Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR1985.
3
Grímsey:
Sáu flugelda-
skot úr landi
Frá Vilborgu Siguröardóttur, frétta-
ritara D V í Grímsey:
I gær, nýársdag, var bjart veður,
suðaustanátt og fjögurra stiga hiti í
Grímsey.
Á gamlárskvöld var eins og venja er,
kveikt í brennu, sem böm og unglingar
stóðu fyrir. Þaö er siöur í Grímsey aö
unglingar, sem koma heim í jólafrí,
styðji þau yngri viö aö safna í brennu.
Miklu var skotið upp af flugeldum.
Kiwanisklúbburinn Grímur gaf fimm
þúsund krónur til kaupa á flugeldum
sem síöan var skotið á loft viö brenn-
una.
Svo gott var veörið aö við sáum flug-
eldaskot víöa úr landi frá Siglufirði til
Húsavíkur.
Eftir miönætti var dansleikur í
félagsheimilinu og stóö hann fram til
klukkan fimm. Hann var fjölmennur
og skemmtu menn sér konunglega í
góöu veöri.
RÓLEGTí
KEFLAVIK
Frá Ömari Jóhannssyni, fréttaritara
DV í Keflavík:
Suöumesjamenn kvöddu gamla áriö
og heilsuöu því nýja í hífandi roki og
úrhellisrigningu. Fólk lét þaö þó ekki
hafa áhrif á sig og flykktist út til aö
skjóta flugeldum. Var mesta furöa
hvaö menn voru skotglaðir í þessu
slagviðri.
Öllum áramótabrennum í Keflavík
og nágrenni var f restað.
Að sögn lögreglunnar vom þetta ein-
hver rólegustu áramót sem komið hafa
í Keflavík. Engin óhöpp né alvarleg
slys urðu.
Áramót í
roki
en þurru
Rok en ágætisveður aö ööru leyti var
í Vestmannaeyjum um áramótin. Það
byrjaöi ekki aö rigna fyrr en síðla
nætur, sagöi Grímur Gíslason, frétta-
ritari DV í Vestmannaeyjum.
Þaö var dansaö á sex stööum og
margmenni alls staöar. Áramóta-
brennurnar vom á fúnm eða sex stöö-
um í bænum. Ein brennan var áber-
andi stærst og var hún í vestur-
bænum.
Hjálparsveit skáta selur Eyjamönn-
um flugelda og „fýrverkerí” fyrir ára-
mótin og vom höfö á oröi stórfengleg
flugeldaskotEyjamanna.
Það er góöur hugur í Eyjamönnum
viö áramótin sagöi Grímur. En það
standa auðvitaö eftir hjá okkur þeir
skipsskaðar sem orðið hafa á árinu og
áföll í flotanum en viö minnumst
afreks GuölaugsFriöþórssonar og eins
erum viö þakklát fyrir aö menn skyldu
bjargast af Sæbjörginni nú fyrir
skömmu, sagði Grimur.
Leiðindaveöur var í Eyjum á nýárs-
dag, þoka og rigning. -A.Bj.
Eldur í
fjölskyldu-
pokanum
Slökkviliðið í Hafnarfiröi var kallaö
aö húsi þar á gamlárskvöld. Þaðan
haföi komiö tilkynning um aö eldur
heföi komist í f jölskyldupoka meö flug-
eldum, blysum og ööm.
Náöist aö slökkva í pokanum áöur en
allt fór á fulla ferö í honum og í húsinu
og mátti ekki tæpara standa.
Þá var slökkviliðið í Reykjavík
kallað aö húsi viö Háaleitisbraut en
nágrönnunum sýndist reykur koma af
þaki hússins sem er fjölbýlishús. Svo
reyndist þó ekki vera. Aftur á móti
hafði blysi veriö kastaö inn í sorp-
geymslu hússins og lagöi reykinn upp
þannig að hann sýndist koma úr
þakinu. -klp-
FELL8
METRA AF
HÚSÞAKI
- en slapp með lærbrot og skurð á f æti
Maöur, sem var aö vinna uppi á
þaki á húsi viö Barmahlíö í Reykja-
vik á föstudaginn, hrapaði af þakinu
og slasaöist.
Frosið haföi í rennu á þakinu og
Lögreg/an og sjúkraflutninga-
menn flytja hinn slasaða á brott
eftir fallið af husþakinu við
Barmahlið. DV-mynd S.
var maðurinn aö bræöa ísinn meö
heitu vatni þegar óhappið varö. Féll
hann niður eina átta metra og kom
niðurá frosna jörö.
I fyrstu var haldiö aö hann væri
mikiö slasaöur enda falliö hátt og
niðurkoman hörö. Lærbrotnaöi hann
á öörum fæti og skarst á hinum og
þy kir undrum sæta aö ekki fór verr.
-klp-
FLUGLEIDIR
ÞAÐ ÞARF
ENGIN ..
BELLIBROGÐ
TIL ÞESS AÐ FÁ ÓDÝRARA
FARGJALD rTÍNANLANDS FYRIR
FJÖLSKYLDUNA MEÐ FLUGLEIDUM