Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Page 10
10
DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984.
Fréttabréf til
stuðningsmanna SAA
Gleðileg jól!
Nú er loks lokið umfangsmesta happdrættisverkefni okkar
félaganna — Jólahappdrætti SAA.
Viðbyrjuðumaðdraga út barnavinningana 1. desember sl. og
drógum daglega fram á.aðfangadag um samtals 300 barna-
vinninga af ýmsum toga. Vinningsnúmer voru birt daglega í
Morgunblaðinu og DV en svona til öryggis ætlum við að birta
þau í heild sinni með þessu fréttabréfi:
Á aðfangadag drógum við svo um Toyoturnar 15 með samtals
65 hurðaskellum.
5 stykki Toyota Tercel, meú drifi á öllum, komu á miða númer: 26930 - 39416 - 130644
- 192370 - 217661.
10 stykki Toyota Corolla OX 1600 fjölskyldubílar komu á miða númer: 4717 - 5054 - 5156
- 74354 - 77405 - 77909 - 115835 - 171686 - 172334 - 206068.
Vinningsnúmer í barnahappdrætti.
1. des.: 50406.
2. des.: 51859,138752.
3. des.: 78510, 58157,156925.
4. des.: 213511, 39020,193141,3775.
5. des.: 147923, 204169,499,72630,187086.
6. des.: 73780,65765,185097, 50400,123897,133807.
7. des.: 191096,221550,144251,4022, 88826,123991,71113.
8. des.: 57908,147694,76836,54106,132810,152154,118555,133757.
9. des.: 213313, 61981.118944,144289.28287,136364,128446,197468,198988.
10. des.: 218432,223429,116639, 212768, 62691,106799,163688, 27705, 71432, 52950.
11. des.: 179756, 168282,126544, 135884, 180240, 24304, 220234, 26038, 91153, 201977,
112919.
12. des.: 130728, 214223, 35167, 92861,166954, 108070, 189783. 27776, 141597,105283,
73107,112887.
13. des.: 97096, 93657, 104584. 4254, 183348, 59213. 100509, 3880, 136438. 196057,
62191,224012,80581.
14. des.: 157280,32331,153758, 2074.44279.101367, 58802,125768,49950, 553,130017,
160569,195223,149264.
15. des.: 34867, 12804,,195924, 164700, 206986, 183671, 15755, 208805, 1.66269, 60961,
192140,149689,143682,206445,197195.
16. des.: 46825, 5872, 194160, 197495, 224168, 156248, 24597, 68583, 196823, 7487,
104172,48467, 203706,178134,176640,12426.
17. des.: 74369, 182266,126534, 140829,187433, 216867, 213079, 61148, 82701,172087,
26232, 221468,162094,178963,186628,139050, 68814.
18. des.: 31053. 63866,118200,167568, 667, 59720,1505,100982,142386,46202,190042,
131431,105158,180508, 36702,111390, 52644,454.
19. des.: 187146,102620,158641,182564,123128, 97256,166173,153522, 26276,192679,
97404,126017,215930,151170,166962,111967,146225, 3422,190658.
20. des.: 32596. 113373, 13850, 43830, 23435, 61959, 137664, 32362, 145257, 18060,
98027, 30112,9133,98165,163260,152613,99820,13018,128085,54354.
21. des.: 125167, 66624,162731,188169,221831,130336,166883,64765,103753,113053,
116177, 208750,213847,120792,24398,192947,191707,11929,82664,217425,135965.
22. des.: 180454, 156509, 158167, 34362, 196592, 132724, 216846, 217897, 160762,
129454, 94395, 134239, 140901, 117478, 159065, 118626, 128433, 154107, 167900,
171347,42898,159955.
23. des.: 174899. 78021, 45213, 64025, 47879, 215952, 10470, 16440B, 10901, 160459,
221390, 190730, 85065, 76835, 115782, 44087, 80702, 218183, 125027, 168308, 121205,
204766, 57947.
24. des.: 184541, 44466,161496, 109332, 110100, 217146, 28558,180065,191592, 64573,
192884, 164153, 207722, 153583, 14270, 138449, 51099, 162092, 170497, 216184, 30704,
85876,127497,132229.
Upplýsingar um vinninga eru fúslega veittar á skrifstofu SÁÁ
í síma 91-82399.
Við Hreinn erum afar ánægðir með velheppnað verkefni og
viljum færa öllum þakkir sem veittu SÁÁ stuðning sinn með
þátttöku í jólahappdrættinu.
Með jólakveðju og ósk um gleðilegt nýtt ár.
F.h. Jólahappdrættis SAA,
Hurðaskellir og Hreinn.
Hollar og góðar
leiðbeinmgar
Fyrir jólin skrífa krakkar gjarna
óskalista svo aö foreldrarnir eigi
auðveldara með að velja handa þeim
jólagjafirnar og þurfi ekki sjálfir að
hugsa um hvernig þeir eigi að fara
að því að setja sig á höfuðið við að
uppfylla óskir blessaðra englanna
sem hafa álíka mikið vit á fjár-
málum og sjávarútvegsráðherra
Sviss á fiskveiöum.
Fyrir jól skrifaöi ungur maður
sem ég þekki langan lista þar sem
hann taldi upp flest sem- hann
langaöi í og var það allt milli hknins
og jarðar, alit frá vídíói og upp í
Tarsanblöð, en foreldrunum til
óblandinnar ánægju lét hann þess
getið neöanmáls að þeir þyrftu ekki
að gefa sér Gaggenaueldavél.
Og nú eru jólin liðin með
tvöföldum meltingartruflunum á dag
og þættinum Afsakið hlé í sjón-
varpinu sem mörgum fannst jafnvel
betri en útreiðartúr á jólanótt eftir
sænska meistarann sem býr til
verölaunamyndir.
En það er stutt í næstu meltingar-
truflanir því aö eftir helgina ætlar
gamla áriö að kveðja okkur með
öllum sínum kjarabótum og gengis-
fellingum og eins og lög gera ráð
fyrir verðum við að fagna því nýja
með því aö skjóta fjölskyldupoka upp
í himinhvolfið til styrktar góðu
málefni. Síðustu dagana fyrir jól
gerði fólk raunar lítið annað en
styrkja góð málefni enda er ein-
hverra hluta vegna alltaf til nóg af
þeim á þessum árstíma.
Löng reynsla
Eg hef talsvert langa reynslu í
meðferð flugelda, kínverja,
stjömuljósa og handblysa og stafar
hún ekki af því að ég hafi sérstakan
áhuga á þessu dóti heldur hinu aö ég
var lengi vel strákur í gamla daga og
þar að auki er ég búinn að eiga eilefu
ára strák í nokkur ár sem er alveg
vitlaus í allt sem hægt er að kveikja
L
Eg hef því löngum orðið að bíta í
það súra epli að kaupa fjölskyldu-
poka og skjóta honum, að minnsta
kosti stundum, alla leið upp í þau lif-
andis skelfing af myrkri sem nóttin
býryfir.
En það hefur aldrei brugöist hing-
að til að eitthvaö hefur fariö úr-
skeiðis varöandi himnaför innihalds
pokans og þess vegna þykist ég geta
gefið fólki góðar ráðleggingar um
meðferð skotelda.
BENEDIKT AXELSSON
Það fyrsta sem þarf aö gera eftir
að menn hafa keypt sér sæmilega
stóran fjölskyldupoka er aö fara á
námskeið í kínversku.
I öðru lagi er vissara að hafa
maltflösku viö höndina, tóma, og
vera búinn að æfa sig í því að stinga
henni niöur í snjóinn.
I þriðja lagi verður fólk aö vita um
hvom endann á handblysunum á að
halda því það skiptir dálitlu máli.
Þegar ég keypti minn fyrsta poka
fylgdi honum seöill þar sem fólk var
vinsamiegast beðið að lesa allar á-
letranir á dótinu áður enþaðfæriað
skjóta því upp í loftið og fannst mér
þetta skynsamleg athugasemd því
að það hefðf sjálfsagt reynst bestu
mönnum talsvert erfitt að fara að
lesa þegar rakettan hefði til dæmis
verið komin hálfa leið til tungisins.
En gallinn við athugasemdina var
hins Vegar sá að-flestar áletranirnar
voru á kínversku og því hvorki hægt
um vik fyrir mig að lesa þær á jörðu
niðri né í háloftunum. Eg varö því að
fara eftir svokölluðu hugboði sem
reynst hefur mönnum vel í hafvillum
og átökum við drauga í stórhríð eða
þoku.
Þetta varð hins vegar til ’þess.aö
ég sendi rándýran flugeid næstum
því inn um glugga á verslun viö Skip-
holtið og einhverja ýlusprengju inn í
svefnherbergi á fjórðu hæð í blokk
við sömu götu.
1 fyrra tilfellinu var ekki réttur
halli á maltflöskunni og í því síðara
var áietrunin á kínversku en miðað
viö djöflaganginn í ýlusprengjunni
hefur örugglega staðið á henni að
þetta verkfæri mætti- hvergi nota
nema á norðurpólnum.
Varðandi handblysin vii ég taka
það fram að það tekur mörg ár að
læra að halda ekki um vitlausan
enda á þeim og það var ekki fyrr en
um síðustu áramót sem ég fann upp
öruggt ráö til að brenna sig ekki á
handblysunum og bjó ég til reglu um
þetta sem hljóðar svo:
Ef þú vilt vera öruggur um aö
brenna þig ekki á handblysum láttu
þá einhvem annan halda á þeim.
Kveðja
Ben. Ax.
FLUGELDASALA
VÍKINGS
í félagsheimilinu v/Hæðargarð —
sími 81325 (aðalinngangi),
v/Austurver — Háaleitisbraut,
v/biðskýlið — Bústaðavegi (neðan Bústaðakirkju).
NÓG AF PÚÐRI
TIL AÐ FAGNA
NÝJUÁRI
KREDITKORT
VISA
í GÓÐU ÚRVALI
Á BESTA VERÐI
Opið:
föstudag kl. 11—22,
laugardag kl. 11—22,
sunnudag kl. 11—22,
gamlársdag kl. 9 — 16