Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ
(68) - (78) • (58)
SIMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68 66 31. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu ■
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1984.
Verkef num fækkar en
stofnunin stækkar
Hagvangs-
skýrsla
gagnrýnir
Orku-
stofnun:
I skýrslu Hagvangs hf. um Orku-
stofnun, sem gerö er fyrir iönaöar-
ráðuneytiö, er meðal annars skýrt frá
því aö sú stofnun hafi fariö stækkandi
síöustu ár þrátt fyrir minnkandi verk-
efni. Er sagt í skýrslunni að það „virö-
ist einkennandi vandamál fyrir A-
hluta stofnanir ríkisins sem sjá ekki
ástæðu til aö leggja niöur störf, sem
ekki er þörf á, því slíkt muni aðeins
veröa notaö gegn þeim viö úthlutun
f jármagns úr ríkissjóði.”
Tæpt er á margvíslegri gagnrýni í
þessari skýrslu, bæði á Orkustofnun
sem sh'ka og stjórnendur hennar. En
yfirleitt er notað mjög varfæriö orða-
lag og það er mat viðmælanda DV, sem
nákunnugur er málavöxtum, aö þessi
Hagvangs-skýrsla sé merkilegri fyrir
þaö sem hún segir ekki en fyrir þaö
sem í henni stendur.
I skýrslunni segir að Orkustofnun
hafi töluvert verið gagnrýnd fyrir að
„stjórnun stofnunarinnar væri ekki
nógu markviss”, stjómendur hafi
„einna helst verið gagnrýndir fyrir að
hafa meiri áhuga á einstökum fagverk-
efnum en allri starfsemirmi”, „stofn-
unin hafi stækkaö töluvert sl. ár, en
starfsemin ekki dregist saman i sam-
ræmi viö minnkandi verkefni” og að
„stofnunin hafi veriö gagnrýnd fyrir
aö vera ekki nógu hagsýn í vali á rann-
sóknarverkefnum, þar sem val verk-
efna byggist frekar á því að útvega
öllum starfsmönnum verkefni í staö
þess aö aðlaga starfsemina samdrætti
í verkefnum”, eins og þar stendur.
Nú vinna 149 manns í 116 heimil-
uðum stöðugildum hjá Orkustofnun,
þar af 28 í lausum stööum.
HERB
Verkfallsfjölskyldan á fæðingardeildinni i gærkvöldi: Pétur Emiisson, Sigrún Edda Sigurðardóttir, Edda
Mary og sú nýfædda sem á ekkiað heita Albertina. Þriðja dóttirin, Ósk, var fjarstödd.
D V-mynd Bjarnleifur.
Fimm manna f jölskylda í verkfalli:
Þetta er vonlaust
LOKI
Það var mikið í
húfi fyrir Áiafoss.
— „það er ekki hægt að lifa af þessum launumT
„Þessir menn sem eru meö allt sitt
á hreinu, meira og minna skuldlaust,
Albert, Þorsteinn, Steingrímur eöa
hvað þeir nú heita, skilja okkur ein-
faldlega ekki. Það er ekki hægt aö
lifa á þessum launum, svo einfalt er
það,” segir Pétur Emilsson, 37 ára
gamall skólastjóri í Vesturhópsskóla
í Húnavatnssýslu. Hann og eiginkona
hans, Sigrún Edda Sigurðardóttir,
sem starfar sem matráöskona i
skóla eiginmannsins, hafa bæði veriö
í verkfalli í hartnær mánuð. Þau eiga
þrjú börn, þaö síðasta fæddist ein-
mitt nú í verkfallinu.
svoeinfalt erþað”
,jEg hef ekki hugmynd um hvernig
við förum að eftir verkfall. Þetta er í
einu oröi sagt vonlaust. Eg fékk 700
krónur útborgaðar um síöastliðin
mánaðamót og hef fleytt mér og
mínum framhjá lögfræðingum meö
tveimur víxillánum sem bætast við
aðrar skuldlr. Næst verður billinn að
fjúka; eini afraksturinn eftir 7 ára
skólastarf aðinnbúi frátöldu.”
Skólastjóralaun Péturs nema
rúmum 20 þúsund krónum og eigin-
konan fær 13 þúsund á mánuði yfir
skólatímann fyrir matargerðina.
„Við erum föst þama í Vesturhópi,
draumur um íbúðakaup hér fyrir
sunnan á þeim launum sem við
höfum er jafnfjarlægur og Aiaska,”
segir Pétur og vill ekki hugsa þá
hugsun til enda hvemig fer ef verk-
faliið dregst fram yfir mánaöamót
og engin laun greidd út í nóvember.
„Nú erum vlö orðin fimm í fjöí-
skyldunní og ekki léttist róðurinn við
það. Enég skal lofa ykkur því aö litli,
nýfæddi sólargeislinn á fæðingar-
deildinni verður ekki skirður Albert-
ína,” sagði skólastjórinn að lokum.
-EER.
Hreinn Pálsson,
formaður
Starfsmannafélags
ísafjarðarbæjar:
„Égskilekki
þetta kaup-
tryggingar-
11
,,Eg skil nú ekki þetta kaup-
tryggingarmas. I þessum samningi er
ákvæði um heimiid til endurskoðunar
1. júlí og 1. október sem þýðir að báð-
um aðilum er þá heimilt að taka upp
viðræður hafi kaupmáttur umsaminna
launa breyst. I þessu felst engin sjálf-
virk hækkun og það er alveg skýrt
orðað,” segir Hreinn Pálsson, for-
maður Starfsmannafélags Isafjarðar-
bæjar.
Itrekað hefur komið fram í fjöl-
miðlum að í samningi Isfirðinganna
væri ákvæði um verðtryggingu kaups-
ins. Ingimar Halldórsson, einn þriggja
samningamanna bæjarins, fullyrti í
DV í gær að hér væri aöeins um aö
ræða heimUd til endurskoðunar. „Um
þessa túlkun hefur enginn ágreiningur
verið miUi samninganefndar bæjarins
og Starfsmannafélagsins,” seg'r
Hreinn Pálsson. HERB
Undanþága
fyrir húfur
og tref la
Verkfallsstjórn BSRB samþykkti í
gær að veita Alafossverksmiðjunum
undanþágu til að flytja út 6 lestir af
ullarvörum sem fara á Bandaríkja- og
Evrópumarkað. Er hér um að ræða
húfur, trefla, peysur og aðra ullarvöru
sem gífurleg eftirspurn er eftir viöa
um heim á þessum árstíma. Eða eins
og Agúst Ágústsson, markaðsstjóri
Álafoss, sagði í samtaU við DV: ,,Fólk
notar þetta ekki á ströndinni um mitt
sumar."
Áður hafði Álafoss fengiö undanþágu
fyrir31estumafsömuvöru. -EHt
Blaðamenn
sðmdu
Samningar hafa tekist miUi blaða-
manna og viðsemjenda þeirra og var
samkomulagið undirritað skömmu
fyrir kvöldmat í gærkvöldi. Samkomu-
lagið er mjög svipað því sem prentarar
sömdu um, eða um 21 % launahækkun á
samningstímanum sem gildir út árið
1985. -FRI
i
i
í
i
i
i
i
i
i
i
t
Í
t
t
t
t
i
i