Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 1
 Frjálst, óháð dagblað Bræöur fórust í eldsvoða „Vantraustá Campomanes” — segirforseti Skáksambands íslands „Þaö er mín skoðun, aö Skák- samband Islands eigi að lýsa yfir vantrausti á Campomanes á auka- þingi FIDE, sem haldiö verður í Austurríki í ágúst. Maðurinn er stór- hættulegur Alþjóðaskáksambandinu. Hann gengur á lagið og kann sér engin takmörk,” sagði Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands Islands, í samtali við DV, vegna á- kvöröunar Campomanesar að aflýsa skákeinvíginu í Moskvu. „Campomanes er ekki að brjóta lög FIDE i fyrsta sinn. Hann hefur gert það ítrekað, þótt hann sé ekki búinn að gegna þessu embætti nema í rúm 2 ár. Siðasta alvarlega brotið var þegar hann tók þá ákvörðun að næsta ólympíumót yrði haldið í Dubai, þrátt fyrir mótmadi Banda- ríkjamanna og Vestur-Evrópuþjóða. Með þessu var hann að útiloka tsraelsmenn frá þátttöku þó lög FIDE kveði skýrt á um að ekki megi útiloka á þennan hátt þátttökuþjóðir frá móti. Það sem er að gerast í Moskvu er raunar ekki alveg ljóst. Hins vegar gilda ákveðnar reglur varðandi einvígi af þessu tagi og þær reglur er Campomanes að þverbrjóta,” sagði Þorsteinn Þorsteinsson. ______________________-KÞ. Albero, varaforseti FIDE: Karpov vildi keppa í dag „Það eru allir óánægðir með þessa ákvörðun Campomanesar,” sagði Roman Toran Albero, einn fimm varaforseta Alþjóða skáksambands- ins, FIDE, í viðtídi við DV í gær. „Eg talaði við Karpov í síma í dag. Hann sagðist vilja keppa á mánudag eins og ráðgert var. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það hefði átt að fresta einvíginu í eins og 15 daga og taka svo upp þráðinn að nýju.” Albero var mjög gagnrýninn á fyrirkomulag heimsmeistaraein- vígisins. „Þetta er ómannúðlegt. Það eru bara unglingar og ofurmenni sem geta haldið svona út. Það á aö taka upp gamla kerfið og takmarka fjölda skákaviö24. Hann sagði aö Campomanes hefði fullan lagalegan rétt til að binda svona enda á einvígið. „Forsetinn er einráður. Hann getur gert hvað sem er. En það er ljóst að aflýsingin kemur báðum keppendum illa. Karpov var mjög vonsvikinn þegar égtalaðiviðhann. -Þ6G — sjá nánari fréttir bls.9 íslensk stúlka Noregsmeistari íbruni og stórsvigi — sjá íþróttir íopnu —frændi þeirra lagði sig í lífshættu við að reyna að bjarga þeim Tveir ungir bræður, fjögurra og átta ára gamlir, fórust í eldsvoða í Hafnarfirði um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Rúmlega þritugur frændi þeirra var hætt kom- inn er hann reyndi að bjarga þeim. Hann Uggur á gjörgæsludeild en er ekki talinn lengur í lífshættu. Bræðurnir sem létust hétu Brynjar Freyr og Fannar Karl Guðmunds- synir. Þeir voru gestkomandi hjá frændfólki sínu í húsinu Amarhrauni 42, sem er tveggja hæða steinhús. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er óvíst um eldsupptök. TaUð er að eldurinn hafi komið upp á neðri hæð hússins. Fólkið svaf allt á efri hæð- inni. Húsmóðirin komst út ásamt syni sínum. Heimilisfaðirinn lagði sig fram við að reyna að bjarga hinum drengjunum. Er slökkviUð Hafnarfjarðar kom skömmu síðar á vettvang var mikiU eldur laus á neðri hæðinni. Reykkaf- arar héldu inn í húsið. Fundu þeir drengina og heimilisföðurinn meövit- undarlausa á efri hæðinni. Á sjúkrahúsi voru bræðumir úr- skurðaöir látnir. Húsráðandinn komst til meðvitundar nokkrum stundumsiðar. -KMU. Akranes: Grunaður umað hafa kveikt ískólanum Átján ára gamaU pUtur var hand- tekinn á Akranesi á laugardag vegna bruna í bamaskóla þar í bæ. Sterkar líkur benda tU þess að kveikt hafi veriðískólanum. Það var ekki fyrr en í hádegínu á laugardag að menn urðu elds varir í Brekkulækjarskóla. Eldurinn var þá að mestu koðnaður niður en ljóst að hann hafði logaö frá því um nóttina. Kennarastofa, skrifstofa skóla- stjóra, vinnuherbergi kennara og eldhús eru stórskemmd eftir brunann. Rannsókn hefur leitt í ljós að eldurinn hefur komið upp á að minnsta kosti fimm stöðum og líkleg- ast af mannavöldum. Einhver hafði brotið rúðu tU að komast inn i skólann. FatasUtur fundust á glerbrotum. Þær leiddu á- samt öðm tU þess að grunur beindist að pUtinum. Oskað hefur verið eftir tíu daga gæsluvarðhaldsúrskurði gagnvarthonum. -KMU. Þafl er nóg til af bollunum á þessum bolludegi eins og fyrirrennurum hans. Sumir tóku raunar forskot á bolluátið I gnr. Þessar boliur biflu viflskiptavina Sveinsbakarís i morgun. DV-mynd KAE. Húsið Arnarhraun 42 í Hafnarfirði. Miklar skemmdir urflu innanhúss. DV-mynd S. Sjómannaverkfall: Ahrifanna f er að gæta strax í dag ff „Áhrifa verkfallsins fer að gæta strax í dag og svo með vaxandi þunga eftir því sem fleiri dagar líða,” sagði Guðjón Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands, í samtaU við DV. VerkfaU um 4000 undir- og yfir- manna á fiskiskipunum hófst klukkan 18 í gær eftir árangurslausa samningafundi undanfarinna daga. Tekur verkfalUð tU 31 aöUdarfélags innan Sjómannasambands Islands og 12 innan Farmannasambandsms. „Það er ljóst að þau skip sem nú eru á sjó munu ljúka súmi veiöi og landaö verður upp úr þeim en síöan stöövast þau,” sagði Guðjón. — Nú eru eftir um 100 þúsund tonn af loðnu. Hvað verður um hana ? „Það má veiða loönuna út mars og ég hef enga trú á því að verkfalUð standisvolengi.” — Þú ert þá bjartsýnn á lausn á næstu dögum? „Það veit maður ekki en maður verður að vera bjartsýnn. Við lögðum fram sáttatUlögu í gær sem fékk frekar dræmar undirtektir. Við höfum nú lækkað það tdboð talsvert og ég trúi ekki öðru en þvi verði tekið. Þar höfum við lækkaö kaup- trygginguna og bjóðum upp á samn- ing tU tveggja ára, sem þýðir frið á vinnumarkaðnum i tvö ár,” sagði Guðjón Kristjánsson. Nýr fundur deUuaöUa hefur verið boðaður síðdegis í dag. -KÞ. A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.