Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984. 13 HRANNAR JÓNSSON RITARI FLOKKS MANIMSINS Hver fær umboðslaun? Hver skyldi annars fá umboöslaun af bessuin lánum? Eh veil aö einliver fær þau. Hverjir skyldu liafa hagnast á ölluin lántökunum, á uppsetningu raf- orkuvera, hverjir hafa umboð fyrir túrhínur, rafmagnskapla, togara o.s.frv.? Skyldu þeir vera við völd? IVeitum að borga! Flokkur mannsins hefur nú sent ríkisstjórninni bréf þar sem hann lýsir því yfir aö þegar hann komist til valda muni hann ekki greiða nein lán sem tekin veröa eftir 1. jan. nk., nema þjóöin sé fyrst spurð leyfis. Viö munum ekki borga eyri. Þaö er kom- inn timi til aö hætt sé að ráöskast meö fjánnál þessarar þjóðar eins og þar væri um einkamál örfárra manna aö ræöa. Vonandi þorið þiö í kerfis- flokkunum aö taka þetta upp, a.m.k. hafiö þiö verið óragir viö aö taka önnur mál upp eftir okkur. Þaö er vel hægt aö hætta aö taka þessi lán og þó viö gerum þaö þarf fólk alls ekki aö hafa þaö slæmt. Hér eru þjóðartekjur ein- hverjar þær hæstu í heimi. Viö þurfum bara aö finna alla milljaröana sem sviknir eru undan skatti og öll földu umboðslaunin. I rauninni er ekki um neitt annaö aö ræða, aö halda áfram eins og hingaö til er geðveiki. Seinna munum viö svo stefna ýms- um alþjóöabönkum fyrir okur, fyrir ýmis iiiauuréltiudabrol og fyrir aö vega að lilverurétti þjóöa. ilraiinar Jóusson. JÓN RÚNAR SVEINSSON FORMAÐUR 8ÚSETA Áætluö aukning til hins almenna byggingarsjóös er 175%, en til félags- lega sjóðsins er aukningin aöeins 25%. Af 400 milljóna króna aukningu koma aöeins 50 milljónir, eöa 12,5%, í hlut félagslegra byggingaraðila! Undan- farin ár hefur hlutur félagslega byggingarsjóösins veriö nær 40% af heildarútlánum til húsnæöismála, samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga 1985 fellur hlutur félags- legra bygginga niður í um fjóröung lánveitinga Húsnæðisstofnunar. Nauösynlegt er aö geta þess, aö samkvæmt húsnæðislögunum skal þriöjungur, þ.e. 600—700 íbúöir á án vera byggöar á félagslegum grund- velli. Til þess að ná þessu markmiði þyrftu útlán þyggingarsjóðs verka- manna að vera a.m.k. helmingi meiri Kjallarinn Hugmyndir um ratsjárstöðvar: Röddadvestan ,,..og bendir á að fyrirhugaðar stöðvar á Vestfjörðum og Norðausturiandi, til viðbótar þeim tveim sem fyrir eru i Sandgerði og á Stokksnesi, munigera kieift að fyigjast meðsvo tii öllu blindflugi ihærri fluglög- um yfir landinu." Ekki velferð Vestfirðinga Þaö er í sjálfu sér ágætt aö heyra eitthvað um tæknilegar hliðar þessa máls en bágt aö kyngja því öllu hráu. Enda mun mála sannast að í augum þeirra hér vestra, sem eitthvað hafa velkst á sjó og í lofti, er til þessara hluta ekki stofnað meö velferö þeirra aö leiðarljósi. Öll röksemdafærsla í þá átt er hálfsannleikur. Kjarni málsins er auðvitað sá aö hér er um hernaðar- mannvirki aö ræöa enda í raun viöur- kennt af öllum sem um þessi inál fjalla nema forsætisráöherranum sem bygg- irsína afstööuá því aðsvoséekki. Viöhí fnamiiklar áróöurssýningar í sjónvarpi og sá málflutningur Geirs Hallgrímssonar að allt sé þetta gert fyrir Islendinga og aö frumkvæði þeirra villir mörgum sýn í biU. En fyrr en seinna rennur þaö upp fyrir öUum þeim er sjá vilja aö hér er stigið stórt skref í þá átt að gera Island aö þeirri vígaslóö sem táknar endi aUs sem er. Magnús Ingólfsson. „En fyrr en seinna rennur það upp fyrir þeim er sjá vilja að hér er stigið stórt skref í þá átt að gera Island að þeirri vígaslóð sem táknar endi alls sem er.” I kvöldfréttum útvarpsins 27. nóv. sl. var viðtal viö dr. Þorgeir Pálsson, talsmann ratsjárstöðvarnefndar. Þar sem viötal þetta og atburöir síöustu daga hafa vakiö mikla athygU og jafn- framt gagnrýni finnst mér nauösyn- legt aö varpa fram fáeinum athuga- semdum. 1. Fréttamaður spyr hvort þær stöövar sem fyrir eru í landinu nægi ekki vegna flugumferöar. Nei, svarar Þorgeir og bendi á aö fyrirhug- aðar stöövar á Vestfjöröum og Norð- austurlandi, tU viöbótar þeim tveim sem fyrir eru í Sandgerði og á Stokks- nesi, muni gera kleift aö fylgjast meö svo til öllu blindflugi í hærri fluglögum yfir landinu. Ennfremur segir hann aö stöðvarnar muni koma aö mjög miklu gagni bæöi viö leiðarflug og aöflug til flugvalla nærri stöðvunum. (innsk., t.d. álsafiröi). Engar stöðvar? Það sem hér er athugavert er þaö aö af þessu og reyndar viðtalinu öllu mætti ráöa aö engar stöövar væru til fyrir leiðarflug eöa aöflug, t.d. hér á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað ekki svo heldur má þvert á móti segja að þessi atriði séu nú þegar í góöu lagi og alls ekki takmarkandi þættir í flugi hingað vestur eöa í nokkru áfátt í öryggi miðað við þær kröfur sem gerð- areru. I stuttu máli sagt flýgur t.d. Fokker vél frá Reykjavík til ísafjarðar ieiðar- flug sitt milli radíóvita, gerir eigrn staöarákvaröanir meö hjálp fjarlægð- annælis, radíóvita og f jölstefnuvita en þegar komiö er aö radíóvita viö Reykjanesskóla, innst í Isa- fjaröardjúpi, hefst aðflug meö hjálp aöflugsvita í Ögri. Lækkar vélin sig þá eftir hallandi ferli uns komiö er þvert fyrir mynni Skutulsfjaröar en þá er flogið sjónflug síðasta spölinn inn á Isafjaröarflugvöll. Þann spöl er sjálfs höndin hollust og tæknin breytir því seint. Því má bæta við til gamans að þetta aöflugskerfi er sams konar og notaö er viö alla stærri flugvelli og leysti af hólmi ratsjá fyrir 8—10 árum semvaríHnífsdal. Ófullnægjandi rök Af framansögöu má ráöa aö Þor- geir kom ekki meö fullnægjandi rök fyrir því aö fyrirhuguð ratsjá muni nokkru breyta varðandi flug til og frá ísafirði eöa fyrir Norðausturlandi. 2. Varðandi eftirlit meö skipum MAGNÚS INGÓLFSSON KENNARI, ÍSAFIRÐI kemur fram hjá Þorgeiri aö loftvarna- ratsjáin muni ekki hentug í því skyni heldur hallist menn aö því aö fá sér- staka skiparatsjá í þessu skyni. Meö öörum orðum, hér er um tvo aðskilda hluti aö ræöa enda vandséö að hönnuö- ir loftvarnaratsjár hafi gert ráö fyrir skuttogurum í lofthelgi. Sjónsviö skiparatsjár yröi líka mjög takmarkaö og breytir litlu frá því sem nú er en nær er aö benda á hiö tölvuvædda Loran C sem Þorgeir er sjálfur aö fullkomna og mun væntanlega koma í staö ratsjár og gera skipum kleift aö gera staðar- ákvaröanir samstundis. „ / nýju iögunum var tekin upp sú gieðiiega stefna að auka verulega byggingar leiguhúsnæðis með þviað heimila frjálsum fólagasamtökum að hafa frumkvæði um slikar byggingar. en gert er ráö fyrir í fjárlagafrum- varpinu. Mikil fjölgun félags- legra byggingaraðila Á síöastliönu vori voru samþykkt ný húsnæðislög, svo sem alþjóö ætti að vera kunnugt. I nýju lögunum var tekin upp sú gleöilega stefna, aö auka verulega byggingar leiguhúsnæðis meö því aö heimila frjálsum félaga- samtökum aö hafa frumkvæði um slíkar byggingar. Auk þess var láns- tími lána til leiguíbúða sveitarfélaga lengdur úr 15 árum í 30 ár, sem er líklegt til þess aö stórauka byggingar leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaga. Fram til þessa hefur fjármagn félagslega byggingarsjóðsins nær ein- göngu fariö til byggingar sjálfseignar- íbúöa í verkamannabústöðum. Eftir samþykkt nýju laganna hafa hins veg- ar bæst viö samtals fjórir stórir byggingaraöilar sem allir sækja um lán úr félagslega sjóðnum: 1. Umsóknum sveitarfélaga til byggingar leiguíbúöa mun fjölga verulega. 2. Félagsstofnun stúdenta hefur sótt um lán til byggingar 150 leiguibúða. 3. Bandalag sérskólanema hefur sótt um lán til byggingar 150 íbúöa. 4. Samtals 3 Búsetafélög hafa sótt um lán til byggingar 76 íbúða. Fjöldi lánsumsókna til sjóösins hefur meira en tvöfaldast, fjöldi stórra byggingaraöila hefur margfaldast, en samt er framlag til sjóösins aðeins aukiö um25%! Koma verður í veg fyrir hrun leigumarkaðarins Þörfin fyrir leiguhúsnæöi fer nú dag- vaxandi eftir því sem erfiðleikar ungs fólks viö aö eignast eigið húsnæði aukast. Samkvæmt opinberum upplýsingum Húseigendafélagsins blasir viö hrun hins frjálsa leigu- markaöar, þar sem húseigendum bjóöast nú miklu betri ávöxtunar- möguleikar, vegna mikillar hækkunar raunvaxta í fjármálakerfinu. Hverfi hinn frjálsi leigumarkaður er ljóst, að einu aöilarnir sem færir eru um aö tryggja hiö lífsnauðsynlega framboö leiguhúsnæðis eru sveitarfélögin og ýmis frjáls félagasamtök, eins og t.d. hin nýstofnuöu húsnæðissamvinnu- félög. Eg leyfi mér því aö skora á hátt- virta alþingismenn aö gera hér á brag- arbót og bregðast ekki unga fólkinu í landinu og yfirlýstum félagslegum markmiöum húsnæöisstefnunnar. Jón Rúnar Sveinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.