Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Síða 12
12 DV. LAUGARDAGUR1. SEPTEMBER1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Álfaskeiði 56, kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Unnar Hauks- dóttur og Hjartar Vilhjálmssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri þriöjudaginn 4. sept. 1984 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Álfaskeiði 104, l.h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Sævars Carls- sonar og Dagmarar Jóbönnu Heiðdal fer fram eftir kröfu Sigurðar Sigurjónssonar hdL á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. sept. 1984 kL 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Hverfisgötu 9, Hafnarfirði, þingi. eign Jóhönnu Tryggvadótt- ur, fer fram eftir kröfu Hafnarf jarðarbæjar og Þorvalds Lúðvíkssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. sept. 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 108. og 112. tölubiaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Lyngási 11, Garðakaupstað, þingl. eign Eliiða N. Guðjónsson- ar og Erlu Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs, inn- heimtu ríkissjóðs og Landsbanka tslands á eigninni sjálfri miðviku- daginn 5. sept. 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 108. og 112. tölublaði Lögbirtingabiaösins 1982 á eigninni Lambhaga 7, Bessastaöabreppi, þingl. eign Evu Sóleyjar Rögnvaldsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. sept. 1984 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Nesbala 94, Seltjarnarnesi, þingl. eign Harðar Sigurjónsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. sept. 1984 kl. 17.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni öldugötu 48,1. hæð t.v., Hafnarfirði, þingl. eign db. Guðmundu Gisladóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 4. sept. kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Skútahrauni 5, Hafnarfirði, þingl. eign Þor- steins Sveinssonar og Hjartar Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 5. september 1984 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. „Gaman ad skora sigurmarkid9 9 — rætt við einn ef nilegasta knat Ispyrn um ann landsins, KR-inginn Heimi Gudjónsson Gamla stórveldiö í knattspyrnu KR má muna fífil sinn fegurri. Enginn meiri háttar titill hefur unnist í meist- araflokki frá því áriö 1968 eöa í 16 ár. Ööru máli gegnir um yngri flokkana. Svo bar viö í sumar aö liö félagsins uröu Islandsmeistarar í 2. og 3. aldurs- flokki og bikarmeistarar í fyrsta flokki. Hyggja margir aö þetta vísi á betri tíð, en sumir halda því fram að yngri flokkamir hafi alltaf staöiö sig meö ágætum en ekkert framhald oröið á í fyrstu deildinni. Hvaö sem því líður hefur kvisast út aö mikil efni séu á ferö. Helgarblað heyrði talað um einn leikmanna þriöja flokks, Heimi Guðjónsson, sem ein- hvern efnilegasta knattspyrnumann landsins. Hann var þefaður uppi og spjallaö viö hann um knattspymu þar sem hann var að störfum úti í KR heimili. Heimir er aðeins fimmtán ára gam- all og því á fyrra ári í þriöja flokki. Hann varö Islandsmeistari meö þriöja flokki í sumar og svo bikarmeistari meö fyrsta flokki. Fagmenn halda því fram aö Heimir sé yfirburðamaður í sínum aldursflokki. Hefur hann skorað mörg mörk í sumar. „Nokkur,” segir Heimir”, ég veit ekki hve mörg, ég hef ekkitaliðþau”. — Eitthvert mark sem stendur upp úr í minningunni? „Þaö var mjög gaman aö skora sigurmarkiö á móti Fram í úrslita- leiknum í þriöja flokki. Nei, nei, þaö var ekkert sérstaklega flott, bara grísamark eftir langskot.” Heimir er fastamaður í drengja- landsliöinu, hefur þegar leikiö 7 leiki. Hann segir leikinn á móti Svíum á Norðurlandamótinu í sumar vera minnisstæðasta leikinn. „Viö lékum mjög vel og náðum vel saman, og svo náði ég aö fiska víti.” Hann er ekkert óvanur því að veröa Islandsmeistari því að hann og jafn- aldrar hans hafa jafnan unniö til verð- launa. Fyrst í fimmta flokki, svo fjóröa og nú þriðja. Alltaf sami kjaminn. Er þama komin uppistaöa í meistaralið KR í framtíðinni? „Þaö veit ég ekki. Þetta er efnilegt / # N Heimir skallar laglega. DV-mynd: Bj.Bj. lið en viö veröum aö halda hópinn ef eitthvað á aö veröa úr þessu.” En ef maður ætlar sér aö komast í meistaraflokk veröur maöur aö æfa stíft.þaöerpottþétt.” Ekki er hann enn kominn þangaö enda bara fimmtán ára, en hann átti nokkurn þátt í aö 1. flokkur varö bikar- meistari. Lék undanúrslitaleik og skoraöi mark og tók svo þátt í úrslita- leiknum. Keppnistímabiliö er ekki búiö hjá Heimi. Framimdan er leikur viö Dani hjá drengjalandsliðinu sem sker úr um hvort liðið tekur þátt í úrslitum Evrópu- mótsins. „Viö eigum að geta unnið þá á góöum degi. Við stefnum á Ungverja- land ímaí.” Þaö er ekki úr vegi að spyrja ungan og efnilegan knattspyrnumann um hverjir séu bestir í heiminum í dag. Hann er ekki í vafa um aö Socrates frá Brasilíu sé bestur. „Og Brasilíu- mennirnir eru meö skemmtilegasta liðiö, en Frakkar koma þar á eftir og Portúgalar hafa komiö skemmtilega á óvart.” Heimir kláraði grunnskólann í vor og setur stefnuna á Kvennó í haust, en hann er oröinn framhaldsskóli sem kunnugt er. Eg spuröi hann hvort hann hygöi á atvinnumennsku og svaraði hann því til aö hann væri ekkert aö pæla í því enn sem komið væri. Þaö fer ekki á milli mála aö mikið knattspyrnuefni er þama á feröinni. Lárus Loftsson, hinn góökunni þjálf- ari, hefur fylgst meö Heimi jafnt hjá KR og drengjalandsliðinu. Hann skefur ekki utan af því: „Heimir er yfirburöamaður í sínum aldursflokki og eitt mesta efni sem komið hefur fram. Hann hefur geysilega tækni, er útsjónarsamur, hefur góöar spyrnur og sendingar. Þaö er varla veikan punkt aö finna, helst að hann sé fekki nógu fljótur af staö, þó hann hafi þokkalegan hraöa. Þaö stafar einfald- lega af því aö hann er mjög stór, ég held þaö eldist af honum. Heimir er um margt sérstakui knattspyrnumaður. Hann gleöur mann afskaplega mikið í leik. Eins og þú veist geta leikmenn, sem halda mikiö boltanum, fariö mikið í taugarnar á þjálfara. Heimir heldur honum mikiö, en maöur fyrirgefur honum auðveldlega. Hann gefur kannski ekki boltann þangaö og þegar maöur vill, en hann gerir bara eitthvað ennþá betra í staðinn,” sagöi Lárus. í sérf lokki Alfa Romeo Givlieha 1,6 '78. Stórglæsilegur bíll í topp- standi, litaö gler, velti- stýri, útvarp/segulband, ekinn 84.000. Toppbíll. CHRYSLEK Sunbeam 1600 '77, lítið ek- inn, gott ástand, engin út- borgun. SK®DA Ú'/pít &vrnct, Dodge Power Wagon 79. Einn öflugasti torfærubíll landsins. Vél 318 cib. (engin venjuleg 318) 4 gira beinsk., splittuð drif, spil að aftan, talstöð, stereotæki, ný 40” Monst- er Mudder dekk o.fl.o.fl. Hann er sko meiriháttar þessi. Simca 1307 GLS '78. Ekinn aðeins 55.000 km. Góður bíll í góðu standi á góðu verði og á góðum kjörum. Mustang Mach I '69. Vél 351 Cleveland (upptekin), beinskiptur (hurst) sprækur bíll í góðu lagi á frábærumkjörum. Opiö í dag 1—5 JÖFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.