Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 26
26 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. œgnVERÐBÓLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Hækkandí vextír Hávaxtareikningur ber stighækkandi vexti, 17% í fyrstu sem strax eftir 2 mánuði hækka um 1,5% á mánuði uns 24,5% er náð. Eftir samanlagðan 12 mánaða sparnað hækka vextirnir síðan um 1% til viðbótar og eru 25,5% upp frá því. Ársávöxtun Vextir leggjast við höfuðstól 30. júní og 31. desember ár hvert og fer því ársávöxtun aldrei niður fyrir 27,12% en getur náð 27,58% sem ræðst af því hvenær ársins lagt er inn. Vextír frá stofndegí Allar vaxtahækkanir Hávaxtareiknings reiknast frá stofndegi og falla aldrei niður á sparnaðartímanum. Þannig tryggir afturvirk prósentuhækkun bestu kjörin. Nýstáríegt fýrírkomulag Stofnskírteini er gefið út fyrir hverri innborgun og er hvert stofnskírteini til útborgunar í einu lagi. Því er sjálfsagt að deila innborgun á fleiri skírteini sem gerir úttekt á hluta fjárins mögulega, án þess að vaxtakjör eftirstöðva rýrni. Obundinn Hvert skírteini er laust til útborgunar fyrirvaralaust. Betrí kjör bjóðast varla. HMA Sigurður Bjarklind í opinni fallhlíf yfir Akureyrarflugvelli. „Fallhlífarstökkvarar eiga oft erfitt með að útskýra fyrir öðrum í hverju töfrar þess að stökkva eru fólgnir. Reyndar er tæpast hægt aö lýsa þessu með orðum, þetta er upplifun sem ekki er hægt að deila meö öðrum en þeim sem stökkva með,” segir Siguröur Bjarklind fallhlífarstökkskennari. Ljósmyndir geta þó gefiö einhverja hugmynd um hvað málið snýst. I ágústmánuði síðastliðið sumar kom norskur fallhlífarstökkvari i heimsókn til Akureyrar. Hann heitir Jens-Henrik Jensen og er einnig „freelance” blaða- maður. Hann stökk meðal annars með félögum í Fallhlifaklúbbi Akureyrar og tók þessar myndir sem hér birtast. Myndirnar eru af þeim Sigurði Bjarklind (480 stökk) og Steindóri Steindórssyni (105 stökk) og eru teknar í stökki yfir Akureyrarflugvelli úr 7.500 feta hæð. Þessar myndir tala sínu máli. Nokkrar af þessum myndum hafa birst í „Flynytt”, norsku blaði um flugmál. Þar er meðal annars sagt frá upphafi fallhlífar- stökksá Islandi: „Fyrsta fallhlífarstökk á Islandi var 14. júní 1966 og það var Agnar Kofoed-' Hansen sem stökk. Ástæðan var sú að Hansen taldi að flugbjörgunarsveitin þyrfti að geta stokkið í fallhlíf. Til þess að aðrir stykkju ákvað hann að stökkva fyrst. Með Agnari Kofoed-. Hansen voru ellefu aðrir stökkvarar á fyrsta námskeiðinu. Þeirra á meðal var Sigurður Bjarklind. Áriö 1968 fór fyrsta keppni fram. Fyrsti kvenfall- hlífarstökkvari var Björg Kofoed-. Hansen, dóttir frumkvöðulsins.” -SGV. Sigurður Bjarklind spáir í málin út um gluggann á Dornier vél Haraldar Snæhólm flugkappa. Þessi mynd er tekin yfir Melgerðismelum í Eyjafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.