Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldhcimtunnar, skiptaréttar Reykjavíkur, ýmissa iögmanna, banka, stofnana o. fl. fer fram opinbert uppboð í uppboðssal tollstjórans í Reykjavík í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin) iaugardaginn 8. desember 1984 og hefst þaðkl. 13.30. Seldar verða ótoilaðar vörur, ótollaöar, notaðar bifreiðar og tæki, beltabifhjói, upptækar vörur, lögteknir og fjárnumdir munir, svo og ýmsir munir og áhöld úr dánar- og þrotabúum. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík: 10 beltabifhjól, Volvo 142 árg. 1974, Volvo 145 árg. 1972, Morris árg. 1978, Renault 12 árg. 1971, VW Polo árg. 1976, varahlutir í bifreiðar og báta, hjólbarðar, snyrtivara, skrautvara, búsáhöld, þorskanet, gólfflísar, fittings, bakpokar, alls konar fatnaður, speglar, matvara, sælgæti, skófatnaður, timbur, hús- gögn, veggteppi, ljósritunarvélar, ieiktæki, pappírsvörur, nuddborö, ballettskór, myndbandatæki, myndbandaspólur, ryksuga og margt fleira. Lögteknir og f járnumdir munir, svo og munir úr dánar- og þrotabúum, svo sem: vörulager úr þb. Eskó hf., vefnaðarvara, rennilásar, töiur spennur, alis konar fatnaður, reiknivél og margt fleira, skófatnaður, armbandsúr. Ur dánarbúi: málverk og alls konar heimilisbúnaöur, fjárnumdir munir og lögteknir, svo sem: fjöldi notaöra sjónvarps- tækja, myndbandatæki, fatnaður, alls konar húsbúnaður, svo sem: ísskápar, þvottavélar, frystikistur, borð- og dagstofuhúsgögn, skrif- stofuáhöld, hijómflutningstæki, saumavélar, bifr., R—40115, Volvo árg. 1972 og margt fleira. Avísanir ekki tcknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaidkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. HEFNO ; Nú eru hinar frábæru kvikmyndir ANGELIQUE 1 — 2 — 3 komnar á myndbandaleigur. SJÁIÐ ÞÆR OG UPPLIFIÐ STÖÐUGA SPENIMU, ÁTÖK, ÁSTIR OG HATUR. Myndir þessar eru um þessar mundir settar á myndbönd viðs vegar um heim og alls staðar eru ummæli fólks um þær frábær. ísland er í hópi fyrstu landa sem setja myndir þessar á mynd- bönd. ANGELIQUE 4-5 verða settar á markað í byrjun desember. Leikstjóri: Bernhard Borderie. Aðalhlutverk: Michéle Mercier, Samy Frey, Jean Rochefort, Robert Hossein. Kom sem framhaldssaga i Vikunni. ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBOÐ BREKKUGERÐ119 108 REYKJAVÍK. SÍMI 82128 Sovésk kvikmyndavika — I Regnboganum ver da sýndar sex sovéskar kvikmyndir næstu viku I dag hefst í Regnboganum sovésk kvikmyndavika. Veröa sýndar sex nýlegar kvikmyndir. Hafa þær veriö valdar með tilliti til fjölbreytni. I Sovétríkjunum eru starfandi þrjátíu og níu kvikmyndaver og framleiöa þau allt að 150 kvikmyndir á ári. Þessar sex kvikmyndir, sem íslenskir áhorf- endur fá augum litiö, eru allt verk þekktra sovéskra leikstjóra. Kvikmyndavikan veröur opnuð með myndinni Anna Pavlova sem fjallar um hina þekktu ballerínu sem uppi var 1881—1931. Myndin er gerð í samvinnu við Breta og Frakka. Leikstjóri er Emil Lotianu og er hann einnig hand- ritshöfundur. I viötali segir leikstjór- inn: Anna Pavlova er hetja. Örlög hennar eru lík sögu um mannlegt hug- rekki. Hetjulund í listinni er mér að skapi. Aöalhlutverkiö leikur Galína Beljaeva, en hún byrjaöi listaferil sinn sem ballerína. Einnig leikur í mynd- inni breski leikarinn James Fox og franski leikarinn Jacques Debari. Síöastliðið haust fékk Anna Pavlova ein af aðalverölaununum á kvikmyndahátíö í Moskvu. Vassa er kvikmynd gerð eftir sígildu leikriti Maxím Gorki. Leik- stjóri er Gleb Panfilov. Vassa gerist árið 1913. Vassa er 42 ára, eigandi skipafélags við Volgu. Eiginmaður hennar, sem er drykkjumaður og •spilagosi, á að koma fyrir rétt fyrir að leggja lag sitt viö stúlkur undir lög- aldri. Vassa vill bjarga mannoröi tveggja dætra sinna á giftingaraldri og reynir að múta dómaranum en málið er komiö of langt. Þá neyðir hún mann sinn til aðtaka eitur. . . Eldar Rjazanov gerir kvikmynd úr öðru sígildu rússnesku verki eftir Alexej Ostraovskí sem var einn mesti leikritahöfundur Rússlands á 19. öld. Rjazanov nefnir kvikmynd sína Grimmilegur mansöngur. Eins og í kvikmyndinni Vassa eiga atburðirnir sér stað við Volgu. Þaö er einnig heim- ur kaupmannastéttarinnar, aðeins nokkrum áratugum fyrr. Hér mætast gott og illt, ást og kuldi. Kvikmyndin ber svip melodrama sem er komið frá leikritinu. Úskastundin er eftir einn elsta leik- stjóra Sovétríkjanna í dag, Júlí Raiz- man. Er myndin nútímamynd. Þar eru á ferðinni vandamál sem persónur samtímans takast á við. Aöalpersón- an, sem leikin er af Veru Altenovu, stendur á eigin fótum. Hún er f járhags- lega sjálfstæð. Þrátt fyrir fjölmarga kunningja er hún einmana. Giftast, hvað sem það kostar, er rauði þráöur- inn í myndinni. Hér er á ferðinni sál- rænn harmleikur. Aðurnefndar myndir eru allar gerðar í Moskvu. Stríðssaga eftir leik- stjórann Pjotr Todorovskí er aftur á móti gerð í Odessa. Atburöir myndarinnar gerast í heimsstyrjöld- inni síðari og á sjötta áratugnum. Söguhetjur eru ungar og kærulausar og atburöarásin er frá þeim tímum þegar stúdentar notuðu síðustu rúbl- una sína til að kaupa blóm handa ást- inni sinni. Nafn kvikmyndarinnar Snúið heim úr geimnum segir hvaö fjallaö er um. Hún fjallar um geiminn. Ekki um „stjörnustríð” eða „menn utan úr geimnum” eins og svo vinsælt er. Þessi mynd er um hetjur í geimnum, í þeim geimi þar sem fólk er mánuöum saman við störf. Höfundar myndar- innar leggja á það áherslu aö starfiö í geimstöð er líkamlegt, andlegt og siðferðislegt álag. Mörg atriði voru tekin á Bajkonúr-flugvelli en þar hefur starfi um borð í Saljút-geimstöö- inni verið stjómað. Leikstjóri er A. Súrín. HK. Grimmilegur mansöngur er gerður eftir þekktu nítjándu aldar leikriti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.