Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Qupperneq 3
DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984.
3
Hér hefur margur hlaupið og sparkað i gegnum tiðina. Nú eru síðustu for-
vöð að setja á sig hlaupaskóna og spretta úrspori á Melavellinum. Rekstri vallar-
ins verðurhætt um áramót
„Hef áhuga á að koma
málinu áleiðis”
— segir Halldór Blöndal um útvarps-
lagafrumvarpið
„Þaö kemur mjög til greina aö
halda fund í nefndinni áður en þing
kemur saman, ég hef allan áhuga á
að koma málinu áleiöis,” sagöi
Halldór Blöndal þingmaður í viðtali
viö DV í gær.
Halldór er formaöur menntamála-
nefndar neöri deildar sem hefur haft
útvarpslagafrumvarpiö nýja til um-
fjöllunar. Breytingatiilögur hafa
verið lagöar fram frá stjórnarand-
stöðuflokkunum og sagöist Halldór
ætla að fara yfir þær tillögur fljót-
lega eftir áramót.
Jólaleyfi þingmanna stendur til
28. janúar.
Að minnsta kosti tíu beiðnir um
undanþágu til reksturs útvarps-
stöðva hafa borist útvarpsstjóra.
-ÞG.
Kammertónlist hjá
íslensku
hljómsveitinni
Sjöundu tónleikar íslensku hljóm-
sveitarinnar á þessu starfsári fara
fram í Bústaöakirkju sunnudaginn 30.
desember kl. 17 síðdegis og bera yfir-
skriftina „Hörpuleikur”.
Frönsk kammertónlist er aðal-
viöfangsefnið á þessum tónleikum en
að auki verða flutt tvö verk samin hér
á landi. Sex félagar í hljómsveitinni
leika viðamikil einleiks- og samleiks-
hlutverk á tónleikiuium.
Á efnisskránni eru Kliður, verk
fyrir flautu, klarinettu, fiðlu, lágfiðlu,
píanó og hörpu, eftir Atla Heimi
Sveinsson, Sónata fyrir flautu, víólu
og hörpu eftir Debussy, Sónatína
fyrir flautu og klarinettu eftir Jolivet,
Frá Eyjafirði fyrir hörpu eftir John
Herne og Svíta fyrir klarinettu, fiðlu
og pianó eftir Milhaud. -óbg.
Rekstri Mela-
vallar hætt
um áramót
Gamli Melavöllurinn hefur gegnt
mikilvægu hlutverki í lífi margra
íþróttaunnenda til fjölda ára og ára-
tuga.
Hann er ekki svipur hjá sjón miðað
við fyrri glæsileik en hefur þó fram á
þennan dag haldið reisn og virðuleika
öldungsins. Nýlega var hann þó
sviptur einu helsta aðdráttarafli síð-
ustu áranna sem var flóðlýsingin. Hún
var færö yfir á gervigrasvöllinn nýja í
Laugardal.
Á fundi borgarráös Reykjavíkur um
miðjan mánuöinn var ákveðið að hætta
rekstri Melavallarins. Öll starfsemi í
þeirri mynd sem þar hefur fariö fram
verður lögö niður nú um áramótin.
Þjóðarbókhlaðan og Háskóli Islands
munu í framtíðinni nýta það svæði sem
í dag er Melavöllur.
-ÞG
Taflmót
hinna
sterku
Hið árlega Útvegsbankaskákmót
verður haldið í aðalbanka Utvegs-
bankans kl. 14 á morgun, sunnudag.
Allir sterkustu skákmenn Islendinga
taka þátt, þar á meðal Friðrik Olafs-
son, og allir þeir sem voru í hinni
sterku ólympíuskáksveit landsins.
Opiö hús verður í bankanum meðan
mótið fer fram og kaffi veitt. Albert
Guðmundsson mun afhenda sigur-
launin.
-JH.
Magnús Þ.Torfa-
son forseti
Hæstaréttar
Magnús Þ. Torfason hæstaréttar-
dómari hefur verið kjörinn forseti
Hæstaréttar frá 1. janúar 1985 að telja
til ársloka 1986. Sigurgeir Jónsson
hæstaréttardómari var kjörinn vara-
forseti til sama tíma.
Dráttarvextir
á þinggjöld
reiknast4. jan.
Dráttarvextir vegna vangreiddra
þinggjalda verða reiknaöir að kvöldi
föstudagsins 4. janúar nk. Fólk er
hvatt til að greiöa fyrir þann tíma til
aö komast hjá aukakostnaði.
Lánskjaravísitala
Með tilvjsun til 39. gr. laga nr. 13 frá
1979 hefur Seðlabankinn reiknað út
lánskjaiavísitölu fyrir janúar 1985.
Lánskjaravísitalan 1006 gildir fyrir
janúarmánuðl985.