Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 26
DV. LAUG ARDAGUR1. DESEMBER1984. Þegar maöur er kominn í gálgann meö snöruna um hálsinn, sestur í raf- magnsstólinn og spenntur niður, lagst- ur á höggstokkinn og öxin reidd — þá er sannarlega ekki ástæða til aö horfa björtum augum til framtíðarinnar. En vonin er blíö. Þeir eru tU sem lent hafa í ofangreindum kringumstæðum en engu aö síður lifað af, lukkunnar pamfUar. Sá merkilegasti er án efa Joseph nokkur Samuels en árið 1803 lifði hann af þrjár tilraunir yfirvalda í röð til þess að verða hengdur. Samuels var dæmdur til dauða í Sydney í Astralíu fyrir einhverjar sakir sem ekki fylgja sögunni, og í fyllingu tímans var hann leiddur út til aftöku. Hann gekk sem leið lá upp gálgann, snaran var hert að hálsi hans og fellihlerinn opnaður. Það vUdi svo tU að reipiö sUtnaði. Samuels varpaði öndinni léttar stundarkorn en ekki leiö á löngu þar til böðullinn hafði fundiö nýtt reipi og hnýtt snöru. Samuels var á ný leiddur upp gálgann, allt fór fram sem fyrr og aftur slitnaði reipið. Böðlinum var farið að misUka þetta stórlega, segja sjónarvottar. Hann leitaði með logandi ljósi þar til hann fann reipi sem var bæði þykkt og traustlegt og í þriðja sinn steig Joseph Samuels hin þungu skref upp gálgann. I þetta sinn hélt reipið. Samuels dinglaði í loftinu. .. og dinglaði. .. og dinglaði. Þegar fimm mínútur voru Uðnar og Samuels var í bókstaflegri merkingu sprelllifandi var yfirvöldun- um nóg boðið. Hann var skorinn niöur. Samuels var nú frjáls maður. Sam- kvæmt lögum varö að láta menn lausa sem höfðu lifað af þrjár aftöku- tilraunir. Enginn veit hvað varð af þessum stálheppna manni, en úr því að hann komst ekki framar í kast við lögin má eins gera ráð fyrir að hann hafi eftir þetta lært sína lexíu og fetað hinn þrönga veg dyggðarinnar. Fallhlerinn virkaði ekki John Lee hét maður nokkur sem upp- lifði næstum hið sama og Joseph Samu- els. Lee var dæmdur morðingi og árið 1885 skyldi hann hengdur á Bretlandi. En það fór á annan veg. BöðuUinn, James Berry, hefur sagt frá því að Lee hafi sloppið lifandi vegna þess að um- gjörðin um fellihlerann hafi ekki verið nægilega vel úr garöi gerð. Berry sagði um atburð þennan: „Lee var komið fyrir með snöru um hálsinn ofan á fellihleranum. Eg dró hvíta pokann yfir höfuð hans, steig svo eitt skref tU hliðar og tók í handfangiö sem tengt var feUihleranum. En ekkert gerðist. Rétt áður hafði ég staðiö ofan á feUihleranum og varð' ekki var við neitt óeölilegt. Eg áleit því að hlerinn myndi auöveldlega falla niður.” Ur því svona var komiö leysti Berry fangann, tók af honum snöruna og hvíta sekkinn og fór meö hann inn í nærliggjandi biöstofu. Þar var hann geymdur meðan böðullinn rannsakaði gálgann. Tvívegis þreif Berry þéttingsfast i handfang feUihlerans og hann virkaði fullkomlega í bæöi skiptin. John Lee var því leiddur út á nýjan leik. „Þegar ég,” sagöi Berry, „tók í handfangiö með Lee við hUð mér geröist aftur ekki neitt. Lee slapp öðru sinni.” Æðsta yfirvaldið á staönum úrskurð- aði nú að frekari tilraunir tU að koma Lee í annan heim skyldu bíða uns innanríkisráðherrann skæri úr um máliö. Þáverandi innanrUcisráðherra, Sir William Harcourt, kvað þaö skoðun sína að Lee hefði þegar tekið út næga refsingu, hann hefði tvívegis horfst beint í augu við dauðann, og því bæri honum náðun. Lee var frír og frjáls upp frá því. Til voru þeir sem töldu hér um guð- lega forsjón að ræöa og bentu á ritningarstað fangelsisalmanaksins: „Sannlega er þetta hönd Guðs.” En þrálátur orðrómur var lengi á kreiki um að fangarnir sem smiöuðu gálgann hefðu komið fyrir í honum einhvers konar útbúnaði sem hindraði aö felli- hlerinn opnaðist þegar fangelsis- presturinn væri kominn á sinn stað. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.