu og þaö er samkvæmt vitnisburði hennar (Siggu) að viö vitum að hún (ná- grannakona kunningja míns) hafði ekki gleymt aö lakka neglurnar áður en hún hljóp út. Þetta tel ég sönnun þess aö geöríkar konur eigi mikið af fötum. Og eigum við þá ekki aö einfalda málið og draga þá ályktun að þær skaplausu láti sér hinsvegar nægja litinn fataskáp. Þessi grannkona kunningja míns er yfirleitt talinn besti fulltrúi „glamourstyle” í klæöaburöi. Hún hefur enda verið mjög staðföst og sýnt fullan skilning á því aö þegar kona hefur valið sér línu í klæðaburöi verður hún að halda sig viö þá línu. Það er aðeins í barbecue-veislum sem hún breytir örlítiö til og veröur „smart-sportý”. En þaö er alls ekki hægt aö ráöleggja konum almennt aö fara í „smart-sportý” stílinn. Þaö getur veriö erfitt aö plata augað í þeim stíl. Sjálfur hef ég ekki nema eina ófrávíkjanlega reglu. Eg geng aldrei ítréklossum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.