Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 37
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Danny,semer 26áraogfrá Bandaríkjunum: giftist móöur minni T.v. Mary Ann fyrir rétti með hjóna- vígsluvottorðið og mynd af syni sín- um á barnsaldri. „Kæri guð. Þú verður að fyrirgefa mér. Eg hef framið mestu og hneykslanlegustu synd sem maður getur framið.” Danny James Bass, 26 ára er heltekinn af sektarkennd. Fyrir sex árum giftist hann Mary Ann Bass sem var 17 árum eldri. Hálfu ári síðar komst hann að því að hún var móöir hans. „Hún vélaöi mig. Hún vissi allan tímann að ég var sonur hennar. Þetta var geðveiki,” segir hann. Mary Ann Bass, sem er 43 ára, heldur því fram að hún hafi ekki haft minnstu hugmynd um að Danny var sonur hennar. Nú er hann búinn aö fara til lögfræöings til aö láta leysa upp hjónabandið þannig að hann geti gifst aftur og lifað eðlilegu lífi. Þessi flókni harmleikur byrjaði áriö 1961 þegar Mary Ann, sem þá var 20 ára að aldri lét frænda sínum, Horace Sullivan, son sinn eftir til ættleiöslu. Danny var bara þriggja ára en man móður sína: unga, fall- ega og dökkhæröa konu. Ættleiðing- in var í alla staði lögleg og Danny eignaðist síöar tvö systkin. Byrjaði með kaffibolla Um framangreind efnisatriði eru allir sammála. Flækjurnar hófust fyrst þegar Danny var oröinn 18 ára og lagðr fyrir sig spurninguna: „Hvar er móðir mín? ” í leit sinni kom hann til bæjarins Dickson í Tennessee. Hann hafði nafn og símanúmer frá frændanum og fann þannig húsvagn í fátækra- hverfi bæjarins. Hann bankaði spenntur á hurðina. Ut úr vagninum kom dökkhærö kona, nálægt fertugu. Hún kannaðist ekki við nafnið á móð- ur hans. „Nei, ég þekki ekki þetta nafn. Hún hlýtur að vera flutt héðan. En ég skal reyna að hjálpa þér. Má bjóða þér kaffibolla?” Þar með var það fullkomnað. Bollunum fjölgaði og eftir um það bil fimm mánuði fóru þau að fara út saman. Eitt kvöldið sem þau voru úti varpaði Mary Ann sprengjunni og sagði Danny aö hún væri ástfangin af honum. „Þetta var mikiö áfall fyrir mig,” segir Danny. „Eg sat bara og staröi út í loftið án þess að koma upp hljóði. Eg var þá ekki orðinn hrifinn af henni. Hún var mér bara góður vinur.” „Mary Ann varö æ ástfangnari af syni sínum. Eftir aö þau höfðu veriö saman í tvo mánuði vildi hún að þau giftust. Og Danny lét tæla sig út í það Svona lítur Danny út í dag. „Þegar mér varð sannleikurinn ljós var sem hjarta mittbrysti.” þrátt fyrir mikinn aldursmun. Hann þarfnaðist konu og þessi gat látið honum eftir dálítið af móður- kærleikanum sem hann hafði saknað frá barnæsku. Hjónaband ekki nóg I janúar 1978 giftust þau. Þau gerðu það með eins mikilli leynd og þau gátu og Danny flutti inn í hús- vagninn til Mary Ann. Hann vissi ekkert um að þetta var móðir hans. En þetta var greinilega ekki nóg fyrir hina ástföngnu Mary Ann. Hún elskaöi son sinn svo einlægt að það voru engin takmörk fyrir því sem hún fann upp á til þess að hann ánetjaöist ekki annarri konu. Einungis þremur dögum eftir vígsl- una gerðist hið ótrúlega: Mary Ann ættleiddi son sinn sem hún var nýbú- in að giftast. Ættleiðingin fór fram undir fölsku nafni og undir því yfir- skyni aö hún þyrfti hjálp til að annast átta ára gamlan dreng sem hún var áður búin að ættleiða. Það að hún fékk ættleiðinguna opinberlega viðurkennda er ótrúlegt en satt. Mary Ann á sér sína eigin skýringu áþvísemgerðist: „Eg sá Danny í fyrsta sinn 1966 eftir ættleiðinguna. Síðar hringdi hann margsinnis til frænku minnar. Arið 1976 hringdi hann heim til mín í fyrsta skipti. Einu ári síðar hringdi hann aftur og við ákváðum að hitt- ast. Skýringar móðurinnar eru fullar af mótsögnum. Hún heldur þvi meöal annars fram að hún hafi ekkert vitaö þegar Danny flutti til hennar að hann væri sonur hennar. Hann hafði hins vegar vitað það. Auk þess segir hún hann hafa verið eiturlyfjaneytanda strax frá gagnfræðaskólaaldri. „Ég giftist einu konunni sem ég hef nokkru sinni elskað. Ég vissi ekki að hún myndi síðar gera líf mitt aö helvíti,” segir Danny. Þama eru þau mynduð á nýjársdag 1979. Varð hermaður Það er ekki einkennilegt að Danny hafi verið dálítið undrandi yfir margs konar flækjum sambúðar- binar við móður sína. Á fáum dögum var hann endurættleiddur af móður sinni sem einnig varð eiginkona hans og hann tók eftirnafniö Bass eftir fyrri eiginmanni Mary Ann. Kvöld eitt eftir mikiö rifrildi leiddi hún hann í allan sannleikann og hann ákvaö að yf irgefa hana. Fyrst fór hann í herinn. En það varð erfiðara en hann hélt. Móðirin skrifaði honum í sífellu og grátbaö hannaðkomaaftur. Hann varð eftir nokkurn tíma sendur heim úr herbúðunum. Ástæð- an fyrir því var sú að hann þjáðist af þunglyndi. Á meðan hann hafði verið í hernum var Mary Ann tekin saman við fyrri eiginmann og 8 ára uppeld- issonur þeirra var hjá þeim. Ástand- ið varð smám saman óþolandi fyrir Danny og hann ákvað því að hverfa á braut. Hann fékk sér lögfræðing til að gera það ógilt að hann væri upp- eldissonur Mary Ann og til að rifta hjónabandinu líka. Viö það varö al- menningi kunnugt um málsatvik og Mary Ann var handtekin fyrir blóð- skömm. Síöustu árin hafa verið Danny erfið. „Frá því að mér var sannleikurinn ljós í júní 1978 hef ég varla verið með sjálfum mér,” segir hann. „Eg skammaðist mín svo að ég þorði ekki að bera mig upp við neinn. Núna, sex árum síðar, er ég loks bú- inn að hitta konuna sem mig hefur alltaf dreymt um. En ég þori ekki að horfast í augu við heiminn fyrr en það er oröiö þekkt að ég var saklaust fórnarlamb og að þessi harmleikur var ekki mér að kenna. Hvað er sannieikurinn Mary Ann heldur sig staðfastlega við framburð sinn að hún hafi ekki vitað neitt um að Danny væri sonur hennar þegar þau tóku saman. Hún heldur því fram að það hafi verið uppeldismóöir Dannys sem hafi sagt sér að hún hef öi gifst syni sínum. „Ég var alveg miður mín og ákvaö að spyrja Danny hvernig í öllu lægi. ” Spurningin er hvort þeirra segir satt. Þeim mun ólíkari og flóknari sem framburður þeirra veröur þeim mun erfiöara verður málið. B □ □ □ Sóknarfélagar — Vilborgarsjóður 37 DaaaoQaaDaDDaaaDaaaaaaaDDaaaaaaaoDODDaDaaaaa B ° Þeir Sóknarf élagar sem eiga rétt á styrk úr V ilborgarsjóði eru q D beðnir að hafa samband við skrifstofuna fyrir 12. desember D D □ D D d Starfsmannafélagið Sókn. a D □ □ □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Frá menntamála- ráðuneytinu Verkmenntaskólann á Akureyri vantar kennara frá næstu áramótum tii að kenna faggreinar rafiðna. Umsækjendur þurfa bð hafa sérmenntun í viökomandi kennslugreinum. Umsóknir skal senda til ráðuneytisins fyrir 15. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Aðalgeir Pálsson í Verkmenntaskóla Akureyrar, sími 96-26812. Menntamálaráðuneytið. BÍLDSHÖFÐA 16. 3 HD CD Seljum í dag Chevrolet Malibu Classic árg. 1979. 4ra dyra, ljósdrapp og brúnn, 8 cyl., 305 cub., sjálfsk., vökvastýri, litað gler, tauáklæði, mjög fallegur bíll. Opið 10-4. TÖGGUR HR SAAB UMBOÐIÐ SELJUM NOTAÐA bíla iy TEGUND ÁRGERÐ LITUR EKINN VERÐ BMW 525 1982 grænsans. 53.000 780.000 BMW 520 1981 blár 72.000 400.000 BMW 518 1982 Ijósblár 43.000 440.000 BMW 518 1980 brúnsans. 66.000 340.000 BMW 320 1982 hvítur 31.000 440.000 BMW 320 1981 drapp. 17.000 380.000 BMW 320 1981 gullsans. 47.000 380.000 BMW 318i 1982 gullsans. 11.000 430.000 BMW 315 1982 hvítur 10.000 345.000 Renault 18 TS 1980 rauöur 95.000 210.000 Subaru 1600 4 x4 1978 drapp. 104.000 130.000 Toyota Corolla 1978 silfurgrár 90.000 125.000 SELJUM IMOTAÐA BÍLA ÚRVAL ANNARRA BÍLA Á SÖLUSKRÁ, ÝMISS KONAR SKIPTI HUGSANLEG. Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. <gO> SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633.^*^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.