Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Side 14
DV. LAUGARDAGUE L SEPTEMBBR1984. 14 Nauðungarupphoð sem auglýst var í 18., 20. og 22. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Kópavogsbraut 92, þingi. eign Páls Emils Beck, fer fram aö kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs og skattbeimtu rikissjóös i Kópavogi á eigninni sjálf ri fimmtudaginn 6. september 1984 kl. 17.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síöara sem auglýst var i 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1983 á eigninni Kársnesbraut 91 — hluta —, tal. eign Jörgens Heiðdal, fer fram að kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Brunabótafé- lags íslands og Oiafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 5. september 1984 ki. 14.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135. og 139. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 og 3. tölublaði 1984 á eigninni Furugrund 72 — hluta —, þingi. eign Karls J. Sigurgíslasonar og Sigríðar Ölafsdóttur, fer fram að kröfu skatt- heimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. september 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 82. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Lyngheiöi 6, þingl. eign Jörundar Guðlaugssonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. september 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 18., 20. og 22. töiubiaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Digranesvegi 46 — hluta —, þingl. eign Valdimars Þórðarson- ar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri miövikudaginn 5. september 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölubiaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Hamraborg 14 — hluta —, þingl. eign Benedikts Aðalsteins- sonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Steingríms Þormóðssonar hdl., Útvegsbanka islands, Tryggingastofnunar ríkis- ins og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. september 1984 ki. 14.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Sjávargötu 24, Bessastaðahreppi, tai. eign Guðmundar Ó. Haukssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 5. september 1984 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 131., 137. og 140. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Suöurgötu 21, n.h., Hafnarfirði, þingl. eign Sigmundar H. Valdimarssonar og Birgittu Helgadóttur, fer fram eftir kröfu inn- heimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn á eigninni sjáifri mánudaginn 3. sept. 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Miðvangi 41. íb. 408, Hafnarfirði, þingl. eign Kristjáns Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og inn- heimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4.9.1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Dalshrauni 9, Hafnarfirði, þingl. eign Hilmars Sigurþórsson- ar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjáifri þriðjudaginn 4. sept. 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Reykjavíkurvegi 21, n.h., Hafnarfirði, þingl. eign Ólafs Karis- sonar og Kristínar Bjarnadóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkis- sjóðs og Innheimtustofnunar sveitarfélaga á eigninni sjálfri þrlðju- daginn 4. sept. 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. „SKÚLPTÚRINN ER í TÍSKU” rættviö myndlistarmenn sem sýna úti íguðsgrænni náttúru Mosfellssveitar að Dallandi Fimmtiu prósent sýnenda í Dallandi: Ólafur, Sigríður, Kristinn, Þórdis og Helga. DV-mynd: S. Mosfellssveit hefur hingaö tii ekki verið þekkt fyrir viðamiklar mynd- listarsýningar enda þótt býsna margir listamenn byggi þá sveit. Undanfarið hafa þó tíu ungir mynd- listarmenn verið að störfum á Dallandi þar í sveitinni við að vinna margvísleg myndlistarverk sem flest teljast skúlptúrar. Verkin eru unnin með tilliti til þeirra möguleika sem staðhættir leyfa, annaðhvort beint í landið eða sem sjálfstæðir skúlptúrar úr aðfengn- um efnum. Tímenningamir opna sýningu á þessum verkum í dag, fyrsta septem- ber, og mun hún standa til sunnudags- ins 16. september. Til að kynna sér þessa sérstæðu list- sýningu hélt helgarblað DV á vett- vang. Er þangað var komið mátti sjá önn- um kafna listamenn að störfum. Þór- dís A. Sigurðardóttir er heimamaður á Dallandi en aðrir sýnendur eru Sigríð- ur Elliðadóttir, Nanna K. Skúladóttir, Gunnar Arnason, Olafur Sveinn Gísla- son, Anna Guðjónsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Helga Júlíusdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir. öll verkin unnin á staðnum Þórdis, Sigríður, Olafur Sveinn, Kristinn og Helga voru í óðaönn að koma skúlptúrunum fyrir er DV-menn barað garði. Veðrið hefur ekki leikiö við þá sem sýna vilja myndlist utandyra undan- farið en á höfuðdaginn bar svo við að sól skein svo glatt í heiði að leirmaður nokkur sem sýna átti hrömaði um aldur fram og gerðist hmkkóttur mjög. Eg spurði fimmmenningana að því hvernig þessi hópur hefði myndast. „Við þekkjumst öll úr skúlptúrdeild myndlistarskólans, en þar höfum við öll stundað nám eða stundum enn. Hugmyndin að sýningunni kviknaði seinni part vetrar. Þar sem nokkrir þeirra sem aö sýningunni standa stunda nám erlendis hófust menn þó ekki handa fyrr en komiö var fram á sumar. öli verkin sem eru á sýning- unni eru unnin á staðnum frá júlí til ágústloka.” Ólík innbyrðis Tíu manns að vinna saman á einum staö að sýningu, er þá ekki einhver sameiginlegur bragur á verkunum? „Nei, ætli það, verkin eru ekki lík innbyrðis, það ríkir algjört anarkí. Viö sjáum aö minnsta kosti ekki sameigin- leg einkenni en ef svo er telst það bara jákvætt. Hins vegar er býsna gott að vinna að skúlptúrum innan um aðra. Þaö er margt sem margar hendur geta saman. Það þarf að hífa upp, lyfta, bera, saga og margt annað og við höf- um hjálpast að þegar þurft hefur.” — Er ekki býsna fátítt að mynd- listarsýningar séu undir beru lofti hér- lendis? „Jú, það gerist ekki á hverjum degi en hins vegar er það ekkert einsdæmi. Hrædd við veðrið? Jú, hvort við erum! En hins vegar er það góðs viti að sól skín í heiði nú á höfuðdaginn.” — Þiö tímenningar. . . stundið þið eingöngu skúlptúrgerö eða fáist þið við aðrar listgreinar jöfnum höndum? „Það er upp og ofan en við leggjum öll aðaláherslu á skúlptúr.” Breidd í efnisnotkun — Mikið hefur verið rætt um hræringar í málaraiist, — svokallað nýja málverk sem virðist tröllríða öllu. Er eitthvaö svipað upp á teningnum í skúlptúmum? „Ofboðslega mikil gerjun er í skúlp- túmum um þessar mundir, og þær hræringar sem þar fara eru mun nýrri af nálinni en nýja málverkið. I fáum orðum sagt er meðal þess mikilvæg- asta að miklu meiri breidd er í efnis- notkun en áður var og til dæmis litur- inn hefur haldið innreið sína. Nú mála menn skúlptúra í öllum regnbogans lit- um. Þetta helgast af því að tví- og þrí- víddin em að nálgast hvora aðra, minni greinarmunur er gerður á þeim tveimur. Nýjungar í meðferð efnis eru einnig á ferðinni og ef til vill hugar- farsbreyting. Helgislepjan sem loðað hefur við skúlptúrinn er á undanhaldi. Efnisfordómar á undanhaldi Grísk-rómverska hefðin hefur reynst skúlptúrnum fjötur um fót á þróunarbrautinni en svo virðist sem hann sé að brjótast undan ægivaldi hennar. Áður voru skúlptúrar einungis unnir í efni sem gátu lifað af náttúru- hamfarir til að varðveitast um aldur og ævi. Þetta hefur breyst. Efnisfor- dómar eru á undanhaldi. Nú eru forgengileg efni notuð meira, hlutimir ekki gerðir til að varðveitast í þúsund ár. Og um leið og fariö er að nota ein- faldari efni eykst vafalaust þor og áræðni því áöur fyrr var efnið svo dýrt að listamaður haföi ekki efni á aö fara út í tilraunir sem gátu allt eins mis- heppnast. Þó aö líta megi á teoríu sem nauösynlegan grunn til að fara út í eitt- hvað frjálsara hefur grísk-rómverski arfurinn tröllriðið listaakademíum, bundið menn í báða skó og hamlað þróun. En svo mikið er víst að margt er að gerjast í skúlptúrnum og hann er kom- innítísku.” Kind át kind Sýningin í Dallandi ber um margt keim af því sem sagt er hér að ofan. Hér áður fyrr var höggvið í stein, marmara og mótaö úr gifsi en í Mos- fellssveitinni má sjá skúlptúra úr leir, járni, pappír, tré, gifsi, torfi, heyi, mold, sandi og tjörn. Já, eitt verkanna hefur heila tjöm að umgjörð. Vissu- lega getur þetta haft sína ókosti. Eitt verkanna var til dæmis étið af hvítri sjálfsmorðssveit á dögunum. Var það sérstakiega leitt er til þess er tekið að rollurnar átu skúlptúr af kindum sem hannaður var úr heyi. Borð varð að útungunarvél — Hver eruhelstu mótífin, spyr mað- ur gjaman listamenn og gerði ég það gegn betri vitund. Olafur Sveinn bað mig að giska á mótífið aö baki nær- stöddum skúiptúr. Eg giskaði á geim- skip. Hann sagði mér að þetta hefði verið borð upphaflega en er verkinu hefði verið komið fyrir í sínu náttúru- lega umhverfi hefði það breyst. Borðið er sum sé orðið að útungunarvéi. „Það er erfitt að segja um mótíf í svona verkum. Það þarf ekki aö vera neitt mótíf...” Ohætt er að fullyrða aö sýningin á Dallandi er býsna athyglisverð. Staðurinn er kippkom frá bænum, Suðuriandsvegur ekinn að afleggjar- anum við Geitháls en þar snúið til vinstri malarveginn og eknir 5 kíló- metrar. Engin hætta á að villast, leiðin er merkt. Verkin á sýningunni eru um 17 tals- ins og staðsett víða í fögru bæjarland- inu. Tún, melur, tjöm og gil koma í stað rykugra sýningarsala. Betra er að huga vel að skófatnaði áður en lagt er af stað. Sýningin verður opnuð klukkan 14, laugardaginn 1. september. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.