Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Side 26
26
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRÚAR1985.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
LANCASHIRE-RISARNIR
í SJÖTTll UMFERÐINA
Celtic
skoraði
sex
—ískosku
bikarkeppninni
Glasgow Caltic vann stærsta
sigurinn i 4. umferð skosku
bikarkeppninnar á laugardag —
vann Invemess Thistle 6—0.
Paul McStay skoraði þrennu,
Maurice Johnston, Frank
McGarvey og Murdo McLeod
skoruðu hin mörkin þrjú. í
marki Thistle var 16 ára strákur,
Les Fridge. Úrslit urðu þessi.
Ayr — St. Mirren 0—1
Brechin — Hearts 1 — 1
Celtic — Invemess Th. 6—0
Forfar — Falkirk 2—1
Raith — Aberdeen 1—2
Rangers — Dundee 0—1
Queen of S. — Dundee Utd. 0—3
Leik Meadowbank og
Motherwell var frestað. Bobby
Brown skoraði mark Dundee
gegn Rangers en i 4. umferð i
fyrra sló Dundee-liðið Rangers
einnig út.
Eftir leikina var dregið í 8-liða
úrslit og varð niðurstaðan þessi.
St. Mirren — Dundee Utd.
Dundee — Celtic
Brechin eða Hearts — Aberdeen
Meadowbank eða Motherwell
— Forfar
Leikirnir verða háðir 9. mars.
-hsím.
Langer
Ástralíu-
meistari
Vestur-þýski golfmaðurinn
snjalli, Bernhard Langer, varð
ástralskur meistari í golfi í Mel-
bourne i gær þegar hann lék
hringina fjóra á 281 höggi. Ellefu
höggum undir pari vallarins.
Bætti vallarmetið í Melbourne
um fjögur högg. í fyrstu
verðlaun fékk Þjóðverjinn 44.445
dollara, bandaríska, og hlaut
einnig bil í verðlaun. Fór holu i
höggi í keppninni á laugardag.
Jafnir í ööru sæti urðu Nick
Flado, Bretlandi, og Greg Norman,
Ástralíu, sem átti metið fyrir á
vellinum. Þeir léku báðir á 284
höggum. Svíinn Anders Forsbrand,
sem er 23ja ára, varð í f jórða sæti á
290 höggum, tveimur undir pari og
kom mjög á óvart. Hins vegar
brást hann á lokahringnum, lék þá
á75höggum.
Sigur Langer var öruggur eftir
að hann haf ði leikið á vallarmeti, 64
höggum, á föstudag. Náöi þá
Faldo, báðir með 140 högg, og
komst í mikið stuð.
-hsim.
Jafntefli
Kina og Hong Kong gerðu
jafntefli, 0—0, í 4. Asíu-riðli for-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar 1988 i knattspyrnu i Hong
Kong I gær. Í sama riðli vann
Macao Brunnei 2—0 í Macao.
— Everton og Man.Utd sigruðu og Liverpool gerir það
ef laust líka á miðvikudag
Aðeins þrír leikir af átta i 5. um-
ferð ensku bikarkeppninnar voru
háðir um helgina og það er greini-
legt að Lancashire-risarnir þrír, Ev-
erton, Liverpool og Man. Utd.,
verða i hattinum þegar dregið verð-
ur til sjöttu umferðar. Man. Utd. og
bikarmeistarar Everton hafa þegar
tryggt sér sæti i 6. umferð — Liver-
pool gerir það eflaust á miðvikudag
á Anfield þegar liðið leikur öðru
sinni við 3. deildar lið York þrátt fyr-
ir nokkra örðugleika á laugardag i
York.
Bikarmeistarar Everton áttu í tals-
verðum erfiðleikum einnig á laugar-
dag gegn Telford, liði utan deildanna,
og það á Goodison Park. Það var langt
liðið á leikinn, þegar allt small saman
hjá bikarmeisturunum. Góður sigur í
lokin, 3—0. Framan af leiknum voru
leikmenn Everton langt frá sínu besta.
Snjöll markvarsla Neville Southall
kom í veg fyrir að Colin Williams skor-
aði mark fyrir Telford á 28. mínútu.
I síðari hálfleik fóru leikmenn Ever-
ton að láta meira að sér kveða, vel
studdir af 47 þúsund áhorfendum. Loks
á 68. mín. tókst Peter Reid að skora.
Kevin Sheedy skoraöi annað mark
Everton fjórum mínútum síðar úr víta-
spymu og þar meö var öll spenna úr
leiknum. Trevor Steven skoraöi þriðja
mark Everton rétt fyrir leikslok.
Evrópumeistarar í basli
Evrópumeistarar Liverpool áttu í
hinu mesta basli á höröum, hálum leik-
vellinum í York í fyrri hálfleik. Fengu
þó fyrsta marktækifærið en John Wark
spyrnti framhjá eftir að hafa komist
frír í gegn. Leikmenn York, sem
sigruðu Arsenal á eigin velli í 4. um-
ferð, náðu síðan undirtökunum í leikn-
um. Tókst að skora að því er virtist
gott mark en línuvörður veifaði. Dóm-
arinn, sem dæmt hafði mark, breytti
ákvörðun sinni. Dæmdi aukaspyrnu á
York. Það jafnaöist út undir lok leiks-
ins. Þá var gott mark dæmt af Liver-
pool.
Völlurinn var erfiður en af þeim leik
sem leikmenn Liverpool sýndu framan
af var erfitt að gera sér grein fyrir að
þar væru Evrópumeistarar á ferð.
Nokkrir leikmenn sáust bókstaflega
ekki. 1 síðari hálfleiknum lék Liverpool
mun betur og tókst að skora á 52. min.
Gillespie tók aukaspyrnu eftir gróft
brot á MacDonald, spyrnti að vítateig
York. Kenny Dalglish skallaði áfram
til Ian Rush, sem skoraði fallegt mark.
Lengi vel leit út fyrir að þetta mark
mundi nægja Liverpool til að komast í
6. umferð. Liðið betra og Bruce
Grobbelaar afar öruggur í marki. En
það reyndist ekki. Á 85. min. náði York
sókn, knötturinn small tvívegis í þver-
slá marks Liverpool áður en varnar-
maðurinn Rick Sbragia skoraði. 1—1
og þau urðu úrslit leiksins þó svo að
Ronnie Whelan skoraði fyrir Liverpool
rétt á eftir. Dómarinn dæmdi markiö
af — furðulegt.
Man. Utd sigraði
Á föstudagskvöld lék Man. Utd við
Blackbum, efsta liðið í 2. deild, í Black-
bum og var leiknum sjónvarpað beint
á Bretlandseyjum. Man. Utd sigraði
2—0 og var sá sigur í minnsta lagi, yfir-
burðir verulegir en Gordon Strachan
misnotaði einu sinni vítaspymu.
Strachan skoraði heppnismark á sjö-
undu mínútu. Knettinum spymt fram
að vítateig Blackburn, bakvörðurinn
Mick Ratbone virtist eiga auövelt með
að hreinsa, það svo að flestir leikmenn
United voru á leið aftur í vömina. En
ekki Strachan og þegar Ratbone ætlaöi
að spyma frá rann hann til á hörðum,
frosnum vellinum, féll og Strachan
náði knettinum. Vippaöi honum síðan
yfir markvörðinn. Flestir hinna 23 þús-
und áhorfenda furðu lostnir. Allan
fyrri hálfleikinn var nær einstefna á
mark Blackburn. United með sama lið
og hóf leikinn í Newcastle fyrir viku að
því undanskiidu að Gary Bailey lék á
ný í markinu eftir fingurbrotið.
I siöari hálfleik komu leikmenn
Blackburn meira inn í leikinn. Simon
Garner átti gott skot framhjá og
Bailey varði auðveldlega það sem á
markið kom. Á 82. mín. var Mark
Peter Reid kom Everton á bragðið.
Hughes felldur innan vítateigs Black-
bum. Vítaspyma en Strachan spymti
knettinum yfir markið hjá Terry
Gennoe. Það kom þó ekki að sök fyrir
United. Framvörðurinn Paul McGrath
braust I gegn á 86. mín. og gulltryggði
sigurinn.
hsím.
Guðríður Guðjónsdóttir, landsliðs-
konan snjalla i Fram, hefur verið
iðin við að skora i vetur.
Guðríður hefur
skorað 113 mörk
— Fram með tveggja stiga forustu í 1. deild kvenna
Heil umferð í 1. deild kvenna í
handknattleiknum var háð í siðustu
viku og um heigina. Úrslit urðu
þessi.
Fram — Vikingur
Valur - FH
Akranes — ÍBV
KR - ÍBV
Staðan er nú þannig.
Fram
FH
Valur
Vikingur
KR
ÍBV
Þór, Ak.
Akranes
12 11
12 10
12 10
10
10
12
9
9
27-10
13-23
12-16
18-15
1 368-182 22
2 348-175 20
2 261-199 20
6 157-209 8
6 176 -204
9 175- 282
7 140- 247
8 118-245
Kiel heldur
sínu striki
Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni
DV i V-Þýskalandi:
— Kiel, undir stjórn Jóhanns Inga
Gunnarssonar, er óstöðvandi þessa
dagana. Sebrahestarnir unnu
góðan sigur, 23—17, yfir Hutten-
berg á útivelli á laugardaginn.
Dankersen vann óvæntan sigur, 18—
14, yfir Grosswallstadt. Essen varð að
sætta sig við jafntefli, 20—20, gegn einu
af botnliðunum, Weichen Handewitt.
Gummersbach vann, 28—22, í Hofwei-
er.
Markahæstar eru:
Guðríður Guðjónsd., Fram,
Erla Rafnsd., Fram,
113 | Margrét Theódórsd., FH,
3 STIG CHELSEA
GEGN NEWCASTLE
— Aðeins einn leikur í 1. deild háður á laugardag
Chelsea sigraði Newcastle, 1—0, í
eina leiknum í 1. deild sem háður
var á laugardag. Strax á 2. minútu
skoraði varnarmaðurinn Darren
Wood eina mark leiksins. Knöttur-
inn barst út úr vitateig Newcastle
til Wood, sem skoraði með þrumu-
fleyg af 20 metra færi. Chelsea
löngum betra liðið i leiknum, sem
háður var á Stamford Bridge, með
Nevin sem besta mann. Newcastle-
liðið án sins besta manns, Chris
Waddle, náði sér aldrei verulega á
strik.
Tveir leikir voru í 2. deiid. Hudders-
field sigraði Crystal Palace á heima-
velli, 2—0, með mörkum Phil Wilson og
Laws, vítaspyma, og Cardiff vann
óvænt í Oldham, 0—1. Brian Flynn,
landsliðsmaöur Wales, var langbesti
maður á vellinum í Cardiff-liðinu. Eina
mark leiksins skoraði Nigel Vaughan.
önnur úrslit urðu þessi.
3. deild:
Bolton — Swansea 0—0
Burnley—Orient 1—1
Doncaster — Brentford 2—2
Hull — Bradford 0—2
Lincoln — Wigan 1—0
Rotherham — Bristol City 2—1
4. deild:
Crewe —Scunthorpe l—1
Rochdale — Northampton , 3—0
Wrexham — Halifax 2—1
Urslitin á íslenska getraunaseölin-
um voru þannig. XXX — X12 — 212 —
2X2.
-hsim.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir