Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Géðlr siðir Ég á sjálfvirka þvottavél sem minnir mig alltaf öðru hvoru á rikis- stjóm. Á vélinni eru tíu kerfi sem gera flest þaö sama þegar ýtt er á hnapp en ef gleymist aö ýta á hnapp- inn gera þau ekki neitt. Þegar konan mín þarf aö fara í bæ- inn aö borga reikninga biður hún mig stundum að setja á kerfi tíu og þá fer vélin aö þeyta meö um þaö bil sex hundruð snúninga hraöa á mínútu og hrista sig svo óskaplega aö þaö ligg- ur viö aö maöur telji vissara aö flytja til útlanda á meöan á ósköpunum stendur. Eftir að kjarasamningamir voru geröir tóku ráðherrar fram vélamar sínar og settu á kerfi tíu og nú er verðbólguhjólið fariö aö snúast sem gerir það aö verkum að hjól atvinnu- lífsins stöövast og því miður er ekkert hægt aö taka úr sambandi lengur til aö bjarga málunum. Aö vísu em stjómvöld nú meö mildandi aögerðir á prjónunum sem eru fólgnar í því aö lækka tekjuskatt hjá fólki um fimm þúsund krónur en hækka söluskattinn hjá þessu sama fólkiumtíu. Og á meöan á þessum ósköpum stendur kinka útlendir jólasveinar kolli hver í kapp viö annan í öðrum hverjum búöarglugga á Stór-Reykja- víkursvæöinu samkvæmt taxta Rafmagnsveitunnar og íslenska jóla- sveinafélagiö auglýsir í blööum aö þaö eigi grýlur og huröaskella á lager því að hjá kaupmönnum og hurðaskellum byrja jólin um miöjan nóvember. Hjá okkur hinum, sem erum ekki í jólasveinafélaginu, byrja jólin hins vegar ekki fyrr en um þessa helgi. Jólaglögg Viö höfum verið iönir við þaö á undanfömum árum aö flytja iro alls konar óþarfa frá útlöndum, erlendar skuldir handa bömunum okkar, út- lenda áliðjudrauma handa náttúr- unni viö Eyjafjörð og jólaglögg handa hverjum sem hafa vill. Eg kynntist jólaglöggi um þetta leyti í fyrra hjá hjónum sem höföu lært þessa grautargerö í útlöndum og töldust því sérfræðingar í greininni. Mér fannst súpan svo sem ekkert vond en þó var sá galli á henni að þegar sérfræðingurinn sem bjó hana BENEDIKT AXELSSON til var búinn að prófa styrkleikann nokkrum sinnum, og hvort rétta bragðið væri aö gutlinu, missti hann hálft kíló af negulnöglum í pottinn. Þaö kann aö vera aö fólki finnist hálft kíló af negulnöglum eiga vel heima í súpu sem búin er til í þeim tilgangi að gera f ólk tilbúið undir tré- verk en hins vegar þvældust þeir fyrir mér í bollanum samfellt frá klukkan átta til klukkan aö veröa ellefu og þótt mér hafi fundist þaö í fyrstu spennandi aö vita hvort þaö sem upp í mig fór var negulnagli, hneta eöa rúsína fór allur glansinn af þessu um þaö bil sem ég hrækti út úr mér þrítugasta og sjöunda naglan- um. I fyrstu hélt ég aö erfiöleikar mínir með naglana væru einu erfið- leikarnir á staönum en brátt komst ég aö raun um aö maðurinn við hlið- ina á mér átti í hvínandi vandræöum meö rúsínumar sínar. Þaö kom nefniiega upp úr kafinu aö þessi maöur haföi megnustu óbeit á rúsín- um og datt því ekki í hug að drekka þær en hins vegar átti hann hjálp- sama konu sem bragöar ekki áfengi en til þess að rúsínurnar færu ekki til spiliis borðaöi hún þær fyrir bónda sinn og var orðin dæmalaust kát þegar líöa tók á kvöldið. Allt fór þetta þó vel fram og þegar við komum heim voru allir gluggar orönir fullir af skóm því að í byrjun desember fara jólasveinarnir aö setja eitthvaö í skóna hjá þægu börnunum og þaö er vissara aö hafa þá nógu marga ef bíllinn sem snjó- dekkin fylgja á aö komast fyrir í þeim eöa vídíótakiö á tilboðsveröinu. Börn geta nefnilega líka veriö glögg ekki síöur en glundriö meö negulnöglunum. Kveöja Ben. Ax. Nýjar bækur eftir Rixi Markus og North Nýlega komu út í London tvær bridge bækur, sem ástæöa er til að vekja athygli á. Önnur er eftir Rixi Markus, frægustu bridgekonu fyrr og síðar, og heitir á frummálinu „More deadly than the male, first lady of bridge” og geri ég ekki tilraun til aö þýöa titilinn. Hin er eftir kunnan enskan bridgerit- höfund, Freddie North, og heitir á frummálinu „Aunt Agatha plays tournament bridge” eöa Agatha frænkaspilar keppnisbridge. Báöar bækurnar eru gefnar út af enska útgáfufélaginu Faber and Faber LtD, 3 Queens Square, London og kosta innbundnar hver £8.95, en pappakiljur £3.95. Sú síöarnefnda er skrifuö í gam- ansömum tón en samt mjög lær- dómsrík fyrir þá spilara sem bæta vilja keppnisspilamennsku sína. Bók Rixi er um spil sem komið hafa fyrir í alþjóölegum mótum og gerir hún at- hugasemdir viö þau eins og henni einni er unnt. Bridge Stefán Guðjohnsen Hér er skemmtilegt sýnishorn. Viö gefum Rixi oröiö: „Eitt frægasta útspil allra tíma kom frá Italanum Bellentani á Evrópumótinu í Dublin 1967. And- stæðingarnir voru á hættu og hann sat í vestur meö þessi spil: SAK7 HA1093 TK LKG854 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Noröur pass 1 T dobl 4S pass 5 T pass 6 T pass pass pass Þú hefðir ef til vill doblaö sex tígla? Þá er enn þýðingarmeira aö finna rétta útspiliö. I leik Italíu og Svíþjóöar doblaöi Bellentani ekki og spilaöi út tígulkóng. Skoöiöáhrifin: Norðuh A D1098643 V- 0 1042 * AD7 Austuk A G52 ^ K84 0 87 * 109632 SUÐUR A - DG7652 C ADG9653 * - Eftir tígulkóngsútspilið, þá getur sagnhafi aöeins trompað tvö hjörtu í blindum og verður því aö gefa tvo slagi á tromp. Sé einhverju ööru spilaö út, þá getur sagnhafi trompaö þrjú hjörtu og síðan er hann neyddur til þess aö taka trompásinn og gefur því aöeins einn slag á hjarta. Margir töldu þetta útspil á sínum tima hugaróra en þaö var sannarlega góö hugsun aö baki þess. Þaö er víst aö suöur á engan spaöa, eða því tók hann út fjóra spaða? Hann þarf áreiðanlega að trompa annaðhvort hjörtu eða (ólíklegra) lauf. Og tapist slagur á trompkónginn (alls ekki víst), þá skilar slagurinn sér aftur meö því að hindra trompun.” Sláturfélagið sigraði í firmakeppni BSÍ Sláturfélag Suðurlands varð efst í firmakeppni Bridgesambands Islands sem haldin var sl. mánudag, meö 113 stig. Spilari fyrir þá var Bernharöur Guömundsson. Urslit í firmakeppninni uröu sem hér segir: 1. Sláturfélag Suðurlands, 113 stlg 2. -3. Isfugl, HZstig 2.-3. Aðalbraut h/f 112 stig 4.-5. S. Armauusson&oi)., lllstig 4.-5. ISAL, 111 stig 6.-7. Búnaðarbankinn, 110 stig 6.-7. H. Olafsson & Bernhöft, 110 stig Vlsti k A AK7 A1093 O K A KG854 Jól í Valhöll JOLAGETRAUN DV? 2. HLUTI Hvað heitir hesturinn? Þaö er ekkert leyndarmál aö jóla- sveinninn notar hreindýr til aö draga vagn sinn þegar hann bregöur sér bæjarleiö. En þegar guðinn Oðinn þurfti aö drífa sig á pósthúsiö meö jólapóstinn byrjaöi hann ekki á því aö veiða sér hreindýr til fararinnar. Hann á nefnilega góöan hest sem löngu er heimsfrægur sakir fráleika síns enda með 8 fætur. Þaö er einmitt ástæöa þess aö jólapósturinn frá Oöni er stundum í seinna lagi því guðinn veröur alltaf að járna alla 8 fæturna fyrir lengri feröalög. Og feröin meö jólapóstinn flokkast undir langferöir því ekkert pósthús er í Valhöll. Nú viljum viö fá aö vita hvaö hestur Oöins heitir. Þeir sem geta rétt eiga möguleika á glæsilegum vinningum sem sóma myndu sér í hvaða höll sem er; sannkallaðir VALHALLAR-vinningar. Myndbandstæki, hljómtækja- samstæöa og feröatæki, allt frá Panasonic, rándýr tæki sem goðin í Valhöll myndu ekki einu sinni fúlsa viö. Muniö bara aö safna öllum 10 lausnunum saman og senda í einu lagi til DV, jólagetraun, Síðumúla 14, Reykjavík. Skilafrestur er til 2. janúar. CUSkjóni □ Svarti folinn | ISleipnir Nafn Heimilisfang Sími_________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.