Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 4
4
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985.
Félagsbfó í Keflavík var þóttskipafl fólki ó laugardaginn. Þar sátu hlifl vifl hlifl verkafólk og atvinnurekendur og innan um dreifflu þingmenn
kjördœmisins sór. Enda mikifl I húfi; sjóvarútvegur á Suðurnesjum afl hruni kominn. DV-myndir KAE.
ÖRVÆNTINGOG
ÖRYGGISLEYSI
- allt í
kaldakoli á
Suðurnesjum
„I eina tíð voru Suðurnesin eitt
gjöfulasta svæði landsins hvað mat-
björg varðar. En nú er öldin önnur.”
Þannig komst einn ræöumanna i
Félagsbíói í Keflavík að orði á
laugardaginn. Þar var haldinn sér-
stakur fundur um atvinnumál á
Suðurnesjum sem boðað var til fyrir
atbeina atvinnurekenda og verka-
lýðs sameiginlega.
Félagsbíó var þéttskipað. Þar sátu
hlið við hlið verkamenn og atvinnu-
rekendur og innan um dreifðu sér
flestir þingmenn kjördæmisins.
Sjálfstæðismenn og kratar sátu
saman á fremsta bekk á meðan þing-
menn Kvennalista og Alþýðubanda-
lags létu minna fyrir sér fara í
almennum sætum aftar i salnum.
Þama voru Matthías Á.
Mathiesen, Kjartan Jóhannsson,
Geir Gunnarsson, Kristín Halldórs-
dóttir, Karl Steinar Guðnason,
Gunnar G. Schram, Salome Þorkels-
dóttir, Guðmundur Einarsson og
Jóhann Einvarðsson, fyrrum fram-
sóknarþingmaður í Reykjanes-
kjördæmi og nú aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra. Enda mikið í
húfi. Atvinnulíf á Suðumesjum er að
hrynja. Fyrir nokkrum árum vom
þar starfrækt 23 frystihús. Nú eru
þau aöeins 9 og liklegt aö 2 loki áður
en langt um líður. Nær 700 manns
hafa misst atvinnuna, að langmestu
leytikonur.
Það ríkir örvænting og öryggis-
leysi við höfnina. Sjávarútvegur er
aö stöðvast vegna gegndarlauss
rekstrartaps fiskvinnslufyrirtækja.
„Verkalýður og atvinnurekendur
verða að slíðra þau sverð sem þeir
annars bera,” sagði einn frummæl-
enda. „Nú verðum við að standa
saman.”
Þaö ríkti einhugur á f undinum.
-EIR.
Guðrún Ólafsdóttir, verkalýðsforingi í Keflavík
ÚLFURINN
ER KOMINN
Guðrún Ólafsdóttir.
„Margir sem vinnaáheitum vinnu-
stöðum og njóta atvinnuöryggis
skilja ekki vanda okkar. Þeir þekkja
ekki mun á flóöi og fjöru,” sagði
Guðrún Olafsdóttir, verkalýðsforingi
i Keflavík, á fundinum í Félagsbíói á
laugardaginn.
„Menn hafa lengi kallað úlfur,
úlfur. Nú er úlfurinn aftur á móti
kominn í raun og vem. Fiskvinnslu-
fyrirtækin eru að loka og það er ekki
hægt að sitja aðgerðalaus hjá og
kalla þetta náttúrulögmál. Við
verðum að standa saman,” sagði
Guörún.
-EIR.
EiríkurTómasson,
Útvegsmannafélagi
Suðurnesja:
Velmegunin
á ekki upptök
síníbönkum
„Fjöldi Reykvíkinga hefur aldrei
komið niður á bryggjusporð og
heldur að velmegunin eigi upptök sín
í bönkum,” sagði Eiríkur Tómasson,
talsmaður Utvegsmannafélags
Suðumesja, í Félagsbíói á laugar-
daginn.
„Það er ljóst að offjárfesting í
sjávarútvegi hefur verið vandamál
en þar þýðir ekki að kenna Suöur-
nesjamönnum um. Meðalaldur fiski-
skipa hér er hærri en viðast hvar,
annars staöar á landinu. Ef til vill
heföum við átt að taka þátt i Hruna-
dansinum, standa í offjárfestingum
og þvílíku. Þá hefði kannski verið
von til að yfirvöld hefðu gotið til
okkar augunum i þeim vanda er við
nú stöndum frammi fyrir. ”
Eiríkur Tómasson vék að háu olíu-
verði til fiskiskipa.Sagðist hann ekki
skilja hvemig olía á Bretlandi gæti
verið 40% ódýrari en hér á landi.
„Þeir svara því til að Bretaolían sé
lélegri en sú íslenska,” sagði Eiríkur
Tómasson. „Það er tími til kominn
aðeinokun oíiufélaganna Ijúki.”
Einar Kristinsson,
Vinnuveitendafélagi
Suðurnesja:
Verötryggingar-
vitleysa er
alltað drepa
„Það er ekki hægt að verðtryggja
100% verðbólgu. Það gengur ef til vill
með 10% verðbólgu; þessi verð-
tryggingarvitleysa er allt að drepa.
Bæði atvinnulíf og heimili fólks,”
sagði Einar Kristinsson frá Vinnu-
veitendafélagi Suðumesja.
„Á undanfömum tveim árum
hefur orðið 16% samdráttur í starf-
semi frystihúsa hér á Suöumesjum.
Það munar um minna. Ekki er nóg
að breyta skuldum í lán þegar
rekstrargrundvöllinn vantar. Hvaða
vit er í því að maður, sem gerir við
tölvur, hafi 700 krónur á tímann á
meðan Sigga í frystihúsinu hefur
aðeins 80 krónur. Hér er flest öfug-
snúiö. Það verður að gera eitthvað,”
sagðiEinar.
„Það er dapurlegt um að litast við
höfnina og við skulum ekki gleyma
því að 75% af gjaldeyristekjum
landsmanna koma úr sjávarútvegi.”
í dag mælir Dagfari______________I dag mælir Pagfari ídag mælir Dagfari
Skítt með alla skynsemi
Á síðustu árum hafa vesælir hús-
byggjendur ekki haft mikil auraráð
til skemmtana. Þó munu finnast
dæmi þess, aö ung hjón sem í þrjú ár
hafa borgaö meginhluta launa sinna
upp í afborganir, vexti og verðbætur
af lánum, meö þeim afleiöingum að
eftirstöðvamar hafa margfaldast og
skuldabyrðin þyngst sem þvi nemur,
hafa gefið skit i allt draslið eina
kvöldstund. Skundað á vertshús og
fengiö sér í glas item tóbak til að
svæla meðan setið var yfir miðinum.
Léttfull og hæfilega kærulaus aka
hjúin heim í leigubU og sofa úr sér
áhyggjuleysiö og lifsgleðina sem
greip þau eina kvöldstund. Næsta
morgun vakna þau timbruð af æfing-
arleysi í aö djúsa og konan staulast
fram tU aö hita kaffiö og nær i Mogg-
ann fyrir bóndann í leiðinni. Orakað-
ur og þynnkulegur gluggar hann í
blaðið meöan hann safnar kröftum
tU morgunraksturs. Og hvað blasir
við: Enn ein hækkun á áfengi og
tóbaki.
Fögnuöur gripur timbraðan mann-
inn. Hann kallar í konu sina og bend-
ir á fréttina i blaöinu. Segir að þau
hafi mátulega sloppið með útstáels-
iö. Nú sé búið að hækka aUt, daginn
eftir að þau slettu úr klaufunum.
Eftir rakstur og kaffidrykkju held-
ur maðurinn tU vinnu, því hann vinn-
ur hjá einkafyrirtæki og fer því fyrr
en konan sem er opinber embættis-
maöur. Þegar á vinnustaö kemur fer
maðurinn strax að útmála heppni
þeirra hjóna aö hafa leikiö á fé-
græðgi ríkisins meö þessum hætti.
Vinur vor hafði hins vegar ekki lengi
hrósað happi þegar gáfumaður hóps-
ins lét í ljósi sanna þórðargleði:
Staðreyndin væri nefnUega sú, að
þessi hækkun á brennivíni og tóbaki
myndi leggjast af ofurþunga á þau
hjón, þótt þau hvorki fengju sér i glas
eða reyk næstu ár. Ástæðan væri sú,
aö hækkun á áfengi og tóbaki kæmi
fram i hækkun á lánskjaravísitölu.
Eflaust væru þau hjón með allar
skuldir verötryggöar. Afleiöingin
væri sú aö nú hækkuðu eftirstöðvam-
ar enn meir og skuldimar héldu
áfram að hækka eftir þvi sem meira
væri borgað af. Og sá með þórðar-
gl.eöina ætlaði að rifna af hlátri.
Okkar maður fyUtist beiskju.
Hvusslags lúsablesar em þetta sem
ráða landinu. Er ekki Sjálfstæöis-
flokkur við stjóm þótt Framarar séu
meö í brúnni? Hverju svara menn-
imir eiginlega sem bera ábyrgð á
vitleysunni.
Auðvitaö svarar Sjálfstæöis-
flokkurinn engu því þetta er ekki
hans mál. Hann verður að beygja sig
undir mgl félagsmálaráðherra. En
það er þó einn ráðherra sem aUtaf er
tUbúinn að ræða málin og úttala sig
um hvað sem er. Það er sjálfur for-
sætisráðherrann Steingrímur Her-
mannsson. Þegar ÞjóðvUjinn spyr
hvort það sé réttlátt að hafa þetta
fyrirkomulag emjar Steingrímur
bara og segir svo að hann geti ekki á
þessari stundu úttalað sig um „hvað
er skynsamlegast”.
Auðvitað veit forsætisráöherra
ekki hvað er skynsamlegast. Ef hann
vissi þaö væri hann búinn aö segja af
sér. Hérlendis er stjómað meö gáf-
um en ekki skynsemi. Hjörleifur
Guttormsson lagði fram frumvarp
um 40 þúsund tonna sjóefnavinnslu á
Reykjanesi af gáfum en ekki skyn-
semi. I fyrra fluttum við inn
skemmdar kartöflur frá Finnlandi af
gáfum og af sömu ástæðum sitja
bændur í Þykkvabæ nú uppi með
hundruð tonna af úrvalskartöflum
sem verða orðnar skemmdar í vor
þegar kartöfluskorturinn brestur á.
Það eru gáfur sem ráða því aö lög
um frjálst útvarp breytast í lög til að
hefta frjálsan útvarpsrekstur. Og
þaö eru gáfur sem ráða því aö vinur
vor húsbyggjandinn fer og drekkir
sorgum sínum í bjórliki en ekki al-
vörubjór í kvöld. Hann tönglast
nefnilega sifellt á því núna, aö það sé
nóg að vera gáfaður til að umbera
skuldimar. Eða eins og hann orðar
það: Skítt með alla skynsemi — því
gáfur erugull.
Dagfari.