Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984. 5 Hafbeitarstöðin á Vatnsleysuströnd: Samstarfsaðilinn treystir sér ekki til að borga Bandaríska fyrirtækiö Oregon- Aqua treystir sér ekki til aö kosta miklum fjármunum til uppbygging- ar stórrar hafbeitarstöðvar með Fjárfestingarfélagi Islands í Vogum á Vatnsleysuströnd. Astæöan er bág fjárhagsstaða bandaríska fyrirtæk- isins. Oregon-Aqua er dótturfyrirtæki Weyerheaser-stórfyrirtækisins. Rekstur Oregon-Aqua á hafbeitar- stöö á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna hefur gengiö mjög illa. Hefur Weyerheaser dregiö úr fjármagns- streymi til dótturfyrirtækis síns. I fjölmiölum hérlendis var frá því skýrt fyrir mánuði að bandaríska fyrirtækiö myndi eiga 49 prósent í hafbeitarstöðinni í Vogum en ís- lenskir aöilar 51 prósent. Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélagsins, sagöi í samtali viö DV í gær að þetta heföi verið misskilningur. Ekki heföi veriö búiö aö ákveöa aö þetta bandaríska fyrirtæki yröi með 49 prósent eign, aöeins aö stefnt væri aö því aö er- lendir aðilar fjármögnuöu stööina í þessu hlutfalli. Gunnar Helgi sagöi aö aðalatriði þessa máls væri aö bandaríski sam- starfsaöilinn myndi eftir sem áður leggja til sérfræðiþekkingu sína og miðla af reynslu sinni af fiskeldi til Islendinga. Undanfarin fimm ár hefur verið unniö að tilraunum meö hafbeit á Vatnsleysuströnd. Arangur hefur reynst mjög góöur. Til dæmis haföi Vogastööin bestu heimtur af öllum hafbeitarstöövum hérlendis síöast- liöiösumar. I haust ákvaö Fjárfestingarfélagiö aö byggja upp mjög stóra hafbeitar- stöö í Vogum. Aætlanir gera ráð fyrir aö byrja á stöö sem sleppi 50 þúsund seiðum. Ariö 1987 er gert ráö fyrir aö sleppa fimm milljónum seiða og árið 1989 er stefnt að því að seiðafjöldinn veröi kominn upp í tíu milljónir. Ars- tekjur slíkrar stöövar eru áætlaðar 500 milljónir króna, sem er hærri tala en áætlaður stofnkostnaöur. Gunnar Helgi Hálfdánarson sagöi aö ástæöur slæms gengis bandaríska fyrirtækisins væru lélegar heimtur vegna mikilla úthafsveiöa og náttúr- legra áfalla. Hitabeltisstraumar heföu spillt fyrir. Gunnar sagöi aö bandaríski sam- starfsaöilinn heföi boöist til aö finna aöra erlenda aðila til aö fjármagna Vogastööina upp að 49 prósentum. Innanlands heldur Fjárfestingarfé- lagiö áfram aö safna upp í 51 pró- sent. -KMU. Allt á fíoti alls staðar gæti hún heitið þessi mynd sem tekin var i Reykjavik um miðjan dag i gær. Mikið úrhelli var á suðvebturhorninu i gær og vatns- elgurinn á strætum úti eftir þvi. Af þeim sökum áttu margir erfitt með að komast leiðar sinnar, svo og vegna hálkunnar sem leyndist undir vatns- flaumnum sem flaut um allt. -KÞ/DV-mynd: Bj. Bj. Afmælishátíð Guðbrandsbiblíu A morgun verður haldin hátíö í Há- skólabíói í tilefni 400 ára afmælis Guö- brandsbiblíu. Standa sjö félög aö hátíö- inni, Hiö Islenska biblíufélag, Hiö íslenska bókmenntafélag, Stúdentafélag Reykjavíkur, Sögufé- lag, Félag bókageröarmanna, Félag íslenska prentiönaöarins og Félag ís- lenskra bókaútgefenda. Auk félags- manna féláganna, er öllum, sem áhuga hafa, boöiö aö taka þátt í hátíö- inni. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur setningarávarp og fluttir veröa fyrirlestrar um Island 16. aldar og Guöbrand biskup. Lesnir veröa textar úr Guöbrandsbiblíu og hinni nýju biblíuþýðingu svo gestir geti gert sam- anburö. Þá munu Kristján Jóhannsson, Sig- ríöur Ella Magnúsdóttir og Kristinn Sigmundsson syngja viö undirleik Jón- asar Ingimundarsonar og Olafs Vignis Albertssonar og Mótettukórinn undir stjórn Harðar Askelssonar. -óbg Drykkjuskapur: ÍSLENSKAR KONUR EKKIKVENLEGAR Islenskar konur drekka eins og karl- menn. Það gera finnskar konur líka á meðan sænskt og norskt kvenfólk virö- ist vera kvenlegra í þessum efnum. Þannig hljóöa niðurstöður könnunar um drykkjuvenjur norrænna kvenna sem Hildigunnur Olafsdóttir afbrota- fræðingur og Finninn Margaretha Jar- vinen geröu og var liöur í stærri könn- un um drykkjuvenjur á Norðurlönd- um. Upplýsingum var safnað áriö 1979 og voru lagöar spurningar fyrir konur á öllum Noröurlöndum nema Danmörku þar sem ekki fékkst fjárveiting til fyr- irtækisins þar í landi. Ellefu hundruö og ellefu íslenskar konur voru spurðar um drykkjuvenjur sínar og þær síöan flokkaðar eftir því hvort þær væru í bindindi, drykkju kvenlega með gamla laginu, kvenlega meö nýja lag- inu eöa hvort þær drykkju eins og karl- menn. Meö bindindi er náttúrlega átt við aö konurnar smakki aldrei vín. Kvenleg- ur drykkjuskapur meö gamla laginu þýöir nokkur glös á ári og aldrei fyllirí. Kvenleg drykkja með nýja lag- inu þýðir aftur á móti fleiri glös og oft- ar á ári. Aö drekka eins og karlmenn er síöan skilgreint sem svo aö drukkiö sé meira magn þegar drukkiö sé á ann- aðborð. Þarna skera íslenskar konur sig úr, eru reyndar í slagtogi meö finnskum, og þykja þaötíðindi. Eimskip óskar landsmönnum öllum farsældar á komandi ári og þakkar ánægjulegt samstarf á því liðna. EIMSKIP -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.