Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 23
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. 23 ilsill lilll Wmm ástandinu í samt lag nema á löngum tíma. Þetta fólk mun hvorki eignast kameldýr né asna á næstunni. ” — En hvernig er þá hljóðið í hjálpar- stofnunarfólki? Gefast menn ekki upp andspænis svona miklum vandamálum? „Menn reyna að vera vongóðir, það þýðir ekkert annað. Takmarkið enn sem komið er er ekki annaö en að halda í við dauðsföllin. En vandamálin eru ógnvekjandi, það er rétt. Það þarf til dæmis að reisa vöruhús og skemmur til þess að taka við öllum þessum hjálpar- gögnum; það þarf líka að ganga úr skugga um að þau komist öll á rétta staði og verði að sem mestum notum. Hjá Alþjóöa Rauða krossinum hefur það gengið vonum framar enda er hann ekki undir neinn annan settur, og við höfum tvo menn í hverjum búðum til að hafa eftirlit með dreifingu á mat, lyfjum, teppum, klæðnaði og þess háttar. A hinn bóginn höfum við heyrt að á sumum öörum stööum gangi dreifingin ekki eins vel, ýmist vegna mannfæðar eða hreinlega óáreiöanleika þeirra sem um hana eiga að sjá. Herinn er til dæmis mjög áhugasamur um að taka við hjálpargögnum og dreifa þeim en það ganga sögur um að ekki nema helmingur þess sem hann fær komist til hinna bág- stöddu. Og meöal stjórnarandstæðinga er Dr. David, yfirmaður Rauða kross Eþíópíu, ekki vinsælastur manna.” Naumlega sloppið undan skæruliðum — Geturðu nefnt mér dæmi um það? „Já, ég var einn morguninn að fljúga meö hann og nokkra fleiri til bæjarins Lalibella. Þetta er mikill túristastaður, enda eru þar stórmerkar kirkjur grafnar í berg, og þegar við flugum yfir staðinn urðum við ekki varir við neitt óeðlilegt. Svo lentum við og fyrstur stökk út eins konar öryggisvörður sem við fengum frá stjórnvöldum og fylgdi okkur í hverri ferð. Eg sá að f jöldi manns þusti að flugvélinni og reiknaði með að þetta væri fólk sem vonaðist eftir matar- gjöfum eða einhverju þess háttar, en þá stökk öryggisvöröurinn inn í vélina aftur og skipaöi mér í loftið í einum hvelli. Þá voru þetta stjórnarandstæðingar sem höfðu náð bænum undir sig um nóttina og bardagar stóðu raunar enn yfir. Við sluppum en hins vegar tóku skæruliðar einn mann frá okkur sem þarna var staddur og eina tíu túrista í gíslingu. Þeir slepptu Rauða krossstráknum og nokkrum ferðamannanna eftir tíu daga, en hinir urðu að fara fótgangandi til Súdan. Skæruliðarnir voru á höttunum eftir hjúkrunarfólki og öðru slíku; ástandið er engu skárra hjá þeim. En Rauða kross-maðurinn sagði okkur seinna að þegar skæruliðarnir fréttu af Dr. David um borð í vélinni okkar, þá hefðu þeir bókstaflega fengið vatn í munninn. Þeir áttu ýmislegt vantalað viö hann og fannst þeir hafa misst af góðumfeng.” Fyrir hersýninguna hefði mátt fæða þjóðina i þrjú ár — Nú hefur stjórnin í Addis Ababa mikil og sterk tengsl við Sovétmenn. Taka þeir þátt í hjálparstarfinu? „Eftir að Vesturlönd tókú við sér hafa þeir orðið að sýna Ut líka, en fram til þessa hafa þeir gert ógurlega lítið. Það eru ekki nema tvö ár síðan Eþíópía var sjálfri sér nóg um korn og átti raunar af- gang sem vel heföi mátt nýta. En komið var allt selt til Rússlands, og Rússamir hiröa líka aUt gull jafnóðum og það er grafið úr jörðu. A hinn bóginn dæla þeir vppnum í Eí»ó{sustjóra I septanber var haldið upp á tíu ára byltingarafmæU með mikiUi viðhöfn og þá fór fram feiknaleg hersýning í Addis Ababa. Blööin skýrðu frá því aö fyrir peningana, sem fóru í þessa hersýningu, hefði mátt fæða aUa landsmenn í þrjú ár.” — Það er talað um það núna að eina ráðiö til þess að stemma stigu við hungursneyðinni sé að hjálpa fólki á þurrkasvæöunum til þess að bjarga sér á eigin spýtur. Sýnist þér eitthvað bóla á slíkri lausn? „Ekki mikið. Og jafnvel þetta mál er ekki eins einfalt og það virðist vera. Stjórnvöld hafa gert þessa stefnu að sinni og tala mikið um að koma fólki fyrir á sérstökum svæðum þar sem það geti byrjað upp á nýtt. Þetta er gott og blessað, en þeir eru til sem halda því fram að það eina sem vaki fyrir stjórn- inni sé að koma þessu fólki úr umferð svo enginn sjái neyð þess. Þetta er eins og annað þarna suður frá. Vandamálin eru svo flókin að það er ógjörningur að átta sig á heildarmyndinni nema hafa farið á staðinn. Og jafnvel þá liggja lausnir alls ekki á lausu.” — Þú ert á leið aftur á þurrkasvæðin um miðjan desember. Hvernig leggst það í þig? „Satt að seja leggst það ágætlega í mig,” sagði Jón Hallgrímsson. „Maður hefur að minnsta kosti á tilfinningunni aðmaðurséaðgeragagn.” -IJ. NORÐDEKK hetísólud rodúúdeUk BESTA SNJÓMUNSTUR SEMVÖLERÁ Hjá okkur að RÉTTARHÁLSI 2 komast allir í hús, stórir sem smáir. Stærsta og tæknilega fullkomnasta dekkjaverkstæði landsins. Þú slappar af í setustofunni á meðan við skiptum um fyrir þig. VINNU STOFAN HF RÉTTARHÁLS 2 Simar: 84008 - 84009 SKIPHOLT 35 Símar: 31055 - 30360 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.