Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Qupperneq 20
t
20 DV. MIÐVKUDAGUR 2. JANtJAR 1985.
Upp með hausinn. . . ... ogsvo niðuraftur. Ti! vinstriséstiloðnubátinn Sighvat Bjarnason. (DV-myndir Erling Árnason.)
Kelduhverfi:
Tveir hrútar
brjótast til
byggða
Frá Jóni Sigurðssyni, Kelduhverfi:
Einmuna veðurbliða hefur verið hér
í Kelduhverfi í haust og það sem af er
vetri. Logn og frostleysur hafa ein-
kennt þetta haust. Varla hefur komið
svo vont veður að ástæða hafi verið að
gefa sauðfé inni. Fengitíð er að byrja
og þá gefa bændur inni. Góð meðferð á
þessum tíma tryggir fleiri lömb aö
vori.
Tveir lambhrútar komu af afréttinni
19. desember sl. Voru þeir sagðir vel
haldnir. Hrútarnir eru í eigu bóndans í
Asi í Kelduhverfi. -EH.
Þegar við
missum ætt-
ingja okkar
Það er nú svo yfir jólahátíðina að þá
er margt sem rifjast upp hjá fólki, ekki
síst þeim sem misst hafa ættingja sína
og eru kannski einir eftir í íbúðum sín-
um. Fy rir nokkru voru haldin litlu jólin
hjá eldri borgurum á Selfossi. Margt
var þar til skemmtunar enda sönn jóla-
gleði hjá öllum að mér fannst. Þegar
samkoman var á enda bað Guðmundur
Jónsson skósmiður um orðið. Er hann
áttatíu og fimm ára og missti konu sína
síöastliðið sumar. Guðmundur lýsti því
svo að nokkrum vikum eftir jarðarför-
ina hefði Styrktarfélag aldraöra á Sel-
fossi boðið sér í tíu daga ferð á Snæ-
fellsnes. Hann sagði orðrétt: „Eg af-
þakkaöi boðið í fyrstu og fannst ég
ómögulega geta farið nokkurn hlut. En
mitt nánasta fólk hvatti mig til að
fara og ég fór og sé ekki eftir því. Ef ég
hefði ekki farið þessa ferð væri ég akki
hér núna á þessari gleðistundu.” Svo
áminnti Guðmundur okkur öll um að
einangra okkur ekki þegar við misst-
um vini okkar heldur fara og hitta
kunningja okkar og bjóða kunningjum
heim. Umfram allt að treysta guði,
fara með bænir okkar og biðja fyrir
þeim framliðna. Að endingu þakkaöi
hann Styrktarfélaginu á Selfossi öll
þess góðu störf öldruðum til handa.
Guðmundur talaöi blaðalaust og af
festu. Eg veit að ekkert okkar, sem á
hann hlustuðu, gleymir orðum Guð-
mundar. Það streymdi frá honum kær-
leikur og styrkur, að okkur fannst, til
okkar allra. Regína Thorarensen,
Selfossi.
Atengi og
önnur vímu-
efni eiga aldrei sam- -
leið með akstri, hvorki á
ferðalagi né heima við.‘
Ekkert hálfkák gildir í
þeim efnum.
Vinningar í H.H.Í. 1985: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 108 á kr. 100.000; 2.250 á kr. 20.000; 18.855 á
kr. 4.000; 113.436 á kr. 2.500. 234 aukavinningar á kr. 15.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 544.320.000