Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 39
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. 39 / bók sinni freista þeir Jón Guðni Kristjánsson og Baidur Kristjénsson þess að skýra hvaða öfi voru að verkiiverkföiiunum si. haust. DV-mynd GVA. gefa út tvær bækur aðrar fyrir jólin. Önnur er eftir Helga Olafsson og Askel öm Kárason og fjallar um ólympíu- mótið í skák sem er nýlokið í Grikk- landi og hin er eftir Guðmund Svein Hermannsson og fjallar um ólympíu- mótið í bridge. Það er ætlun okkar, ef vel gengur, að Samtíminn verði apparat sem sé í stakk búið til þess að skrá samtímaatburði fljótt og vel og koma síðan bókum á götuna fljótlega eftir að atburðirnir gerast. Það hefur verið skortur á sh'ku hér á landi og ef þetta verður til þess aö betri aöstaöa skapist til þess að gefa út svona bækur þá er ekki til einskis unnið," sagði Jón Guðni. -IJ FuB skemma afjólattjam Dönsk jólatré: Normannsgreni, Nobilis og Fura Jólatréin eru komin, og jólasvein- amir hafa tekið völdin í Jólatrés- skemmunni okkar v/Miklatorg. íslensk jólatré: Reuðgreni og Fura Þeir em rausnalegir og bjóða mömmu og pabba upp á heitt kaffi og bömunum appelsín. Að sjálfsögðu aðstoða þeir þig við að velja rétta jólatréið. VIÐ MIKLATORG Verkfalls- átök og fjöl- miðlafár Lyf sem hafa áhrif á athyglisgáfu og viðbragðsflýti eru merkt með RAUÐUM VIÐVÖRUNAR- ÞRÍHYRNINGI yuE™*" —ný bók um verkföllin í haust „Tilgangur okkar með þessari bók er að skrá þá atburöi sem geröust hér í fjölmiðlaleysinu og verkfalli BSRB. Við teljum að þá hafi ýmislegt það gerst sem aldrei hefur gerst hér áöur, eöa aö minnsta kosti ekki í marga ára- tugi, og við töldum brýnt aö skrá þá hið fyrsta,” sagði Jón Guðni Kristjánsson, annar höfundur bókarinnar Verkfalls- átök og fjölmiðlafár sem væntanleg er einhvern næstu daga. Hinn höfundur bókarinnar er Baldur Kristjánsson. Þeir félagar eru báðir blaðamenn á NT. „Við þykjumst alls ekki vera hlut- lausir í þessari bók,” hélt Jón Guðni áfram. „Við skráum það sem gerðist en leggjum síðan okkar mat á það, og leggjum niðurstöður okkar fyrir strax í formálanum. Það þarf enginn að fara í grafgötur meö afstöðu okkar. ” — Og hverjar eru helstu niöurstöður ykkar? „Ja, við teljum að í þessum verkföll- um hafi ríkisvaldinu verið beitt rétt eins og verkfallsréttur, per se, væri alls ekki fyrir hendi. Ríkið hagaði sér eins og það væri engin hefð fyrir því hér að stéttarfélög hefðu frelsi til þess að fara í verkfall. Dæmi um þetta eru til dæmis hvemig kjaradeilunefnd var notuö, hvernig yfirmenn ýmissa stofn- ana voru skikkaðir í störf undirmanna sinna og sitthvað fleira. Það er erfitt að koma svona hegðun ríkisins heim og saman viö þá skoðun aö verkalýðsfé- lögin séu frjáls. Við teljum líka að verkföllin hafi sýnt ákveöin tímamót hjá Sjálfstæðisflokknum sérstaklega.” —Hvernig þá? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið mikill talsmaður hvers konar lagahyggju. Einn helsti foringi sjálf- stæðismanna, Bjami Benediktsson, skrifaði til dæmis mikið um sambúð ríkisins og hagsmunasamtaka, og lagahyggjan var ætíð rauöi þráðurinn í skrifum hans. Nú sýndi ýmislegt að sjálfstæðismenn litu öðruvísi á málin. Tökum til dæmis tollamálin. Um þaö leyti sem verkfall BSRB leystist iágu fyrir bréf um þaö aö það ætti að opna Tollvörugeymsluna upp á gátt, eins og tollvarsla væri alveg óþörf. Sköpuðu útvarpsstöðvarnar óöryggi? Svipað var uppi á teningnum í út- varpsmálunum. Þaö sem gerðist í þessu verkfalli var það að alls konar aðilar tóku upp sínar eigin lögskýring- ar, og hver tók það fyrir lög sem hon- um hentaði. Við teljum mjög háskalegt að menn skyldu komast upp með þetta. Við álítum líka að útvarpsmálin hafi orðiö til þess að hleypa mestri hörku í þetta verkfall, og að útvarpsstöðvam- ar hafi einmitt rutt brautina að þessu ástandi, þegar hver virtist fara sínu fram án tiliits til laga í landinu. Þeir sem settu upp útvarpsstöðvarnar töl- uöu mikið um að þeir byggðu þær á neyðarrétti, en við erum þeirrar skoðunar að þær hafi alls ekki skapaö það öryggi sem forsvarsmenn þeirra vildu vera láta. Þvert á móti hafi þær skapað óöryggi í þjóðfélaginu og bein- línis skapað hættu á átökum. Það er nokkuð víst aö ef stöðvunum hefði ekki verið lokað af lögreglunni þá hefði þeim fyrr eða síðar verið lokað meö valdi: það hefði komiö til átaka. I þessu sambandi vil ég taka skýrt fram að í þessu mati okkar felst ekkert mat á því hvort afnema eigi einkarétt ríkis- ins á útvarpsrekstri — viö teljum ein- ungis háskalegt ef menn geta tekið sér það bessaleyfi að afnema hann án þess aðlögséufyrir.” — Hver gefur bókina út? „Þaö er nýtt foriag sem heitir Sam- tíminn. Við rekrnn það sjálfir ásamt nokkrum félögum okkar og munum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.