Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Page 24
24 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Martröð í byrjun en sigurhátíð í lokin! — þegar Man. Utd. fagnaði sigri á Stamford Bridge. Aðgangseyrir nam 8,5 milljónum króna Ungu strákarnir hjá Chelsea byrjuðu með miklum krafti gegn Man. Utd. á laugardag — léku móthcrjana beinlínis sundur og saman fyrstu luttugu minútur lciksins. Uppskeran var þó aðcins eitt mark og síðan — allt í cinu — small ailt saman hjá Manchester-liöinu. Það skoraöi þrjú mörk og sigraöi í afar skcmmtilegum Ieik við crfiðar aðstæður. Fyrsti úti- sigur Man. Utd. í fjórum síðustu lcikjunum. Leikurinnn hafði í fyrstu vcrið hrcin martröö fyrir Ieikmenn United cn í lokin breyttist það í sigur- hátíö. Allir aðgöngumiðar, 45 þúsund, seldust fyrir leikinn en áhorfcndur sem fóru i gegnum teljarana voru þó ekki nema rúmlega 42 þúsund. Miða- okrarar fyrir utan Stamford Bridge hafa því oröiö aö rífa marga miða eftir lcikinn. Tekjur af aðgöngumiðasölunni námu 170 þúsund sterlingspundum, 8,5 milljónum ísl. króna. Mestu tekjur sem Chelsea hefur haft af leik. Það eru eng- ar smátekjur í ensku knattspyrnunni þegar vel gengur en forráðamcnn liðsins urðu þó fyrir vonbrigðum. Fyrsti taplcikur Chelsea á heimavelli i níuleikjum. Nokkrar breytingar voru gerðar á vörn Man. Utd. Paul McGrath var miðvörður með Gordon McQueen, Mike Duxbury bakvörður á ný en John Gidman settur út. Þá lék Arnold Múhren í staö Jesper Olsen sem enn er slasaður. Þeir McGrath og McQueen náðu ekki saman í byrjun enda hafa þeir lítið leikiö saman. Síðan uröu þeir mjög öflugir. Þó heföi írski landsliðs- ÚRSLIT Úrslit urftu þessi í ensku knattspyrnunni á laugardaginn: maðurinn, blökkumaöurinn McGrath, átt aö koma í veg fyrir mark Chelsea, sem Gordon Davies skoraði á sjöttu mínútu eftir góöan undirbúning lands- liösfélaga sinna hjá Wales, Mickey Thomas og Joey Jones. Fyrstu 20 mínúturnar buldu sóknarlotur Chelsea á vörn United og leikmenn Lundúna- Charlie Nicholas — Kampavíns-Kalli — var frábær í Newcastle. liðsins fengu 4—5 tækifæri til aö auka muninn. Þaö tókst þeim ekki og þaö var dýrkeypt fýrir þá. Um miöjan hálfleikinn tókst Man. Utd. aö jafna. McGrath lék upp, gaf á Gordon Strachan. Hann fór upp hægri kantinn og gaf vel fyrir. Mark Hughes skallaöi glæsilega í mark. 14. mark hans á leiktímabilinu. Skömmu síöar náöi United forustu eftir góða sóknar- lotu. Bryan Robson lék Reme Moses alveg frían og blökkumaöurinn þurfti ekki nema að ýta knettinum í markið. Man. Utd. hélt áfram sínum góöa leik framan af síöari hálfleiknum. Frank Stapleton skoraöi þriöja markið á 63. mín. Strachan átti stórleik eftir slaka byrjun. Eflir því sem leiö á leikinn var greinilegt aö leikmenn Man. Utd. voru aö „spila út tímann”. Reyndu sem inest aö halda knettinum. Chelsea- strákarnir reyndu mjög aö komast inn í leikinn á ný. Fengu til þess tækifæri á 80. mín. þegar knettinum var spyrnt í handlegg Duxbury. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu. „Þetta var óvænt, línu- vöröurinn haföi ekki veifað,” sagði fréttamaður BBC og Trevor Brooking bætti viö aö dómurinn heföi verið mjög strangur. Kerry Dixon, markahæsti leikmaöurinn í 1. deild, tók víta- spyrnuna. Spyrnti framhjá markinu. Hristi síöan höfuðiö og þar fór síðasta tækifæri Chelsea til aö koma aftur spennuíleikinn. Liöin voru þannig skipuö. Chelsea. Niedzwiecki, Joey Jones, Wood, McCoughlan, Shearer, Nevin, Spack- man, Keith Jones (Speedie), Thomas, Davies og Dixon. Man. Utd. Bailey, Duxbury, McQueen, McGrath, Albiston, Strachan, Robson, Moses, Miihren, Stapleton og Hughes. Efstu liðin unnu Tottenham sigraöi Sunderland í fyrsta skipti í fjórum leikjum liöanna í vetur. Þaö var heldur slakur leikur og spenna alveg fram í lokin. Glenn Hoddle, sem lék með Tottenham á ný eftir meiöslin í UEFA-leiknum í Tékkóslóvakíu, skoraöi fyrsta mark leiksins á 8. mín. Beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi. Frábært mark en Hoddle setti annars lítil mörk á leik- inn. Þaö var ekki fyrr en alveg í lokin sem Garth Crooks gulltryggöi sigur Lundúnaliösins. Skoraöi og þaö var raunverulega síðasta spyrnan í leikn- um. Sunderland var talsvert með knöttinn og „þumbaðist” aö venju en fékk sárafá tækifæri í leiknum. Tott- enham var því í efsta sæti um áramót- in og þaö hefur oftast veriö reglan aö liö sem er efst um áramót sigri. Þó ekki algild regla og minnisvert er aö Swansea var efst í 1. deild um ára- mótin 1981—1982. Síðan hefur gengi Swansea veriö sorgarsaga. Það er nú meöal botnliöa 2. deildar. Völlurinn í Ipswich var mjög slæmur þegar Everton kom þangaö í heimsókn. Dómarinn var lengi vel í vafa um hvort hann ætti aö láta leika. Geröi þaö þó og sumir mótmæltu, meðal annars Howard Kendall, stjóri Everton. En hann hefur eflaust veriö ánægöur eftir á. Everton vann öruggan sigur og skoraöi Graeme Sharp bæöi mörk liösins í síöari hálfleik. Ipswich- liöiö lék oft vel í leiknum en sem áöur var lánleysi leikmanna þess algjört viö markiö. Ipswich hefur nú ekki skoraö mark í fjórum síöustu leikjun- um. -hsím. Kevin MacDonald lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann varð 24 ára 22. desember sl. „Er enginn Souness” — Kevin MacDonald lék sinn fyrsta leik með Liverpool Joe Fagan, stjóri Liverpool, gerði brcytingar á liði sínu á laugardag gegn Luton frá tapleiknum við Leicester. Daninn Jan Mölby og Ástralíu- maðurinn Craig Johnston settir út. Kenny Dalglish með á ný eftir meiðsli og nýi Ieikmaðurinn frá Leicester, Kevin MacDonald, lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Var þokkalegur en „hann er enginn Souness” og fyllir því ckki það skarð sem Graeme Souness skildi eftir sig þegar hann fór til ítalíu frekar en John Wark. Þeir Ian Rush og Mark Lawrenson léku ekki með Liver- pool vegna meiðsla. Liverpool lenti í basli meö botnlið Luton en tókst þó aö tryggja sér sigur, 1—0. John Wark skoraöi á 26. mín. eftir undirbúning Dalglish. Þaö vantaði brodd í sókn Liverpool í fjarveru Rush og vörn Luton var nokkuö þétt fyrir meö Steve Foster hreint frábæran. En þaö dugöi ekki. Ahorfendur aöeins 25 þúsund og lið Liverpool var þannig skipaö. Grobbelaar, Neal, Kennedy, Gilliespie, Hansen, Lee, Nicol, MacDonald, Wark, Walsh og Dalglish. Mölby varamaöur. — Phil Neal lék sinnSOO. leik. -hsím. „Hann er annaðhvort frábær eða lélegur” — sagði Don Howe um Charlie Nicholas eftir að hann hafði tryggt Arsenal sigur i Newcastle 1. DEILD: Chelsea —Man. útd. 1—3 Coventry — West Ham. 1—2 Ipswich — Everton 0—2 Liverpool — Luton 1—0 Xewcastle — Arsenal 1—3 Nott. For. — AstonVilla 3—2 Southampton — Sheff. Wed. 0—3 Stoke — QPR 0—2 Tottenham — Sunderland 2—0 Watford — Leicester 4—1 WBA — Norwich 0—1 2. DEILD: Barnsley — Notts. C. 0—0 Birmingham — Fuiham 2—2 Blackburn — Huddersfield 1—3 Brighton — Wimbleton 2—1 Charlton — Grimsby 4—1 Leeds — Cardiff 1—1 Man. City — Wolves 4—0 Middlesb. — Oldham Frestaft Oxford — C. Palace 5—0 Sheff. Utd. — Portsmouth 4—1 Schrewsbury—Carlisle 4—2 3. DEILD: Bradford—Bolton 2—1 Brantford — Reading 2—1 Bristol C. — Burnley 1—0 Cambridge — Rotherham 0—2 Gillingham — Bristol R. 4—1 Millwall — Bournemouth 2—1 Newport — Plymouth 1—0 Orleut — Doncaster 2—1 Swansea—Derby 1—5 Walsall — Líncoln 0—0 Wigan — Preston 2—0 York-Hull 1-2 4. DEILD: Aldershot — Wrexham 2—1 Blackpool — Hartlepool 2—1 Bury — Tranmere 3—0 Chesterf ield — Peterborough 2—0 Colchester—Port Vale 3—2 Exeter — Hereford 0—0 Northampton—Torquay 3—1 Southend — Mansfield 1—3 Fjórum letkjum var frestaft: Chestcr — Swindon, Darllngton — Crewe, Halifax — Stockport og Scunthorpe — Rochdale. „Það er ekkert þar á milli, annað- hvort er Charlie Nicholas frábær eða lélegur. Hann var stórkostlegur hér í Newcastle og lagði grunn að sigri okkar,” sagði Don Howe, stjóri Arsen- al, eftir að liö hans hafði sigrað New- castle 1—3 á laugardag. Kominn.tími til að Arsenal sigraði á útivelli. Hafði tapað sex leikjum í röð. „Kemst Steve Williams í liðið eftir þennan leik?” spurði fréttamaður BBC. „Já, já, hann leikur gegn Tottenham eins og fyrir- hugað var,” sagði Howe og hló við en bætti síðan við að Arsenal hefði verið mjög óheppið í leikjum sínum um jólin. „Kampavíns-Kalli” lét fljótt að sér kveða í leiknum í Newcastle. Strax á 2. mínútu lék hann í gegn og spymti á markiö en Kevin Carr varði snilldar- lega. Arsenal náði undirtökunum í leiknum vegna stórleiks Kalla og hann skoraöi fyrsta mark leiksins á loka- mínútu fyrri hálfleiks. I síöari hálf- ieiknum skoraði Kalli aftur. Peter Beardsley skoraði úr vítaspyrnu fyrir Newcastle en Brian Talbot þriðja mark Arsenal. Greinilegt aö þeir Nicholas og Talbot ætla sér sæti í liði Arsenal þó Williams hafi veriö keyptur. Mjög hefur hallað undan fæti hjá Newcastle og liðið er nú að komast í fallhættu eftir snjalla byrjun þar sem Newcastle hafði forustu í 1. deild framan af. Leikur liðsins er mjög ein- hæfur, allt byggt kringum Chris Waddle. Áhorfendur 27.349. . Forest lék sama leik Nottingham Forest lék sama leik gegn Aston Villa og gegn Man.Utd. á dögunum. Tókst að sigra 3—2 eftir aö Villa hafði skorað tvö fyrstu mörk leiksins. Viö sigurinn komst Forest í fimmta sæti. Stjóri Forest, hinn snjalli Brian Clough, setti hinn 18 ára son sinn, Nigel, úr liðinu en hann lék sinn fyrsta leik með Forest gegn Ipswich á miðvikudag. Sennilega hefur Brian efast um að hann hefði þar gert rétt þegar Villa komst í 0—2. Colin Gibson skoraði á 16. mín. og Paul Rideout á 33. mín. Rétt fyrir leikhléiö skoraði Peter Davenport fyrsta mark Forest. Fátt benti þó til þess að Forest mundi bjarga stigi í leiknum hvað þá sigra þrátt fyrir góöa viðleitni. En loks á 83. mín. tókst Hollendingnum Johnny Metgod aö jafna beint úr aukaspyrnu og tveimur mín. fyrir leikslok lék Davenport inn í vítateig Villa. Fyrirliöi AV, Allan Evans, felldi hann. Víta- spyrna og úr henni skoraði Davenport. Góöur lokasprettur þaö. Southampton steinlá Ovænt úrslit urðu í Southampton þar sem Dýrlingarnir, án Joe Jordan, steinlágu fyrir Sheff. Wed. Leikurinn var daufur framan af en síðan skoraði Lee Chapman tvívegis hjá Peter Shil- ton, sem lék sinn 700. deildaleik. Fyrra markið á 34. mín. Það síðara á 51. mín. Þriðja markið skoraði Imre Varadi á 54. mín. eftir mistök Mark Wright. Sheffield-liöið lék þarna sinn sjöunda leik án taps. Gary Shelton hreint frá- bær og vörn liðsins mjög sterk. Dýrlingarnir slakir. Enginn broddur í sókninni án Jordan og liðið mun sakna Williams. Watford vann stærsta sigurinn í 1. deild og þó skoraði Leicester fyrsta markið í leiknum, John O’Neill. John Barnes tókst að jafna í 1—1 og í s.h. réð Watford gangi leiksins. Skoraði þrívegis, Reilly, Terry og Sterling. Norwich stöðvaöi sigurgöngu WBA í heldur slökum leik í West Bromwich. Gamli landsliðskappinn enski Mike Channon skoraði eina mark leiksins. Það var á 30. mín. Annar útisigur Nor- wich. QPR átti í litlum erfiðleikum með að sigra Stoke en leikmenn Stoke sýndu nú lítið af því sem þeim haföi tekist að ná gegn Man. Utd. Robbie James og Mike Fillery skoruðu mörk QPR í fyrri hálfleik og Mike Robinson féll vel inn í hð QPR. Coventry, án framkvæmdastjóra, tapaði á heima- velli fyrir West Ham. Cottee skoraði bæöi mörk Lundúnaliðsins, hið síðara rétt fyrir leikslok. Stevens hafði laumaö inn marki fyrir Coventry á milli. I 2. deiid tapaöi efsta liðið Black- bum og Birmingham náöi aöeins jafn- tefli á heimavelli. Oxford komst í ann- að sæti eftir stórsigur á Crystal Palace. MacDonald, tvö, Hamilton. tvö, og Aldridge skoruðu mörkin. hsím. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.