Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Síða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR1985. 13 Þegar þetta er ritaö er annar dagur jóla en þegar þessar línur koma fyrir augu lesenda veröur komiö nýtt ár, ný þjáning, því sólstöðuvinnu fjárveitinganefndar og Alþingis bar upp á þá daga þegar varla er lesbjart yfir hádaginn nema í heiðskíru. Þó vonum viö aö þessi mikla nefnd, sem fljúga varð blindflug um fjár- málaheiminn á biluðum instrument- um, eins og þaö heitir í flugbrans- anum, hafi komist klakklaust frá sínu verki, hafi komist aftur niöur á jöröina. Flestir áttu róleg jól og menn skiptust á krítarkortum og jólakort- um í bróðemi; já og á gjöfum enda þótt lengi hafi það verið í tísku aö telja jólagjafir af hinu illa. A jólum eiga menn nefnilega að vera and- legir fyrst og fremst, muna gíró- reikning þjóðkirkjunnar og faðir- vorið. Það er allt og sumt. Annað tilstand er af hinu illa í landinu þar sem sjö manns leituöu á náðir lögreglunnar til að sofa af hina heilögu nótt því að í höfuðstaönum eru engin fjárhús lengur þar sem hægt er að taka við þeim er hvergi eiga höföi sínu aö að halla, þótt strangt til tekið eigi allir að vera á réttum stað í þjóðskránni um ára- mót. Og um 70 manns hefðu ekkert fengið að boröa ef góðar konur hefðu ekki, eins og undanfarin ár, haldiö utangarðsmönnum veislu í húsi Slysavarnafélagsins á aðfangadags- kvöld. Og hljóölát jólanóttin lagðist yfir landið þar sem þögnin er eini hávaðinn sem eftir er. Af smámunum Við á Samlagssvæðinu höfðum það náðugt og fyrir okkur sem lesa aðeins bækur fyrir borgun í desem- ber og nóvember, eða fyrir þá sem rita um bókmenntir í blöðin, er það viss munaður að geta aftur lesið sjálfvalið efni; handrit frá hvaöa Dauöahafi sem maður kýs sér. Meðal efnis sem undirritaður. átti eftir að lesa voru tvö síðustu heftin af Frey, en jóla FREYR og jóla — SATT hafði ég þó ekki enn fengið í hendur, enda lítið í búðum. Freyr var með mikil föng að vanda og kemur manni sem fy rr oft á óvart. Meðal þess sem greint er frá er að enn mun óupplýst með öllu hver er Lesið Eftir helgina eigandi Grænmetisverslunar land- búnaðarins því á fundi Framleiðslu- ráðs landbúnaöarins 26. október síðastliðinn var. „Lagt fram bréf frá Landbúnaðarráðuueytinu þar sem það leitar álits Framleiðsluráðs á því hvort það telji að ríkið eða bændur eigi Grænmetisverslun land- búnaðarins.” Ekki treysti Fram- leiðsluráð sér til þess að skera úr um það, sem von er, því smotterí eru ógjaman höfö þar á dagskrá en til þess að reyna að leysa vanda ráðu- neytisins var „Ákveðið (var) að fara þess á leit við Guðmund Skaftason hæstaréttarlögmann, að hann semdi álitsgerð um málið áður en bréfinu verði svarað’.’ Og má því segja eins og á bókum stendur að þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. I skýrslu formanns Stéttarsam- bandsins (aðalfundur) var hins vegar nokkuð vikið að Grænmetinu og sagði formaður meðal annars: „Á undanförnum mánuðum hefur staðið mikill styrr um Grænmetis- verslunina. Skemmdir sem komu fram á kartöflum frá Finnlandi voru gerðar að miklu árásarefni á versluuina. Þegar innkallaðar voru kartöflur frá versluninni vegna galla kom þó mjög litið magn fram. Hins vegar varð rýrnun á þessum kartöflum hjá Grænmetisversluninni um það bil tvöfalt meiri en eðlilegt má telja. Mörgum þóttu finnsku kartöfl- umar góðar og verð þeirra var lágt.” Síðan rekur formaðurinn kartöflu- deiluna og frjálsu kartöflumar og segir: „Ekki hefur þó þessi innflutn- ingur lækkað vöruverð, fremur hið gagnstæða.” JONAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Og í lokaorðum I Frey segir: „... í meðalárferði er innflutningur kartaflna sáralitill og vart eftir- sóknarverður frá fjárhagslegu sjónarmiði nema hann fylli upp i eyður hjá þeim sem selja innlendu framleiðsluna”. Undir þetta geta allir sannir Islendingar tekið en eins og menn muna var verðútreikningur Græn- metisins á finnsku kartöflunum á þessaleið: Innkaupsverð kr. 5,00 Flutningsgjöld og trygging kr. 2,50 Niðurgreiðslur kr. 5,00 Kostnaðarverð kr. 2,50 Söluverð frá Grænmetisverslun landbúnaðarins varð siðan kr. 11,30. „Raöaö verð” eins og það var nefnt eða álagningin var um það bil fjór- falt innkaupsverð, en svoleiðis bísness er „vart eftirsóknarverður”. Það hljóta allir að skilja. Um þessi mál þarf litlu við að bæta nema aö niöurgreiðslur á kartöflur hafa verið afnumdar og Rauður- Eyvindur hefur opnað Gullaugað og frjálsar kartöflur, keyptar beint frá bændum, fást í öllum betri versl- unum. Og menn kaupa líka þessar frá Grænmetinu í pokunum með rimlaglugganum því nú er sam- keppni á Samlagssvæðinu en ekki hiö raðaða verð. Af fáfræði í árslok Viö lestur á fundargerðum Fram- leiðsluráös og af prentuðum gögnum frá þingi Stéttarsambandsins kemur í Ijós aö helsti vandinn í íslenskum landbúnaði er sem fyrr greinar í síðdegisblööunum. Og þótt maður geti tekið undir meö templar Hall- dóri frá Kirkjubóli, að eftir allt saman skipti verðið á drykkjar- vörum ekki mestu máli, heldur að menn drekki það eitt er þeir greiða fyrir með bros á vör og borga. Þá kemur það einnig fram að við í Sóvetó erum síður en svo að jeta gat á búvöruframleiðsluna. I ljós kemur að þrátt fyrir aö við borðuöum nú um 60 tonnum meira af osti sjálf og flytt- um út, eða gæfum til útlanda um 741 tonn af ostum á árinu 1984, voru (heildsölu) ostabirgðir í landinu 1. sept. sl. um 1130 tonn, sem er 24% aukning frá árinu á undan og um 503 tonn af smjeri voru í geymslu, sem er tvöfalt meira magn en vant er, eða það gerir rúmlega eina milljón smjörstykkja, eða af smjöröskjum, sem svarar til um það bil hálfs árs neyslu af smjöri. Af þessu má ráöa að með góðu og réttu búmarki og framleiöslustjórn- un má finna hina niöurgreiddu ham- ingju Framleiðsluráðsins. Utflutningsbótaþörfin á þessu ári (1984) varð 5—600 milijónir króna en við fjárlagagerð haföi fjárveitinga- nefnd verið talin trú um að bóta- þörfin væri aðeins 280 milljónir króna. Og vér spyrjum enn. Hvar væri landbúnaður vor staddur án stjórn- unar þótt réttur eigandi að Græn- metinu sé ekki ennþá f undinn? . Jólin á Samlagssvæðinu voru hvít. Fyrir ->ustan voru þau rauð. Og enn semfyrrer spurt: Var jatanauð? Gleðilegt ár! Jónas Guðmundsson SPURNINGAR OG SVOR Kjallarinn Það kom flatt upp á marga þegar þjóðin upplýsti sjálfa sig, fyrir milli- göngu Hagvangs hf., um það að hún væri svo hamingjusöm að annaö eins þekktist ekki á jarðarkringlunni. Þessi einstaki fróðleiksmoli úr um- fangsmikilli og flókinni könnun rataði inn í ræður f jölda þingmanna, forystugreinar blaða, stólræður presta, barskraf öldurhúsa og sjálf- sagt í heitu potta allra sundlauga. Ymsum létti við þessi tíöindi, ekki síst valdhöfum og mektarmönnum, enda haföi tónninn veriö töluvert annar í opinberri umræðu und- angengnar vikur. Engu var líkara en þeir hefðu skyndilega í höndum óvænta og óumbeðna syndakvittun. Slík túlkun var ekki öllum að skapi, svo sem nærri mátti geta, og því var ekki óalgengt að svörin um hamingjuna væru talin mælikvarði á kokhreysti og jafnvel Islendingsins eðlislægu dul, fremur en það sem beinlínis var spurt um. Bæði var fróölegt og skemmtilegt að fylgjast með þessum mismunandi viðbrögðum, en hins vegar skorti töluvert á að þeir fyrirvarar sem settir voru þegar umræddar tölur voru birtar kæmust til skila í al- mennri umræðu. Hingað til hafa einungis verið birtar einfaldar tíðni- töflur úr þessari könnun. Þær eru vissulega áhugaverðar og geta verið upplýsandi ef menn umgangast þær með fyrirvarana í huga. En megingildi könnunarinnar felst í því að unnt er aö vega og meta svörin innbyrðis, kanna fylgni á milli einstakra svara, laða fram viðhorf og gildi mismunandi hópa, finna leynda þætti sem einungis er unnt að grafast fyrir um með því aö tefla saman f jölda svara og athuga tengsl þeirra í milli. Þegar þessu verki er lokið verður fyrst unnt að tala um raunverulegar niðurstöður gilda- könnunarinnar. Þá gætu jafnvel fengist nothæfar skýringar á því hverju það sætir að Islendingar segj- ast vera hamingjusamir. Allum- fangsmikil og tímafrek úrvinnsla verður aö fara fram áður en þessu marki er náð og er hún nú að hef jast við Háskóla Islands. Prýðisgóðar heimtur í könnuninni sjálfri, ásamt hinum mikla almenna áhuga sem kynning á fyrstu niðurstöðum vakti, hlýtur að verða mönnum hvatning til að hraða úrvinnslu eftir föngum og koma niðurstöðum á framfæri. Tvíræðni talnanna Til að varpa ofurlitlu ljósi á tvíræðni talnanna skulu hér tilgreind tvö dæmi úr þeim tíðnitöflum sem þegar liggja fyrir. Annað lýtur að spurningunni um hamingjuna, þeirri sem var tilefni þessa greinarkorns. Upplýst er að mun hærra hlutfall Islendinga en nokkurrar annarrar þjóðar gefur þaö svar að þeir séu 'mjög hamingjusamir. Ef við hins vegar sláum saman þeim sem segjast vera mjög eða nokkuð hamingjusamir (og látum til hægðarauka samanburðinn ná einungis til Norðurlanda) kemur eftirfarandiíljós: , „Það kom flatt upp á marga þegar þjóöin upplýsti sjálfa sig, ... um það að hún væri svo hamingjusöm að annað eins þekktist ekki á jarðarkringlunni.” Eins og sakir standa er mjög erfitt að fullyrða aö önnur áherslan sé markverðari en hin, en hins vegar gefa þær hvor um sig tilefni til mjög ólíkra túlkana. Hitt dæmið fjallar um traust manna á iögreglunni. I fjölmiðlum var töluvert gert úr því að menn bæru meira traust til lögreglunnar en annarra aðila og stofnana sem um var spurt, svo sem dómstóla, kirkjunnar, dagblaöanna, mennta- ,,Mjög „Nokkuð „Hamingjusamir hamingjusamir" hamingjusamir" samtals" íslendingar 42% 53% 95% Sviar 29% 66% 95% Danir 30% 63% 93% Norðmenn 28% 64% 92% Finnar 13% 77% 90% kerfisins o.s.frv. Ef við gerum hins vegar samanburð milli Norðurlanda kemurþettaíljós: Traust á lögreglunni: fslendingar 74% Sviar 78% Danir 85% Norðmenn 88% Finnar 85% Samkvæmt þessu bera Islendingar A . og var því um hamingjuna kvarði á kokhreysti eðlislægu dul, fremur spurtum.” ÞORBJÖRN BRODDASON LEKTORÍ FÉLAGSFRÆÐI VID HÍ minnst traust til lögreglunnar af öllum Norðurlandaþjóðum. Hvað felst í þessum tölum í raun? Hvor samanburðurinn er markverðari? Því er vandsvarað eins og sakir standa en frekari úrvinnsla á vonandi eftir að gefa tilefni til ályktana og umræðna, jafnvel þótt það sé borin von að menn verði nokkru sinni endanlega sammála um allar túlkanir á niðurstööum þessar- ar miklu könnunar. Þorbjörn Broddason. ekki óalgengt að svörin væru fremur talin mæli- og jafnvel islendingsins en það sem beinlínis var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.