Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984.
9
Alþýðubandalagið f öldudal
I síðustu viku voru afgreiddir á al-
þingi nýir samningar við Alusuisse
vegna álbræöslunnar í Straumsvík.
Hluti stjórnarandstöðunnar á þingi
hélt uppi nokkurri gagnrýni á þessa
viöaukasamninga og þá einkum
Alþýðubandalagið sem óskaði eftir
útvarpsumræðum um máliö. Sjálf-
sagt í þeim tilgangi að ýfa á-
greiningsefnm sem mest og koma
andstöðu sinni sem best til skila
meöal þjóöarinnar.
Auðvitað er erfitt að leggja dóm á
afstööu og viðbrögö alls almennings
út frá eigin mati, en þó verður að
álíta að þjóöin hafi varpaö öndinni
feginsamlega þegar málið var loks
útkljáö. Það hefur ekki heyrst hósti
né stuna síöan. Önnur ályktun verður
ekki dregin en sú að samningamir
hafi notið almenns fylgis og and-
staðan gegn þeim hafi ekki fengiö
hljómgrunn. Maöur hefur það meira
að segja á tilfinningunni aö
Alþýöubandalagiö hafi sætt sig viö
ósigur í málinu og málafylgja flokks-
ins sem og annarra, sem
samningana gagnrýndu, hafi verið
tilmálamynda.
Nú eru ratsjárstöðvarnar að
komast í sviðsljósið og af fyrstu lotu
má marka aö andstaðan gegn þeim
nái sér ekki á flug og veröi kveðin í
kútinn.
Þegar þetta fer saman við afstöðu
Alþýöubandalagsins til nýgeröra
kjarasamninga og vanmáttar flokks-
forystunnar til að efna til upphlaupa
í kjölfar gengisfellingarinnar á
dögunum fer að verða ljóst að áhrif
Alþýðubandalagsins eru ekki svipur
hjá sjón miðaö viö það sem áöur
þekktist.
Fallandi gengi
Þetta er í sjálfu sér býsna
merkilegt vegna þess að flestum er
ljóst að núverandi ríkisstjórn baðar
sig ekki í vinsældum. Alþýðubanda-
lagið nær sér ekki á strik þrátt fyrir
fallandi gengi höfuðandstæöinganna.
Hvað sem líður takmarkaðri út-
breiðslu Þjóðviljans og fylgi Alþýðu-
bandalagsins í almennum kosning-
um (16 til 20%) er enginn vafi á því
að blaðið og bandalagið hafði oft á
tíðum miklu víðtækari áhrif á al-
menningsálitið en nú virðist vera.
Bæði var að Þjóðviljinn var fyrr á
dögum miklu beinskeyttari og
snarpari í skrifum sínum og eins hitt
aö Alþýðubandalaginu tókst tíöum
að höföa til þjóðerniskenndar og til-
finningahita sem rikur er meöal
íslendinga.
Hvort heldur var í álmálinu hér
áður, vamarmálum eöa landhelgis-
stríði, svo ekki sé talað um ráöandi
áhrif Alþýðubandalagsins i verka-
lýösbaráttunni, mátti flokkurinn sín
mikils i skoöanamótun hér á landi.
Hann réð ekki alltaf ferðinni, en Al-
þýöubandalagið var óneitanlega
flokkur stemmningarinnar sem dró
til sín fylgi og aörir flokkar þurftu að
takatillittil.
Meö öðrum orðum: Alþýðubanda-
lagið var ekki aöeins sósíalskur og
róttækur stjórnmálaflokkur, hann
var að ýmsu leyti uppspretta og
hreyfiafl þjóöernislegra og umbóta-
sinnaöra skoðana og hópa.
Þetta hefur breyst. Ég er ekki að
orða þetta hér vegna þess að ég hafi
af því áhyggjur, heldur vegna þess
aö þetta er fróöleg þróun og athyglis-
verö. Umbótasinnað fólk lítur ekki
lengur vonaraugum til Alþýðubanda-
lagsins. Nýjar hugmyndir, nýjar
uppsprettur eiga ekki lengur heima á
þeim bæ.
Fram hjá flokknum
Ein merkilegasta breytingin, sem
nú er að gerast í þjóölifinu, er jafn-
réttisbarátta kvenna, vaxandi hlut-
deild þeirra og afskipti. Konur hafa
kosið aö heyja þessa baráttu fram
hjá Alþýðubandalaginu.
Allur almenningur í landinu hefur
vaknaö til efasemda um ágæti
stjórnkerfisins. Gagnrýnir skatta-
kerfi og misrétti, slök lífskjör og mis-
skiptingu.
Fólk er að gera sér grein fyrir að
valdajafnvægið og samtryggingin
flokkanna í milli er meinsemd sem
stendur þjóöfélaginu fyrir þrifum.
Alþýðubandalagið er sett á sama bás
og aðrir flokkar í þessum efnum.
Vandamál nýrrar kynslóðar felast
í öðruvísi vanda en þehn sem byggist
á hefðbundnu stéttastríði. Einstæðir
foreldrar, ungir húsbyggjendur,
millistéttarfólk á lágum launum,
skattgreiðendur, fó'lk í atvinnuleit,
einstaklingar í leit aö lífs-
hamingjunni hafa enga trú á
sósíalískum eða marxískum Al-
þýöubandalagskenningum. Þess
vegna er Alþýðubandalagið ekkert
skjól fyrir þetta fólk.
Ellert B. Schram
skrifar:
Verkalýðshreyfingin er smám
saman að breyta um áherslur og átta
sig á hlutverki sínu í nútímasam-
félagi. Þess vegna ályktar ASI-þing
að stuðla þurfi aö nýju landstjórnar-
afli til aö ná fram baráttumálum
launastéttarinnar.
Alþýðusambandið hefur gefist
upp á Alþýðubandalaginu.
Farið hefur fé betra
Hin nýja kynslóð í landinu vill auk-
iö frelsi til fjölbreytni á lífsháttum,
tómstundum, heimilishaldi, vinnu og
viöfangsefnum. Hún vill samlagast
upplýsingaöldinni meö frjálsræði í
fjölmiölun, starfi og svigrúmi hvers
konar fyrir sjálfa sig. Hún hafnar al-
ræðinu og miðstýringunni. Þess
vegna er Alþýðubandalagið ekki
lengur valkostur fyrir það unga fólk
sem krefst breytinga og umbóta á
ríkjandi ástandi.
Meðal unga fólksins rísa upp
hreyfingar í nafni frjálsrar fjöl-
miðlunar, húsbyggjenda, feröa-
klúbba, kvenréttinda og jafnvel
félagshyggju. Jafnvel félags-
hyggjan leitar út fyrir Alþýðubanda-
lagiö. Og er þá mikið sagt.
Það er ekki tilviljun aö Svavar
Gestson boöar stift þá kenningu að
nú þurfi aö sameinast eða sameina
öll þessi öfl undir einn hatt; þau öfl
sem flokkur hans hefur misst af á
allra síðustu árum.
Eins og fyrr er rakið er þessi ferill
ekki rifjaður upp af áhyggjum vegna
Alþýðubandalagsins. Farið hefur fé
betra. Heldur af hinu aö þessi þróun
er vísbending um að til tíöinda geti
dregiö í íslenskum stjórnmálum.
Þeirra tíöinda að Alþýðubandalagið
veröi ekki lengur þaö sterka afl í
pólitíkinni sem taka þurfi tillit til í
næstu framtíð.
IMýtt blóð
Við skulum átta okkur á því aö
núverandi ríkisstjórn liefur safnaö
að sér glóðuin. Hún höföar ekki til
meirihluta þeirra kjósenda sem næst
ganga að kjörborðinu. Um síðustu
áramót voru 40% þjóðarinnar á
aldrinum 15 til 40 ára. Aðeins 23% Is-
lendinga erufertugireðaeldri.
Það fólk sem er á fertugsaldrinum
og þaðan af yngra vill ekki
gamaldagsstjórn. Það vill nýtt blóð
og hressileg umskipti. Það vill
hrista upp, breyta, þó ekki væri
nema breytinganna vegna. Fram-
sóknarflokkurinn höfðar ekki til
þessarar kynslóðar meöan hann
dragnast með hagsmunavörslu fyrir
StS í farangrinum, úrelta land-
búnaðarstefnu og afturhaldssama
frambjóöendur. Sjálfstæöisflokkur-
inn er ekki heldur eftirsóknarverður
valkostur meðan hann þumbast við
stjórnvölinn í fylgd með Framsókn
og kerfinu og þráast viö að gefa
yngri mönnum sín tækifæri.
Þorsteinn Pálsson átti erindi inn í
ríkisstjórn eftir aö bann varð for-
maður Sjálfstæöisflokksins. En eins
og komið er væri þaö óös manns æöi
fyrir hann aö bendla sig við stjórn
sem lifir sjálfa sig en tilheyrir for-
tiöinni. Hans von, og þá Sjáifstæöis-
flokksins um leið, byggist á því að
tileinka sér þá strauma sem nú fara
um þjóðfélagið og láta núverandi
ríkisstjórn lönd og leiö. Ekki af því
að þar sitji óhæft fólk, síður en svo.
Heldur af því að Þorsteinn Pálsson á
aö véra samstiga sinni eigin kynslóö,
en ekki f ulltrúi þess sem liöiö er.
Hver verður fyrstur?
Möguleikar Alþýöuflokks, Kvenna-
lista, Bandalags jafnaöarmanna og
annarra þeirra, sem til framboös
hyggja, liggja í því að Alþýðubanda-
lag, Framsóknarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur skilji ekki sinn
vitjunartima. Að þeir skynji ekki þá
hugarfarsbreytingu sem nú er
gerjun. I vaxandi mæli eru kjós-
endur aö líta til allra átta; eru opnir
fyrir þeim pólitísku öflum sem tala
það mál sem þeir skilja.
Næstu mánuðir eru spennandi
tími. Tekst Jóni Baldvin aö halda
dampinum? Ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn að láta toga sig dýpra í
feniö? Kemst Alþýöubandalagið úr
sinni eigin úlfakreppu? Eða leiða
þessar hræringar til meiriháttar
uppstokkunar á ríkisstjórn og
flokkaskipan? Hver verður fyrstur
til að svara kalli kjósenda?
Þjóðin vill leggja til hliðar lang-
. þreyttar deilur um álmál og hermál,
frjálshýggju og félagshyggju. Þjóðin
vill stjórnmálin upp á annað plan,
bæði í efnalegu sem veraldlegu tilliti.
I þessu sambandi eru þaö ekki
flokkarnir sem skipta máli, heldur
einstaklingarnir og hin nýja kynslóð
sem á að byggja þetta land. Það er
fólkið í landinu, ekki flokkamir, sem
þarf að lifa. Flokkamir þurfa hins
vegar að laga sig að fólkinu, en ekki
öfugt. Það er allt og sumt.
Ellert B. Sehram.