Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVKUDAGUR12. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Svíþjóð: Vönuðu menn til að hreinsa kynstofninn —margt gruggugt í skúmaskotum „kynþáttavísindanna” I háskólabænum Lundi í Svíþjóö er mikiö saín hauskúpa sem þar hafa legiö frá því fyrir og eftir síöari heimsstyrjöld. Þessar hauskúpur áttu að sanna yt'irburði hins germanska kynstofns og sérstaklega liins sænska anga hans. Fundur þessara beina nýlega hefur varpað dagsljósi á myrkan kafla sænskrar sögu og þykir sýna ótrúlega kynþáttaþröng- sýni sem skákar jafnvel kynþátta- rannsóknum nasista. Þaö sem er einna merkilegast er aö þessar rannsóknir héldu áfram eftir aö gyðingaútrýmingar heimsstyrjaldar- áranna höfðu leitt í ljós hvaöa afleiöingar slíkir fordómar geta haft. Enginn gagnrýndi Rannsóknirnar voru liöur í áætlun sem innihélt h'ka fjöldaófrjósemis- aögerðir, aö sögn tveggja lærdóms- manna viö Lundar-háskóla. „Þaö sem er furðulegt er aö enginn gagn- rýndi fjöldaófrjósemisaðgeröirnar nokkru sinni,” segja fræöimennirnir, Richard Sotto og David Weston. Sænska læknisfræöitímaritiö skýrði frá því í júní 1949 aö 12.108 konur og 1.378 karlar hefðu veriö gerð ófrjó á árunum milli 1935 og 1948. Flest voru dæmd „vanþróuö”. Sumum var lýst sem kynferðislega of örum eöa einfaldlega „andfélags- legun”. Tölur sænska félagsmálaráösins sýna að frá 1949 til 1964, þegar lög leyfðu yfirvöldum aö beita fólk meö geöræn vandamál þrýstingi til aö fá þaö til aö gangast undir ófrjósemis- aðgeröir voru 26.619 konur og 1.251 karl gerð ófrjó. Fræðimennimir tveir segja aö þó ófrjósemisaðgeröirnar hafi átt að vera gerðar af frjálsum vilja, þá áttu þeir útvöldu fárra kosta völ. Lög frá mars 1944 leyfðu aö stór- glæpamenn og fólk meö „óeölilega mikla kynhvöt” væri gert ófrjött. Fangar gátu annaöhvort gengist undir ófrjósemisaögeröina eöa veriö áfram í fangelsi. Lögin standa ennþá þó aö þau séu mikið breytt. Síöasta ófrjósemisaö- gerð á glæpamanni var árið 1970. Samkvæmt tölum félagsmálaráösins voru sjö manns gerðir ófrjóir áriö 1979 „af mannúðarástæðum”. Fordómar í víðsýnu samfélagi I dag er þaö aöeins í lítt þekktum ritum og skjölum sem finna má leifar þráhyggju Svía um kynþátta- mál. Sotto og Weston segja aö á því sjáist vísvitandi fjöldaminnisleysi. Svíar neiti aö horfast í augu viö fortíö kynþáttafordóma sem sé svo á skjön viö ímynd þeirra sem opinskátt og víösýnt samfélag. Þeir segja að þessar 2000 hauskúp- ur sem þeir fundu hafi veriö notaöar í rannsóknum sem áttu aö sanna þá kenningu aö hinir litlu, breiöleitu, dökkhæröu, upprunalegu íbúar Sví- þjóöar, svo sem Lappar og Finnar, heföu verið sigraöir og þeim ýtt noröur af hinum sterkari og meiri ættflokki Svíanna. Samkvæmt þessari kenningu yfir- tóku hávaxnir, ljóshæröir, bláeygöir Svíar yfirráöasvæði þessara manna og færöu með sér yfirburðamenn- ingu. Kynþáttalíffræði Fræöimönnunum tveimur þykir skrýtiö aö rannsóknunum skuli hafa veriö haldið áfram eftir síöari heims- styrjöldina þegar ljóst var aö í kjöl- Gunnar og Alva Myrdalaðhylltust ófrjósemisaðgerðir. far shkra rannsókna haföi sex milljónum gyðinga verið útrýmt. En rannsóknirnar í Lundi voru einungis hluti af miklu víötækari rannsókn- um. Áriö 1921 samþykkti sænska þingið samhljóöa aö setja upp ríkís- stofnun í kynþáttalíffræöi í Uppsöl- um. Stofnunin fór strax að rannsaka úrkynjun sem samblöndun kynþátta átti aö valda. Á fyrstu tveimur árum rannsóknarinnar voru 85.000 tilfelli skoöuö. Fyrsti formaður rannsóknarinnar var Hjalmar Hammarskjöld, faöir Dags, aöalritara Sameinuöu þjóö- anna. Þtkktir fræðimenn Ekki var htiö á þessar tilraunir sem hluta af kynþáttafordómum fyrr en eftir síöari heimsstyrjöldina. Margir þekktustu fræðimanna Svía voru viöriönir þær. Áriö 1933 kynnti Bændabandalagið, fyrirrennari Miö- flokks Thorbjörns Fahdin, áætlun th aö verja hinn sænska ættflokk gegn „óæöri erlendum kynþáttaafbrigö- um.” Dæmigerö setning í sænskri skóla- bók frá þriöja áratugnum segir: „Negramir hafa aldrei skapaö nokkrar byggingar, ritað mál sitt eöa byggt stór hafskip. Þeir eru mestan part bamalegt og vinalegt fólk sem hefur gaman af skemmtun- um, en eru líka lygarar og óáreiöanlegir og hafa vanþróaðar trúarhugmyndir. ” Öfgahópar Nú eru meira en 10 prósent hinna átta miUjóna íbúa Svíþjóöar af erlendum uppruna. Slíkar hugmynd- ir em því lítt vinsælar í Svíþjóð nútímans. Þeir einu sem aðhyUast þær eru ýmsir öfgahópar sem vUja losna viö farandverkamenn og aöra. „Þaö eru vaxandi kynþáttafor- dómar í Svíþjóð núna vegna efna- hagsöróugleika,” segir Stefan Meisels, varaformaður gyöingasam- félagsins. „En nýnasistaáróður beinist 99 prósent gegn innflytjend- um og aöeins eitt prósent gegn gyöingum.” Eitthvað bar á gyðingahatri á fyrirstríösárunum í Svíþjóö en þaö var mjög takmarkað. Fræöi- mennirnir viö Lundarháskóla segja aö gyöingahatur hafi ekki veriö vandamál. Myrdal En hugmyndin um aö „hreinsa” kynstofninn haföi mikinn stuöning. Svo mikinn aö Gunnar og Alva Myr- dal, einhverjir þekktustu vísinda- menn Svía, lögöu tU áriö 1935 aö ófrjósemisaðgerðum yrði fjölgaö: „Þjóöfélagið hefur áhuga á aö frelsi geðveikra til að fjölga sér verði hamið. Veröi slíkum einstakUngum meinaö aö sjá dagsins ljós myndi þaö vera sérlega félagslega jákvætt, fyrir utan áhrifin sem það myndi hafa á framtíöarþróun kynstofns- ins.” Þessa setningu er aö finna í bók- inni „Crisis and the population issue,” eftir Ölvu Myrdal, konuna sem f ékk friðarverðlaun Nóbels 1982, og mann hennar. „Fyrir mig sem Svía og vísinda- mann fékk þaö mest á mig aö sjá aö viö vorum meö ófrjósemis- og vönunaráætlun og aö lesa hvaö Myr- dal-hjónin höföu um þaö aö segja,” segir Nils Ryman, erföafræöingur viö Stokkhólmsháskóla. Ekki er þó víst að þetta komi öUum jafnmikiö á óvart. Andrew Young, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóöunum, sagöi einu sinni aö Svíar væru mestu kynþátta- hatarar í heimi. Jólagetraun DV, 5. hluti: Hvað heitir skúrkurinn? Meöal goöanna í ValhöU er þessi lymskulegi náungi sem hér sést troöa sér í dulargervi. Opinberlega telst hann til goöa þó svo menn og guðir viti sem er aö í æöum hans rennur örlítiö jötnablóö. Hann er sífeUt til vandræöa og ekki má treysta aö jólagjafir hans séu aUar jafnfaUegar. 1 fimmta hluta jólagetraunar DV og goöanna í VaUiöU spyrjum við hvaö hann heiti þessi skúrkur. Reyndar er svariö aö finna á baksíðu DV ef grannt er skoöaö; nákvæmlega hvar segjum viö ekki. Þátttakendur eru hvattir til að safna saman öllum lausnunum 10 og senda til DV, jólagetraun, Síöumúla 14 fyrir 2. janúar. Þá veröur dregið úr réttum lausnum og verölaunin eru ekki af verri endanum: Myndbandstæki, hljómtækjasamstæöa og feröatæki. Allt úrvalsgripir sem goöin sjálf hafa valið og reynt í versluninni Japis í Reykjavík. Loki Leppalúöi Lúsífer Nafn I I | Heimilisfang I Sími__________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.