Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós — Frettaljós — Fréttaljós , Samninganefndir Vinnuveitendasambandsins og fimm landssambanda innan ASÍ á fundi þar sem hið umdeiida tilboð VSÍ var lagt fram. Verkalýðshreyfingin tók tilboðinu ekki illa en telur að rikisstjórnin hafi eyðilagt málið með skilyrðum sínum. DV-myndKAE Lítil bjartsýni ríkir í samningaviðræðum — skattaleiðin er úr sögunni, segja talsmenn VSÍ og ASÍ — f orystumenn BSRB búa sig undir þriggja vikna verkfall Skilyröi þau sem ríkisstjórnin setti fyrir því aö skattalækkanir kæmu til framkvæmda virðast hafa dregið mjög úr bjartsýni manna á aö samn- ingar séu í sjónmáli á vinnumarkaöi. Ríkisstjórnin staðfesti fyrst á miövikudag að hún myndi lækka tekjuskatt um 1100 milljónir króna og vinna aö því aö útsvar lækkaði um 300 milljónir króna. Þessarar staö- festingar haföi veriö beöiö af hálfu deiluaöila um langan tíma. En þegar hún kom var hún háö því skilyrði aö kauphækkanir yröu ekki umfram það sem fælist í tilboöi Vinnu- veitendasambandsins. Þaö er sérstætt aö gera það aö skil- yrði að annar deiluaöila gangi aö fyrsta tilboði hins, enda stóö ekki á viðbrögðum verkalýðsfélaganna. Þetta skilyröi er einnig sérstætt fyrir þá sök að tilboð VSI um launa- hækkanir er talsvert lægra en samið hefur veriö um og lægra en fjármála- ráðherra hefur boöið BSRB. Samn- ingur Félags bókageröarmanna er metinn á 17,5% meðaltalshækkun launa á samningstímanum, samn- ingur borgarstarfsmanna, sem var felldur, var metinn á 13,5% meöal- talshækkun og tilboö fjármálaráö- herra til BSRB, sem hefur verið hafnaö, er metiö á um 14%. Tilboð VSI er hins vegar ekki metiö nema sem 11 til 11,4% meöaltalshækkun aö mati hagfræðinga Alþýöusambands- ins. Er gengisfelling í kjölfarinu? Akvaröanir ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir þykja líka hafa legiö nokkuð seint fyrir. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar telja aö þessar ákvaröanir um upphæðir skattaiækkana heföu getaö legið fyrir áður en samningar gengu úr gildi og á meðan menn voru enn aö tala um tiltölulega lágar prósentur í kauphækkanir. Af þessum sökum tortryggir verkalýöshreyfingin heil- indi ríkisstjórnarinnar í skattaleiö- inni. „Við erum varir um okkur því okkur virðist sem ríkisstjórnin sé að reyna meö þessu aö koma höggi á verkalýöshreyfinguna,” segir einn af forsvarsmönnum Verkamanna- sambandsins. Menn grunar aö ríkis- stjórnin vilji aö samið verði um lágar kauphækkanir meö skatta- lækkunum en án kaupmáttartrygg- ingar, en síðan verði gengið fellt í kjölfar samninga og allur ávinnmg- urinnhirturaftur. Skattalækkunarleiöin var tilraun verkalýðshreyf ingarinnar til aö bæta kaupmáttinn á þann hátt að hann yröi ekki tekinn aftur. Forsendur þess aö þessi leið væri trygg væru aö genginu væri haldiö stööugu, vaxta- lækkun kæmi í kjölfariö, svo og aukiö fé til húsnæðismála. Auk þess geröi verkalýöshreyfingin þá kröfu til ríkisstjómarinnar að geröar y. öu skipulagsbreytingar í sjávarútvegi, þannig aö fyrirtækin gætu farið að standa undir launahækkunum. Því þaö hefur alltaf verið helsta r jksemd ríkisstjórnar og atvinnurekenda aö launahækkunum yrði að halda í skefjum þar sem fyrirtæki í útgerö og fiskvinnslu þyldu þær ekki, nema gripiö yröi til gengisfellingar. Verkalýöshreyfingin gerði einnig kröfu til aö hafa áhrif á hvernig niöurskurði ríkisútgjalda yröi hagað til aö mæta skattalækkununum. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar tekiö þaö verkefni alfarið aö sér. „Viö neitum aö skrifa undir nokkurn samning sem byggður er á skatta- lækkun nema viö vitum hvernig á að fjármagna hana,” segir einn af forystumönnum BSRB. „Viö förum ekki þá leið ef við sjáum aö stórum hópi félaga okkar veröi stefnt út í atvinnuleysi meö niðurskuröi. ” 1 skattanefndinni, sem sett var á stofn meö fulltrúum ríkisins, verka- lýösfélaganna og atvinnurekenda, liggja heldur engar útfærslur á skattalækkunum fyrir. Menn hafa þar velt upp á borðiö ýmsum hug- myndum en þar eru nú engir fundú- og ekki verið aö vúina að neinum tillögum. „Það hefur enginn fundur veriö boöaöur og ég myndi taka fundarboðun með fyrirvara því þaö er enginn grundvöllur fyrir starfi nefndarúinar á þessu stigi,” segir einn nefndarmanna. Trúin á þessa leiö er ekki meiri þrátt fyrú- að aðilar séu sammála um aö 1400 milljón króna skattalækkun geti gilt jafnt og 7 til 8% kauphækkun að meöaltali. Kaupmáttartrygging lykilatriði Stóra atriöið í þeim samnmgum sem nú standa yfir, bæöi hjá BSRB og ASI, er kaupmáttartryggingin. Menn telja víst aö í kjölfar samnúiga fylgi gengislækkun um allt aö 15%. Margir telja að hún geti oröiö meiri. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra sagöi í samali viö DV aö hann ætti von á að viö myndum búa viö tiltölulega stöðugt gengi þótt gengið yröi til samninga á grundvelli tilboðs VSI. En aöilar vúinu- markaðarins eru ekki jafnvongóöú- um að þaö gangi eftir. I forsendum útreiknmga VSI fyrir kauptilboöúiu er gengið út frá 15% kauphækkun Ólafur E. Friðriksson strax eftir samninga. Ýmsir telja aö þar að auki þurfi gengisfellingu til aö mæta vanda sjávarútvegsins eftir aö fiskverö liggur fyrú- um næstu ára- mót. „Ef aö við skrifuðum undir tilboö VSI í dag þá værum viö aö skrifa undir verri k jör en viö höfum í dag. Á sama túna á næsta ári væri staöa okkar því oröúi enn verri en ef aö viö geröum enga samninga. Þaö er óneitanlega sérkennileg staða þegar ríkisstjórnin hefur gert þetta sama tilboð að úrslitaatriöi fyrir skatta- lækkunum,” segú emn forvígis- manna Verkamannasambandsms. Ríkisstjórnin og VSI telja hms vegar að tilboðiö tryggi kaupmáttinn. Einn forystumannaBSRBsegir: „Viöhöf- um beöiö þá að sýna aö þeú treysti sínum eigin oröum og semji um kaupmáttartryggingu. En á því er einhvertregöa.” Forsendur þess aö skattaleiöin veröi farin eru því aö bresta smám saman. Engu aö síöur ákvaö ASI aö ganga til viðræöna viö VSI um tilboð- iö. I ályktun miöstjórnar ASI á fimmtudaginn segú orörétt: „Vinnu- veitendasamand Islands hefur ekki sett úrslitakosti heldur lýst sig reiöu- búiö til viðræöna. Til þeirra viöræöna hljótum viö aö ganga. Á þaö mun síöar reyna hvaöa orö ríkisstjórnar standa.” Trúin á skattaleiðina brostin „Eg les það út úr ályktun miö- stjórnar ASI aö ætlunúi sé aö hunsa skilyröi ríkisstjórnarúinar og ganga til viöræöna meö kröfur um meúi kauphækkun en tilboðiö gerú ráö fyrú,” segú einn af talsmönnum Vinnuveitendasambandsins. „Eftir að samið hefur veriö um meúi kaup- hækkanú og skattaleiöúini þar meö hafnað ætlar ASI síðan væntanlega aö ganga á fund ríkisstjórnarinnar og heimta aö hún standi viö loforð sitt þrátt fyrir breyttar forsendur. A eftir fylgja síöan brigsl um svik á báða bóga. Þaö gæti einnig veriö aö ASI vildi reyna aö semja um meúi hækkanú og gera þaö að skilyrði aö samningar yrðu lausir ef skatta- lækkunúi yröi ekki nettó 1400 milljón- ú. Eg sé öll tormerki á aö gengið veröi til samninga eftú þeirri leiö. Sjálfur er ég tortrygginn á aö það fylgi mikil alvara oröum manna um aö semja um hóflegar kauphækkan- ir. Eg sé ekki lengur hvernig samningar eiga aö takast á þeim grundvelli sem nú liggur f yrú.” En þaö eru ekki aðeins fulltrúar at- vinnurekenda sem eru vantrúaöir á skattaleiðina í samningum. „Viö stóöum fyrst frammi fyrir því aö kröfugerö okkar var komú) í strand. Þá varö skattalækkunarleiðin til. Nú eru menn orðnir leiklausir þar,” seg- ú einn af forystumönnum Verka- mannasambandsins. „Ríkisstjórnin nánast eyðilagöi málið meö því aö tengja saman skattalækkanú og tilboö VSI og þessi leið er alveg úti- lokuö ef ríkisstjómin heidur við skil- yrðisrn.” 1 ályktun viðræöunefnda VMSI og Landssambands iönverkafólks eftir að ákvöröun ríkisstjórnar lá fyrir er tilboöi VSI og skilyrðum ríkis- stjómarúinar hafnað. Þau lýsa sig húis vegar reiðubúin til tafarlausrar samningageröar sem treystir kaup- mátt launa en telja aö fara verði nýjar leiðir út úr þeirri sjálfheldu sem viðræðumar séu komnar í. Þessar „nýju leiöú” þýöa væntan- lega aö nú ætla þessi samtök aö fara aö sýna klærnar eftir að hafa staöiö í samningsþófi í tvo mánuöi. For- maður Rafiönaðarsambandsúis hefur ernnig gefið í skyn aö nú sé aö koma túni til aö undirbúa aðgerðir. Opúiberlega eru aöildarfélög ASI aö reyna samnúigaviöræöur um skatta- lækkunarleiöina en í raun virðast fá- ú hafa trú á leiðinni og verkalýös- hreyfingúi skipuleggur aögeröir á sama tíma og viðræður standa yfir. Verður BSRB-verkfall í 6 vikur? Þetta sama gildir um samninga- viðræöur BSRB. Þar sjá menn enga möguleika í skattaleiðinni. Einn af forystumönnum BSRB segist ekki sjá fram á samkomulag miöaö viö núverandi stöðu mála. „Ef fram- haldið er metið eftir því sem gerist við samningaboröið þá sé ég fram á tveggja til þriggja vikna verkfall. Og þaö eru allir aö undúbúa þaö hér aö þetta veröi enn langt og strangt verk- fall,” sagði hann um stööu mála í gær. Af þeim ummælum talsmanna aö- ila vúinumarkaöarins sem hér hafa verið höfö eftú má draga þá ályktun aö skattaleiðin sé úr söguiuii í samningaviðræðum, aö múinsta kosti meö þeún hætti sem nú er rætt um. Margú telja aö það taki menn nokkra daga eða jafnvel viku að komast aö raun um aö þessi leið sé úr sögunni. Þá muni aðildarfélög ASI grípa til aðgerða og niöurstaöan verði samningar meö yfú tvöfalt meiri launahækkunum en gert var ráö fyrir í þjóðhagsáætlun. Nánar til- tekiö, verðbólgusamningum. Skuldúini verður síöan skellt á ríkisstjórnina meö nokkrum rétti. Hún heföi getað komiö í veg fyrir þessa stööu meö því aö viðurkenna aö kaupmáttur áöur gildandi var oröinn of lágur. Skattalækkunarleiö- in heföi getaö legið fyrir áöur en samningum var sagt upp 1. septem- ber. En ráöherrar höfðu þá um annaðaðhugsa. I tilboði VSI eru tilgreindú 8 liöir sem hafa skuli í huga ef endurskoöa skal umsamdar launahækkanú vegna breyttra forsenda. Meöal þessara atriða eru viöskiptahalli og viöskiptakjör. Þaö er ef til vill lýs- andi fyrir afstööu manna aö á sitt eintak af tilboöinu höföu fúlltrúar verkalýösfélaganna skrifaö sem 9. lið sem einnig skyldi hafa í huga: „Ástand mála í Jórdaníu.” OEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.