Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984. Utboð Rafmgansveitur rikisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-84023: Aflstrengir, stýristrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Föstudagur 11. janúar 1985 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir onunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 12. desember 1984 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík, 10. desember 1984. Rafmagnsveitur ríkisins. r Til sölu PLYMOUTH DUSTER árg. 1979, innfluttur 1982. 6 cyl. sjálfskiptur og vökvastýri, ekinn 53 þús mílur. Litur: grásanseraður, nýsprautaður. Fallegur bíll í góðu standi, fyrir hvern sem er! Verðhugmynd kr. 240 þús. — Greiðsluskilmálar Uppl. í síma 93-7160 Kvöldsími 93-7514 HÁRGREIÐSLUSTOFAN HÁRÞING Höfum opið alla virka daga frá kl. 9-18. Laugard. 15. des. 9-16. Laugard. 22. des. 9-21. Höfum hinar geysivinsælu Kerastase og Joico hár- snylivörur. Bjóðum ykkur velkomin. Guðrún Björk Víkingsdóttir. Guðrún Geirsdóttir. Eyvindur Þorgilsson. HÁRGREIÐSLUSTOFAN HÁRÞING í nýja húsinu v/Austurvöil Pöntunarsími 621570 Hugmyndasamkeppni Hreppsnefnd Bessastaðahrepps hefur ákveðið að efna til hug- myndasamkeppni um gerð skjaldarmerkis fyrir hreppinn. Öllum er heimil þátttaka. Tillögum skal skilað á pappír af stæröinni A4. Æskilegt er að merkið sé einfalt aö gerð og litir séu fáir. Þá skal merkið gjarnan höfða til sérkenna hreppsins m.t.t. sögu, landslags, dýralífs eða með einhverjum öðrum hætti. Leitast skal við aö haga gerð merkisins á þann veg að það henti til nota í stærri sem smærri útgáfu. Tillögur skulu merktar með dulnefni. Höfundur skal láta fylgja með tillögu sinni lokað umslag sem hefur aö geyma nafn höfundar og heimilisfang og skal merkja það umslag með dulnefninu. Heimilt er sama höfundi að skila inn fleiri en einni tillögu. Þrenn verðlaun verða veitt. 1. verðlaun kr. 35.00, 2. verölaun kr. 15.000 og 3. verðlaun kr. 10.000. Hreppsnefnd áskilur sér rétt til að nota án frekari greiðslu þau merki sem hljóta verölaun. Hreppsnefnd áskilur sér einnig rétt til að falla frá verölaunaafhendingu ef engin tillaga er verð verðlauna aö mati nefndarinnar. Tillögum skal skila til sveitarstjóra Bessastaðahrepps eigi síð- ar en 1. febrúar 1985 í lokuðu umslagi þannig merktu: Skrifstofa Bessastaðahrepps (Tillaga að skjaldarmerki) c/o sveitarstjóri Sigurður V. Ásbjarnarson Bjarnastaðaskóla Bessastaðahreppi 221 Hfj. Sveitarstjóri. Menning Menning Menrí Grímmar heimaskærur og hryöjur milli heimsstríða Elías Snœland Jónsson: Aldarspegill — átök milli stríða. Útgefandi Vaka, 1984. Tímabiliö milli heimsstyrjald- anna er viöburöaríkt umbrotaskeið í íslenskri þjóöarsögu. Aö þessu hefur það veriö helsti nærstatt lifandi kyn- slóöum í landinu til þess að eðlilegt væri aö leita þar fanga um efnisþætti í bækur í alþýölegum sögustíl. Fram undir þetta hefur þessi sögulegi tími einkum birst seinni kynslóðum í minningabókum aldraöra. En þegar hálf öld er liðin eru flest- ir athafnamenn þessara stunda milli stríöa komnir undir græna torfu og nýjar kynslóðir hafa tekiö við sköpunarverki sögunnar. Þá er kom- inn tími til aö efna til bóka meö læsi- legum heimildafrásögnum af þessu skeiði og þeim mun áreiðanlega fjölga á komandi árum því að náman er gjöful og viö lifum þegar á annarri öld hvaö sem ártöl segja. Elías Snæland Jónsson ritstjóri hefur nú gerst þarna verkamaður og sent frá sér fyrstu bók sína þar sem hann sækir björgina í þessar auð- lindir. Hann kallar hana Aldarspegill. Þaö er gott samheiti á bókabálki um þessi efni og í þessum stíl. Undir- titillinn, „Átök milli stríöa”, hittir ekki alveg eins vel í mark — átök heldur sterkt orö — þetta mætti fremur kalla heimaskærur milli heimsstríöa. I upphafsorðum gerir Elías nokkra grein fyrir efnisvali sínu og heyskapnum í þessa hlöðu. Hann nefnir til engjanna, réttar- og dóma- bækur, dagblöð og tímarit, opinberar skýrslur, heimildarit og upplýsinga- bækur um menn og málefni”, svo og munnlegar heimildir. Af þessu hafi hann „reynt aö setja saman læsilega frásöguþætti um íslenskt mannlíf á liöinnitíö”. Og ekki veröur annað sagt en þetta hafi allvel tekist. Elías er létt- vígur og greinargóður í frásögn og honum er lagið aö draga saman marga þræöi í eina voö meö reglu- legu mynstri. Þannig nær hann oft- ast skýrri mynd sem blasir við les- anda. Þó finnst mér hann stundum nota um of beinar og langar til- vitnanir sem uppistööu í vef sinn. Þaö er auðvitaö skilríkt og mjög handhægt þar sem atburðarásin er tiltölulega einföld og meö fáum hliöarálmum en þegar um margar uppsprettur og þverár er að ræöa verður örðugt að koma saman ljósri heildarmynd meö þeim hætti. Þá veröur aö beita meiri endursögn með stuttum tilvitnunum og harðhentari samantekt til þess að lesendum veröi ekki villugjarnt. Þetta sést vel í margbrotnasta og tímaiengsta þætt- inum í bók Elíasar, frásögninni af Elías Snæland Jónsson. Bókmenntir Andrés Kristjánsson stórsmyglinu á bannárunum. Þar kemur hann efninu til skila með meiri beinni frásögn sinni, endur- sögn og samantekt en í hinum köfl- unum og tekst mjög vel. Með svip- uðum hætti hefði þetta orðið lesendum illratanlegur frumskógur. Elías hefur oftast þann báttinn á aö hefja frásögn meö því aö setja fram í nokkrum orðum eins konar hápunkt æsilegrar atburöarásar. Þannig er forvitni og áhugi fyrir efn- inu best vakinn. Síöan lítur hann um öxl til aðdraganda og aðstæðna, setur upp sviðiö, og dregur síöan atburöarásina og fólkiö í henni inn á þaö. Þetta er bæði hagleg og rökrétt frásagnaraðferð sem Elías beitir af leikni blaöamannsins. Aö síöustu eru svo lokaskil dregm saman. En víkjum þá aö orrustum þeim sem þarna eru settar á sviöið. Fyrsti þátturinn nefnist: „Ég gef þér straum í Jesú nafni.” — Þar er greint frá andalæknum á sakborn- ingabekk á fjórða áratugnum. Þetta er mikil samantekt, litrík og til- brigöamikil saga, svo sem kunnugt er. Ýmsir þættir hennar hafa veriö raktir áöur á hriflingum í rituðu máli en hér er styrjöldin í heild. Þessi út- tekt er lærdómsrík vegna þess aö hún sýnir viðhorfsbreytingu sem orö- iö hefur til meiri víðsýni. Sams konar andalækningar eru enn viö lýöi í landinu en nú er ár og dagur síöan menn hafa verið settir á sakabekk vegna þeirra. Næsta frásögn heitir Slagurinn um hakakrossinn og er aö því leyti ferskari að þessi atburðarás hefur lítt veriö á orði síöan hún geröist. Þetta er saga skæranna sern uröu þegar þýsk skip og aðrir þýskir full- trúar tóku aö hafa við hún, aö boði þýskra stjórnvalda, hakakrossfána Hitlers samhliða þýska þjóðfánan- um. Þá var hann rifinn og skorinn niður hvað eftir annaö með tilheyr- andi ryskingum og eftirmálum í lög- sókn og blöðum og uröu af heitar sennur og langar. Ekki vantar spennuna í þá sögu og Elías heldur öllu vel til skila meö því að þræöa réttarbækur og allt kemst í einn og glöggan farveg af því aö atburða- rásin er ekki of margbrotin. Þriöja frásögnin heitir Færandi spírann heim og er samantekt um hið stórfellda áfengissmygl til lands- ins á bannárunum í allri sinni fjöl- breytni. Þaö hefur ekki veriö neitt áhlaupaverk aö smala því öllu til einnar skilaréttar og draga í rétta dilka en Elíasi tekst þetta furðulega vel með því að beita vinnubrögöum sem til þess duga eins og áöur er aö vikið. En það má þó ekki miklu muna og lesandinn veröur aö einbeita sér ofurlítiö til þess að heildarmyndin sé ljós í öllu þessu kraöaki. En hvílík hugkvæmni og athafnasemi sem þamabirtist! Fjórða og síðasta frásögnin heitir Hannibal handtekinn í Bolungarvík. Þama er fjallaö um frægan atburð sem oft og víöa hefur veriö frá sagt og er talandi tákn um þennan tíma. En ég held aö óhætt sé aö segja aö þarna sé allt greinilegast enda mun frásögnin að verulegu leyti byggð á samtali viö Hannibal sjálfan og það samhæft samtíma prentuðum heim- ildum. Þetta var eins konar upphafs- orrusta þessa mikla stríös sem síðan hefur geisaö. Þessi frásögn er líka mikilvæg fyrir þaö hve forsendum þessara átaka eru gerö góö skil og sviöiö vel lýst. Aö öllu saman lögðu stendur þessi bók vel fyri’- sínu, hún nær þeim til- gangi sem henni er ætlað. Heimildir eru vel kannaðar og vandlega nýttar. Höfundurinn er mjög hlutlægur og reynir aö láta málsatvik og heimildir tala sínu máli en fellur ekki í þá freistni aö dæma sjálfur eöa ýkja atvik til meiri söguáhrifa. Samt tekst honum að tefla til skemmtunar. Hann tilgreinir heimildir í bókalok svo að hægurinn er aö kanna meö- ferö hans á þeim. Þó sakna ég nafna- skrár sem heföi farið vel. Einnig vantar allar myndir í bókina en þær heföu auðvitaö orðið mikil upplyft- ing. En vafalaust heföi öflun góös myndakosts orðið öröug. Ég sakna þess einnig aö ekki skuli vera lýsi- fyrirsagnir í frásögnunum. Þær heföu bætt upp myndaleysi og greitt fyrir .lestri og ratvísi. Rómverskar tölur sem stiklur duga skammt til þess aö rjúfa leturflatneskjuna og eru gagnslausar vörður á lestrarleiö- inni. En við höfum hér í hendi gagnlega og skemmtilega sögubók unna af vandvirkni og kunnáttusemi við sh'ka miölun. A.K. HVERSDAGSSÖGUR Kishon, Ephrain: Hvunndagsspaug. Akranes, Hörpuútgáfan, 1984. Það var fastur Uður í Ufi mínu á árinu 1980 aö hlusta á Róbert Amfinnsson leikara lesa sögur EphraUns Kishon í útvarpinu. Þetta var á sunnudögum, skömmu eftir há- degi. Eg man hvaö mér þótti nota- legt aö hlusta á þetta útvarpsefni og ekki spiUti ágætur lestur Róberts Arnfmnssonar. Nú eru kímnisögur Kishons komnar á prent í útgáfu Hörpuútgáf- unnar á Akranesi. Þessar kímnisög- ur eru eins konar lýsmgar úr daglega lífinu. Höfundurinn hefur gott lag á aö sjá spaugilegar hUðar á ákaflega hversdagslegum fyrirbærum, enda ber bókin nú nafnið Hvunndags- spaug. Og þó hann lýsi mörgum viðburöum sem tUheyra nánast hvefjum degi tekur hann meö hátíö- legri viöburöi erns og tU dæmis fæö- ingu afkvæma og fleira þess háttar. Allt er þetta fullt af hnyttnum smá- Bókmenntir Sigurður Helgason atriöum sem glöggur húmoristinn kemur auga á, en falla saman viö gráma hversdagsleikans hjá þeim sem ekki búa yfir kUnnigáfu. Bók af þessu tagi er vandi aö setja saman. Sá sem tekur aö sér aö skrifa bók meö það í huga aö vera skemmti- legur á 160 síðum tekur að sér verk sem er nánast vonlaust aö fram- kvæma svo að öllum líki jafnvel. Ephraim Kishon kemst þó eins nærri því aö inna verlc sitt af hendi á fullnægjandi hátt og hægt er aö ætla einum manni. Þýöandmn, Ingibjörg Bergþórsdóttir, kemur kímninni vel tU skila. Það heföi alls ekki verið mjög erfitt að eyöUeggja bók af þessu tagi í þýðingu. KUnnigáfa Kishons er, að því er ég best fæ séð, mjög í stU WiUy BreUi- holst. Þeir iðka báðir þann leik að gera grín að sjálfum sér og hinum ýmsu tUtækjum sem þeir taka þátt í. Og báöir eiga þeir þaö sammerkt aö standa allajafna í hlutverki hms sigraöa — þeir eru ótrúlega sjaldan sólarmegin í lífinu — aö mrnnsta kosti ekki lengi í senn. Eg haföi mjög gaman af aö lesa Hvunndagsspaug. Þaö er gaman aö vita að til eru menn sem hafa kímni- gáfu á þessum síðustu og verstu tímum. sh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.