Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 4
4
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984.
Staða bankanna
mun verri en í fyrra
lrStaða bankanna er mjög slæm
um þessar mundir, miklu verri en á
sama tíma í fyrra. Þaö hefur orðið
mikill samdráttur í innlánum og
eftirspumin eftir útlánum hefur
aldrei verið meiri. Eg er alveg sann-
færður um aö hefði ríkisstjórnin sýnt
meiri fyrirhyggju væri ástandið ekki
svona slæmt.”
Þetta sagði bankamaður í samtali
við DV. Heildarinnlán bankanna
drógust mjög saman i nóvember og
þótt sá mánuöur sé alltaf heldur
erfiður tími hjá bönkunum, hvað
þessu viökemur, er samdrátturinn
mun meiri en á sama tíma í fyrra.
I september síðastliðnum var
mikil innlánaaukning i bönkunum
eftir að einn milljarður i spari-
skirteinum ríkiss jóðs var laus til inn-
lausnar. I kapphlaupinu um þá
peninga varð Verslunarbankinn hlut-
skarpastur og jók innlán sín um rúm
11%.
En nú hefur dæmið snúist við hjá
flestum bankanna.
Eins og fyrr er Verslunarbankinn
efstur á blaöi, en nú fyrir þaö að þar
hefur samdrátturinn orðið mestur. I
nóvember drógust heildarinnlán
bankans saman um 6%, i Lands-
bankanum um 3%, í Alþýðubankan-
um um 2,4% og i Iðnaðarbankanum
um 2%. I tveimur bönkum var hins
vegar um örlitla aukningu aö ræöa, í
Búnaöarbankanum jukust heildar-
innlán um 0,8% og í Utvegs-
bankanum um 1,2%. Samvinnu-
bankinn vildi ekki gefa DV
upplýsingar um stöðu heildarinnlána
bankans.
En hver er ástæðan fyrir þessum
samdrætti?
„Gengisfellingin varð mikið áfall.
Þaö stóöst á endum að þegar hagur
bankanna var farinn aö vænkast
eftir að vextir voru gefnir frjálsir í
ágúst og ailt stefndi í rétta átt þá
hrundi allt,” sagði Sveinn
Hannesson, forstöðumaður Iönaðar-
bankans. „Með gengisfeilingunni
varð enn eitt áfalliö í því að reyna að
efla innlendan spamað. Hún var
nánast auglýst í blöðunum hálfum
mánuöi áöur en hún átti að taka
gildi. Þetta hafði slæm áhrif enda
rauk fólk til siðustu dagana fyrir
gengisfellinguna og tók út sparifé
Sitt.”
Þeir bankamenn sem blaöið talaði
við voru sammála um aö þótt gengis-
fellingin ætti þarna stærstan hlut aö
máli kæmi fleira til, svo sem að
ýmsir sjóðir heföu hlaöist upp í
bönkunum i verkfallinu, sem svo
hefðu verið rifnir út eftir að því lauk.
Þá hefði greiðsla á söluskatti dregist
fram í nóvember.
-KÞ
þynur
Norösmannsþynur (Norömannsgreni) er
barrheldnasta jólatréð. Hann er sígrænn og
fallegur, og nýtur sívaxandi vinsælda hjá ungum
sem öldnum.
Vegna sérstaklega hagkvæmra innkaupa, hefur
okkurtekist að lækka raunverð á þessum
barrheldnu jólatrjám, þannig að verðskrá 1983
gildir óbreytt í ár.
Norðmannsþynur. Verðskrá 1983-1984.
75-100 cm.................. kr. 685.00
101-125 cm.................. kr. 835.00
126-150 cm.................. kr. 1010.00
151 -175 cm................. kr. 1275.00
176-200 cm.................. kr. 1875.00
201-250 cm.................. kr. 2175.00
251-300 cm.................. kr. 2390.00
301-400 cm.................. kr. 2630.00
Notið tækifærið, kaupið jólatré á frábæru
verði.
Eigum að sjálfsögðu gott úrval af öllum
tegundum jólatrjáa.
bl ómouol
Jólaskógurinn v. Sigtún
Vladimir Ashkenazy í fyrstu tónleikaferð sinni til Bandaríkjanna 1958
ásamt „ferðafélaganum” frá menningarmálaráðuneytinu. Hann
reyndist vera njósnari frá KGB, eins og aðrir fylgdarmenn sovéskra
listamanna í utanlandsferðum, að því er segir í bókinni um Ashkenazy.
Bók um Ashken-
azy komin út
Vaka hefur sent á markaö bókina
Ashkenazy — Austan tjalds og vestan,
samtalsbók Jaspers Parrotts viö
píanósnillinginn heimskunna,
Vladimir Ashkenazy.
Bókin kemur samtímis út hjá Vöku
og Collins-forlaginu í London og telst
slíkt til tiöinda í bókaútgáfu hérlendis.
Þá hefur ýmislegt af efni bókarinnar
vakið athygli þegar fyrir útkomu
hennar og orðið fréttaefni erlendis og
til þess verið vitnaö í íslenskum fjöl-
miölum. Má í því sambandi nefna
tengsl Vladimirs Ashkenazy viö
sovésku leynilögregluna KGB á náms-
árum hans í Moskvu.
Vladimir Ashkenazy f jallar í bókinni
í fullri hreinskilni um líf sitt og
tónlistarferil í Sovétríkjunum og á
Vesturlöndum. Hann ræðir um veru
sína á tslandi og afskipti sín af íslensku
menningarlifi. Tónlist, stjórnmál og
samferðamenn eru til umfjöllunar á
síðum bókarinnar og víða komiö viö.
Þýðandi er Guðni Kolbeinsson.
Annir hjá f lugfélögunum um jólin:
FLYTJA UM 25
ÞÚSUND MANNS
Tæplega tuttugu og fimm þúsund
manns verða á faraldsfæti á vegum
íslensku flugfélaganna um jólin.
Flugleiðir áætla að flytja milli 20 og
22 þúsund farþega í kringum jólin og
Arnarflug um 2 þúsund, önnur flug-
félög færri. Eins og sagt var frá í DV á
dögunum munu um þúsund
Islendingar dvelja erlendis á vegum
íslensku ferðaskrifstofanna um jólin.
Ber þar hæst sólarlandaferðir sem
löngu eru upppantaðar. Um 250 manns
verða á Kanaríeyjum á vegum Flug-
leiða, Urvals, Utsýnar og Samvinnu-
ferða-Landsýnar. 40 manns til viðbótar
verða þar á vegum Amarflugs,
Atlantik og Ferðamiðstöðvarinnar og
um 70 á vegum Flugferða-Sólarflugs.
Þvi má bæta við að síöastnefnda
skrifstofan verður og með 20 manns á
Mallorca.
-KÞ
í umræðum um raforkuverð til stóriðju:
Mill og sent
Raforkuverð til stóriðju er yfirleitt
kynnt í viðmiðun við bandarískan
dollar eða brot úr honum, eins og
kunnugt er. Orkuverðið er raunar ekki
haerra en það að áætlanir fyrir
árin 1985—1989 hljóða upp á að tsal
borgi að meðaltali 13,7 doliaramill fyr-
ir kílóvattstundina, eða 13,7 þúsund-
ustu úr bandariskum dollar.
Milleiningin hefur vafist fyrir
sumum. Hún er sem sagt þúsundasti
hluti eins og sent er hundraðasti hluti.
Bandarík jamenn kalla sem kunnugt er
aurana sína sent og það eru 100 sent í
hver jum dollar. Og sem sagt 1.000 mill.
Þeir nota fleirtölu s, við ekki.
Þessi heiti eiga rætur í latínu. Við
notum þau á ögn takmarkaðra sviði.
En flestir kannast líklega við prósent
og prómill úr stærðfræðinni sinni og
daglegri umræðu um stórt og smátt.
HERB