Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 21 Josef Mengeío eins og hann ieit út þegar hann gerði tiiraunir sínar i Auschwitz. grammófóni Mengeles og setja plötur áhann. „Mengele var vanur aö kenna mér lög,” segir Berkowitz. „Falleg meló- dísk lög.” Hann man eina línu og byrjar aö syngja: .dleima þar sem rósirnar blómstra...” „Þetta var eitt af uppáhaldslögum Mengeles.” Vera Blum er nú húsmóðir í Tel Aviv. Hún lýsir Mengele sem blíöum manni. Blíöum? „Já,” segir hún. „Þeir tóku blóö- prufur af okkur hvern dag. En þegar Mengele tók þær var hann miklu bliöari en hjúkrunarkonurnar. Hann hafði dálæti á smábörnum.” Dálæti á smábömum? Veru veröur ekki haggað. „Eg held aö Mengele hafi elskaö böm,” segir hún og brosir ögrandi,” þrátt fyrir aö hann væri moröingi. ’ ’ Vera man aö Mengele elskaöi að leika sér meö tvíburunum. Hann varö sérlega hrifinn af litlum gyðingadreng sem líktist honum mjög og leit út eins og engill. Hann var kallaöur litli Meng- ele í búöunum. Vera andvarpar og segir: „Okkur vom hörmungamar aldrei almennilega ljósar. Við lékum okkur og létum tímann líða.” Moshe Offer er sjónvarpsviögeröar- maður frá Bat Yam í Israel. Hann man vel eftir ófreskjunni Mengele. Góöurviöbörn... „Bróöir minn og ég vorum notaöir við tilraunir. Þeir tóku röntgenmyndir af okkur. Svo kom doktor Mengele og gaf okkur sælgæti. Hann var í hvítum slopp en undir mátti sjá SS buxumar. Hann gaf okkur sælgætiö en á eftir gaf hann okkur hræðilega kvalafullar sprautur. Styrkur Moshe man hvemig Tibi tvíbura- bróöir hans var valinn í sérstakar til- raunir. „Þeir ákváðu aö nota Tibi til aögerða. Tíöra aðgeröa. Eftir aögerö á hryggsúlu hans lamaðist hann. Þeir fjarlægöu kynfæri hans. Eftir fjórðu aögerðina sá ég hann ekki aftur.” Sögur tvíburanna likjast hver annarri hræðilega. Á einhvern yfir- náttúrulegan hátt tókst þeim aö lifa hörmungarnar af. Sumir böröust, sumir grétu, sumir töpuðu öllu nema viljanum tilaölifaaf. Þaö var oft þannig aö annar tví- burinn var sterkari en hinn og hjálpaði honum til aö lifa. Það geröi hann vegna ástar en líka vegna ótta. Því ef annar tvíburinn dó missti Mengele hugs- anlega áhugann á hinum og sendi hann í brennsluofninn. Menashe Lorinczi og Lea Gluck voru dæmigerð. Hann býr nú í Natanya í Israel og hún býr í Bröoklyn. 1 Ausch- witz var Lea sú veika. Menashe man aö „systir mbi grét alltaf. Hún sagðist vilja deyja.” Lea er sammála honum og segir frá því hvernig hann uppörv- aði hana stöðugt og stal mat handa henni. Tíminn í búöunum leiö í hræðilegu tilbreytingarleysi þar sem dagamir siluðust áfram og uröu aö vikum. „Við vorum ár í Auschwitz,” segir Menashe, „en hver dagur var sem hundrað ár. Raunverulega var eins og þaö væri ekki heimur fyrir utan Ausch- witz.” Rússarnir frelsuöu Auschwitz í janúar 1945 og björguðu tvíburunum. Á einhvem undraveröan hátt lifðu bömin af. En þau geta ekki enn flúið þann stóra skugga sem Mengele varpaði á þau. Þau geta enn séö ljóslifandi ofstækið ogljómandiaugun. Hörmungamar í Auschwitz em ennþá veruleiki fyrir Grossmann tví- burana Olgu og Veru sem.eru báöar giftar og búa í Israel. Olga sem nú heitir Solomon er sjúklingur hjá Stern lækni. Meö leyfi læknisins höfum við rætt viö Olgu í Haifa. Þaö h'tur út fyrir að hún hafi stjóm á tilfinningum sínum. Hvaö er þaö sem getur hafa raskaö ró hennar. „Eg fékk áfall í hvert skipti sem ég átti bam,” segir Olga. „Eg fékk taugaáfall og skalf.” Viö hvern bamsburö gekk hún í gegnum sömu skelfingar. „1 hvert skipti varö ég aö ganga í gegnum sömu hræðsluna. Hvemig barn myndi ég eignast? Hvað myndi koma út úr mér? Myndi þaö vera eðlilegt? Það var á grundvelli þeirra rannsókna sem ég haföi orðið fyrir. Eg taldi að börn mín kynnu að veröa vansköpuð vegna tilraunanna. Hvað var þaö sem þeir settu í blóð mitt? Eftir fæöinguna, þegar þeir sögðu mér að ég heföi eignast eölilegt bam, féll ég saman. Þaö var of gott til aðverasatt.” Miriam Czaiger er systir Evu Kor og býr i ísrael. Öryggislykill sparifjáreigenda • • Oryggislykill 1: Besta ávöxtun bankans. Nú 26,75% ársávöxtun. Kaskó-reikningurinn hefur þrjú vaxtatímabil á ári: 1. janúar til 30. apríl, 1. maí til 31. ágúst og 1. september til 31. desember. Sé Kaskó-reikningurinn án úttektar heilt vaxtatímabil, reiknast uppbót á vaxtainneign, sem samsvarar bestu ávöxtun sparifjár hjá bankanum á því tímabili. Ef lagt er inn á Kaskó-reikning eftir að vaxtatímabil er hafið og reikningurinn er síðan án úttektar næsta tímabil á eftir, reiknast vaxtauppbót allan spamaðartímann. Samanburður á kjörum verðtryggðra og óverðtryggðra reikninga er framkvæmdur mánaðarlega. Ef verðbólga eykst og verðtryggðir reikningar gefa bestu ávöxtun, þá fær Kaskó-reikningurinn sjálfkrafa þá ávöxtun. Engin fyrirhöfn eða flumingar á milli reikningsforma. Oryggislykill 3: Engin binding. Innstæða Kaskó-reiknings er alltaf laus til útborgunar án uppsagnar á reikningi. Ef tekið er út á vaxtatímabili fellur vaxtauppbót niður það tímabil en innstæðan heldur sparisjóðsvöxtum eftir sem áður. Kaskó-reikning má stofna og leggja inn á hvenær sem er. -vitttuci með ! Bankastræti 5 Húsi verslunarinnar, nýja miðbænum Umferðarmiðstöðinni v/Hringbraut Laugavegi 172 Grensásvegi 13 Arnarbakka 2 Vatnsnesvcgi 14, Keflavík Þverholti, Mosfellssveit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.