Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984. 9 UPPGJÖR UM ÁRAMÓT Hvort skyldi maöur hugsa meira um fortíðina eöa framtíöina, þegar áramótin ganga í garö? Hvort sækir meir á hugann: Söknuöur hins liöna, eöa eftirvæntingin um hiö ókomna? Eitt er víst, aö þegar viö stöndum í fjölskyldu- eöa vinahópnum á gamlárskvöld og syngjum ,, nú áriö er liðið í aldanna skaut”, þá á hver okkar sínar minningar og vonir, sem togast á í hugskotinu. Lagiö syngur hver meö sínu nefi, enda á hver sitt líf, og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Viö gleðjumst yfir þeirri gæfu, aö standa hér enn á sama staö og fagna nýju ári, en syrgjum þá sem glödd- ust meö okkur um síðustu áramót og nú eru horfnir yfir móöuna miklu. Alltaf eru einhverjir aö heltast úr lestinni, sumir saddir lífdaga, aörir af slysum og sjúkdómum, og svo þeir, sem kvöddu svo fljótt og svip- lega í örvæntingu augnabliksins. Viö heföum getað veriö betri og nærgætnari viö allt þaö samferöa- fólk, sem kvaddi á árinu og aldrei kemur aftur. Viö hefðum líka getaö veriö betri viö hina, sem eftir eru. Þaö gleymist oft aö endurgjalda vin- áttu og umburðarlyndi í önnum dags- ins. I öllum látunum og æöibunu- ganginum erum viö svo upptekin af eiginhagsmunastreöinu, aö viö tök- um ekki eftir samferöamönnum, fyrr en þeir eru horfnir af sjónarsviö- úiu — standa ekki lengur viö hliðina á okkur til aö skála fyrir nýja árinu. Þeir eru horfnir í aldanna skaut og aldrei þeir koma til baka. Eins er meö öll tækifærin og freist- ingarnar, sem urðu á vegi okkar, og viö höfðum ekki kjark til aö nýta okkur eöa falla fyrir. Þau koma heldur ekki aftur. Þannig er minningin um áriö blandin trega og söknuöi. Þaö er svo ótal, ótal margt, sem hefur veriö látiö ógert, en hitt hefur veriö fyrir- ferðarmeira, sem gert var, en skilur litiö eftir, annaö en gráan hversdags- leikann, venjubundna lífsgöngu frá heimili til vinnu — frá vinnu til áhyggja — frá áhyggjum til nöldurs — frá nöldri til svefns. Hversu margir eru þeir, sem gleymdu því á liönu ári, að gera sér og sínum glaðan dag, eða voru svo armæddir af brauöstritinu, aö ekkert situr eftir þegar heilt ár er rif jaö upp? Hvað er minnisstæðast? Stjórnmálamennirnir rekja póli- tíska atburöi af alvöruþunga og ábyrgö, íþróttamennirnir stikla á afrekunum, annálarnir skýra frá stórviðburöum innlendum sem erlendum. Auövitaö hafa verkföll, gengisfellingar, ólympíuleikar, mannskaöar og náttúruumbrot áhrif á líf heillar þjóöar. En þegar allt kemur til alls, þá eru þaö ekki þjóðartekjur heimsmet eöa efna- hagsmál, sem mestu ráöa um líf og lífshætti fjöldans. Þaö er hið persónulega, sem varöar einkahagi, sem segir til um þaö hvort einstakl- ingurinn lítur sáttur yfir farinn veg, eöa björtum augum til framtíöar- innar. Þaö sem er okkur minnisstæöast er feröalagiö, sem viö fórum í, börnin sem fæddust, verkin sem viö unnum, áföllin og ákvaröanirnar, sem nú liggja aö baki, en skiptu mestu máli, meöan á þeim stóö. Kannske er brosiö sem viö mættum, lítiö atvik, undrun eöa örvænting, svipmót eöa viöbrögö á einni tiltekinni stundu, þaö sem situr efst i huganum, þegar áriö er gert upp. Þaö þarf ekki alltaf mikiö eöa stórt aö gerast, til aö veröa eftirminnilegt. Eg geri ráö fyrir því, aö þaö augnablik veröi ógleymanlegt aöstandendum unglinganna, sem týndust í haust, þegar fréttin barst um aö þeir væru fundnir heilir á húfi. Eg geri ráð fyrir, aö Guðlaugur Friö- þórsson gleymi seint sundi sínu til lands, eftir að hafa horft á félaga sína hverfa í hafiö einn af öörum. Eg geri líka ráö fyrir, aö Bjarna Friðrikssyni líöi þaö ekki úr minni, þegar hann hafði unniö til bronsverö- launanna á ólympíuleikunum. Sárin gróa Slíkir atburöir eru fréttnæmir. En sættir milli ástvina, einkunn á prófi, góöra vina fundur, skemmtileg bók eöa bara uppgjör einnar sálar viö sjálfa sig, geta verið langmerkileg- ustu augnablikin í einkalífi hvers og eins. Eg tala nú ekki um mikla sorg eöa gleði, þáttaskil eöa búsetuflutn- inga, röskun á stööu og högum, sem gjörbreytir lífsháttum og lífs- munstri. Sem betur fer erum viö þannig af Guöi gerö, aö ljúfu minningarnar vilja geymast. Sárin gróa, og þaö fyrnist undrafljótt yfir leiðindi. Þaö er til að mynda eftirtektarvert, aö þegar nákomnir falla frá, vilja brestirnir og gallarnir falla í gleymskunnar dá, en hiö góöa í fari Ellert B. Schram skrifar: þeirra situr eftir. Þannig er þaö meö fleira, nánast allt sem aö höndum ber. Þegar frá líöur getum viö jafn- vel hlegiö aö vandræöum og haft húmor fyrir eigin axarsköftum. Hrakfarirnar veröa meira aö segja aö góöri brandarasögu áöur en viö vitum af. Þaö er í rauninni dæma- laust hvaö maöur getur látiö margt fara í taugarnar á sér og eyöilagt fyrir sér daginn, í ljósi þess hversu skoplegt þaö er, þegar atburöurinn er rifjaður upp. Sjálfskaparvítin Okkar mesta yfirsjón í lífinu er sennilega sú, aö sjá ekki strax hiö spaugilega á flestum málum, Sjá, hvaö hann er hlægilegur, maöurinn sem er aö derra sig eins og fífl; sjá, hvaö þaö er yfirmáta geöveikislegt, þegar fylleríveislan hefur náö hámarki; sjá, hvaö þaö er kátbroslegt aö skamma krakkana fyrir sömu bernskubrekin og hentu mann sjálfan. Og ef maöur reiðist út í aöra, brennir sig á katlinum, gleymir lyklunum heima, borgar ekki skuldimar, missir af strætó eða fellur á prófi, hverjum er þaö aö kenna nema manni sjálfum? Hver er sjálfum sér næstur og þaö er full- komlega ástæöulaust að eyöileggja fyrir sér heilu dagana meö skap- vonsku út í allt og alla, af því einu, aö smáhlutirnir ganga ekki upp. Sjálf- skaparvítin eru verst og í rauninni erum viö sífellt aö eyöa dýrmætum tíma í nöldur út i ekki neitt. Viö erum aö kasta árunum á glæ og stöndum síðan uppi meö áramót, sem eru skuldaskil viö okkar eigin fýlugang. Sjálfsagt sækir sú tilfinning aö mörgum, aö gamlársdagur minni á þá hræðilegu staöreynd aö viö séum orðin árinu eldri en í fyrra. En geta áramót ekki allt eins veriö gleðihátíö um velheppnað ár, skemmtilegt og fjölbreytt? Þaö er undir okkur sjálfum komið. Fleiri ár þýöa meiri þroski, lengri tími til aö hafa vit fyrir sjálfum sér. Það er ekki ónýtt vega- nesti. Of seint að iðrast Aramótin eru tími loforða og vona. Loforöin ganga út á bót og betrun, og vonin er bundin viö aö úr þeim rætist. Enginn veit hvaö nýja árið ber í skauti sér, Strax á morgun getur hiö óvænta gerst og áöur en viö vitum af, erum við sokkin niöur í hversdagsleikann, sömu armæöuna og einkenndi síðasta ár. Og leiöindin aö drepa okkur. Og aftur koma áramót og svo koll af kolli og aö lok- um kemur aö því, aö allir hinir standa og skála fyrir nýju ári, meðan maöur sjálfur dvelst fyrir handan og kemur aldrei aftur. Þá er of seint í rassinn gripiö — þá er of seint aö iörast eftir dauöann. Hvers vegna þá ekki aö hefjast handa strax og hrinda loforöunum í verk? Nýta tímann meöan gefst. Viö lifum svo stutt, en erum dauö svo óra, óralengi, sagöi Goethe, og hefur margt vitlausara veriö sagt um dag- ana. Dagur í lífi Þaö er vol og víl í þjóöinni um þessar mundir. Þaö mun ekki skorta hrakspárnar í áramótagreinum stjórnarandstööuleiötoganna. Jafn- vel stjórnarforingjarnir munu draga blikur á loft, svo ekki sé talaö um þá sem hafa þaö aö atvinnu, í nafni sér- fræöi og stööutákna, aö tileinka sér bölsýni. Þann grátkór þekkjum viö. En hvers vegna ekki aö líta bjartsýn- um augum fram á veginn? Framtíö- in er undir okkur sjálfum komin. Ef ástandiö er slæmt, því þá ekki aö gera gott úr því. Varla getur þaö ver- iö til hins verra aö taka bjartsýnina fram yfir bölsýnina? Brosa framan í almættiö og berjast til þrautar. Alveg eins og gleymskan er synda- kvittun fyrir hugann, alveg eins og brosiö er allra meina bót og alveg eins og loforöin um áramótin blása manni kjarki í brjóst — meö sama hætti geta vandamál þjóöar og einstaklinga oröiö vítin til aö varast í framtíöinni. Þroskinn er í því fólginn aö láta mistökin sér aö kenningu veröa. Ef áriö, sem er aö líöa hefur veriö gjöfult og farsælt, þá er full ástæöa til að gleðjast og þakka fyrir sig. Ef það hefur veriö tiðindalítið basl og mótlæti, þá er líka aftur ástæöa til aö gleöjast yfir því, að þaö sé liðið i ald- anna skaut. Þá kemur þaö aldrei til baka og þá er aö snúa sér aö því næsta. Aramót eru aðeins uppsafnaður fjöldi ákveöinna daga, þegar viö byrjum aö telja þá upp á nýtt. Hver dagur er öörum líkur og dagarnir aö ári eru í engu frábrugðnir dögunum í fyrra. Þeir eru allir dagar í lífi. Lífiö sjálft. Dagur aö kveldi er sá dagur sem aldrei kemur aftur, ekki frekar en áriö. Hvers vegna ekki að verja honum til einhvers í stað þess aö sóa honum tileinskis? Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.