Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 42
42
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984.
ru#s$o*
johann
else
like it
Jóhann Kristinn Pétursson veröur
jarðsunginn í dag, laugardag. Jóhann
verður lengi í minnum haföur hér á
landi sökum þess að hann var hæsti
íslendingur sem spurnir fara af og hér
á landi var hann raunar yfirleitt
kallaður Jóhann risi. Flest ár ævi
sinnar dvaldist Jóhann erlendis og
sýndi í fjölleikahúsum enda voru ekki
mörg önnur störf sniðin fyrir svo
stóran mann. Jóhann var 234 sentí-
metrar á hæð þegar hann var hæstur.
Hann fluttist heim til íslands fyrir
nokkrum árum og dvaldist að mestu ó
sjúkrahúsum síðan, enda var hann
orðinn rúmlega sjötugur, fæddur þann
9. febrúaráriö 1913.
Helgarblaöið minnist Jóhanns meö
því að birta hér nokkrar myndir frá
ævi hans og ferli og einnig birtist hér
þýtt viötal viö hann sem birtist í
bandaríska blaðinu The Tampa
Tribune í júlí árið 1977. Viðtal þetta tók
Panky Glamsch og það fylgir sögunni
að Jóhann hafi sjálfur verið býsna
ánægöur með þaö. Annars reyndust
fjölmiölar honum ekki alltaf vel.
Viðtalið fer hér á eftir óstytt.
Þegar Jóhann Pétursson fæddist á
íslandi fyrir 64 árum vó hann rúm
f jögur kíló og var meðaistór.
Er hann haföi náð 25 ára aldri var
hann tæp 200 kíló og 230 sentímetrar á
hæð.
Nú er hann sestur í helgan stein og
býr í Riverview. Á ferli sínum í fjöl-
leikahúsum hefur hann gengiö undir
mörgum nöfnum: Stærsti maður
heims, Víkingarisinn, Olafur, Stóri
jólasveinninn og Santa Claus.
„Þeir kalla mig a/drei risa"
„Krakkarnir hér í nágrenninu, þeir
kalla mig bara Mr. Jóhann. Þeir eru
mér mjög góöir, þeir kalla mig aldrei
risa,” sagöi Pétursson með syngjandi
Norðurlandahreim sínum.”
Nú er hann svolítið farinn að bogna í
baki og þarf iðulega að reiða sig á tvo
göngustafi, en engu að síður gnæfir
hann yfir alla í kringum sig. Silfur-
grátt hár hans og mikið skegg gefa
honum yfirbragðs góðlegs, en tröll-
aukins, afa.
Pétursson býr einn í steinsteyptu
húsi sem er í engu frábrugðið öðrum
húsum í nágrenninu. Utan dyra er
húsið að mestu hulið eikartrjám — inni
fyrir hefur hann ekki gert aðrar til-
hliðranir en að koma fyrir sér-
smíðuðum stól og rúmi sem er 250
sentímetrar á lengd.
„Eg lét ekki einu sinni hækka
huröina og því er ég sýkntog heilagt aö
reka mig upp undir,” sagði hann.
Kímni hans kemur berlega í ljós þegar
rætt er við hann. Oft gerir hann gys aö
sjálfumsér.
„Gullna hliðið
var of lágt"
„Einu sinni var ég á sýningu og þá
spurði kona nokkur mig hvað ég væri
gamall,” rifjaði hann upp. „Þegar ég
sagði henni það hrópaöi hún upp yfir
sig: Ertu 55 ára? Og enn á lífi? Eg
sagöi þá við hana: Sjáðu til, ég fór á
fund Lykla-Péturs fyrir nokkru síöan
og hann sagöi viö mig: Jóhann, þú
getur ekki komiö hér inn fyrir —
Gullna hliðiö er of lágt. Og þess vegna
erégennálífi.”
Á löngum ferli sínum í skemmtana-
bransanum átti Pétursson því ekki aö
venjast að fólk mótmælti því sem hann
sagði. Þegar fólk borgaði sig inn til
þess að sjá hann hlýddi það einnig á
ræðustúf og í honum reyndi Pétursson
að svara algengustu spumingunum
sem fyrir hann voru lagðar. Það kom
fyrir aö fólk kom aftur og aftur til aö
sjáhannogheyra.
„Gerði tvær konur
mjög hamingjusamar "
Einu sinni voru tvær konur lengi að
sniglast í kringum hann og loks safnaöi
önnur þeirra nægum kjarki til að
leggja fyrir hann spurningu. Hún vildi
fá að vita hvort hann væri kvæntur og
ef svo væri, hvort hann ætti böm.
Pétursson, sem er piparsveinn,
svaraði hiklaust: ,,Já, ég hef veriö
kvæntur fimm konum og á fjórtán
böm.”
Hann sagði nú um þetta atvik:
,,Konan hljóp út úrsýningartjaldinuog
hrópaöi þessar fréttir til vinkonu
sinnar. Ég geröi tvær konur mjög ham-
ingjusamar þennan dag,” og hann
kinkaði kolli með ánægjubros á
vörum.
En lífiö hefur ekki alltaf verið dans á
rósum fyrir Jóhann Pétursson. Hann
var sá þriðji af níu systkinum og
fæddist á Akureyri, öðmm stærsta bæ
Islands.
„Faðir minn var sjómaður og viö
áttum líka dálítiö býli,” sagði hann.
„Móðir mín vann á býlinu og sá um
fjölskylduna eftir að faðir minn lést.
Þaö var vitaskuld erfitt fyrir hana, en
viö elstu krakkarnir vorum farin aö
vaxa upp og saman gekk okkur ágæt-
Jóhann heima á Akureyri ásamt þremur systkinum sinum. Fyrir aftan hann eru frá vinstri Vigiundur, séra
Trausti og Anna. Ekkert systkina Jóhanns náði meiru en meðaihæð.
Jóhann K. Pétursson um það leyti
sem hann hélt út til Danmerkur árið
1935.
íþessum sýningarbás sýndi Jóhann i Bandarikjunum.
lega. Faðir minn dó þegar ég var tólf
ára. Móðir mín lést svo árið 1934. Þau
og systkini mín voru öll af venjulegri
stærö.
Eg var engu hærri en flest böm
þangað til ég var tólf ára. Þegar ég var
þrettán eöa fjórtán ára fór ég að
stækka og á aldrinum fimmtán til
sautján ára óx ég enn hraöar.
Jafnframt vann ég hörðum höndum.
Þau höfðu gert úr mér sjómann og ég
vann líka heima á bænum.
„Þeir hefðu getað
stöðvað vöxtinn"
Það var talað við lækni en hann vissi
ekki hvað var að. Árið 1935 fór læknir-
inn minn með mig á læknaþing í Kaup-
mannahöfn og læknamir þar sögöu
honum að hann hefði átt aö gera
eitthvað til að stöðva vöxtinn í þessum
vesalings dreng. Þeir hefðu getaö
það.”
Um þetta leyti ráðlögðu læknar
Péturssyni að hætta sjómennsku
vegna fótameina. Einhvem veginn
varð hann aö vinna fyrir sér og hann
hélt því aftur til Danmerkur í atvinnu-
leit. Þar kynntist hann skemmtana-
bransanum í fyrsta sinn og þau kynni
vom ekki skemmtileg. I tvö ár hafði
Pétursson „umboösmann” sem sýndi
hann opinberlega og rakaði saman fé
en lét íslendinginn aðeins hafa
smáaura.
„Hann sýndi mig eins og apakött,”
sagði Pétursson. „Á milli lokaði hann
mig inni í húsi og vildi ekki aö ég færi
út á götu. Að lokum fór ég til Frakk-
lands og vann þar með sirkus, en þar
varég þófrjáls.”
Pétursson vildi ólmur snúa aftur til
íslands, en þar var enga vinnu aö fá
svo hann starfaði í nokkur ár hjá
sirkusum i Evrópu undir nafninu
„Olafur”.
Stóri jólasveinninn
gerði lukku
I London árið 1938 hitti hann talsvert
af fjölleikahúsfólki. Þar á meðal voru
menn frá Ringling Brothers og
Bamum & Baily Circus í Banda-