Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 48
Þaö verífa mörg handjárn
í eldinum um helgina.
Madur hrœrir vel íþessu, gerir ekkert til þótt það fari pínulítid í dúkinn. Og svo
eru aðrir sem hafa öðru að sinna og gefa lítið út ú jólaföndrið. DV-mynd GVA
skíðafæri
Ekkert útlit er fyrir að Reykvíkingar
geti tekið fram skíðin og brugðið sér i
skíðalönd sin á næstunni þar sem
skiðafæri er ekkert enn sem komið er.
Valur Jóhannsson, formaöur Skíöa-
deildar KR, sagði i samtali við DV að
nánast enginn snjór væri kominn í
f jöllin. Að vísu væri hægt að finna einn
og einn skafl en stórhættulegt væri að
leggjaiþá.
-KÞ
Sættir í
Sodastream
Samkomulag hefur oröið um sátt i
Sodastreammálinu svokallaða. Þaö
felur í sér aö fyrirtækið hættir að aug-
lýsa gjöf á Fíat bifreiö frá og með
deginum í gær. En ætlar Davíð að gefa
bflinn?
,,Ég ætla að gefa bílinn. Því er ég bú-
inn aö lofa. Hann verður afhentur rpeð
viðhöfn fyrstu dagana í janúar.”
— Hvers vegna sættir þú þig við sátt
og hættir að auglýsa?
„Ætli það hafi ekki verið vegna þess
aö auglýsingaprógrammið var búið.
Eg tel áfram að þessi lög séu brot á
stjómarskránni,” sagöi Davíö Schev-
ing, forstjóri Sólar hf.
-APH
Oslóartréð
tendrað á morgun
Á morgun verður kveikt á jólatrénu
á Austurvelli. Að venju mun borgar-
stjórinn veita trénu viðtöku. Tréð er
eins og kunnugt er gjöf Oslóarbúa til
Reykvíkinga. Sá siður hefur verið við
lýði í rúm 30 ár. Sendiherra eða réttara
sagt sendifrú Noregs, Annemarie
Lorentzen, munafhendatréð.
Athöfnin hefst klukkan 15 með leik
Lúðrasveitar Reykjavíkur. Ljósin
verða tendruð hálftíma síðar. Þvi næst
mun Dómkirkjukórinn syngja.
Að öllu þessu loknu mun siðan
hefjast barnaskemmtun á Austur-
velh.
-APH.
t
t
i
i
i
i
i
t
i
i
i
i
I
Mikið fyrír Irtið_
/VIIKLIG4RDUR
Tveir teknir með fíkniefni
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli
tóku í gær tvo pilta sem voru að
koma meö flugvélinni frá Kaup-
mannahöfn.
Fannst í fórum annars þeirra smá-
vegis af fíkniefnum. Var það, svo og
piltamír báðir, flutt til Reykjavík-
ur þar sem starfsmenn fikniefna-
deildar yfirheyrðu þá.
Starfsmenn deildarinnar fóm í
fyrrakvöld inn í íbúð í Breiðholti, en
þar lék grunur á að væri „blóma-
rækt” i gangi sem ekki væri að skapi
yfirvalda.
Reyndist þaö rétt vera því þar
fundu þeir kannabisjurtir og tilheyr-
andi ljósabúnað. Var það allt gert
upptækt og eigendumir teknir til
yfirheyrslu.
-klp
Skólabfll í árekstri
Skólabíll, sem í voru nokkur böm,
lenti í gær í hörðum árekstri við
fólksbil sem var f ullhlaðinn fólki.
Gerðist þetta við Akralæk sem
er skammt frá Akranesi. Skólabíll-
inn rann til í háiku og fór í veg fyrii
fólksbilinn. Var áreksturinn svo
haröur að fólksbíllinn er talinn ónýt-
uráeftir.
Fólkið sem í honum var slasaðist
ekki. Þau sem voru i framsætunum
voru í öryggisbeltum og er talið aö
þaö hafi bjargaö þvi að þau sluppu
ómeidd. Slys urðu heldur ekki á
bömunum í skóiabilnum og er það
einnig talin mesta mildi.
-klp
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
SÍMIIMN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984.
Islenskt fótbolta
forrit til Bretlands
Hafin er sala á forriti frá fyrirtæk-
inu Tölvuþekkingu til aöila erlendis.
Hefur forritið verið selt tii Bretlands.
Er unnið aö því að kynna það í Qeiri
löndum. Þaö er Aimenna bókafélagið
sem sér um dreifingu þess erlendis.
„Þetta forrit er notað til að spá
fyrir um niðurstöður i breska fótbolt-
ann,” sagði Oddur Benediktsson er
DV ræddi við hann. Oddur bjó til for-
ritið ásamt þeim Hjálmtý Hafsteins-
syni og Guðmundi Karissyni. „Með
því er hægt aö kalla fram upplýsing-
ar um leiki, leikmenn og þjálfara
fjögur ár aftur í timann. Með þvi er
hægt að spá fyrir um leiki og setja
inn nýjar niöurstööur og upplýsingar
eftir því sem á keppnistimabiiiö iíð-
ur. Notandlnn getur bætt við kerfið
sjálfur þeim upplýsingum sem hann
kýs að hafainnL”
Sem fyrr sagði er þarna um að
ræða gagnakerfi fyrir bresku knatt-
spyrnuna. Heyrir þaö undir forritun-
armálið „micro-prolog” sem er nýtt
afnálinni.
Oddur sagöi aö forritið hefði eink-
um verlð selt hér heima og i Bret-
landi enn sem komíð værl Þá hefðu
borist fyrirspumir frá Belgiu, Sví-
þjóð og fleiri löndum. Yrði stefnt að
því að kynna þessa nýjung sem við-
ast á næstunni.
Z-JSS
Búðir opnar
til sex í dag
Afgreiðslutími verslana fram að jól-
um verður með eðlilegum hætti á virk-
umdögum.frá kl. 9 til 18.
Hins vegar lengist afgreiðslutími á
laugardögum nú nokkuð.
I dag eru verslanir opnar til klukkan
18. Næsta laugardag, 15. desember,
verða verslanir opnar til klukkan 22.
Og þar sem Þoriáksmessu ber upp á
sunnudag verða verslanir opnar til
klukkan 23 laugardaginn 22. desember.
Á aðfangadag og gamiársdag er
heimilt að hafa verslanir opnar til
hádegis.
JI
Veðrið um
helgina
I dag verður hæg, breytileg átt eða
norðangola á landinu. Smáél á Norð-
austurlandi. Fremur svalt i veðri.
Um kvöldið og nóttina fara skil
norðaustur yfir landið með slyddu eða
rigningu og hlýnar talsvert. A sunnu-
dag kólnar aftur en vindur snýst til
suðvesturs. Verða þá él um sunnan- og
vestanvert landið en birtir til á Norð-
austurlandi.
EM
I
t
t
t
t
t
i
i
i
i