Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Síða 22
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 116., 119. og 122. tölublaöi Lögbirtlngablaðsins 1983 á
eigninni Kársnesbraut 24 — hluta —, þingl. eign Hermanns Sölva-
sonar, fer fram aö kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Verslunarbanka
Islands, Einars Viðar, Guðjóns Steingrímssonar hrl., Ara isberg hdl.
og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12.
desember ki. 11.30.
Bsjarfógetinn í Kópavogi.
St. Jósefsspítali
Landakoti
Lausar stöður:
Hjúkrunarfræðingar
— Barnadeild
— Handlækningadeild, II-B
— Lyflækningadeildir, I-A og II-A
— Skurödeild
Sjúkraliðar
— Barnadeild
— Handlækningadeild, II-B
— I.yflækningadeildir, I-A og II-A
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist
hjukrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600
frá kl. 11.00—12.00 og 13.00—14.00 alla virka daga.
Röntgenhjúkrunarfræðingur
Köntgentæknir óskast sem fyrst viö röntgendeild. Upplýsing-
ar veitir deildarstjóri kl. 11.00—12.00 og 13.00—14.00 alla virka
daga.
Starfsmenn við ræstingarstörf
Upplýsingar gefur ræstingarstjóri kl. 11.00—12.00 og 13.00—
14.00 e.h. alla virka daga.
Reykjavík 5. des. 1984.
Skriístofa hjúkrunarforstjóra.
Tilkynning
Frá Fiskveiöasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1985 og endur-
nýjun eldri umsókna.
Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði Islands á árinu 1985 hefur
eftirfarandi veriö ákveðið:
1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði
Engin lán verða veitt til byggingaframkvæmda nema hugsan-
leg viöbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt
lánsloforð til, eða um sé aö ræða sérstakar aðstæður að mati
sjóðsstjómar.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins, þar með talið hagræðingarfé
hrekkur til, verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa
í för meö sér bætt gæði og aukna framleiðni.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforö Fiskveiða-
sjóðs liggur fyrir.
2. Vegna fiskiskipa.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til
skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauð-
synlegt og hagkvæmt.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða-
sjóðs liggur fyrir.
3. Endurnýjun umsókna.
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endumýja.
Gera þarf nákvæma grein fyrir hvemig þær framkvæmdir
standa sem lánsloforð hefur verið veitt til.
4. Umsóknarfrestur.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 1984.
5. Almennt.
Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum,
ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, aö öðr-
'im kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á
skrifstofu Fiskveiðasjóðs Islands, Austurstræti 19, Reykjavík,
svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur).
Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki
teknar til greina við lánveitingar á árinu 1985 nema um sé að
ræða ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík 16. október 1984.
Fiskveiðasjóður íslands.
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984.
Hann leikur Philip York.
Ekki dregur Makduff af sér.
enskur leikhópur
sýnir Makbeð á
Akureyri
ogíReykjavík
Makbeð kemur frá Tókíó til Akureyr-
ar. Þetta þykir ef til vill nokkuð óvana-
leg leið fyrir Skotakóng, en er alveg í
anda The London Shakespeare Group.
Það er leikhópurinn sem setur harm-
leikinn upp hér á landi, fyrst fyrir
norðan og síðan í Reykjavík.
Sýningamar á Akureyri verða næst-
komandi miðvikudag og fimmtudag,
12. og 13. desember, en í Þjóðleikhús-
inu sýnir flokkurinn á föstudag og
laugardag, 14. og 15. desember. Rétt er
að vekja athygli á því aö einungis
verður um þessar fjórar sýningar aö
ræða.
I upprunalegri mynd Shakespeares
krefst Makbeö f jölda leikara, en í þess-
ari útgáfu The London Shakespeare
Group er aðeins notast við sjö. Þaö
segir sig því sjálft að um sérstaka leik-
gerð er að ræða sem hefur í för meðsér
nokkra einföldun, en þó eru uppfærslur
þessa flokks annálaðar fyrir það
hversu vel og trúmannlega þær ná
Shakespeare-verkunum með fáum
leikurum.
Farangur aðeins
þrjár kistur
The London Shakespeare Group er
rekið á vegum British Councii og var
þetta nafn fyrst notaö áriö 1968. Þá var
fjórum breskum leikurum boðiö að
ferðast milli háskóia í Japan í því
skyni að kynna verk Shakespeares
með stuttum leikatriðum; þessi hópur
fór ennfremur um suðausturhluta Asíu
með sömu leikatriði. Áður hafði British
Council að vísu sent litla flokka af
þjálfuðum Shakespeareleikurum um
ýmis lönd en frá og með ofannefndri
leikför festist nafnið The London
Shakespeare Group við slíkar feröir.
Hópurinn hefur ferðast um 36 lönd á
undanförnum sjö árum og sýnt bæði
harmieiki og gamanleiki ViOa skálds.
Takmarkið er að sýna leikritin á eins
skýran og einfaldan hátt og unnt er
með svo takmörkuðum leikarafjölda
og farangri sem flokkurinn hefur
tamiö sér. Farangurinn er yfirleitt
aöeins þrjár kistur og hafa þær marg-
sinnis verið notaðar sem leikmynd.
British Council á fimmtíu ára afmæli
á þessu ári og af þeirri ástæðu er
Herra og frú Makbeð sest i hásætið; Richard Heffer og HHary Drake í hlut-
verkum sinum.
vandað sérstaklega til uppfærslunnar
á Makbeð. Leikaramir í sýningunni
eru sjö: Richard Heffer, er leikur
þrjótinn Makbeð, Hilary Drake, er
leikur flagðið konu hans, og svo Gareth
Armstrong, Philip Bowen, John
Fraser, Mark Greenstreet og Philip
York. Allt eru þetta margreyndir og
þekktir leikarar úr leikhúsunum á
Bretlandi, auk þess sem þeir hafa bæði
leikiö í kvikmyndum og sjónvarpi.
Leikmynd geröu John Fraser og
danski maðurinn Kristian Vang
Rasmussen; sá síðamefndi teiknaði
einnig búninga, en lýsingu og fram-
kvæmdastjórn annast Howard Harri-
son.
Blóð kallar á blóð
Ef aö líkum lætur þarf vart að kynna
harmleikinn um Makbeð fyrir
Islendingum. Fyrir nokkrum árum
setti Leikfélag Reykjavíkur leikinn
upp; hann hefur einnig veriö sýndur í
sjónvarpi og í bíói. Það var Pólverjinn
barngóði, Roman Polanski, sem
stjómaði síðustu Makbeö-myndinni
sem sýnd hefur veriö hér. En til
upprif junar má geta þess aö leikritiö
hefst þegar Makbeð og Bankó, skoskir
aöalsmenn, eru á leið til konungs síns
eftir aö hafa unnið frækilegan sigur á
uppreisnarmönnum sem nutu stuðn-
ings norskra víkinga. Áður en þeir
kumpánar ná til kóngs hitta þeir fyrir
nomir þrjár sem gefa þeim, og einkum
Makbeð, fyrirheit um mikla upphefð.
Hann á að veröa kóngur en Bankó að
geta af sér f jölda kónga án þess þó að
hann fái kórónu á kollinn sjálfur.
Kóngurinn Dúnkan launar Makbeð vel
fyrir afrek hans gegn uppreisnar-
mönnum en mikið vill meira og Mak-
beð tekur að hugleiöa að myrða kon-
ung svo spá nomanna megi rætast og
hann sjáifur verða hæstráðandi Skot-
lands. Eggjaður áfram af konu sinni
lætur hann til skarar skríða, en blóð