Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 1 mn Frjalst. óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASONog ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR.P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblað28 kr. Rúnir kerfiskarlar Verstu kerfiskarlarnir á Alþingi æpa á rannsóknarrétt og reyna að bregða fæti fyrir ný og frjálsari útvarpslög. En almenningur hefur sagt, hvað hann vill. Ölöglegt brotthlaup starfsmanna Ríkisútvarpsins og lokun þess, jafnvel áður en til formlegs verkfalls kom, leiddi til stofnunar frjálsra útvarpsstöðva bæði í Reykja- vík og víöa úti um land. Almenningur hafði hvorki haft blöð né útvarp. Hann var upplýsinga- og varnarlaus gagnvart ýmsum ógnum, sem að hefðu getað steðjað. Slíkt var óviðunandi með öllu. Ríkisútvarpið fyrirgerði rétti sínum til einokunar í þessari stöðu. Utvarpslögin eru nú raunar ekki í gildi vegna undanþágna og afskipta- leysis um útvarpsrekstur víðs vegar um land. I verk- fallinu gerðist það, að mikill meirihluti landsmanna gat hlýtt á einkastöðvar. Útsendarar kerfisins stöðvuðu sumar þeirra. Á Alþingi finnast þeir, sem láta eins og stofnun einkastöðva hafi verið ófélegt lögbrot. Nýtt útvarpslagafrumvarp kom fram í fyrravor og aftur í haust. Samkvæmt því yrðu stigin spor í frjáls- ræðisátt, þótt víða yrði skammt gengið. Máliö hefur velkzt í kerfinu árum saman, þótt ætla mætti, að það nyti þingmeirihluta. Enn er reynt að drepa því á dreif. Almenningur hefur í skoðanakönnunum, sem DV birti nú í vikunni, átti þess kost að segja álit sitt á frjálsu stöðvunum. Skoðun almennings á frjálsu útvarpi sem slíku hefur árum saman komið fram í könnunum ýmissa aðila. Jafnan hefur mikill meirihluti verið fyrir afnámi einkaréttar Ríkisútvarpsins og frjálsum útvarpsrekstri. Mikill meirihluti hefur einnig í skoðanakönnunum lýst því áliti, að kapalsjónvarp skyldi leyft. Enginn þingmaður þarf að efast um skoðun meirihluta þjóðarinnar: Meirihlutinn hafnar einokun Ríkisút- varpsins. Nú í verkfallinu kom upp sú sérstaka staöa, að frjáls- ar útvarpsstöðvar urðu til í skyndingu. Varðhundar hins steinrunna kerfis nutu síðustu dagana stuðnings Ríkisút- varpsins, sem hafði vegna nýju stöðvanna verið neytt til að hefja útsendingar. Ríkisútvarpið rak strax áróður gegn frjálsu stöðvunum og beitti einhliða, neikvæðum fréttaflutningi af hinum svokölluöu „ólöglegu stöðvum”. Fréttir Ríkisútvarpsins einkenndust af BSRB-áróðri en aðrir fengu lítið rúm. Hvað gerðist? Gleypti almenningur við áróðri Ríkisút- varpsins? Hann gerði það ekki. Skoðanakannanirnar síðan segja alla sögu. Spurt var, hvort menn væru ánægöir eða óánægðir með útvarps- sendingar einkaaðila að undanfömu. Niðurstaöan var, að þrír af hverjum fjórum, sem tóku afstöðu, sögðust hafa verið ánægðir með útsendingar einkastöðva. Athuga verður, að einkastöðvar uröu til víðs vegar um landið. Ýmsir, sem ekki áttu kost á aö heyra í þeim, hafa einnig tekið afstöðu með þeim af „prinsippástæðum”. Enn mikilvægari var könnunin, þegar spurt var, hvort fólk hefði viljað hafa þessar stöðvar áfram eða væri sam- þykkt því, að þeim var lokað. Tveir af hverjum þremur, sem tóku afstöðu, sögðust vilja hafa stöðvarnar áfram og voru andvígir lokun þeirra. Þjóðin hefur veitt svör sín. Hún krefst frelsis. Kerfiskarlarnir á Alþingi standa eftir rúnir fylgi. Haukur Helgason. FYRSTA SÍGARETTAN Þeir koma, einn af öörum utan úr myrkrinu. Fölir, reikulir í spori, óstyrkir í fasi ganga þeir upp aö af- greiösluboröinu og spyrja einhvers í hálfum hljóðum. Afgreiösludaman hristir höfuðið, hægt og dapurlega, og svarar í hálfum hljóöum, einnig, en það má lesa svariö af vörum hennar langa vegu aö. Þaö er ,,nei”. Þaö er sorgleg staöreynd, en staö- reynd samt, og óttalaus leit okkar að sannleikanum kemur í veg fyrir aö viö getum dregiö yfir hana f jöður, aö meirihluti íbúa Stór-Reykjavíkur- svæðisins ver nú öllum frítíma sínum til þess aö leita uppi tóbak. Tóbak, hvaöa tegundar semer! Tóbak,hvaö sem þaö kostar! I guös bænum, á ekki einhver tóbak, sýnið deyjandi manni miskunn! Þannig er komiö fyrir af- eftlrverkfall Ólafur B. Guðnason og holdafar sauöfjár en síöan komið aö efninu, sumsé hvort ekki sé nóg af tóbaki í kaupfélaginu á staönum og hvort blessaöur elsku frændinn vildi nú ekki gera frænda sínum greiða og kaupa eins og tíu karton af sígar- ettum og senda honum meö fyrstu ferð. „Þeir vita ekki hvaö þeir hafa þaö gott úti á landi,” sagöi skjálfradd- aður vindlamaöur viö mig um dag- inn. Hann bætti því við aö hann ætlaöi aö flytjast út á land strax og verkfallið leystist svo hann þyrfti ekki aö ganga í gegn um þennan hreinsunareld aftur. Hagspekingar halda því fram aö verkfallsmenn veröi ekki ríkir af þessu verkfalli. Það kann að vera rétt. Þaö er enda sagt að þeir sem urðu ríkir á gullæðinu i Kalifomíu komendum þrekmikilla bænda og víkinga sem voru ógnvaldar Evrópu um aldir. Nú fella þeir tár, eiga erfitt með svefn og heimta samninga. Samninga strax, eöa lagasetningu aö öðrumkosti. Menn, sem fyrir mánuöi reyktu volduga vindla kúbanska aö upp- runa, finna nú hamingjuna ef ein- hver býöur þeim handvaföa sigarettu. Menn, sem hafa varið til þess æmum tíma og drjúgum hluta tekna sinna að safna pípum af fínum geröum, tilreykja þær og nostra viö á allan hátt, fá ekki í þær tóbak og hafa sumir látið sig hafa þaö aö tyggja og taka: neiíö. öllum ber þessum mönnum saman um það að nú veröi að semja, og þaö strax, eöa setja lög aö öðrum kosti. „Þjóðarhagur leyfir ekki svona verkföll,” segja þeir og fitla viö gullsleginn kveikjarann. Það er kannski ekki öllum ljóst, en þaö er ekki með öilu hættulaust aö hætta aö reykja. Þess finnast dæmi að menn sem hætt hafa aö reykja hafi hlaupið í spik og þannig lent í al- varlegum vandræðum vegna hjarta- álags. Svo má ekki vanreikna kostn- aðinn af því aö kaupa ný föt, því flestir sem hætta að reykja fitna eitt- hvaö og verða aö fata sig upp aö nýju. Þaö er einnig vitað mál aö menn sem hætta aö reykja v?rða ákaflega geövondir fyrst á eftir. Mér er kunnugt um einn sölumann sem hætti aö reykja og komst á vonarvöl því hann varö svo uppstökkur aö hon- um gekk engan veginn aö lynda viö kúnna sína. Þaö er af þessu ljóst aö þó svo þaö sé óhollt aö reykja, og þess vegna hollustuauki aö verkfalli opinberra starfsmanna, er sá ávinningur ekki meö öllu ágalialaus. Sjálfur hef ég tekiö þessum nikó- tínskorti meö ró. (Eg varö mér úti um píputóbak.) En því er ekki aö neita aö það er sorglegt aö horfa upp á fólk á besta aldri, fólk, sem nú laumast út á hverju kvöldi þegar skyggir, í síðum yfirhöfnum, meö trefilinn vafinn um neðri hluta andiitsins og þræðir sölubúðirnar, í leitaötóbaki. Ég hef sjálfur horft upp á af- greiðslustúlku hrista höfuðið í fimmtán mínútur stanslaust, meö vorkunnarsvip á andlitinu, meöan löng röö vondaufra og gugginna nikótínista skjökti framhjá. Enginn sagði eitt einasta orö. Þess geröist ekki þörf. Hún bara hristi höfuöiö og þeir fóru út aftur og í næstu sjoppu. Ættfræði hefur skyndilega orðiö vinsælli stúdia en áður var. Nú rifja menn upp úr hvaða landshluta þeir eru ættaðir og fletta upp í gömlum skræðum. Þegar þeir síðan hafa fundiö sér nöfn, hringja þeir út á landsbyggöina og kynna sig fyrir ein- hverjum bóndanum og segja aö þeir muni víst vera skyldir aö þriöja og fjóröa. Síöan er rætt ögn um heyfeng 1849 voru ekki þeir sem grófu eftir gulli, heldur hinir sem seldu þeim skóflur, haka og vistir. Eins er sagt aö þeir sem eiga sígarettur geti selt þær nú með margföldum hagnaöi, til aöframkominna nikótínista. Þannig er hagnaöarvon í verkföllum. En meöan verkfalliö stendur munu hópar frávita og örvæntandi reykingamanna ráfa um stræti höfuðborgarinnar og nágranna- byggöa og neita aö gefast upp. Þeir eru niöurlútir, þar sem þeir skjótast meðfram húsveggjum og foröast ljóspollana undir ljósastaurunum. Þeir vita aö ekki horfa allir á þá meö vorkunnsemi. Til eru þeir harðlyndu áhorfendur sem glotta kalt og láta sér vel líka enn eina sönnunina fyrir veiklyndi mannsins. Þeir afgreiöa stundum, þessir harðlyndu mannhat- arar, og taka á móti reykinga- mönnum meö falskri glaðværð, hrópandi: „Sigarettur? Nei, þú ert aöeins of seinn, þaö var maöur aö ganga út meö síðasta kartoniö sem égátti.” Og þeir horfa á eftir niðurlútum viðskiptavininum, sem aldrei var, og hlæja inn í sig og þykjast hafa unnið sigur. Reykingamenn eiga engra kosta völ annarra en að bíta á jaxlinn, minnast þess aö þolgæði er dyggö og hafa það hugfast aö fyrsta sigarettan verður „algert æði”, eins og einn þeirra sagði, og iöaði af tilhlökkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.